Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRt: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐÁM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Gerviárásir Flugher Atlantshafsbandalagsins tókst ekki aö gera flugvöll Bosníu-Serba í Udbina ónothæfan. Þótt 39 árásar- flugvélar tækju þátt í áhlaupinu, tókst aöeins að sprengja nokkrar holur í flugbrautarendana, svo sem sást á ljós- myndum, sem teknar voru á vegum Serba á jöröu niðri. Merkilegt er, hve auðvelt herforingjum og öörum ráöa- mönnum Atlantshafsbandalagsins reynist jafnan aö ljúga fjölmiðla fulla. Til dæmis sagöi Intemational Herald Tri- bune í aðalfyrirsögn á forsíöu: „Air Base Destroyed“. Virtist blaöiö trúa fréttum frá Nató bókstaflega. Reynslan ætti aö hafa kennt fjölmiölum aö taka með varúö fullyrðingum frá kölkuðum stofnunum á borö við Atlantshafsbandalagið og Sameinuöu þjóðimar. Þessar stofnanir hafa langa reynslu í að fara með rangt mál til að reyna aö dylja getuleysi sitt og tilgangsleysi. Hin misheppnaða árás á flugvöllinn í Udbina átti aö sýna Serbum, aö Sameinuðu þjóðimar og Atlantshafs- bandalagið meintu hótanir sínar í alvöm. Niðurstaöan var þveröfug. Sú árás og þær síðari staöfestu vissu Serba um, aö þetta væm marklaus pappírstígrisdýr. Öryggisráð Sameinuöu þjóðanna samþykkir hverja ályktunina á fætur annarri um Bosníu, en fer síðan ekki eftir neinni þeirra. Atlantshafsbandalagið þykist síðan reiðubúið til að vera eins konar lögga fyrir hönd Samein- uðu þjóðanna, en reynist óhæft til hemaðaraðgerða. Bretland og Frakkland hafa forustu um að drepa að- gerðum á dreif og skortir ekki fylgiríki. Sáttasemjarar em sendir á vettvang til að fá Serba til að skrifa undir hvem samninginn á fætur öðrum, þótt reynslan sýni, að þeir rjúfa alla samninga innan klukkustundar. Það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti fyrir afdankaða stjómmálamenn á borð við Owen hinn brezka og Stolten- berg hinn norska að vera hafðir að fífli hvað eftir annað á gamals aldri og halda samt áfram að reyna að útskýra framferði Serba og finna leiðir til að verðlauna þá. Langdregið sáttastarf af hálfu vestrænna ríkja hefur gefið Serbum svigrúm til landvinninga og þjóðahreinsun- ar. Vopnasölubann vestrænna ríkja á Bosníu hefur tryggt Serbum yfirburði í herbúnaði. Og marklausar hótanir úr vestri hafa sannfært Serba um, að öllu væri óhætt. Auðnuleysi og ræfildómur þeirra, sem ráða ferð vest- rænna ríkja, Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbanda- lagsins, hefur lengi mátt vera öllum ljós, sem fylgzt hafa með glæpunum í Bosníu. Samt halda hölmiðlar áfram að tyggja upp yfirklórið og gera það að sínum orðum. Harmleikurinn í Bosníu hefiir staðfest, að tilverurétti Atlantshafsbandalagsins lauk, þegar óvinur þess í austri hætti að vera til. Þegar engin Sovétríki og ekkert Varsjár- bandalag vom lengur á lífi, missti Nató fótfestuna og hefur ekki fundið sér neinn nýjan starfsvettvang. Atlantshafsbandalagið er allt of dýrt lík í lest Vestur- landa. Ríkjahópur, sem þolir ekki lengur að sjá blóð, getur ekki haldið úti hemaðarbandalagi og verið í skjóli þess með hótanir út og suður. Slíkt verður ekkert annað en aðhlátursefni allra þeirra, sem hótað er. Víetnam hrakti Bandaríkjaher í lofdð í Saigon. Sýrland hrakti Bandaríkjaher í sjóinn við Líbanon. Stríðsherra hrakti her Sameinuðu þjóðanna í sjóinn við Sómalíu. íraksforseti ógnar enn landsmönnum og nágrönnum. Serbar og Bosníu-Serbar hafa umheiminn í flimtingum. Vesturveldin hafa ekki bein í nefi til að stunda löggæzlu. Þau eiga að hætta þykjustuleik á því sviði, enda komast undanbrögðin og ósannindin upp um síðir. Jónas Kristjánsson Stríðið minnkar manneskjuna Slavenka Drakulic er Króati sem starfar í Zagreb og Vín. Á árinu 1991 byijuðu að koma eftir hana einstaka greinar í blöð eins og The Nation, New Statesman, Die Zeit og Time. Nú er vitnisburður henn- ar um það hvað stríöið gerir mann- fólkinu orðinn að eftirsóttu lesefni í bókum sem koma út í mörgum löndum. Hún hefur þar að auki rit- að verkið „Hvernig við lifðum kommúnismann af og brostum meira að segja“, svo og tvær skáld- sögur, Almynd óttans og Marmara- húð. í greinum sínum segir hún frá því hvað gerist þegar ungir menn taka að myrða æskuvini