Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 44
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fuiirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskötum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 63 27 00 BLAÐAAFGREEÐSLA 0G ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriöjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. &S LAUGARDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA Veðrið á morgun: Þurrtogvíða léttskýjað fyrir norðan Á hádegi á morgun verður suð- vestlæg átt og él sunnanlands og vestan en þurrt og víða léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hitinn verður á bilinu -3 stig til 2 stig. Veðrið í dag er á bls. 52 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994. f baksturinn Á morgunmatinn I heita og kalda drykki Brjóstsykur Skemmir ekki tennur RÖKRÁS HF. Bíldshöfða 18 "S 671020 Nokkrir voru kallaðir til skýrslu- töku eftir aö lögreglan gerði húsleit í þremur þekktum fikniefnabælum í miðbænum og austurbænum undir kvöld á fóstudag. í húsi í austurbænum fundust 10 grömm af amfetamíni en í miðbæn- um var ráðist inn í tvær íbúðir í sama húsi. Þar fannst lítilræði af hassi og áhöld til neyslu fíkniefna. Grunur leikur á að húsráðendur hafi náð að fyrirkoma fíkniefnum meö því að sturta þeini niður í salerni áður en lögreglan komst inn í íbúðirnar. Stælt vöðvatröll fjölmenntu á íslandsmeistaramótið í vaxtarrækt sem fram fór á Akureyri um helgina. Magnús Bess og Margrét Sigurðardóttir þóttu best vöxnu þátttakendurnir og hampa nú íslandsmeistaratign í greininni. Með líkamlegri áreynslu, þolinmæði og natni hefur þeim tekist að móta og styrkja likamann á undraverðan hátt. Varnarliðsmað- ur skaut svan Lögreglumenn lögðu hald á dauðan svan í heimahúsi í Reykjavík í gær. Veiðimaðurinn, varnarliðsmaður af Keflavikurflugvelli, framvísaði leyfi bónda á Suðurlandi en leyfið kvað á um að hann hefði rétt til fuglaveiða í landi hans. Með bréfið upp á vasann taldi hann sig hafa leyfi til að skjóta alla fugla í landi hans. Rannsókn málsins er lokið af hálfu lögreglu. Ætla að f á sak leysi mitt staðf est segir Linda sem nú bíður niðurstöðu Rannsóknastofu 1 lyfjafræði „Ég fór strax í þessa prufu þeg- ar ég frétti af þessari skýrslugerð. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að fá sakleysi mitt staðfest varð- andi þessar ásakanir lögreglunnar. Ég hef ekki neitt að fela i þessu máli, segir Linda Pétursdóttir sem skilað hefur þvagprufu til Rann- sóknastofu i lyíjafræði við Háskóla íslands. I lögregluskýrslu sem gerð var vegna handtöku Lindu er tilgreint að hún hafi ekki verið undir áhrif- um áfengis, aftur á raóti er krossað við já í reit þar sem tiigreind eru önnur vímuefni. Þá er tilgreint i kæru annars lögreglumannsins á hana að hún hafi verið í annarlegu ástandi, Þessu vill Linda ekki una og þess vegna hefur hún farið þessa leið til að fá úrskurð um það hvort í hkama sínum séu einhver efni sem bendi til fíkniefnaneyslu af hennar hálfu. „Þetta er aigjörlega mín ákvörð- un þar sem ég vii ekki siíja'undir svona rógi. Ástæðan fyrir því að ég fór ekki fyrr í þessa rannsókn er sú að ég vissi einfaldlega ekki af þessum ásökunum fyrr en ég sá þetta i blaðagrein. Ég hef enn ekki fengið á því skýringu hvers vegna lögreglan lét mig ekki fara í próf vegna þessa í stað þess að leggjast svo lágt að breiða þetta út,“ segir Linda. Rógsherferð í gangi „Það er mikii rógsherferð í gangi gegn Lindu og jiess vegna nauðsyn- legt hiá henni að draga ailar stað- reyndir fram í dagsijósiö. Það má svo sem segja að það hafi verið ágætt að þessum skýrsium var lek- ið út frá lögreglunni til fiölmiðla. Þar með fáum við tækifæri til að verjast þessum ásökunum sem við höfðum ekki hugmynd um að við þyrftum að verjast. Það heföi verið afleitt ef þetta hefði komið upp eft- ir að orðið er of seint að fá úr því skorið hvort um lyfialeyfar er að ræða. Það er hægt að sjá slikt hálf- an mánuð aftur í tímann en ekki lengur,“ segir Gísli Gíslason, lög- fræðíngur Lindu. Niöurstöðu úr lyfiaprófinu er að sögn Lindu að vænta um miöja vik- una. Fíkniefni f innast í þekkt- um bælum Mótmæla niðurskurði listskreytinga- sjóðs „Stjórn SÍM treystir því að mennta- málaráðherra standi með myndlist- armönnum í þessu máli og beiti sér fyrir því að framlag til sjóðsins verði aldrei skert og unnið verði að því að greiðslur til sjóðsins verði í samræmi við þau lög sem um hann gilda frá 1990,“ segir í ályktun sem stjórn Sambands íslenskra myndlistar- manna, SÍM, samþykkti nýlega. SÍM stendur fyrir aðgerðum við Ustaverkið Sólfar við Sæbraut í dag til að mótmæla því að ekki er gert ráð fyrir fiárframlögum til List- skreytingasjóðs ríkisins í fiárlögum næsta árs. Sjóðnum er ætlað að styrkja kaup á verkum til uppsetn- ingar í og við byggingar og mann- virki sem kostuð eru af ríkissjóði. í opnu bréfi frá Sólveigu Eggertsdótt- ur, formanni SÍM, segir að niður- skurður sjóðsins sé menningarfjand- samleg ákvörðun og hafi i för meö sér stórfellda kjaraskerðingu mynd- hstarmanna á erfiðum tímum. ÚAáleiðfráSH? Ekki rætt í stjóminni - segir stjórnarformaður „Það er nokkuð sterkt til orða tekið að ÚA sé að ganga úr SH. Þetta mál hefur ekki komið til umræðu á okkar vettvangi," segir Halldór Jónsson, stjórnarformaður Útgerðarfélags Akureyrar lrf., en rætt hefur verið um þaö í fiölmiðlum undanfarna daga að ÚA íhugi viðskipti viö ís- lenskar sjávarafurðir gegn því að félagið flytji höfuðstöðvar sínar til Akureyrar. „Almennt eru stjórnarmenn opnir fyrir öllum möguleikum en ég hugsa að þetta væru með þeim alflóknustu aðgerðum sem hægt væri að gera vegna eignarhalds og langrar sam- vinnu við uppbyggingu á mörkuðum og úrvinnslu fyrir markaði," segir HaUdór. Akureyrarbær á 54 prósent hluta- bréfa í ÚA en að sögn Jakobs Björns- sonar bæjarstjóra stendur ekki til að stjórna félaginu með pólitískum skipunum úr bæjarstjórn. Hann seg- ir það engu að síður áhugaverðan kost fyrir Akureyrarbæ ef Islenskar sjávarafurðir flyttust til bæjarins. „Það væri fengur sem við myndum tvímælalaust fagna. En hvort það getur tengst flutningi á viðskiptum er í rauninni allt annað mál sem yrði að metast út frá hagsmunum beggja fyrirtækjanna," segir Jakob. LOKI Hvaðsegja heiðursmenn nú? Lmrrm alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.