Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 Iþróttir Landsliðið í handknattleik kvenna: Munum standa jaf nfætis Norðmönnum ef tir 2 ár Helga Siginundsdóttir skrilar: Kristján Halldórsson, þjálfari kvennalandsliösins í handknattleik, hefur vahð 10 nýliöa í 23 manna landsliðshópinn. Athygli vekur að 7 leikmenn af 23 eru markverðir. Að sögn Kristjáns er ástæðan fyrir því hve markvarslan í 1. deildinni í vetur hefur verið slök og á að leggja sér- staka áheyrslu á þjálfun markvarða. „Meginmarkmið okkar er að byggja upp fyrir framtíðinna og verð- ur áheyrslan lögð á markverðina. Einnig er mikil þörf á að bæta sókn- arleikinn en hann er aðalhöfuðverk- urinn hjá okkur. Ég er sannfærður um að við munum ná hámarksár- angri og standa jafnfætis Norðmónn- um eftir tvö til þrjú ár," sagði Krist- ján Halldórsson. Landsliðshópurinn mun halda til Noregs milli jóla og nýárs og æfa og leika gegn norskum félagsliðum. „Það verður allt gert til þess að halda kostnaði í lágmarki, stelpurnar munu sofa í svefnpokum og elda sjálfar ef með þarf," sagði Kristján. Varla þarf að taka fram að ekki þýddi að bjóða karialandsliðinu slík- ar aðstæður, jafnvel þótt þjálfari liðs- ins sé kokkur. Markverðir Hjördís Guðmundsdóttir.......Víkingi HelgaTorfadóttir....................Víkingi Fanney Rúnarsdóttir.......Stjömunni Sóley Halldórsdóttir.........Stjörnunni Vigdís Sigurðardóttir...................ÍBV Bikarkeppnin í körfuknattleik: Skagamenn sviptu loks af sér hulunni Sigurður Sverrissan skrifar: Skagamenn sviptu loksins af sér hulunni í vetur, sýndu sitt rétta and- lit og unnu sannfærandi sigur á spútnikliði ÍR-inga, 99-90, í 16-liða úrslitum Bikarkeppni KKI á Akra- nesi í gærkvöld. Allt annað var að sjá til Skaga- manna en í flestum leikjum vetrar- ins. Barist var um hvern bolta og leikgleðin geislaði af mönnum; aldrei þó eins og eftir að Elvar Þórólfsson var borinn af velli þegar 7 mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Óttast er að hann hafi slitið liðbönd í hné. Þótt það hljómi e.t.v. sem þversögn -voru meiðsl Elvars vendipunkturinn í leiknum í stöðunni 24-31 fyrir ÍR. Áhorfendur skynjuðu þörfina fyrir hvatningu og tóku ÍR-inga hreinlega á taugum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en ÍR hafði mest komist 12 stigum yfir, 19-31 í hálfleiknum. Skagamenn höfðu yfir í leikhléi, 45-44 og létu forystuna ekki af hendi. ÍR tókst tvívegis að jafna, síðast 71-71, en þá sigu heimamenn fram úr og unnu að endingu sannfærandi sigur við gríðarlegan fögnuð um 400 áhorfenda. „Ég held að ÍR-ingarnir hafi hrein- lega fallið á eigin bragði í þessum leik. Þeir léku gróft í fyrri hálfleik og fengu þá áhorfendur á móti sér. Við höfum verið að rétta úr kútnum og B.J. fellur æ betur inn í leik liðs- ins og matar okkur á frábærum send- ingum," sagði Brynjar Karl Sigurðs- son, sem átti stórleik fyrir Skaga- menn, við DV eftir leikinn. B.J. Thompson skoraði 31 stig fyrir ÍA, Brynjar Karl 19, Haraldur 16 og Jón Þór 14. Hjá ÍR var Herbert stigahæst- ur með 23 stig, Eiríkur skoraði 23 og Björn 20. Þórsarar áfram Gylfi Kristjánsson skrifar: „Mínir menn náðu að leika mjög sterka vörn, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Síðan náðu strákarnir miklu forskoti um miðjan