Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 35 Fjölmiðlar Viðsem heima sitjum Austurríski stjórnmála- og vís- indaheimspekingurinn.Karl heit- inn Popper taldi þaö einn veiga- mesta kost vestræns lýðræöis að þar væri hægt að skipta um ríkis- stjórair án blóðsúthellinga. Það er hins vegar mikið álita- mál hvort hægt yröi að skipta um skemmtiþáttastjóra Ríkissjón- varpsins án blóðsúthellinga. Þar hefur Hermann Gunnarsson set- ið við stjórnvölinn um árabil og sýnir ekki á sér fararsnið þótt ríkisstjórnir komi og fari. Eitthvað þessu líkt var ég að hugsa þegar ég las óvægna gagn- rýni á skemmtiþátt Hermanns í Morgunblaðinu á dögunum. Og þetta rífjaðist upp í gærkvöldi þegar enn var á tali hjá Hemma Gunn. Nú má enginn skilja orð mín svo að Hermann færi aö úthella blóði ef stuggað yrði' við honum. Þvert á móti held ég að þjóðin - þessi þjakaða og skattpínda þjóð - með annars allt sitt langlundar- geð, myndi rísa upp á afturlapp- irnar ef Hermann hætti. Svo vin- sæll er Hemmi Gunn. Vandlætingarskrif einhvers menningarvita Morgunblaðsins brey tir auðvitaö engu um þá stað- reynd að í skammdeginu er Hemmi Gunn helsta upplyfting íslenskrar alþýðu: Fólksins sem hefur ekki efni á aö sækja Sinfón- íuna, Óperuna og frumsýningar leikhúsanna, að ekki sé nú talað um að lesa íslenskar fagurbók- menntir jafnharðan og þær koma úr prentsmiðjunni. Kjartan Gunnar Kjartansson. Andlát Ingveldur Eyjólfsdóttir, Hátúni 12, Vík í Mýrdal, er látin. L. Mac Gregor, Jacksonville, Flórída, lést 17. nóvember sl. Hertha W. Guðmundsson, ísólfs- skála, Grindavík, lést í Vífilsstaða- ■ spítala þriðjudaginn 22. nóvember. Sigmundur Ingimundarson, Heiðar- gerði 24, Akranesi, lést að kvöldi 22. nóvember. Þorbergur Bjarnason, Hraunbæ, Álftaveri, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjar- klaustri, 22. nóvember. Birna Melsted, Holstebro, Dan- mörku, er látin. Bálfor hefur farið fram. Ragnheiður Dóróthea Evertsdóttir, Drápuhhð 35, andaðist á heimili sínu 15. nóvember. Útfor hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórður Ragnarsson vélstjóri, Hóla- vallagötu 13, lést 21. nóvember sl. Margrét G. Magnúsdóttir, Búlandi 29, lést í Landakotsspítalanum 22. nóvember. Jarðarfarir Hildur Magnbjörg Björgvinsdóttir, lést í Vífilsstaðaspítala 22. nóvember. Útfor fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Sigríður Guðfinna Guðbrandsdóttir frá Loftsölum verður kvödd í Foss- vogskirkju fostudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Skeiðflat- arkirkjugarði laugardaginn 26. nóv- ember. Útför Lúðvíks Jósepssonar, fyrrver- andi alþingismanns, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. nóv- ember kl. 13.30. Edda Filippusdóttir, Lynghaga 7, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju á morgun, föstudaginn 25. nóvember kl. 15. Kristrún Níelsdóttir, Sporöagrunni 17, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Útför Inga S. Ásmundssonar tækni- fræðings, Vesturhólum 17, Reykja- vík, fer fram frá Bústaðakirkju föstu- daginn 25. nóvember kl. 13.30. Margrét Agnes Helgadóttir, Tjamar- götu 29, Keflavík, sem lést fimmtu- daginn 17. nóvember, verður jarð- sungin frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 26. nóvember kl. 13.30. Já ... kertin líta vel út. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavik: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 18. nóv. til 24. nóv., að báðum dögum meðtöldum, verður í Breið- holtsapóteki, Mjódd, simi 73390. Auk þess verður varsla í Austurbæjarapó- teki, Háteigsvegi 1, simi 621044, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugar- dag. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opiö virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfiarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fostud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miövikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, simi (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími LandakotsspítaH: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspitalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvitabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtah og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- Vcmdamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og föstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júli og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fbstud. kl. 15-19. Vísir fyrir 50 árum Fimmtud. 