Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 1
i Mikill fjöldi ólöglegra vopna fannst við leit á sveitabæ í nágrenni Hvolsvallar í gærdag. Það voru fíkniefnadeild lögregunnar og lögreglan á Hvolsvelli sem lögðu hald á vopnin en á bænum fundust einnig eimingartæki, gambri, landi og mörg áhöld til fíkniefnaneyslu. Á öðrum bæ í sveitinni fundust einnig bruggtæki, landi og gambri. Á myndinni heldur Kristján Ingi Kristjánsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, á gaddakylfu sem fannst við leit á fyrri bænum. Á bænum fundust líka haglabyssur, ein með afsöguðu hlaupi, skammbyssa, riffill með hljóðdeyfi, fjaður-, rak- og veiðihnifar, sumir með allt að 30 sentímetra löngu blaði, og lásbogi. Kristján lýsir, i samtali við DV, yfir áhyggjum sínum vegna aukinnar vopnaeignar i fíkniefnaheiminum og hugsanlegra afleiðinga hennar. DV-mynd Pétur Pétursson Of mikil bjartsýni í þjóðhags- spá -sjábls.4 Bræðurenní haldifyrir morð -sjábls.9 Gro Harlem Brundtland: Röddíslend- inga eins og músartíst úti íhafsauga -sjábls.8 Arneshreppur: Verður galdra- minjasaf n í gömlu kirkjunni? -sjábls.5 Varaformaður Alþýðubandalagsins: Flokksstofnun Jóhönnu hef ur áhrif á alla f lokka -sjábls.4 20 síðna aukablað um jóla- mat og kokur f ylgir DV i dag -sjábls.B-38

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.