Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Frestun á verkfalli? VerkfaU sjúkraliða hefur nú staðið í tvær vikur. Engin lausn virðist í sjónmáli. Samninganefndimar sitja fastar við sinn keip og eina tilboðið sem hefur fengið undirtektir er boð sjúkrahða um að nudda samninga- mennina! Þolendum verkfallsins, gamla fólkinu og sjúkl- ingunum, fmnst lítið til þeirrar aulafyndni koma enda engum hlátur eða gamansemi í huga, sem líða fyrir verk- fall sjúkraliða. Víða á stofnunum og sjúkrahúsum er að skapast neyðarástand. Enn og aftur heyrast raddir um að banna eigi starfsfólki heilbrigðisstofnana að fara í verkfaU og orðrómur um lög gegn verkfallinu er farinn að kvisast. Hvorug hugmyndin er eftirsóknarverð. Hér hefur því áður verið haldið fram í leiðara að kröf- ur sjúkraliða séu toppurinn á ísjakanum, fyrirboði þess sem koma skal í kjarabaráttunni í vetur. Láglaunafólkið er að rísa upp og heimta hækkun á launakjörum sem eru fyrir neðan nauðþurftarmörk. Sú krafa þarf engum að koma á óvart enda er hún skiljanleg af hálfu fólks og fjölskyldna sem hafa enga möguleika til að draga fram lífið miðað við óbreytt kjör. Samninganefnd ríkisins hefur gert sér grein fyrir þeirri forskrift sem samningar við sjúkraliða hefðu á kröfugerð og kjarasamninga gagnvart öðrum stéttum síðar í vetur. Af þeim ástæðum hefur ríkisvaldið haldið að sér höndum. Fj ármálaráðherra hefur viðurkennt að ef nást eigi samningar í þágu þeira sem lægs't hafa laun- in, þurfi það að gerast í heildarsamningum, „til að aðilar á vinnumarkaði væru tilbúnir að slá skjaldborg um þá breytingu“. Samninganefnd sjúkraliða vill fá framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins að samningaborðinu, ein- mitt vegna þess að sjúkraliðar gera sér grein fyrir að samningar sem gerðir eru við ríkið verða samningar sem vinuveitendur verða að taka afstöðu til. Þetta er flestum að verða ljóst, þar á meðal verkalýðsforingjum annarra stéttarfélaga. Að þessu leyti má segja að kröfugerð sjúkraliða og verkfall þeirra sé á óheppilegum tíma. Óheppilegum að því leyti að sjúkraliðar verða að heyja langa verkfallsbar- áttu án þess að aðrir séu með og samstiga þeim; óheppi- lega að því leyti að ríkisvaldið, sem ella kann að vilja ná samningum er bundið í báða skó vegna þeirra áhrifa sem hugsanlegir samningar hafa á viðræður og niður- stöður almennra kjarasamninga síðar í vetur. Spumingin er jafnvel sú hvort ekki sé skynsamlegt af sjúkraliðum að horfast í augu við þessa erfiðu stöðu, þá pattstöðu sem samningaviðræðumar em í út frá víð- feðmi málsins og fresta verkfallinu fram yfir áramótin. Þar með er ekki sagt að í því fehst eftirgjöf eða uppgjöf, heldur em þá sjúkraliðar að safna hði og hafa samflot með fleiri stéttum og öðm láglaunafólki sem á sömu hagsmuna að gæta. Þessari hugmynd er varpað hér fram með allri samúð með málstað sjúkrahða en jafnframt með skilningi á stöðu ríkissamningamanna. Þá fá báðir aðilar að samn- ingaborðinu fuhtrúa vinnumarkaðarins sem í rauninni verða að eiga síðasta orðið í þeirri stefnu sem mörkuð verður í kjaramálum fyrir næsta ár. Sá millileikur að fresta verkfallinu mundi mælast vel fydr. Það er fóm sem ömgglega mundi skila sér. Verk- fahið hefur bitnað á þeim sem síst skyldi og sjúkrahðar stæðu mun sterkar að vígi. Hér em ahsherjarhagsmunir í húfi og hví skyldu þeir einir heyja þá baráttu? Ehert B. Schram „Málamyndatilþrif NATO í Bosniu um daginn eru í óþökk fólks sem kærir sig kollótt um evrópskar erjur.“ - Bresk sprengjuflugvél kemur inn til lendingar á ítölskum flugvelli eftir árásarflug til Bosniu. Endalok eftir- stríðsáranna Það má ljóst vera að það sem fólk utan Bandaríkjanna varðar mest um eftir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í upphafi mánað- arins er hvaða áhrif þær hafa utan- lands. í stuttu máli sagt hefur and- rúmsloftið gjörbreyst. í raun má segja að Bill Clinton hafi verið sviptur völdum, stefnu- mótun er nú í höndum þeirra sem ráða þinginu og þeir sem ráða þing- inu ráða jafnframt fjárveitingum og milliríkjasamningum, þeirra á meðal GATT. Reiðarslagið fyrir Clinton var að flokkur hans missti meirihlutann í fulltrúadeildinni. Þar með er fjár- veitingavaldið í höndum andstæð- inga hans. Það þýðir í raun og veru að stjórn Clintons er lömuð og hef- ur ekkert sjálfstætt frumkvæði. Það