Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 tVIRKA Jólaefni Einlitu jólaefnin og gullefnið koinið. Jólaefni í gífurlegu úrvali. Opið mánudaga til fbstudaga kl. 9-18, laugardaga frá 1. sept. til 1. júní kl. 10—14. VIRKA Mörkinni 3, sími 687477 (við Suðurlandsbraut) Bækur til sölu Ódáðahraun I.-III. bindi e. Ólaf Jónsson, Kollsvíkurætt e. Trausta Ólafsson, ib., Breiðfirzkir sjómenn I—II e. Jens Hermannsson, skb., Saga Skagstrendinga og Skagamanna e. Gísla Konráðsson, Siglufjarðarprestar e. Jón Jóhannesson, skb., Undir tindum, ævi- saga Böðvars á Laugarvatni, Saga Oddastaðar e. Vigfús Guð- mundsson, Faxi, hestabók dr. Brodda Jóhannessonar, Fákur e. Einar Sæmundsen, í áföngum, hestabók og minningar Daníels i.Stjórnarráðinu, Austantórur 1.-3. bindi, skb., útg. dr. Guðni Jónsson, Saga Eyrarbakka 1.-3. bindi, e. Vigfús Guðmundsson, Hrakningar og heiðavegir e. Pálma Hannesson og Jón Eyþ., allt verkið, Saga Reykjavíkur 1-2 e. Klemens Jónsson, Saga Hafnar- fjarðar e. Sigurð Skúlason, Alaska e. Jón ritstjóra og alþm. Ólafs- son, skb., Strönd og vogar e. Árna Óla, ýmsar aðrar bækur sama höf., tslendingar í Danmörku e. Jón biskup Helgason, ís- lcnzkir annálar 803-1430, útg. Árnastofnunar í Kh., 1847, handb. skb., Bókin um Alþingishátíðina 1930, ib., Kristnisaga tsleifs bisk- ups, Kh. 1773, Skólameistarasögur í Skálholti og á Hólum e. Jón Halldórsson, Dómasafn Landsyfirréttar (Sögufél. dómar), 1.-9. bindi, skb., Sagnagestur 1-3 e. Þórð í Skógum, Skyggnir 1-2 e. dr. Guðna Jónsson, Gamlar glæður, minningar Guðbjargar í Broddanesi, Eineygði Fjölnir e. sr. Tómas Sæmundsson, Viðey 1841, Alþingisbækur tslands, verkið allt 1.-16. bindi, skb. og ób., Árbækur Háskóla tslands, með fylgiritum, 1911-1931, skb., Árbækur hins ísl. Fornleifafélags 1880-1954, skb., allt frumprent, Skýrslur um landshagi á tslandi 1.-5. bindi, skb., Hagskýrslur ís- lands nr. 1-75, ib., Deildir Alþingis e. dr. Bjarna Benediktsson, Tímaritið Helgafell, kplt., ób. m.k., Einvaldsídærnar á Hornafirði e. Einar í Hvalnesi, Hver er maðurinn 1-2 e. Brynleif Tobíasson, Sóknalýsingar Vestfjarða 1-2, ób. m.k., tslcnzkar ártíðaskrár, gömlu ættirnar e. dr. Jón Þorkelsson, Bildudalsminning um Pét- ur Thorsteinsson e. heiðursdr. Lúðvík Kristjánsson, Þorlákshöfn 1-2 e. Sigurð Þorsteinsson, tslendingabyggð á öðrum hnöttum e. Guðmund Davíðsson, Örnefni í Vestmannaeyjum e. Þorkel Jó- hannesson, Handbók Reykjavikur e. Pjetur Guðmundsson, fjöl- rit, Rvík 1927, margar gamlar niðurjöfnunarskrár frá Reykjavík fyrri ára, Alþingisstaðurinn forni e. Sigurð málara Guðmundsson (með kortinu af Þingvöllum), tslenzki fáninn, saga fánamálsins, 1917, Um Njálu, doktorsritgerð Einars Ól. Sveinssonar, Á Njáls- búð e. sama, Um íslenzkar þjóðsögur e. sama, ýmis fleiri rit sama höf., Ættartala Grims Gíslasonar í Óseyrarnesi, e. dr. Guðna Jónsson, sáral. uppl., Skútustaðaætt, Indogermanisches etymolog- isches Wörterbuch 1-9 e. Pokorny, fjöldi rita um málvísindi, Söngvar jafnaðarmanna, útg. 1923, kjarnmiklir söngvar í barátt- unni, Guðnýjarkver Ijóð Guðnýjar á Klömbrum, Hjúskaparhug- leiðingar fyrir ungar stúlkur, 1923, ísmeygilegt leiðbeiningarrit, Árbækur