Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 Fréttir Ómar Smári Ármannsson vegna Lindumálsins: Lögreglan ekki veriðmeð neinar dylgjur - og hefur ekki lekið út skýrslum „Lögreglan sem slík hefur ekki regluna sem. heild. verið meö neinar dylgjur í þessu máli. Þá hefur lögreglan heldur ekki átt frumkvæði að því að fjalla um þetta mál opinberlega, það veit Gísli manna best. Hann hefur það heldur ekki staðfest að lögreglan hafi lekið út skýrslum um þetta tiltekna mál til fjölmiðla," segir Ómar Smári Ár- mannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn vegna ummæla Gísla Gísla-. sonar, lögmanns Lindu Pétursdóttur, í DV í gær þar sem hann segir lög- regluna hafa lekið út skýrslum um mál umbjóðanda síns og krefst afsök- unarbeiðni frá þeim. Ómar Smári segir þessa yfirlýsingu Gísía svipa til þess að gjaldþrot eins lögfræðings þýddi gjaldþrot allrar stéttarinnar og ef Gísh hefði eitthvað við umfjöllunina að athuga yrði hann að finna annan blóraböggul en lög- „Eg veit ekki hvaðan þessar skýrsl- ur eru komnar. Þjer geta verið komnar frá hverjum þeim sem hafa þau gögn undir höndum þá stundina. Það gilda ákveðnar reglur varðandi aðgengi og meðhöndlun á skýrslum og það er ekkert sem bendir til ann- ars en þær reglur hafi verið virtar. Lögreglunni þykir miður að gögn úr málinu skuh hafa farið á srjá, hvaðan sem þau hafa komið," segir Ómar Smári. „Það eru til menn, ónafngreindir, sem vita að það er ekki erfiðara að koma frétt á framfæri við rjölmiðla en að búa til eggjaköku úr eggjum. Þeir hinir sömu vita líka að það er jafh erfitt að leiðrétta ranga frétt og að búa til egg úr eggjaköku," segir Ómar Smári. Árásin á Lauga- veginum óupplýst - óljósthvortumnauðgunvaraðræða Árásin á stúlkuna sem var slegin í andlitið á Laugaveginum snemma síðastliðinn sunnudag er ennþá óupplýst. Grunur leikur einnig á að stulkunni hafi verið nauðgað. Eins og greint var frá í DV gaf stúlkan sig á tal við tvo unga menn sem buðu henni í teiti. Hún þekktist ekki boðið og slógu þeir hana þá í andlitið þannig að hún missti meðvit- und. Þegar stúlkan kom til meðvit- undar á ný var hún stödd í bakgaröi við Laugaveginn og hafði verið átt við föt hennar. Hún gat gert lögreglu viðvart og óku þeir henni á neyðar- mótöku Borgarspítala. Tveir menn voru handteknir í nágrenni vett- vangs en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum og þykir ljóst að þeir tengjast ekki málinu. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins var lýsing sú sem stúlkan gaf á piltunum tveimur mjög almenn. Enn fremur fengust þær upplýsingar að óstaðfest væri að um nauðgun hefði verið að ræða. Rannsókn málsins heldur hins vegar áfram. E^jármálaráðherra: Misskilningur Friðrik Sophusson hafði samband við blaðamann DV og sagði hann hafa misskilið orð sín um laun sjúkr- aliða í utandagskrárumræðu á Al- þingi síðastliðinn miðvikudag. Frið- rik segist hvorki hafa sagt né meint með orðum sínum að sjúkraliðar væru ekki láglaunastétt. í allri umræðunni töluðu þing- menn um og fullyrtu að sjúkraliðar væru láglaunastétt. Þegar fjármála- ráðherra kom í ræðustól seint í um- ræðunni sagði hann orðrétt. „Ég ætla ekki hér að ræða um það hvort laun eru há eða lá, þeirra sem eiga í verkfalh." Sömmu síðar sagði ráðherra samanburð alltaf erfiðan en sagði að sjúkraliðar hefðu ekki dregist aftur úr öðrum stéttum síðan 1992, laun þeirra hefðu hækkað held- ur meira en á almennum vinnu- markaði og hjá ríkinu. Af þessum ummælum dró blaða maður þá ályktun að fjármálaráð- herra teldi sjúkrahða ekki láglauna- stétt eins og alhr aðrir þingmenn sem tóku þátt í uihræðunni sögðu þá vera. Skjalatösku með peningum stolið Brotist var inn í bíl í Breiðholti í gærkvöld og stolið úr honum skjala- tösku sem í voru 60 þúsund krónur í peningum. Enginn hefur verið handtekinn vegna innbrotsins. Tveir handteknir vegna innbrots Tveir menn eru í haldi lögreglu eftir að þeir voru handteknir í nótt. Mennirnir eru grunaðir um innbrot í fyrirtæki í Sigtúni í nótt en þeir voru handteknir í nágrenni inn- brotsstaðar. Á þeim fundust verk- færi sem grunur leikur á að þeir hafi notað til innbrotsins. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu vegna innbrota. fin ¦¦¦ VID BJÓDUM ÚRVALS-TÆKIÁ SÉRLEGA HAGSTÆDU VERDI06 GREIDSLUKJOR VID ALLRA H/EFI! Samsung SP-R914S Þráðlaus sími með 10 nr. minni, innanhúss-samtali, aukarafhlöðu, endurvali á síðasta númeri, 20 tíma ending á rafhlöðu o.m.fl Samsung SP-R915S Þráðlaus sími með 10 númera minni, innanhúss- samtali, auka-rafhlöðu, endurvali á síðasta númeri, 20 tíma ending ó rafhlöðu o.m.fl. immimmmmuuuuuumimm SamsungSF-40erfaxtœkimeð ........ sima, hagœðaupplausn, íengjan- legt við símsvara.10 nr. minni o.fl. 33.900,: Hraðþjónusfa við landsbyggðina: Grœnt númer: 996 886 (Kostar innanbœjarsímtal og vörurnar eru sendar samdœgurs) Sími:886 886 Fax: 886 888

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.