Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 Fréttir Húsleit á tveimur bæjum í nágrermi HvolsvaHar í gær: Heilt vopnabúr f innst við leit í dóp- og bruggbæli - lögregla lagði hald á bruggtæki og töluvert af landa Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og lögreglan á Hvolsvelli gerðu húsleit á tveimur bæjum í ná- grenni Hvolsvallar í gærdag. Á öör- um staðnum var lagt hald á mikinn fjölda vopna, um 20 lítra af landa, 100 lítra af gambra í suðu og eimingar- tæki. Einnig var lagt hald á áhöld til neyslu fíkniefna á sama stað og tor- kennilegt duft sem ekki hafði verið efnagreint í morgun. Morðtól falin í hlöðu Það var laust eftir hádegi sem lög- reglan renndi í hlað á fyrri bænum en þar er takmarkaður hefðbundinn búskapur. Enginn var handtekinn en inni í húsinu fundust tvær hagla- byssur, skotfæri, lásbogi og örvar, illa hirt kanabisplanta og, eins og fyrr sagði, landi, gambri og mörg áhöld til fíkniefnaneyslu. Við ítar- legri leit í hlöðu við bæinn fann hass- hundur fíkniefnadeildar tösku sem í var fjöldi hnífa, gaddakylfa og byss- ur. Var hér um að ræða fjaðurhnífa, rakhnífa og veiðihnífa með allt að 30 sentímetra löngu blaði. Einnig var þar afsöguð haglabyssa og rifíill með hljóðdeyfi fannst á milli heybagga. Ábúandinn á bænum hefur oft komið við sögu fíkniefnalögreglu. Ekki er tahð útilokaö að eitthvað af heimilismunum séu þýfi úr innbrot- um. Kristján Ingi Kristjánsson, yfir- maður ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar, sagði í samtali við DV í gær að hann hefði orðið áhyggjur af aukinni vopnaeign í fíkniefna- heiminum sem gæti leitt til aukinnar hörku. Benti hann á þann fjölda vopna sem fannst við leitina í gær því til staðfestingar. Sykur til sultugerðar Síðdegis létu lögregluembættin svo til skarar skríða á öðrum bæ í ná- grenninu. Upplýsingar höfðu borist um landa, eimaöan á bænum, í dreif- ingu á höfuðborgarsvæðinu. Þar var kona á fertugsaldri hand- tekin og færð til yfirheyrslu eflir að öflug eimingartæki, landi og gambri fundust við húsleit á bænum. Um var að ræöa á annan tug lítra af áfengi og 100 lítra af gambra sem konan sagði að væri aö hluta til í eigu syst- ur sinnar en annars í sinni eigu. í landann hafði verið blandað bragð- efnum og honum tappað á hinar ýmsu tegundir af áfengisflöskum. Má þar nefna viskí, koníak, líkjöra, vodka og fleira. Við húsleit fannst einnig talsvert magn af sykri sem ætla mætti að væri til frekari áfeng- isgerðar en húsfreyjan á bænum sagði hann ætlaðan til sultugerðar. Áfengið kvað hún til eigin nota en engin óregla væri þó á heimilinu. Gott væri hins vegar að fá sér dreitil með kaffinu á kvöldin að loknu amstri dagsins. Frá því að ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar tók við rannsókn bruggmála fyrir um tveimur mánuð- um hefur deildin upprætt vel á ann- an tug bruggverksmiðja í Reykjavík og nágrenni og á Suður- og Vestur- landi. Ýmist hefur hún verið ein á ferð eða í samvinnu við önnur emb- ætti og einnig slökkviliðið. Er hér um verulega aukningu að ræða frá því sem áður var. A öðrum bænum fundust eimingartæki og töluvert magn af gambra og landa. Hér bera Gils Johannsson, lögregluþjón á Hvolsvelli, Einar Ásbjörnsson og Kristján Ingi Kristjáns- son, hjá ávana- og fíkniefnadeild, gambratunnu inn í lögreglubíl. DV-myndir Pétur Pétursson Púki, hundur fíkniefnadeildar iögreglunnar, fann mörg vopn í hlöðu á fyrri bænum sem ráðist var tii inngöngu í. Lögreglumaður i fíkniefnadeild handleikur riffilinn með hljóðdeyfinum sem fannst. Tvö afþremur skipum Norðurtangans seld: Munum reyna að halda þorskkvóta okkar - segir Jón Páll Halldórsson framkvæmdastjóri Stuttar fréttir Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: „Það er búið að gera samning við Nýsjálendinga um sölu á Hálfdáni í Búð til þeirra. Málið. er svo einfalt að veiðiheimildir okkar á þremur skipum eru minni í dag en Guðbjart- ur var með einn þegar kvótakerfið kom til,“ segir Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðurtangans á ísafirði, vegna þess að nú hefur verið samið um sölu á nýjasta skipi fyrir- tækisins, Hálfdáni í Búð. Auk þess að semja um sölu á Hálf- dáni