Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 Menning Sinfóníuhljómsveit íslands fær hæstu mögulega einkunn hjá virtu bresku tórmstartímariti: Talin í hópi bestu hljómsveita Evrópu - Kristján Jóhannsson vildi láta segja öllum upp í hljómsveitinni „Sinfóníuhljómsveit Islands er al- veg einstök og þessi plata réttlætir, í mun ríkari mæli en fyrri plötur, trú Chandos-fyrirtækisins á hfjómsveit- inni sem einni af bestu hljómsveitum Evrópu," segir Matthiew Rye, einn af gagnrýnendum hins virta breska tónlistartímarits BBC Music Magaz- ine um geislaplötu Sinfóníuhljóm- sveitar íslands sem nefnist Alfven. Grein um geislaplötuna birtist í ný- útkomnu desemberhefti tímaritsins undir fyrirsögninni „Vekur meiri- háttar hrifningu - stórkostlegur ár- angur af fundi lítt þekkts sænsks tónskálds og lítt þekktrar íslenskrar hljómsveitar. Þar bætir gagnrýnand- inn um betur og gefur plötunni hæstu einkunn, fimm stjörnur, fyrir bæði hljóðfæraleik (performance) og upptökuhljóm (sound). A umræddri geislaplötu er að finna verk eftir sænska tónskáldið Alfven; sænskar rapsódíur nr. 1-3, Sögur úr skerjagarðinum, opus 20 og harmljóð úr hljómsveitarsvítunni Gústaf Adolf konungur n. Hljómsveitar- stjórinn Petri Sakari sveiflar sprot- anum á þessum geisladiski og fær afar lofsamlega dóma. En sagan er ekki öll. í laugardags- blaði The Times birtist einnig afar lofsamleg umfjöllun um sömu geisla- plötu. Barry Milington, einn tónlist- arskríbenta blaðsins, lýsir verkun- um á plötunni og sænska tónskáld- inu en lýkur grein sinni þannig: „Sin- fóníuhljómsveit íslands sem þarna kemur fram, á sinni sjöundu geisla- plötu fyrir Chandos, undir stjórn Petri Sakari leikur öll verkin af auð- særri ástríðu og með ljómandi fáguö- um hljóm." í sjöunda himni „Þetta er alveg stórkostlegt fyrir hljómsveitina. Við erum sett á sömu mælistiku og allar fínustu hljóm- sveitir í heimi. BBC Music Magazine er mjög vandað og víðlesið tímarit Sinfóníuhljómsveit Islands fær hæstu mögulega einkunn, fimm stjörnur, hjá gagnrýnanda breska tónlistartímarits- ins BBC Music Magazine. og því stórkostlegt að standast sam- anburð og gott betur með hæstu mögulega einkunn. Mörg fínustu nöfnin í klassíkinni eru ekki að fá nema 2-4 stjörnur í þessu tímariti. Þarna eru hlutlausir aðilar úti í heimi að fjalla um leik hljómsveitar- innar. Við höfum yfirleitt fengið góða dóma fyrir plöturnar okkar en þetta er toppurinn. Við erum öll í sjöunda himni," sagði Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleikari með Sinfóníuhljómsveit Islands, við DV. Viðbrögð við leik hljómsveitarinn- ar eru ekki síður merkileg þegar umræðunnar sem varð í byrjun okt- óber er minnst. Þá lét Krisrján Jó- hannsson óperusöngvari hafa það eftir sér í tímaritsviðtali að segja ætti öllum hljóðfæraleikurum Sinfó- níuhljómsveitarinnar upp og ráða erlenda hljóðfæraleikara í staðinn. Þessi orð Kristjáns vöktu mikla óánægju meðal aðstandenda Sinfó- níuhljómsveitarinnar en formaðmv starfsmannafélags hennar sagöi í DV: „Mér finnst maðurinn dæma sig sjálfur með þesu ummælum - ekki sem söngvara heldur sem persónu.'i Formaður FÍH sagði í DV: „Ég lít svo á að Kristján viti ósköp lítið hvað hann er að tala um. . .Hljómsveitin hefur fengið frábæra dóma erlendis og hérlendis undanfarin ár. Maður- inn hefur ekki kynnt sér málið nægi- lega vel." Kristmn Helgason skrifar bókina Fár undir fiöllum: Hrottalegar ofsóknir gegn bláf átækri bændaalþýðu „Það var skrifað um þetta mál í DV fyrir um 10 árum og urðu hörð viðbrögð við þeim skrifum. Þessi skrif og sú staðreynd að málið er mér skylt hvatti mig til frekari skrifa um þetta mál. Margir bændur voru dæmdir og lentu í vandræðum eins og farbanni í heilt ár. Þar á meðal var einn forfaðir minn. Þorvaldur á Þorvaldseyri var höfðingi hinn mesti fyrir 100 árum og Páll Briem var merkur maður að mörgu leyti. En þegar Páll var sýslumaður í Rangár- vallasýslu var eins og eitthvað hefði farið úrskeiðis hjá honum," segir Kristinn Helgason um bók sína, Fár undir fjöllum, sem komin er út hjá Fjölva. í bókinni segir Kristihn frá svoköll- uðu Eyjafjallamáli sem átti sér stað fyrir um 100 árum. Segir að höfðingj- arnir hafi þá byrjað hrottalegar of- sóknir gegn bláfátækri bændaal- þýðu. Hafi látunum ekki linnt í fjögur ár með yfirheyrslum, handtökum, varðhöldum, dómum, lögtökum og uppboðum sem flest munu hafa verið Kristinn Helgason. framin með hæpnum aöferðum og réttarbrotum gegn lítilmögnunum. Að lokum gerðu bændur