Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1994, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 Magnús Guðmundsson. Hávær hópur menningar- vita á móti okkur „Það er ímyndun og della að almenningsálitið í Bandaríkjun- um sé okkur íjandsamlegt... Friðunarsinnamir eru fámennur og hávær hópur menningarvita og þeir mega sín lítils gagnvart neytendum og alvöru Banda- ríkjamönnum," segir Magnús Guðmundsson kvikmyndagerð- armaður í DV. Óli refur „Ég verð að játa að ég hef ekki svona mikið hugmyndaflug. Mér flnnst það lýsa best refskap Ólafs Ragnars Grímssonar að láta sér detta svona lagað í hug,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir í DV. Ummæli í hvaða átt? „Jóhanna Sigurðardóttir er að fá til liðs við sig fólk úr flestum ef ekki öllum stjórnmálaflokkun- um. Menn mega ekki gleyma því að það er líka hreyfmg í hina átt- ina,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son í DV. Sólóspiiarar óhæfir í hljómsveit „Sko, kratar hafa verið afskap- lega óheppnir og þar er einna mest einstrengingshætti Jóns Baldvins um að kenna. Skarp- greindir menn og duglegir verða svo oft einieikarar og sólóspilar- ar. Og slíkir menn eru náttúrlega óhæflr í hljómsveit sem þarf aö spila vel saman til að hljóma al- mennilega," segir Bubbi Mort- hens í Alþýðublaðinu. Væntingar of miklar „Mér finnst það mjög miður aö menn séu í umræðunni núna að skapa einhverjar verulegar væntingar hjá fólki um kjarabæt- ur sem eiga ekki nokkra stoð í þeim efnahagsbata sem við erum að horfast í augu við,“ segir Magnús Gunnarsson, formaður VSI, í Tímanum. Músartíst íslendinga ...Mennirnar skilja ekki að raddir þeirra þjóða sem ætla að vera eftir í EES veröa eins og músartíst úti í hafsauga. Það kemur ekkert í staðinn fyrir Evr- ópusambandið,” segir Gro Harl- em Brundtland. Ekki hauskúpuhöfundur „Það er mikill misskilningur að ég líti á Ólaf Jóhann sem haus- kúpuhöfund; ég lít á hann sem einnar stjömu rithöfund," segir Kolbrún Bergþórsdóttir í Alþýðu- blaðinu. Sagtvar: Hann hefur ekki ljáð máls á þvi Rétt væri; Hann hefur ekki Jéð máls á þvi Gætum tungnnnar Veður fer hlýnandi í dag snýst í sunnan- og suðvestan- kalda eöa stinningskalda með súld vestanlands en austanlands verður Veðriðídag vestan- og suðvestankaldi og víða bjartviðri. í kvöld og nótt fer að rigna vestanlands. Veður fer talsvert hlýn- andi og má búast við 4-10 stiga hita í dag. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnankaldi og súld öðru hverju í dag en rigning í nótt. Hiti 4-8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.04 Sólarupprás á morgun: 10.27 Síðdegisflóð i Reykjavík: 22.14 Árdegisflóð á morgun: 10.39 Heimild: Almanak Háskólnns Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 3 Akurnes léttskýjað 0 Bergstaöir skýjað 3 Bolungarvík alskýjað 3 Keflavíkurflugvöllur súld 4 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 1 Raufarköfn skýjað -2 Reykjavík súld á síð. klst. 4 Stórhöföi súld 6 Bergen skúrásíð. klst. 6 Helsinki léttskýjað 7 Kaupmannahöfn rign.ásíð. klst. 8 Stokkhólmur léttskýjað 8 Þórshöfn léttskýjað 6 Amsterdam þokumóða 13 Beriín súld 9 Chicago heiðskírt -1 Feneyjar þokumóða 9 Frankfurt alskýjað 9 Glasgow léttskýjað 7 Hamborg rigningog súld 12 London mistur 11 LosAngeles léttskýjað 16 Lúxemborg þoka 8 Madríd þoka 3 Mallorca skýjað 12 Montreal heiöskirt -7 New York heiðskírt -3 Nice léttskýjað 11 Orlando heiðskírt 13 Róm þokumóða 9 Vin lágþoku- blettir 2 Winnipeg léttskýjað 1 ; >>■ ■ • , * ! ■; ' • “ -3 6° 5 ? y -1 0 — j /7 r ss ■ ,. iLógn Veðrið kl. 6 í morgun „Upphaflega var hugmyndin komin frá Hlín Agnarsdóttur leik- stjóra. Hún kom með þá tillögu að gera leikverk upp úr þjóðsögunni Ófælni drengurinn. I framhaldi fórum við að velta fyrir okkur hvaða leiðir við ættum að fara og síðan fór ég að vinna ýmsar sögur og færa þær tíl nútímans og þaö má segja að það eina sem er eftir að gömlu þjóðsögunni sé hugmynd- Maður dagsins in,“ segir Anton Helgi Jónsson rit- höfundur. Hann er höfundur leik- ritsíns Ófælna stúlkan sem sýnt