Ferðafélags tslands 1928-1964, vandað, handbundið skb., allt frumprent, Saga Jóns Espólíns e. Gísla Konráðsson, Stjörnufræði - rímfræði e. dr. Þorstein Sæmundsson, íslenzk tunga í fornöld e. dr. Alexander Jóhannesson og önnur rit höf. flest, Lækningabók Jónassens, 1886, Rauða bókin, bréf ísl. námsmanna í Austur-Evrópu, áritað eintak frá Davíð Oddssyni, Fuglarnir e. dr. Bjarna Sæmundssön, Fiskarnir e. sama, Völuspá útg. af Eiríki Kjerúlf, Stefnuskrá Alþýðuflokksins 1923, fróðlegt til sam- anburðar, Alþýðuflokkurinn, nýr stjórnmálaflokkur, Rvík 1917, sígild sannindi, Bókin um veginn e. Lao Tse, Um Bókasafn Þor- steins Þorsteinssonar, bókaskráin, pr. sem handrit, Galdrabók Ægis (nýkomin út), Mállýskur 1-2 e. dr. Björn Guðfinnsson, Is- landica frá hendi Halldórs próf. Hermannssonar, stök hefti, mik- ill fjöldi original, gamalla leikaramynda, m.a. Greta Garbo, Rudolph Valentino, Gable, Flynn og ótal aðrir, hcilmargt nýlegt úr poppheiminum: Rebel Rock, Bruce Springsteen, Dylan, David Bowie, Rolling Stones. Nýkominn fjöldi bóka um guðspeki og nýaldarmálefni, héraðasög- ur, ættfræði, hundruð ísl. ævisagna, gamlar erlendar bækur um bila og ótal, ótal margt hnýsilegt. Við kaupum og seljum eldri íslenzkar bækur frá 1556-1990. Einnig fornmuni, gamlar myndir, póstkort, útskurð og myndlist af eldra tagi. Gefum reglulega út bóksöluskrár með hluta fyrirliggjandi bóka og rita. Vinsamlega hringið, skrifið - eða lítið inn. Bókavarðan - Bækur á öllum aldri - Hafnarstræti 4 - sími 29720 Billy Best með foreldrum sínum, þeim William og Susan Best, eftir að hann sneri aftur heim úr flakkinu. Billy stakk af frá lyfjameðferð og var að heiman í mánuð. Simamynd Reuter 16 ára krabbameinssjúklingur kominn aftur heim: Guð læknar ef það er vilji hans „Mér þykir leitt aö hafa þurft að valda einhverjum sársauka. Ég vildi að hægt hefði verið að gera þetta án þess.að valda sársauka," sagði Billy Best, 16 ára bandarískur unglingur sem strauk að heiman fyrir einum mánuði af því að hann vildi ekki gangast undir lyfjameðferð við krabbameini. En Billy er núna kom- inn aftur í faðm fjölskyldunnar. „Það verður ekki frekari lyfjameð- ferð í bili,“ sagði Susan Best, móðir Billys, fyrr í vikunni, þremur dögum eftir aö sonur hennar sneri heim. Billy hringdi heim til sín níu dög- um eftir strokið eftir að hafa séð frétt um sjálfan sig í sjónvarpinu en þá sagðist hann þurfa að hugsa ráð sitt aðeins betur áður en hann sneri heim. í sjónvarpsviðtali sagðist Billy nú ætla að kanna aðrar tegundir með- ferðar við krabbameini en hefð- bundna lyfjameöferð. „Ég trúi á lækningamátt guðs. Ef það er vilji hans mun hann lækna mig,“ sagði Billy. Billi fannst í Houston í Texas þar sem hann hafði hreiðrað um sig í yfirgeflnni vöruskemmu og þaðan flaug hann heim til sín. Læknar greindu hann með Hodgkinsveiki í ágúst síðastliðnum. Anne Enger Lahnstein sigrar í sjónvarpskappræðum: Heiðarlegur barna- skapur betri en rök Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Við viljum öll frið,“ sagði nei- drottningin og Miðflokksformaður- inn Anne Enger Lahnstein við gífur- leg fagnaðarlæti áhorfenda í sjón- varpskappræðum um