sína með köldu blóði, þegar yfirvegaðasta fólk verður að hatursfullum og þröngsýnum þjóðemisofstækis- sinnum og þegar hræðslan veldur þögn í lestarferðum vegna þess að enginn vill koma upp um þjóðemi sitt. Slavenka Drakuhc er eftirstríðs- árabarn. Króatískt þjóðemi henn- ar kom ekki í 'æg fyrir það að hún hti á Júgóslavíu sem heimaland sitt enda vom landamærin ekki lokuð eins og annarra kommún- istaríkja. Hún hélt jafnvel að landa- mæri og þjóöemi væru einhverjar meinlokur í höfðum manna. Æsku- menningin frá 1968, rokkmúsíkin, mótmælagöngurnar, myndir, bæk- ur og ensk tunga áttu greiða leiö inn í Júgóslavíu á uppvaxtarárum hennar. Vestrið var hið andlega heimiii æskunnar þar. Ekkert annað en Króati Þau fóru af skyldurækni með slagorðin fyrir Tító gamla um „Bræðralag og einingu" en enginn tók þau hátíðlega. Leiðtogamir vora svo skammsýnir að vanrækja og niðurlægja þjóðemi og tungur í Júgóslavíu og leyfðu aldrei aö al- mannasamfélög þróuðust með þeim innri styrk sem þeim fylgir. Th þess að halda völdum sáu þeir hins vegar ekki önnur ráð, þegar haha tók undan fæti, en að vekja upp gamla drauga, spila þjóðerni, trúarbrögðum og landshlutahags- munum hverju á móti öðra - þó að það kostaði stríö. „Stríðið minnkar okkur niður í eina vídd: þjóðernisvíddina,“ segir Slavenka Drakulic. „Áður byggðist sjálfmynd mín á menntun minni, starfi, hugsunum mínum, eðhseig- indum, og þjóðeminu auðvitaö líka, en nú finnst mér ég hafa verið rænd öhu þessu. Ég er ekkert vegna þess að ég er ekki lengur einstaklingur. Ég er ein af 4,5 mhlj- ónum Króata. Ekkert annað." Og Kjallarinn Einar Karl Haraldsson framkvæmdastj. Alþýðubanda- lagsins hún segir m.a. nístandi sögu um leikkonu sem leyfir sér að trúa því að Serbar og Króatar geti átt hstina sem hst sameiginlega. Þvíhkur bamaskapur! Leikkonan verður fyrir svo rammri útskúfun að hún bugast. Vekur tilfinningar til lífs Við eram fyrir löngu orðin þreytt á fréttaflauminum frá átökunum á því svæði sem áður var undir hatti Júgóslavíu. Flækjur og friðarum- leitanir, gagnkvæmar ásakanir og hryhingslýsingar eru hættar að höfða th tilfinninga og margir gef- ast upp á að fylgjast með flókinni atburðarás. Vitnisburður Drakuhc vekur tilfinningar th hfs og maður fer aftur aö láta sig örlög fólksins í Bosníu varða og reyna að bæta úr minnisleysi sínu og fáfræði. Einar Karl Haraldsson Slavenka Drakulic. - „Stríðið minnkar okkur niður í eina vidd: þjóðern- isvíddina.“ „Flækjur og friðarumleitanir, gagn- kvæmar ásakanir og hryllingslýsingar eru hættar að höfða til tilfinninganna og margir gefast upp á að fylgjast með flókinni atburðarás.“ Skoðanir aimarra Ekki kóng eða drottningu „Ég held að þeirra tilburðir til að reyna að láta félagshyggjuöfhn starfa saman hafi verið á mjög óraunhæfum grandvehi. Þau þykjast hafa verið í einhverju tilhugalífi í sumar. Nú er shtnaö upp úr því. Samstarf félagshyggjuaflanna verður að byggj- ast á einhveriu öðra en að búa th kóng úr Ólafi Ragnari, eða drottningu úr Jóhönnu Sigurðardótt- ur.“ Páll Pétursson í Tímanum 23. nóv. Hættan af ESB „ íslenskir skipstjórnarmenn, sjómenn og forystu- menn í útgerð og fiskvinnslu gera sér fullkomlega grein fyrir hættunni ef ísland gerist aðili aö ESB. - Umsókn fylgir ákveðin skuldbinding. Óbein yfirlýs- ing um vhja th þátttöku. Það er hagsmunamál ahra íslendinga að forráðamenn þjóðarinnar fari gæthega í þessum efnum og gefi vinveittum þjóðum ekki rang- lega til kynna, hvað Islendingum er fyrir bestu.“ Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafr. og fyrrv. alþm., í Mbl. 23. nóv. Hatur og fyrirlitning „Ég verð að taka fram að ég á mikla samleið með formanni Alþýðuflokksins í dægurþrasinu. Þess vegna er ég í flokknum hans. Hins vegar sé ég það sem áhrifaríkari leið th að ná fram þeim sjónarmið- um, sem Alþýðuflokkurinn stendur fyrir, að beijast með þeim innan stórs umburðarlynds jafnaðar- mannaflokks, heldur en að mála mig út í hom í smáflokki og kaha aha sem ekki era sammála mér í dag heimskingja. Þá er víst að þeir verða aldrei sammála mér og smátt og smátt fara þeir að fyrirlíta mig og hata rétt eins og ég fyrirht þá og hata.“ Magnús Árni Magnússon í framkvæmdastj. Alþfl. í Alþýðubl. 23. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.