24. nóvember: Vestur-íslendingar falla í stríðinu. Spakmæli Rússnesktmáltæki Þeir sem vanrækja gamla vini vegna nýrra eiga á hættu að missa báða. Æsop Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viökomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Lokað í desember og janúar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tima. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opiö sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn tslands er opið daglega kl. 13-17 júní-sept. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiöjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud, fimmtud, laugard. og sunnudaga kl. 12-17. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opið kl. 12-16 þriðjud., fimmtud., laugard. og sumiudaga. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suðumes, sími 13536. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnarnes, sími 615766, Suöurnes, sími 13536. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 27311. Seltjamarnes, sími 621180. Kópavogur, sími 985 - 28078. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfiörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist i 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími , 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa aö fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 25. nóvember Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Nú er rétti tíminn til þess að skipuleggja það sem gera á í framtíð- inni. Eitthvað sem þú hefur þráð lengi er nú innan seilingar. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Taktu aðeins eitt verkefni fyrir í einu. Láttu aðra ekki trufla þig. Allar líkur eru á því að ástandið fari batnandi og rólegt verði í kvöld. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Taktu loforð annarra með hæfilegri varúð. Lánaðu öðrum ekki peninga nema kanna aðstæður fyrst. Dagurinn byrjár ekki vel en ástandið skánar síðdegis. Happatölur eru 5, 19 og 32. Nautið (20. apriI-20. mai): Það freistar þín að taka ákvarðanir einn en líklegt er þó að þú lendir í vandræðum ef leiðir alveg hjá þér álit annarra. Þú ferð meira út að skemmta þér en gættu að kostnaðinum. Tvíburarnir (21. mai-21. júní): Varastu samneyti við þá sem öfunda þig. Þér finnst óþægilegt að geta ekki tekið á eriiðum verkum með þeim. Þú færð boð um heimsókn á nýjan og spennandi stað. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Láttu tækifærin ekki fara fram hjá þér án þess að reyna. Þú ætt- ir að ná árangri á ákveðnum sviðum. Breyttu til í kvöld. Ljónið (23. júli-22. ágúst): Taktu ákveðið á þeim sem sýna öðrum eigingimi. Láttu það ekki á þig fá þótt málin gangi hægt fyrir sig. Astandið mun batna. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Dagurinn hentar vel til þess að leysa úr deilumálum. Biðstu afsök- unar ef ástæða er til. Þú færð fréttir sem eyða óvissu. Happatölur era 1, 23 og 36. Vogin (23. sept.-23. okt.): Besti árangur næst með því að tala hreint út um málin. Fjármála- þróunin er jákvæð jafnvel þótt hægt gangi. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Vertu ekki of kröfuharður við aðra. Vertu tillitssamur og virtu skoðanir annarra þótt þær fari ekki saman við þínar. Hópstarf skilar góðum árangri. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Dagurinn verður erfiður fyrir þig andlega jafnt sem líkamlega. Hafðu heilsuna í huga og reyndu að hvíla þig. Þú færð tíðindi sem kalla á breytt skipulag. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú þarft að miðla málum. Reyndu að setja þig inn í hugarheim annarra og skilja þá. Vertu hreinskilinn en sanngjarn. Víðtæk þjónusta lyrir lesendur og auglýsendur! Aðeins 25 kr, mín. Sama verð fyrir alla landsmenn. 99*56*70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.