uppreisn í kálgarðinum á Raufarfelh en mikið hefur verið fjallað um hana. „Þetta byrjaði þannig að Páll sýslu- maður, sem þekku' Þorvald Bjarna- son á Þorvaldseyri frá þingmennsku, kom austur og hafði aðsetur hjá Þor- valdi. Páll þekkti engan mann né aðstæður fyrir austan. Engar kærur bárust á einn né neinn heldur mun Þorvaldur hafa gaukað því að Páli að sumir væru að stela úr fjörum. Upp úr þessu spannst heilmikið mál um fjöruþjófnað þar sem farið var að kalla menn fyrir. Margir bændur áttu þarna fjörurétt en enginn af þeim hafði kært neitt. Þetta mun allt hafa verið upp úr Þorvaldi og hrepp- stjóranum, Jóni Hjörleifssyni í Eystri-Skógum." Kristinn segir að einkennilega hafi veri farið með þá menn sem voru kallaðir fyrir. „Þeir voru lokaðir inni, sumir inni í hesthúsi, ef þeir sögðu ekki eins og sýslumaður ætlaðist til af þeim. Þá var tólf ára drengur tekinn til þess að vitna gegn fóöur sínum sem sak- aður var um fjöruþjófnað." Umræddar ofsóknir stóðu í fjogur ár. Seinna bárust margar kvartanir og varnarskjöl til amtmanns og eru þær flestar birtar í eftirmála bókar- ínnar. „Allir sem hafa rætt um þetta mál hafa farið á skjön við sannleikann þar sem talað hefur verið um málið frá hlið sýslumannsins. Þessi kvört- unarbréf hafa aldrei birst áður. Þeg- ar sýslumaður er margspurður af amtinu um máhð segir hann að þetta sé allt uppspuni frá rótum og lygar. Upp úr sauð'þegar maður hafði farið með átta bændur til Vestmannaeyja að afla matar. Þegar maðurinn kom aftur í sandinn undir Eyjafjöllum tók sýslumaður hann fastan og lokaði inni. Út frá þessu atviki urðu mikil læti sem flestir kannast við sem upp- reisnina og mest hefur verið talað um í sambandi við Eyjafjallamáliö. En málið er þó miklu umfangs- meira." í bókinn vitnar Kristinn til nokk- urra blaða sem gefin voru út á þess- um tíma; ísafoldar, Þjóðólfs og Fjall- konunnar. Þá er myndskreyting nýstárleg en fólk hefur verið teiknað inn á hósmyndir í bókinni til að sýna betur hvað á að hafa gerst. Þjóðleikhúsið: Minningardag- skráumFróða Finnsson Sérstök skemmtidagskrá í minningu Fróða Finnssonar verður haldin í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Dagskráin er tileink- ;Uð öllum krabbameinssjúkum börnum og rennur ágóðinn til Styrktarfélags krabbameins- sjúkrabarna. „Fróði-er einn þeirra mörgu barna og unglinga sem hafa þurft að berjast lengi við banvænan sjúkdóm og lúta i lægra haldi. Saga hans er dæmisaga um bar- áttuþrek og lifsvilja," segir í til- kynningu frá aðstandendum dag- skrárinnar. • Á dagskránni koma fjölraargir listamenn fram, þar á meðal Krisrján Jóhannsson, hljómsveit- in Nýdönsk, dansarar úr List- dansskóla íslands, hlómsveitin Kolrassa krókríðandi og fleiri. Persónur úr Gauragangj og Hilm- ir Snær Guðnason koma fram milli atriða en Hilmir Snær verð- ur fulltrúi Fróða og stiklar á stóru í sögu hans. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir en rniðinn kostar 1000 krónur. Leikfélag Reykjavíkur: Æfingar áKabarett Leikfélag Reykjavikur hefur hafið æfingar á söngleiknum Kabarett en hann verður frum- sýndur í janúar. Verður þetta stærsta sýning ársins í Borgar- leikhúsinu. Guðjón Pedersen set- ur sýninguna á svið en Grétar Reynisson hannar leikmynd og Elín Edda Árnadóttir búninga. HJjómsveitarstjóri verður Pétur Grétarsson. Karl Ágúst Úlfsson hefur þýtt tal og söngtexta verksins á nýjan leik. Ingvar E. Sigurðsson verður 1 hlutverki skemmtanastjórans, en Edda Heiðrun Baehmann í hlutverky Sallyar Bowles. Barnasmá- sögurverð- launaðar Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Arnheiður Borg og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir hlutu verðlaun fyrir smásögur sínar í smásagnasamkeppni sem haldin var á vegum Barnabókaráösins, íslandsdeildar IBBY. Vaí keppn- inn haldin í tilefni af ári fjölskyld- unnar. Fjórtán bestu sögurnar sem bárust í keppnina hafa verið gefnar út í bók sem nefnist Orma- gull. Frá afhendingu barnasmá- sagnaverðlaunanna. Verdlauna- hafarnir standa baka til. Málþing um list Errós Menningarmálanefnd Reykj- Sákur boðar til málþings um list Errós að Kjarvalsstöðum á laug- ardag. Þar verða flutt erindi um ólfka þætti í list Errós. Franski gagnrýnandinn Alain Joufroy flytur erinal sem hann nefnir Erró hinn raikii en auk þess flytja þeir Hans-Joachim Neyer, for- stöðumaður WiIhelmBusch safnsins i Hannover, og listfræð- ingarnir Aðalsteinn Ingólfsson og sGunnar Kvaran fyrirlestra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.