var eins gott að búið var aö ganga frá samningunum um her- stöðina í Keflavík. Slíkir góðgerða- samningar hefðu ekki verið gerðir nú. Hjn eiginlegu völd í bandarísku stjórnkerfi er full- trúadeildin valdamesta stofnunin. Hún ein hefur fjárveitingavaldið, og verkar sem mótvægi gegn öld- ungadeildinni, framkvæmdavald- inu og hæstarétti. Öldungadeildin er meira í fréttum, vegna þess að hún samþykkir ráðherra, sendi- herra og hershöfðingja, svo og milliríkjasamninga, en hin deildin hefur völd sem geta lamað fram- kvæmdavaldið og öldungadeildina en er þó undirseld úrskurði hæsta- réttar um lögmæti lagasetningar. Það er eitt af ýmsu sem vantar í íslenskt réttarfar. Völdin eru hjá fulltrúadeildinni sem ætlað er að túlka vilja almenn- ings annað hvert ár. Sigur repú- blikana sýndi slíkt fylgi við hug- myndir þeirra um skert fram- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaöur kvæmdavald að forsetaembættið verður ekki svipur hjá sjón um næstu framtíð. Jarðskjálfti Þessi jarðskjálfti sem varð í kosn- ingunum og skekur grunninn und- ir bandarískri utanríkisstefnu mun birtast í eins konar nýrri einangr- unarstefnu gagnvart Evrópu. Vilj- inn til að púkka upp á NATO fer minnkandi. Bein afskipti og hem- aðaríhlutun á Balkanskaga er hér eftir tómt mál um að tala enda þótt nýlegur hávaði og flugvélasýning- ar þar æsi upp fréttamenn og villi mönnum sýn. Hernaður er ekki sjóbisness. Menn á borð við Jesse Helms, væntanlegan formann utanríkis- nefndar öldungadeildar, Newt Gingrich væntanlegan forseta full- trúadeildar (og samkvæmt stjórn- arskrá þriðja mesta valdamann ríkisins), og Bob Dole, væntanlegan leiðtoga nýja meirihjutans í öld- ungadeildini, munu gera Clinton lífið leitt og útiloka nokkurt frum- kvæði hans utanlands. Málamyndatilþrif NATO í Bosníu um daginn eru í óþökk fólks, sem kærir sig kollótt um evrópskar erj- ur. Clinton var kosinn til að kippa hlutum í lag innanlands. Hann hafði margar góðar hugmyndir en vegna þess að heimsmyndin hefur gjörbreyst hafa hugmyndir og kröf- ur Bandaríkjamanna breyst um það sem gera þyrfti. Clinton hefur ekki risið undir væntingum. Þaö er ekki að öllu leyti hans sök. Ljóst er að almenningur vestan- hafs er núna fyrst, eftir fimm ár, að átta sig á þeirri staðreynd að kalda stríðinu er lokiö og ekkert er eins og það var eða ætti að vera. Bandarískur almenningur hefur ekki uppskorið nein sigurlaun. Clinton og flokkur hans eru blóra- bögglar og engar afsakanir eða skýringar eru teknar gildar. Gunnar Eyþórsson „Það var eins gott að búið var að ganga frá samningnnum um herstöðina í Keflavík. Slíkir góðgerðarsamningar hefðu ekki verið gerðir nú.“ Skoðanir aiuiarra Affnám lánskjaravísitölunnar „Innan verkalýðshreyfingarinnar hefur verið um- ræða um afnám eða breytingar á lánskjaravísi- tölunni vegna komandi kjarasamninga. ... Verði gamla vísitalan tekin upp á ný hefði það þau áhrif, að lánskjaravísitalan hækkaði aðeins um rúman þriðjung í stað 50-60% en hagur launþega yrði aö- eins til skamms tíma.... Augljóst er, að afnám láns- kjaravísitölunnar er ekki einfalt mál og bætti ekki kjör launþega í náinni framtíð.“ Úr forystugrein Mbl. 24. nóv. Samkeppni um vinnuaflið „Á meðan ekki ríkir samkeppni eftir besta vinnu- aflinu í ákveðinni grein verða launin aUtaf lægri en annars væru. Því ættu forystumenn kennara, sjúkraliða og raunar flestra annarra opinberra starfsmanna að berjast fyrir því að einkaaðilum væri gert kleift að keppa um vinnuafl þeirra á jafn- réttisgrundvelli við ríkið. Þá fyrst ætti að rofa til í kjaramálimum." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 23. nóv. Dregur úr trúverðugleika „Annaðhvort blasir sú staðreynd við að Norðmenn búa við EES-samninginn áfram, eða íslendingar verða einir Norðurlandaþjóða að búa við hann og breyta honum í tvihliða samning í viðræðum. Hvort tveggja krefst viðbragða íslenskra stjómvalda. ... Það er vissulega ekki nýtt að skiptar skoðanir séu um utanríkismál. Hins vegar hafa forystumenn rík- isstjóma, sem setið hafa fram að þeim tíma er ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar tók við, kappkostað að tala einum rómi á alþjóðavettvangi. Annað er ekki boö- legt og dregur úr trúverðugleika íslenskra stjórn- valda út á við.“ Úr forystugrein Tímans 23. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.