Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Side 5
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 5 Fréttir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdasljóri VSI: Glapræði að semja um meira en 3 prósent hvetjum ríkisstjóm að framfylgja launastefnu er tryggi stöðugleika „Þaö er fráleit fullyröing að Vinnu- veitendasambandið standi í vegi fyr- ir því aö kjarasamningar takist við sjúkraliöa. Viö höfum ekkert með kjarasamninga opinberra starfs- manna aö gera. Hins vegar hvetjum við ríkisstjórn mjög einarðlega og hvar sem við getum því við komið til að fylgja fram launastefnu sem tryggi stöðugleika, lága verðbólgu og að hér sé áfram hægt að fjölga störf- um. Við erum ákveðið þeirrar skoð- unar að þaö væri fullkomið glapræði og til þess fallið að auka atvinnuleysi og draga úr hagvexti ef til þess kæmi að hér yrði samiö um meiri launa- hækkanir en í löndunum í kringum okkur. Meðallaunahækkanir í OECD-ríkjunum 1994 eru áætlaðar í kringum 3 prósent. í Danmörku, svo dæmi sé tekið, eru heildarlauna- breytingarnar í kringum 2 prósent," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, um þá ásökun sjúkraliða að Vinnuveitendasam- bandið standi í vegi fyrir því að samningar takist við sjúkraliða. Sjúkraliðar halda þvi fram að vegna þess að VSÍ standi í vegi fyrir að samningar takist ’/iö þá sé nauð- synlegt að Þórarinn V. komi í Karp- húsið og stjórni samningum. Hvem- ig líst Þórarni á þetta? „Ég myndi ekki gera það. Aftur á móti ef fjármálaráðuneytið myndi leita eftir því við Vinnuveitendasam- bandið að viö tækjum að okkur gerð kjarasamninga fyrir ríkið þá mynd- um við skoða það mjög alvarlega," sagði Þórarinn V. Þess má geta að í fréttabréfi Vinnu- veitendasambandsins sem er að koma út segir svo, meðal annars, um kjaradeilu sjúkraliða. „Þar er háð kjarabarátta í hefð- bundnum stíl þar sem byggt er á samanburði við aðra hópa, í þessu tilfelli nýlega samninga hjúkrunar- fræðinga og meinatækna. Svo virðist sem íjármálaráðuneytið hafi haldið ógætilega á þeim samningum og ekki síöur stjórnir sjúkrahúsa með fram- kvæmd þeirra. Fjármálaráðuneytið stendur nú frammi fyrir afleiðingum þessa samnings og getur ekki vikið sér undan því að leggja spilin á borð ið og gera opinberlega grein fyrir innihaldi þeirra. Það er jafnframt deginum ljósara að sjúkraliðar eru einungis fyrstir í röð fjölda stéttarfé- laga opinberra starfsmanna sem krefjast munu svipaöra hækkana og haldið er fram að samið hafi verið um við hjúkrunarfræöinga. Það er jafn ljóst að einangruð mistök geta ekki verið grundvöllur annarra kjarasamninga. Hafi veriö gerð mis- tök í gerð kjarasamninga við hjúkr- unarfræðinga eða útfærslu þeirra á ríkisstjórnin engan kost annan en að leiðrétta þau, því þau mega aldrei verða grundvöllur að nýrri verð- bólgu holskeflu.. Ámi Finnsson, fulltrúi Greenpeace: Almenningsálit á hvalveiðum óbreytt í Bandaríkjunum „Magnúsi er nokkur vorkunn að hrærast í þessum heimi hægri öfga- manna í Bandaríkjunum. Ég held að þeim sé skemmt þegar þeir fá þennan mann frá íslandi. Það er atvinna hans að rægja og rakka niður um- hverfissamtök. Heima reynir hann svo að vekja á sér athygli. í honum blundar sjálfsagt draumur um að verða hetja,“ segir Árni Finnsson, fulltrúi umhverfisverndarsamtak- anna Greenpeace. í viðtali við DV í gær lýsti Magnús Guðmundsson hvalveiðisinni því yf- ir að almenningsálitið í Bandaríkj- unum væri að snúast íslendingum í hag hvað varðar hvalveiðar. í því sambandi bendir hann á að fjölmenn borgarasamtök, Alliance of America, hafi lýst yfir stuðningi við íslendinga í kjölfar fyrirlesturs sem hann flutti í Bandaríkjunum í sumar. Þá hafi hópur þingmanna mótmælt stefnu stjórnvalda í hvalamálum eftir að hafa hlýtt á fyrirlestur Magnúsar og séð myndir hans. Að sögn Árna fer því fjarri að al- menningur og stjórnmálamenn í Bandaríkjunum aðhyllist hvalveiðar í auknum mæh. Á hinn bóginn sé skiljanlegt að Magnús skynji hlutina þannig því að á feröum sínum um Bandaríkin hafl hann einkum setið fundi hægri öfgasamtaka. Það eigi meöal annars við Alliance of Amer- ica, sem Árni segir regnhlífasamötk hægri öfgamanna og eigi ekkert skylt viö bandaríska verkalýðshreyfingu. „í ljósi þess að Magnús hrærist í þessum heimi er ekki undarlegt að hann haldi að Bandaríkjamenn séu að snúast á sveif með hvalveiðum. Hins vegar er það þannig að það hlustar enginn á þessa öfgamenn," segir Árni. Ami vísar á bug þeirri fullyrðingu Magnúsar að Greenpeace eða aðrir umhverfisverndarsinnar hyggi á herferð gegn íslendingum eða ís- lenskum útflutningsafurðum. Þvert á móti sé mikill áhugi á því af hálfu Greenpeace að vinna 'með öllum þeim sem styðja umhverfisvernd. „Reyndar teljum við að íslensk stjórnvöld hafi gegnt ákveðnu for- ystuhlutverki í samfélagi þjóðanna hvað umhverfisvernd varðar. Og við geram ráö fyrir að ísland muni virða alþjóðlegar samþykktir um hval- veiðibann meðan það er við lýði.“ Kvöldverðartilboð 25/11 - 1/12 k Ofnbakaður sjávarréttasnúður með gljáð- um paprikustrimlum og humarrjómasósu •k Rósasteiktur lambavöðvi í gráðaostahjúpi með rauðbeðu, eplasalati og hvítlauks- ristuðu succhi •k Bláberjafrauð með ferskum jarðarberjum og sykurslöri Kr. 1.950 Opið i hádeginu mánud.-föstud. Opið á kvöldin miðvikud.-sunnud. Nýr spennandi a la carte matseðill Borðapantanir í síma 88 99 67 Reylqanesbrautm: Tvær milljomr bfla arið 1993 Ægir Mar Kárason, DV, Sudumesjum: Það er mikill akstur á Reykjanes- braut. Árið 1993 fóra aö meðaltali 4963 bílar á dag um brautina sam- kvæmt mælingum sem gerð var við Strandarheiðina af Vegagerð ríkis- ins. Yfir sumartímann fóra 5939 bflar á dag um brautina en 4040 yflr vetrarmánuðina. Metdagur síðasta árs var 29. ág- úst en þá fóru 6948 bílar og allt áriö í fyrra fóru tæplega tvær millj- ónir bíla um Reykjanesbrautina. NYTSAMAR Vasadiskó með útvarpi. Ferðatæki með kassettu. Svart/Rautt/Hvítt. RCR3261 Utvarps klukka TAD170 Geisla- spilari með fjarstýringu SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI68 90 90 • OPIÐ LAUG. 10-16 - SUN. 13-16 íx-?-U

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.