Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 47 Fréttir HótelBorgames: Maður veitt- ist dólgslega að konu „Einn þessara manna virtist halda að konur sera voru á dans- gólfrau væru eitthvað sem hann ætti að taka á og reyna kratta sína á. Hann veittist að einni þeirra dólgslega og hyrjaði að smia henni í liringi. Dyravörður- inn hafði eðhlega afskipti af þessu og það skipti engura togum að maðurinn réðst á hann. hað var gengið í að reyna að koma honum út en þá komu félagar hans hon- um til hjálpar og það urðu tölu- verðar stimpingar þannig að flytja þmfti dyravörðinn og manninn sem kom honum til hjálpar á sjúkrahús,“ segir Pétur Geirsson, hótelstjóri Hótel Borg- arness, í samtah við DV. Milli klukkan 2 og 3 aðfaranótt sunnudags komu nokkrir menn á þrítut’saldri inn á Hótel Ðorgar- nes. Pétur segir þá hafa verið ölv- aða og þá ekki hafa verið lengi inni þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn hafi farið út eftir slags- málin og félagar hans lika. Þeir hafi ekki verið lengi úti þegar þeir fréttu af því að lögreglan væri á leiðinni og þvi foröað sér, segir Pétur. „Það er nu svo hér í Borgamesi að það er ekki fjárveiting fyrir þvi að halda úti sólarhrings lög- gæsiu þannig að við þurftum að kalla út lögreglumann á bakvakt. Á meðan hann var að hafa sig til hurfu mennirnir á braut. Lög- reglan teiur sig samt geta haft uppi á þeim,“ segir Pétur og tekur fram að hér hafi verið um mjög hörð átök að ræða og kæru í málinu verði fylgt eftir. Framsókn í Reykjanesi: Unnur stefnir á annað sætið „Við erum með einn manniinni en ætlum að fá tvo menn á þing. Ég ákvað þvi að stefna á annað sætið,“ sagöi Unnur Stefánsdótt- ir, Kópavogi, sem tekur þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi semfram fer 10. desember. Frestur til að skila inn framboði í prókjörinu rann út í gærkvöld. Þrjú stefna á fyrsta sætið: Drífa Sigfúsdóttir, Keflavík, Siv Frið- leifsdóttin Seltjarnarnesi, og Hjálmar Ámason, Keflavík. Þá tekur SigurbjörgBjörgvinsdóttir, Kópavogi, þátt í prófkjörinu en stefnir ekki á blndandi sæti, þ.e. eitt af flórum efstu. Kjördæmis- stjórn getur látið kjósendur raða í fleiri sæti, án þess þó að sú röð- un verði bindandi, en ákvöröun hefur ekki verið tekin um það. Seyðisfjörður: Ölvaðir piltar ókuútísjó Bílvelta varð skammt utan við Scyöisfiörð snemma í gærmorg- un. Þaö var um klukkan S í gær- morgun sem lögregluþjónn á Seyðisfirði ók frarn á bíl í flæðar- málinu, nokkra kílómetra utan við Seyðisfjörð. Bílhnn hafði oltið og maraði í hálfu kafi. Stóð annar mannanna sem voru í bífnum á þaki hans en hinn í fjörunni. í ljós kom að hílnum hafði verið stohð. Mennirnir tveir, sem eru 17 ára og voru ölvaðir, voru flutt- ir á heilsugæslustöð þar sem gert var að meiðslum þeirra sem voru minni háttar. Mennirmr eru aðkomumenn og er bílhnn sem þeir stálu ónýtur. DV Loðnustofninn mælist aðeins þriðjungur þess sem áætlað var: Olíklegt og þörf á annarri mælingu Altt að vinna meðáskrift aðDV! Áskriftarsíminn er 63 27 001 Grænt númer er 99 - 62 701 „Þessi niðurstaða er mjög langt frá því sem við höfðum fyrirfram talið að væri af loðnu. Þarna mældist mjög htið af fullorðinni loðnu og rýr hrygningarloðna auk þess sem hlut- fall eldri loðnu var mjög lágt. Þessi mæhng er einungis þriðjungur þess sem við töldum fyrirfram að væri til af loðnu,“ segir Hjálmar Vilhjálms- son fiskifræðingur vegna þeirrar niðurstöðu sem fékkst úr rannsókn- arleiðangri Hafrannsóknastofnunar á ástandi loönustofnsins. Leiðangur- inn mældi aðeins 570 þúsund tonn af hrygningarloðnu en fyrirfram hafði verið gengið út frá því að um væri að ræða stofn á bilinu 1400 til 1500 þúsund tonn. Hjálmar segir að þessi niðurstaða sé það langt frá því sem áætlað var að honum finnist mjög ótrúlegt að hún standist „Það er með ólíkindum ef þetta er raunin. Það er að mínu viti ekki ástæða til að rjúka upp til handa