í Búð hefur fyrirtækið einnig auglýst vélbátinn Orra til sölu og á að sögn Jóns Páls að selja hann með rækjukvóta. Þetta þýðir að tvö af þremur skipum fyrirtækisins eru til sölu og aðeins togarinn Guðbjartur eftir. Jón Páll segir að þorskkvóti skipanna þriggja sé nú 1230 tonn en Guðbjartur einn hafi haft í upphafi kvótakerfisins 1262 tonn. „Við munum reyna að halda þeim þorskkvóta sem við höfum í dag og við erum að reyna að breyta sam- setningu skipastólsins í samræmi við það. Við vonumst til að þetta komi ekki niöur á vinnslunni. Auk þess að selja skip hefur Norð- urtanginn ákveðiö að loka fiskbúð, sem fyrirtækið hefur rekið um ára- bil, og saltfiskvinnslu fyrirtækisins. Úreldingarverð Hálfdáns í Búð er að sögn Jóns Páls um 90 milljónir en hann vildi ekki gefa upp söluverð skipsins. Vegna þessara breytinga á útgerð Norðurtangans verður 18 manns sagt upp. Hálfdán í Búö mun verða afhentur um n.k. áramót. Siglfirðingar og Sauðkrækingar: Vilja sameiginlegt áætlunarflug Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er auðvitáð óviðunandi aö árið 1994 skuli ekki eiga að bjóða upp á reglubundið áætlunarflug til Siglu- fjarðar. Hér er nýlokið milljóna framkvæmdum viö flugbrautina, sem hefur verið lögð bundnu slitlagi, og þá gerist það að íslandsflug boðar að félagið hyggist hætta áætlunar- flugi hingað. Auðvitað er ekki hægt að krefjast þess að einhver aðili stundi hingað flug sem rekið er með tapi. Þess vegna verður að finna leið til hagræöingar og samnýtingar á flugi og þá liggur beinast við að fela þaö einhverju litlu flugfélagi sem áhuga hefur á að fljúga til Sigluíjarð- ar og Sauðárkróks," segir Kristján Möller, formaður bæjarstjórnar á Siglufiröi. íslandsflug hefur tilkynnt að félag- ið hyggist hætta áætlunarflugi til Siglufjarðar um áramót enda sé það flug rekið með tapi vegna of fárra farþega. Siglfiröingar geta ekki sætt sig við að vera án ætlunarflugs og því hefur enn á ný komið upp sú umræða að flug þangað verði sam- einað flugi til Sauðárkróks og það falið einhverju flugfélagi sem hefur yfir að ráða heppilegum flugvéla- kosti. „Við Sauðárkróksbúar höfum lengi verið óánægðir meö þá þjónustu sem Flugleiðir veita okkur,“ segir Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, og nefnir í því sam- bandi að iðulega þurfi farþegar í flugi þaðan með Flugleiðum að fljúga um Húsavík. Sauðkrækingar hafa lengi krafist þess að einkaleyfi Flugleiða til áætlunarflugs þangað verði af- numið en Flugleiðir hafa það einka- leyfi til ársloka árið 1997. „Ég held að það sé réttast að nú verði breyting á og hún eigi sér stað í góðu. Síðan verði fundinn einhver aðili sem hefur hentugar vélar og vill taka að sér flug hingað og á Siglu- íjörð, segir Snorri Björn., Bæjarráð Siglufjarðar og Sauðár- króks hittast á fundi í dag eða á morgun og munu aö honum loknum senda frá sér álykfim varöandi þetta hagsmunamál íbúa staðanna. Stuttarfréttir Dregiðúrstarfcemi Stjórn Landakotsspítala ákvað í gær að draga enn frekar úr starfsemi spítalans til að tryggja þjónustu viö gamalt fólk. Hundr- uð manna komast ekki í aðgerðir á næstunni leysist verkfall sjúkraliða ekki. RÚV greindi frá þessu. Spítaiarsameinaðtf Rikið og Reykjavíkurborg sam- þykktu í gær aö sameina Landa- kotsspítala og Borgarspítala á næsta ári. Sérstök nefnd mun fjalla um lífeyrisréttindi starfs- fólks. Skv. samningnum er tekið á fjárhagsvanda Borgarspítalans. Nýtt viðskiptaforrit íslensk forritaþróun hf. kynnti í gær nýtt viðskiptaforrit, Opus allt.fyrir Windows. Þróun þess kostaði um 30 míUjónir. Fieirigjaidþrot Gjaldþrotum hefur fjölgað verulega i Reykjavík síðastliðin ár. Árið 1988 voru 103 nauðungar- uppboö en 345 þaö sem af er ár- ínu. Alls hafa 670 beðið um gjald- þrotaskipti í ár en í fyrra bárust alls 525 beiðnir. Brengiaðir bilstjórar Menn með dóma vegna kyn- ferðisafbrota og nauögana hafa sótt í að komast í leigubílaakstur. RÚV greindi frá þessu. Hættuiegirlitir Litir sem heita Aqua Fantasy Make-up og börn og unglingar hafa notað til að skreyta sig með í framan geta valdið alvarlegum augjislysum. Sala þeírra hefur verið stöðvuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.