Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 Utlönd ekki segjastog sækja að Bihac Hersveitir Serba skeyttu engu um loftárásir NATO og viövaran- ir frá bæði SÞ og stjómvöldum í Washington heldur sóttu af mik- illi hörku að bænum Bihac i sam- neíhdu héraði í Bosníu. NATO og SÞ íhuga á meðan hvort grípa beri til frekari loftárása. Fréttir bárust af því í gær aö skriðdrekar og stórskotaliðs- sveitir Serba væru að nálgast bæinn sem er á valdi múslíma. Ríkissfjórn Bosníu fór fram á það viö NATO að sókn Serba yrði stöövuð og opinber fjölmiðill i Bihac sagði barist í návígi í einu úthverfa borgarinnar. Keuter Gro Harlem talar út um gallana við að treysta á EES í stað ESB: Rödd íslands verð- ur eins og músartíst - sagði norski forsætisráðherrann á baráttufundi Evrópusinna í Þrándheimi Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Nei-mennirnir skilja ekki að radd- ir þeirra þjóða sem ætla að vera eftir & 9 EiGNARHALDSFÉLAGIÐ BRDNABÓTAI ÉLAG ÍSLANDS HEIÐURSLAUN BRUNABÓTAFÉLAGS ÍSLANDS ehf. 1995 Stjórn Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag íslands veitir einstaklingum heiðurslaun samkvæmt reglum, sem settar voru árið 1982, í því skyni að gefa þeim kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag, hvort sem er á sviði lista, vís- inda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Reglurnar, sem gilda um heiðurslaunin og veitingu þeirra, fást á skrifstofu BÍ að Ármúla 3 í Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við veitingu heiðurs- launanna árið 1995 burfa að skila umsóknum til stjórn- ar félagsins fyrir 10. desember 1994. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag íslands Hagstofa Islands - Þjóðskrá Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desemb- er. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt nýjum lögheimilislögum frá 1. janúar 1991 er lögheimili sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bæki- stöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvað er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir, t.d. vegna orlofs, vinnuferða og veikinda, er ekki breyting á fastri bú- setu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum. Hvernig eiga hjón og fólk í óvígðri sambúð að vera skráð? Séu þessir aðilar samvistum eiga þeir að hafa sama lögheimili. Hvað barnafólk varðar er reglan sú að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hag- stofu Islands - Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum. Hagstofa íslands - Þjóðskrá Skuggasundi 3,150 Rvík, s. 91-609850, bréfas. 91-623312 í EES verða eins og músartíst úti í hafsauga. Það kemur ekkert í staðinn fyrir Evrópusambandið," sagði Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, á baráttufundi í Þrándheimi í gær. Mikill þungi hefur færst í kosn- ingabaráttuna hér í Noregi enda fáir dagar til stefnu áður en gengiö verð- ur til atkvæða um aðild að ESB. Andstæðingarnir hafa enn vinning- inn samkvæmt öllum skoðanakönn-' unum. Þeir hafa einnig vinninginn ef hægt er að leggja mat á baráttu- anda og hugmyndaflug. Það telst þó ekki til góðra siða að senda ritstjór- um ESB-sinnaðra blaða sprengjur í pósti. Ritstjóri Verdens Gang fékk eina slíka en ekki hlaust skaði af. Sífellt minni munur Munurinn á fylgi já- og nei-manna er minni nú heldur en hann var lengi framan af. Fylgismenn aðildar gera sér því enn vonir um sigur og enn eru nógu margir óákveðnir til að halda lífi í baráttunni. Skoðanakann- animar sýna að það þarf að breyta Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs. Símamynd Reuter um það bil tvö hundrað þúsund óákveðnum í já-menn til að Norð- menn fylgi Finnum og Svíum inn í ESB. í könnun Verdens Gang í morg- un voru fylgismenn og andstæðingar því hnííjafnir en andstæðingar hafa þó forskotið í könnunum Dagbladet og TV 2. Gro Harlem beitir sér nú af fullum krafti og beinir spjótum sínum eink- um að andstæðingum aðildar í eigin flokki. Það eru þeir sem halda fram kostum EES og nú lítur út fyrir að „kratar á móti ESB“ ráði úrslitum í kosningunum á mánudaginn. Þetta er stór hópur og sá sem mestur þrýst- ingur er á þessa dagana. Pakka saman kröfuspjöldum „Andstæðingarnir munu ekki taka á sig ábyrgðina á niðurstöðunni á mánudaginn. Þeir pakka bara saman kröfuspjöldunum og fara heim. Við erum hér að takast á um velferð Noregs og framtíð," sagði Gro á Þrándheimsfundinum. Gro veit að framtíð hennar sem stjómmálamanns er í veði í slagnum um ESB-aðildina. Hún neitar þó að leggja allt undir en samt eru hennar eigin flokksmenn farnir að undirbúa að maður að nafni Torbjörn Jagland taki við eftir næsta landsfund. Traustur náungi en næsta litlaus við hliðina á Gro. Um eitt hundrað urðu sárir í eldgosi á eyjunni Jövu i Indónesíu í gær og voru fiuttir til aðhlynningar á nærliggj- andi sjúkrahús. Símamynd Reuter Eldgos á eyjunni Jövu varð 24 að bana: Höfðum ekki mikinn tíma til að flýja fyrir of sahræðslu - sagði einn þeirra sem komust undan hraunstraumnum og gufunni Tuttugu og fiórir hafa látið lífið í eldgosi á eyjunni Jövu í Indónesíu og gasútstreymi og hraunstraumur- inn gera björgunarsveitum erfitt fyr- ir að ná til fiölmargra sem óttast er að séu innilokaðir. Margir þeirra sem fórust eða særö- ust í eldgosinu í gær urðu fyrir heit- um gufum, þar á meöal gestir í brúð- kaupsveislu sem haldin var þrátt fyr- ir viðvaranir í þorpinu Torku í skugga Merapi, eða Eldfiallsins. „Eldfiallið spjó heitu gasi,“ sagði einn þeirra sem komust lífs af viö Reuter. „Við höíðum ekki mikinn tíma til að flýja af því að ofsahræðsla greip um sig.“ Hermenn girtu af svæðið sem varð verst úti í eldgosinu. Jafnvel björg- unarsveitir fengu ekki að fara þang- að vegna þess aö það var ekki talið óhætt. Þeir sem komust undan sögðu að mikið írafár hefði orðið þegar fiallið fór að gjósa. Skjálftar fylgdu gosinu og hraunstraumurinn og gufan veltu trjám og símastaurum um koll eða brenndu, jöfnuðu hús við jörðu og grófust bæði menn og skepnur undir. Að sögn starfsfólks nærliggjandi sjúkrahúss, þangað sem hinir slös- uðu voru fluttir, hlutu margir þeirra mjög alvarleg brunasár. Um eitt hundrað manns voru á sjúkrahús- um. „Hörund þeirra hefur flagnað af og flestir hafa brunasár," sagði starfs- kona við eitt sjúkrahúsanna. „Ég tel að flestir hinna látnu hafi brunnið til bana.“ Einhverjir hinna látnu, þar á meðal tvö börn, voru of mikið brenndir til að hægt væri að bera kennsl á þá. Fjöldagreftrun fyrir fómarlömbin verður í dag en flest þeirra eru frá TorkU. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.