og fóta vegna þessa. Það þarf aðra mæl- ingu til að ganga úr skugga um raun- verulegt ástand loðnustofnsins, það er min skoðun að annað muni koma í ljós þegar ný mæhng verður gerð. Það er þó aðalatriðið að hafa ekki niðurstöðuna að engu,“ segir Hjálm- ar. Á síðustu loðnuvertíð voru veidd um 1200 þúsund tonn en áformað var að veiða um 1500 þúsund tonn á þess- ari vertíð. Á þessari vertíð hafa þegar veiðst um 320 þúsund tonn. Ef þessi niðurstaða gefur rétta mynd af ástandi stofnsins þá er aðeins óhætt að veiða um 180 þúsund tonn í viðbót eða alls 500 þúsund tonn. Þetta þýddi því gífurlegan skell fyrir þjóðarbúið eða samdrátt upp á milljón tonn. Hjálmar segir áætlaö að fara í næsta leiðangur í byrjun janúar en farið verði fyrr ef loðnan fari að veið- ast í meira mæli HÁKARL Skyr- og glerhákarl. Sendum um land allt. Pantanir í s. 95-13179 frá kl. 10-22 alla daga. Hákarlsverkun Gunnlaugs Hólmavík, sími 95-13179 Kratar haf na prófkjöri í Norðurlandi eystra A kjördæmisþingi Alþýðuflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra á laugardag hlaut hugmynd um að efna til prófkjörs um skipan fram- boðslista flokksins í komandi alþing- iskosningum engan hljómgrunn. Samkvæmt heimildum DV var afar takmarkaður áhugi á framboði gegn þingmanni flokksins í kjördæminu, Sigbirni Gunnarssyni. Kjördæmis- ráð mun því raða í 12 sæti listans. PONTUNARSÍMI 52866 Þrír menn voru fluttir á slysadeild í gaermorgun eftir að bíll sem einn þeirra ók endastakkst við útafkeyrslu á malarvegi við Korpúlfsstaði. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var bílnum ekið hratt. Tveir mannanna sluppu þó ómeiddir en einn þeirra slasaðist lítilsháttar. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglu og grunur leikur á að bílstjórinn hafi verið undir áhrifum áfengis. DV-mynd Sveinn Framleiðendur Neyðarlínunnar sýna íslenskri bók áhuga: Frásagnir í bókinni gætu hentað í þáttinn „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á björgunarmálum og starfaði í mörg ár innan Slysavarnafélagsins og þeg- ar ég var kominn með handritið að Útkall Alfa TF-Sif í hendumar, benti ívar Gissurarson útgáfustjóri mér á að þarna væri kannski efni sem þeir sem framleiða bandarísku sjón- varpsþættina 911 (eða Neyðarlinuna eins og þættirnir heita á Stöð 2) hefðu áhuga á. Svo ég tók mig til að beiðni samstarfsmanna minna og skrifaði William Shatner og hans fólki og sagði í bréfinu fyrst frá landinu og þeim sérstöku aðstæðum sem hér eru og að hér væru mjög öflugar björgunarsveitir og afar öflug þyrlu- sveit sem byggi við fremur frum- stæðan kost miðað við það sem Bandaríkjamenn hafa og síðan benti ég á að í þessari bók væri efni sem ég teldi að þeim þætti fýsilegt að gera þátt um,“ segir Örlygur Hálfdánar- son bókaútgefandi, en í Útkall Alfa TF-Sif, eftir Óttar Sveinsson blaða- mann, eru frásagnir þyrluflugmanna og lækna hjá Landhelgisgæslunni af björgunaratburðum. Örlygur sagði að það hefði liðiö nokkur tími þar til svar kom, en þeg- ar það kom reyndist það vera já- kvætt. „í mjög svo kurteislegu svari þökkuöu þeir fyrir bréfið og sögðu að því miöur gætu þeir ekki tekið svona þátt í nóvember, sem ég var nú ekki hissa á, en að þeir væru áhugasamir um að heyra meira og nánar um einstök björgunarafrek og að það kæmi vel til greina að hingað kæmi flokkur síðar til að gera slíku efni skil og báðu um nánari útlistun N0VEMBERTILB0Ð Á HREINLÆTISTÆKJUM 0.FL. 20-40% afsláttur á efni bókarinnar. Nú er staðan sú að það er verið að þýða einn kafla úr bókinni yfir á ensku, kannski verða þeir fleiri, og verður þýðingin send utan hið fyrsta.“ VATNSVIRKINN HF. Ármúla 21. simar G8 64 55 - G8 59 65 Jólakeramik Mikið úrval af alls konar jólakeramik og styttum. Alls konar tilboð í gangi. Lítið inn og sjáið úrvalið. Listasmiðjan Dalshrauni 1 220 Hafnarfirði, s. 652105

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.