Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 9 Udönd Stuttarfréttir Framtíðin með f slendingum 1EES hræðir Norðmenn mest: Jón Baldvin ber illa fenginn f isk á borð - auglýsingar já-manna sýna einmana norskar konur mæna til Reykjavíkur Gísli Kristjánssoin, DV, Ósló: „Anne Enger Lahnstein situr ein- mana viö borðiö með furstann af Li- echtenstein sér við hhö og Jón Bald- vin Hannibalsson snýst í kringum boróið með illa fenginn fisk á bakka. Er þetta framtíðin sem bíður okkar í Evrópska efnahagssvæðinu?" spyr Anne Melchior hjá norsku rann- sóknarstofnuninni í utanríkismálum í Dagbladet í gær. Hún tekur þar lík- ingu af frægri enskri kvikmynd af gömlu greifynjunni og þjóninum hennar. Líkingin er vissulega ekki falleg þegar æra Jóns Baldvins er höfð í huga en þetta er sú mynd sem fylgis- menn aðildar að Evrópusambandinu (ESB) vilja halda að kjósendum. Og ekki fer milli mála að ekki er framtíð- in glæsileg ef meirihluti Norðmanna segir nei í þjóðaratkvæðinu á mánu- daginn. Hún er líka einmanaleg á svip norska konan sem mænir út í blá- móðu fjarskans í auglýsingu frá hreyfingu kvenna með ESB. Ör vísar á stað úti í hafsauga og þar stendur á skilti: Reykjavik. Það eru brögð af þessu tagi sem duga best í hræðsluá- róðrinum hér í Noregi síðustu dag- ana fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna miklu. Áróðurinn hefur snúist upp í yfir- lýsingastríð um hvort Evrópska efnahagssvæðinu er ætluð framtíð eftir að öll önnur ríki en ísland, Liec- htenstein og ef til vili Noregur eru þar ein eftir. Aftenposten hafði í gær fyrir því heimildir að EES yrði slegið af. Því var síðan neitað en upplýst að EES-samningurinn yrði „ekki meira virði en pappírinn sem munn- legur samningur er skrifaður á!“ Nýjustu skoðanakannanir eru mjög misvísandi. í Verdens Gang kemur fram að já- og nei-menn standa nákvæmlega jafnt að vígi. Dagbladet birtir einnig nýja skoð- anakönnun en þar lýsa 58 prósent sig andvíga aðild en 42 prósent eru með. Hart barist í Bihac: Serbar reiðir loftárásum Serbar eru NATO ævareiðir fyrir loftárásimar tvær sem orrustuvélar bandalagsins gerðu á þá í Bihac- héraði í Bosníu og þeir eru staðráðn- ir í að ganga milli bols og höfuðs á stjórnarher múslíma sem reynir að veija Bihac-bæ. Fulltrúar í Öryggisráði SÞ hvöttu SÞ og NATO til að grípa til frekari aðgerða ef þörf krefði, þegar þeir höfðu verið upplýstir um ástandið. Útvarpið í Sarajevo sagði að Serbar sæktu að bænum með stórskotaliði og þyrlusveitum og að þeir væri í aðeins 500 metra fjarlægð frá mið- borg Bihac. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að fall Bihac gæti haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir friðarumleitanir manna í Bosníu. Reuter Tyrftíreínkavœða Tyrkneska þingið hefur eftir miklar deilur samþykkt frum- varp um einkavæðingu sem lengi hefur veriö beðiö eftir. Á þaö að hraða mjög sölu ríkisfyrirtækja. Hótarkosníngum Breski fiárraálaráöherrann hefur varað óþekka flokksbræð- ur við að boðað verði til kosninga haldi þeir áfram andstööu sinni við frumvarp sem eykur útgjöld Breta í sjóði ESB. Helms biðst afsökunar Þingmaöurinn Jesse Helms, sem sagði að Clinton yrði að fá sér lífvörð hygöist hann fara tii Norður-Karólínu, hefur lofað leiðtogum repúblikana að passa ummæli sín í framtíðinni. Beriusconi í vanda Silvio Ber- lusconi, forsæt- isráðherra ítai- íu, sem sætir rannsókn vegna mútu- | mála, verður aö I heyja harða I baráttu fyrir pólitísku lifi sínu vegna ótryggs stuðníngs samstarfsflokka í stjórninni. PLOogHamassemja PLO og Hamas hafa koraist að samkomulagi um að halda aftur af vopnuöum stuðningsmönnum í Gaza til að koma í veg fyrir frek- ara oíbeldi. SASogLufthansa SAS og Lufthansa munu í næstu viku skrifa undir samning umnáið samstarf. Reutcr/Rit*au Bill Clinton Bandarikjaforseti gaf kalkúna þessum lif eftir að fuglinn reyndi að flýja inn i runna við Hvita húsið. í dag er þakkargjörðardagur vestra og allir borða kalkúna. Simamynd Reuter Ungu bræöumir sem myrtu vin sinn 1 Sviþjóð: Morðið var skipulagt Morðið á fimmtán ára unglings- piltinum í smábænum Bjuv í Svíþjóð var að öllum líkindum skipulagt. Að sögn saksóknara í málinu höfðu bræðurnir tveir, 16 og 17 ára, sem grunaðir eru, talað um það í þijá mánuði að drepa piltinn. Þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi. Lík piltsins fannst á skólalóð í bænum sl. mánu- dagsmorgun, mjög illa útleikið. Hann hafði verið barinn til dauða með mjög stórum steini. Sá myrti hafði lengi verið vinur þeirra grunuðu. Piltamir hafa ekki enn játað en yfirgnæfandi líkur þykja á að þeir hafi framið verknaðinn. Yfirheyrslur standa enn yfir og þeir munu síðar fara í geðrannsókn. Höfða verður opinbert mál yfir piltunum fyrir 7. desember. Engin skýring hefur komið fram á morðunum. Sumir vilja skella skuld- inni á ofbeldismyndir og áhrif þeirra ábömogunglinga. TT EFLUM FRAMFARSR - aukum bindindi! o Bindindisdagur fjöiskyidunnar - ekki bara f dag! Árið 1986 samþykkti ríkisstjóm íslands að farið skyldi að ráðum Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna og stefnt að því að drykkja minnki um 25% til aldamóta. Árið 1986 var neyslan 3,34 lítrar vínanda á mann. Árið 1993 reyndist hún sú sama. Drykkjuvenjur hafa breyst og leiða rannsóknir í Ijós að áfengisneysla unglinga hefur aukist stór- kostlega, pilta 16-19 ára um 80% og stúlkna 13-15 ára tvöfaldast. Snúum bökum saman í nýrri sókn til hollari lífshátta. AUKUM BiNDINDI - EFLUM FORVARNIR SAMSTARFSNEFND BINDINDISDAGSINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.