síðari hálfleik en urðu þá hræddir og misstu knöttinn í tíma og ótíma," sagði Hrannar Hólm, þjálfari Þórsara, eftir að Þór hafði slegið KR út í bikarkeppninni hér á Akureyri í gærkvöldi. Lokatöl- ur urðu 74-72 eftir að Þór hafði leitt í leikhléi, 43-29. Leikur hðanna var dæmigerður bikarleikur. Hart barist og mikið um mistök hjá báðum hðum en skemmti- legir kaflar sáust þó inn á milli. Þórs- arar náðu að halda fengnum hlut fram eftir síðari hálfleik. Kristinn Friðriksson, sem hélt Þórsurum á floti í leiknum, skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð og heimamenn náðu vænlegu forskoti, 63-46. Þá kom afleitur kafli heimamanna en gest- irnir tóku aö skora og skora. Á frek- ar skömmum tíma skoraði KR19 stig gegn aðeins 2 stigum Þórsara og stað- an var allt í einu jöfn, 65-65. KR- ingar komust yfir, 68-70, 71-72, en Sandy Anderson jafnaði úr víti, 72-72. Þá voru 35 sekúndur eftir. Sóknarvilla var dæmd á Fal Harðar- son þegar 24 sekúndur voru eftir og 6 sekúndum fyrir leikslok skoraði Kristinn Friðriksson sigurkörfuna. Kristinn skoraði 31 stig fyrir Þór, Birgir Birgisson 14, Sandy Anderson 14 og Einar Vilbergsson 11. Hjá KR var Falur Harðarson með 18 stig, Ólafur Ormsson 15, Ingvar Ormarsson 9 og Donavan Casanev 9. KFÍogSnæfellúrleik ÞórhaHur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Sam Gibson skoraði 50 stig fyrir 1. deildarlið ICFÍ gegn Tindastóli á Sauðárkróki í bikarleik Uðanna í gærkvöldi. Lokatölur urðu 86-80 fyr- ir heimamenn eftir 53-41 í leikhléi. John Thorrey skoraði 27 stig fyrir Tindastól, Arnar Kárason 14 og Páll Kolbeinsson 13. Kristján Sigurðsson skrifar: „Þetta þróaðist eins og ég átti von á. Lið sem gengur illa hjá í deildinni leggja allt í sölurnar í bikarnum," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflavíkur, eftír sigur Keflavíkur gegn Snæfelli, 84-96, í gærkvöldi. Lenear Burns skoraði 31 stig fyrir Keflavík, Sigurður Ingimundarson 15 og Jón Kr. 13. Hjá SnæfelU var Hardin með 25 stig, Hjörleifur Sigur- þórsson 20 og Karl Jónsson 16. Laufey Jörgensen ÍBV Vigdís Finnsdóttir..........................KR Aðrir Ieikmenn Inga Fríða Tryggvadóttir. Stjörnunni Laufey Sigvaldadóttir......Stjörnunni Herdís Sigurbergsdóttir.. Stjörnunni Guðný Gunnsteinsdóttir. Stjörnunni Halla María Helgadóttir.........Víkingi Svava Sigurðardóttir.............Víkingi HeiöaErhngsdóttir................Víkingi AnnaSteinsen................................KR BrynjaSteinsen..............................KR ThelmaÁrnadóttir........................FH BjörkÆgisdóttir............................FH Auður Hermannsdóttir...........Virum HuldaBjarnadóttir..................Virum BjörkTómasdóttir.................Selfossi IngaL. Þórisdóttir.......Refsad-Veitve AndreaAtladóttir.........................