Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Síða 11
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 11 Menning Skyndimyndin og skopið - á sýningu Örlygs Sigurössonar í GáUerí Fold Þeir eru ekki margir listamennimir hér á landi sem hafa lagt fyrir sig portrettmyndagerð, hvað þá heldur teiknaðan karíkatúr eða mannamyndir með skoplegri sýn á viðfangsefnið. Örlygur Sigurðsson ákvað þó ungur að feta þessa leið, þó hann hafi verið með New York abstraktið í vitunum á námsárum sínum á önd- verðum fimmta áratugnum og með Parísarheimspek- ina á hreinu eftir námsdvöl þar áður en áratugurinn fimmti rann sitt skeið. Sigurður Örlygsson, sonur lista- mannsins, ritar inngang í skrá sýningar föður síns er Myndlist Ólafur J. Engilbertsson nýlega var opnuð í Gallerí Fold. Þar segir hann upp og ofan af þrautagöngu teikningarinnar sem listforms og að hún hafi ekki öðlast fastan sess sem hstform fyrr en á síðari hluta nítjándu aldar. Því má bæta við að grafíklistin hangir þar á sömu spýtunni; hvort tveggja greinar sem tengst hafa meira auglýsingagerð og pólitískum áróðri í gegnum tíðina en aörar listgrein- ar. En Örlygur hefur jafnan haldið sínu striki utan bolabragða auglýsingaskrumsins og farið eigin leiðir í stað þess að elta í blindni nýjar stefnur, hkt og Sigurð- ur bendir réttilega á í innganginum. í skyndi og yfirlegu Myndirnar á sýningu Örlygs eru alls sextíu talsins í hinum takmörkuðu en haganiega útfærðu salarkynn- um Gallerí Foldar. Mest fer fyrir teikningum af máls- metandi fólki, lífs sem liðnu. Allt er það þó samferða- fólk listamannsins, ýmist rissað upp í skyndi eða með sýnilegri meiri yfirlegu. Best tekst listamanninum upp þegar hann gefur sér tíma til að velja sér pappír og teiknifæri. Þannig skara myndirnar af Eiríki Kristó- ferssyni (nr. 1) og Valtý Péturssyni (nr. 32) fram úr myndunum af Alfreð Flóka (nr. 36) og Guðmundi Jóns- syni (nr. 43). Parísarárin og Grænland Sérstaka athygli vekja þó myndir frá Parísarárum Örlygs þar sem hann var í kompaníi við Thor Vil- hjálmsson, Hörð Ágústsson og fleira andans fólk. Stórt málverk er nefnist „Ungir íslenskir listamenn þinga í París“ (nr. 20) gefur skemmtilega hugmynd um það andans líf sem þar dafnaði undir lok fimmta áratugar- ins. Þó eru Örlygi nokkuð mislagðar hendur við mál- Eitt af verkunum á sýningunni. verkið og honum lætur greinilega í heildina betur að vinna hratt með krít en tregt með olíu. Vatnslitamynd- ir eru og nokkrar á sýningunni og margar frá Græn- landi þar sem listamaðurinn dvaldist skömmu eftir Parísardvölina. Þar ber af myndin í glugganum „Elsk- endur í Ivigut" þar sem Örlygur nær í ákveðnum drátt- um að fanga samhug fólks í torbýlu landi. Myndirnar „Stephan G., kaffið og andinn'* (nr. 46) og „Pískrað á Akureyri" (nr. 56) staðfesta einungis góða kímnigáfu og innsæi höfundarins í mannlegar kringumstæður. Margrét Birgisdóttir í kynningarhorni Foldar sýnir Margrét Birgisdóttir níu myndir unnar með blandaðri tækni. Þar vakti mesta athygli undirritaðs notkun listakonunnar á gyhtum prentlit. Myndefnið er fremur einfalt en bland- að húmor. Hvað best þótti mér myndheildin ganga upp í verki nr. 6, „Mjúkur jökull“. í verki nr. 1 þótti mér hins vegar sem óþarfa nostur væri viðhaft. Verkin nr. 7,8 og 9, „Þessir flmm stólar", „Þessi banani" og „Þessi ananas“, eru um margt skemmtileg, en fljótandi og virka htt grunduð. Báðar sýningarnar standa einungis til 27. nóvember. Bong - Release ★★ y2 Byrjun sem lofar gódu Bong dúettinn er dæmi um hjáleigu sem skyndilega er orðin að höfuðbóh. Hann var á sínum tíma stofnað- ur sem útibú Eyþórs Arnalds frá Todmobile en eftir að sú ágæta sveit lagði upp laupana hefur Bong á stutt- um tíma skipað sér í sveit með athyglisverðustu hljóm- sveitum landsins. Dúettinn er nefnilega ekki dúett lengur þó að platan gefi það í skyn heldur fullfjöðruð Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson hljómsveit sem auk Eyþórs og Móeiðar Júníusdóttur söngkonu skipa þeir Jakob Magnússon, Guðmundur Jónsson og Amar Geir Ómarsson. Tónhstin er í þess- um dansvæna poppfönkstíl, melódísk og frekar mjúk. í henni leynist líka klassískur tónn sem er ekki að öllu jöfnu í þessari tegund tónhstar. Það gefur því Bong örlitla sérstöðu ef litið er á alþjóðlegan mæh- kvarða en þangað virðist leiðin hggja ef marka má enska texta við öh lögin. Þau eru öll skráð á Eyþór og Móeiði og sama er að segja um textana. Um þá ætla ég að segja sem minnst enda fylgja þeir ekki plöt- unni en svona á að heyra virðast þeir ekki rista djúpt. Lögin eru hins vegar býsna góð vel flest og sum hver í alþjóðlegum gæðaklassa. Má þar nefna lög eins og Stream, sem líklega er besta lag plötunnar, Release, Live in a Life og Furious. Rétt er að vara hlustendur við lagaruglingi á plötunni en miðað við uppröðun á plötuumslagi og plötunni sjálfri hafa lög sex og sjö víxlast þannig að Be My Vision er númer 6 og Live in a Life er númer 7 en ekki öfugt eins og halda mætti. Þó svo aö Release sé frumraun Bong á plötu er enginn byrjendabragur á þessu enda margsjóað fólk í öhum hlutverkum. Platan á það th að detta niður í dáhtla flatneskju og thbreytingarleysi en rífur sig upp þess á mhli og nær stundum ágætis flugi. /////////////////////////////// AUKABLAÐ BÆKUR Miðvikudaginn 14. desember nk. kemur út Bókahandbók DV með upplýsingum um þær bækur sem gefnar eru út fyrir jólin. í bókahandbókinni verða birtar allar tilkynningar um nýút- komnar bækur ásamt mynd af bókarkápu. Birting þessi er útgefendum að kostnaðarlausu. Æskilegt er að þeir sem enn hafa ekki sent á ritstjórn nýútkomna bók og tilkynningu geri það fyrir 7. desemb- er svo tryggt sé að tilkynningin birtist. Verð þarf að fylgja. Umsjónarmaður efnis bókahandbókarinnar er Haukur Lárus Hauksson blaðamaður. Þeir auglýsendur sem hafa hug á að auglýsa í Bókahand- bók DV vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdótt- ur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 • 27 ■ 23. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 8. desember. Símbréf auglýsingadeildar er 63 • 27 • 27. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.