Evrópusam- bandið í gærkvöldi. Barnaleg yfirlýs- ing en nógu góð samt til að slá rök- fasta friðarpostula eins og Thorvald Stoltenberg algerlega út af laginu. Mörg orð Stoltenbergs um öryggis- mál í Evrópu í sögulegu ljósi með tilvísunum í allar áttir dugðu hvergi gegn heiöarlegum barnaskap nei- drottningarinnar. Þjóðfundur í beinni Norska ríkissjónvarpið bauð hundruðum manna að hlýða á kapp- ræðurnar í beinni útsendingu. Nei- drottningin lék sér að því að vinna þetta fólk á sitt band. Hún hafði að vísu ekkert að segja um flókna hag- fræöina hjá krataformanninum Tor- björn Jagland eða íhaldsmanninum Jan Petersen fremur en öryggismál- in hjá Stoltenberg. Áhorfendur hrif- ust ekki heldur af þeim málflutningi. Sigurinn hjá Lahnstein í kappræð- unum, þeim fjórðu í röðinni af svo- kölluðum þjóðfundum í sjónvarpi, var fólginn í að tala beint til þeirra sem eru í vafa en ekki til hinna sem þegar hafa fallist á öll rök fylgis- manna aöildar að Evrópusamband- inu. Hún talaði um norskt þjóðemi gegn miðstýringu frá Brussel; um karlana sem sitja í fílabeinstumum og hugsa ekki um atvinnulausan almúgann; um stoltið sem fyllir Anne Enger Lahnstein er drottning nei-manna. brjóst hvers Norðmanns við að ganga um norskan skóg fremur en samevr- ópskan. Svo sem engin rök en allir verða að viðurkenna að nei-drottn- ingin meinar það sem hún segir. Það sést á augunum sem ekki heyrist í röksemdafærslunni. Já-drottningin fjarri Sjálfsagt naut nei-drottningin þess að já-drottningin var ekki til að svara henni. Gro Harlem Brundtland er drottning já-manna en hún var á fundi í Kristjánssandi og lét karlana um að verja málstaðinn í þessari lotu. Gro getur enn haft nei-drottn- inguna undir í síðustu sjónvarps- kappræðunum á morgun, áður en kjósendur fá loksins tækifæri til að vera einir meö sjálfum sér í kjörklef- anum á mánudaginn. Þá kemur í ljós hvort má sín meira heiðarlegur bamaskapur nei-drottningarinnar eöa móðurlegar fortölur já-drottn- ingarinnar. Framkvæmdastjórri ESB: Smuguveiðar íslendinga Fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins síyö ur þá stefnu sem Norðmenn hafa fylgt i Smugunni. I bréfi til sendi- nefndar ís- lands hjá sam- bandinu segir að veiöar íslendinga á svæðinu geti ekki talist ábyrg fiskveiði- stefha. Sjávarútvegsráðherra Noregs, Jan Henry T. Olsen, segist vera mjög ánægður með yflrlýsingu framkvæmdastjórnarinnar. Framkvæmdastjórnin tók mál- ið upp í framhaldi af ferö Vannis Paleokrassas, yfirmanns sjávar- útvegsmála í framkvæmda- stjóminni, yfir Smugusvæðið i haust að sögn norsku fréttastof- unnar NTB. Jan Henry T. Olsen segir að það sé breið samstaða i ESB um að fiskveiöistefna Norð- raanna á Smugusvæðinu eigi að gilda. Jafnvel meðal Spánverja. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkísráöherra íslands, segir að bréfið sé skrifað eftir pöntun frá Jan Henry. Hún sé eins konar stuðningsyfirlýsing i ljósi þess að þjóðaratkvæðagreiðslan um að- ild að ESB feri fram eftir nokkra daga. Þaö sé bagalegt að norski sjávarútvegsráðherrann skuli af pólitískum ástæðum panta slíka yfirlýsingu frá Brussel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.