er um þessar mundir í Borgarleikhús- inu. Leikrit þetta hefur vakiö at- hygli og fengið góða dóma og að- sókn. Anton sagðist ekki mikið hafa starfað við leikhús áður en þó hafa skrifað leikþátt í útvarpið fyrir nokkrum árum: „Auk þess hef ég starfaö meö Hlín áöur. Við gerðum Anton Helgi Jónsson. eina unglingasýningu í Mennta- skólanum við Sund og eins hef ég unnið aöeins við Stúdentaleikhús- iö. Ófælna stúlkan var fyrir mig skrifa leikrit og sögu sagði Anton Helgi: „Það er allt annar handlegg- ur. Þaö sem var skemmtilegast við að koma inn í leikhúsið er að mað- ur getur verið ofsalega sniðugur einn heima við skrifborðið og svo fer leikarinn að flytja textann uppi á sviði, þá skeður eítthvað, þetta hljómar ekki eins og það á að hljóma. Það er annar galdur í leik- húsi en í sögugerð. Anton Helgi sagðist nú vera að klára þýðingu á merkilegri skáld- sögu, The Famist Road eftir Ben Okri sem er frá Nígeriu, en skrifar á ensku: „Þetta er saga frá æsku- slóöum hans og held ég að hún sé ákaflega skemmtileg fyrir íslend- inga vegna þess að það er margt í bókinni sem minnir á eldri bækur Halldórs Laxness, skemmtilegar persónur og óvenjuleg sjónar- góður skóli. Leikritið var unniö í horn." leiksmiðju í haust, ég kom meö Áhugamál sagði Anton Helgí minn texta og síðan hafa leikarar vera að tilusta á góða tónlist: „Ég lagt ýmislegt til.“ hef mjög gaman af að fara á tón- Aðspurður um muninn á aö leika og auk þess geng ég mikið.“ Myndgátan Hnífsegg Bikarkeppn- in í körfunni Undanfarin fimmtudagskvöld hefur verið leikin heil umferð í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Nú verður breyting á og leikiö verður í bikarkeppninní. í kvöld Iþróttir eru á dagskrá fjórir leikir sem allir hefjast kl. 20.00. Á Akranesi leika heimamenn í ÍA við ÍR, í Stykkishóhni leikur Snæfell gegn Keflavík, á Akureyri leikur Þór gegn KR og í Hafnarfiröi leika Haukar gegn Reyni, en Reynir er ema liðið sem leikur í kvöld sem ekki er i úrvalsdeildinni. í gærkvöldi var mikið um að vera i handboltanum og því rólegt á þeim slóðum í kvöld, en þó er á dagskrá einn leikur í 2. deild. í Fjölnishúsáiu leikur Fíölnir viö Gróttu og hefst leikurinn kl. 20.30. Skák í Evópukeppni taflfélaga í Lyon um síö- ustu helgi kom þessi staða upp í skák Benedikts Jónassonar, Taflfélagi Reykja- víkur, og Pal Petran, Honved Budapest, sem hafði svart og átti leik. Taflið hafði verið í jafnvægi lengstum en mistök Benedikts gáfu Ungverjanum færi á að bæta stöðuna og nú gerði hann skemmti- lega út um taflið. 36. - Re2! 37. g3Ef 37. Bxd3 Dgl + 38. Kh3 Dhl mát. 37. - Rcl! 38. Dd5 Dxc3 39. Rf3 Bxbl 40. Rg5 Ba2! og Benedikt gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Hrólfúr Hjaltason er þekktur spilari sem fer ekki aútaf troðnar slóðir. Hann hefur stundum gaman af því að slá ryki í augu andstæðinganna með frumlegum sögn- um og tekst það oftar en öörum vegna þess að hann er búinn fjörugu og góðu ímyndunarafli. { þessu spili (frá hrað- sveitakeppni Paraklúbbsins síðastliðinn þriðjudag) náði hann skemmtilegri stöðu upp við spilaborðið. Hrólfur sat í suður, vestur var gjafari í spilinu og enginn á hættu: ♦ KG84 ♦ 8542 ♦ K53 + 87 ♦ ÁD63 V ÁD109 ♦ ÁD1084 + * 952 V KG3 ♦ G72 + G943 ♦ 107 V 76 t 96 + ÁKD10652 Vestur Norður Austur Suður 14 Pass 1 G Dobl Redobl 2Ó Pass 3+ Dobl p/h Kerfi AV var standard og eitt grand aust- urs neitaði hálit og lýsti 6-9 punktum. Hrólfur sá hér kjörið tækifæri til að sprella í spilinu, doblaði til refsingar og .vestur redoblaði til að sýna auka styrk- leika opnunar sinnar. Síðan sagði Hrólf- ur þijú lauf við tveggja spaða sögn félaga og vestur gat ekki stillt sig um að dobla aftur (enda taldi hann líklegt að félagi í austur ætti eitthvað í laufi). Það var rétt hjá honum en laufliturinn hjá austri var ekki slags virði. Hrólfur fékk sína upp- lögðu 9 slagi og 470 í dálkinn. Á hinu borðinu voru spiluð 3 grönd í AV sem fóru fjóra niður svo Hrólfur græddi 7 impa á spilinu á þann hátt sem honum einum er lagið. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.