ÍBV ÓvístmeðGuðna Gisli Guömundsson, DV, Englandi: David Kemp, aðstoðarfram- kvæmdastióri Crystal Palace, sagðist í samtali við DV ekki bú- ast við að Guðní Bergsson kæmi til með að leika meö liðinu. Kemp sagði að Guðni hefði staðið sig vei þá viku sem hann æfði hjá félaginu og að Palace hefði spurst fyrír um verð á honum hjá Tott- enham en ekkert yrði gert meira í málinu að svo stöddu. Bikarkeppniísundi Bikarkeppni Sundsambands ís- lands í 1. deild fer fram í Sund- höll Reykjavíkur um helgina. Sex lið keppa um meistaratitiUnn: A- og B-lið Ægis, Keflavík, ÍA, SH og UMSK. Mótið hefst i kvöld klukkan 20. StórsigurhjáNantes Nantes vann Sion, 4-0, í gær- kvöldi og Frankfurt vann NapoU, 1-0, í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu i gærkvöldi. Juvent- us vann Admira Wacker í UEFA- keppninni, 1-3. AðaKundur Fram Aðalfundur Knattspyrnudeild- ar Fram fer fram í kvöld W. 20.30' í Framheimilinu við Safamýri Markakóngur f Keflavík Sigurður Valur Árnason, markakóngur 3. deildar í knatt- spyrnu sl. sumar, er genginn úr Víði í Keflavík. Gottíbadminton Broddi Krístjánsson er kominn í 4. umferð á opna skoska mótinu í badJtúnton og Birna Petersen í 3. umferð. Toshack hættir Waleshúinn John Toshack hætti í gær þjálfun spænska 1. deildar iiðsins Real Sociedad. BirkirþjálfarKVA Birkir Sveinsson hefur verið ráðinn þjálfari 4. deiidar Uðs KVA í knattspyrnu. GoKklúburinn Kjöiur GoUklúbburinn Kjólur heldur aðalfund í Hlégarði á morgun kl. 14 og árshátíðn verður á sama stað um kvöldíð. Herrakvöld Gróttu I kvöld verður haldið herra- kvöld hjá Gróttu í sal Sjálfstæðis- manna við Austurströnd. Dag- skráin hefst kl. 19.30. Stórsigur hjá Indiana P Indiana Pacers vann auðveidan sigur á heimavelli gegn Golden State Warriors í ban ana tók forystu snemma leiks og jók hana jafnt og þétt uns yfir lauk. Lokatölur urðu stigahæstur hjá Indiana með 28 stig en hjá Golden State skoraði Tim -Hardaway mes og Detroit Pistons er í öðru sæti. Golden State er í efsta sæti Kyrrahafsriðilsins, hefur öðru sæti. Á myndinni er einn af lykilmönnum Indiana, Reggie MUler, en hann hafði s Það verður nóg að gerast í bandaríska körfuboltanum um helgina en það verða leiknir fram í nótt. Ólafur B. Schram, form. HSÍ, um dóm; Er ekki sökin hjá f él sem leggja dómar Þorsteirm Gunnarssan, DV, Eyjum: „Mér er það til efs að kvartanir leik- manna eða þjálfara í fjölmiðlum eftir leik bæti dómgæslu af nokkru viti. Mik- ið nær er að ræða þessi mál innan veggja hreyfingarinnar og- koma á framfæri ábendingum, góðum ráðum eða kvörtunum. Jafnvel krakkar niður í 5., 6. og 7. flokk eru farnir að óskapast út í dómgæslu. Foreldrar á bekkjunum ausa svívirðingum og hafa fyrir börn- unum. Þetta er'til vansæmdar og dregur úr, ekki bara ánægju dómaranna, held- ur brýtur niður virðingu almennings. Umtali um að dómarar snúi úrsUtum leikja tU eða frá verður að Unna," sagði Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, í fréttabréfi fræðslunefndar HSÍ sem gef- ið var út fyrir skömmu þar sem hann i gerir dómaramál sambandsins að um- 1 talsefni. s Ólafur segir gagnrýni góðra gjalda A verða en bendir á að handboltafólk e megipassasigáþvígjaldisemhreyfing- s in er að greiða fyrir endurteknar ávirð- e ingar í garð dómara. „Við sem eldri I erum eigum að taka okkur saman í I andUtinu og sýna gott fordæmi. Spyrj- £ um okkur: Hverjum erum við að gera g gott með þessu tali. Snúum heldur al- { menningsálitinu við og hefjum íþrótt- s ina til vegs og virðingar. Um það snýst f leikurinn, ekki dómarann," segir Ólaf- I ur. I Þýðingarmestu . starfsmenn hvers s leiks eru dómarar og vissulega verða t þeim á mistök eins og öðrum, segir Ólaf- +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.