Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 17
FOSTUDAGUR 25. NOVEMBER 1994 25 Iþróttir iPacers i í bandaríska körfuknattleiknum í nótt. Indi- • uröu 123-96. Hollendingurinn Rik Smits var y mest, alls 21 stig. Indiana er efst í miöriöli hefur unniö sjö leiki en Phoenix Suns er þar í íaföi sig ekki mikið í frammi í leiknum í nótt. leiknir 23 leikir, tæplega helmingur þeirra fer ómaramálin: élögunum irana til? ur. „En gáöu aö, sóknarmaður sem ekki hlttir markið eða markvörður sem sleppir inn bolta, eru það ekki mistök? Venjulegast er afsökunin sú að hann eða hinn hafl ekki verið í formi, átt slæman dag, mætt óvænt mótstöðu eða ekki verið kominn í rétt leikform. Ná- kvæmlega það sama gildir um dómara. Þeir þurfa að sjá allt, heyra allt og gera allt rétt. Og þeir reyna, þeir eiga að gæta hlutleysis, láta hvorki leikmenn, þjálfara né áhorfendur hafa áhrif á störf sín. Þetta er vandasamt og ábyrgðar- fullt. En þeir eru mannlegir eins og^yið hin og geta gert sín mistök. Kannski eru þeir einfaldlega ekki betri en þetta. Er sökin þá ekki hjá félögunum sem leggja þá til?" spyr Ólafur B. Schram. Jóhannes R. Jóhannesson vann heimsmeistara unglinga í snóker: Stærsti sigur á mínum fferli" - Jóhannes í 4-manna úrslit á HM en Kristján er úr leik „Þetta var hörkuspennandi leik- ur og ég er alveg í sjöunda himni yfir þessum árangri. Það er ekki á hverjum degi sem ég sigra heims- meistara í snóker og þetta er án efa stærsti sigur minn á ferlinum tll þessa," sagði Jóhannes R. Jóhann- esson í samtali við DV í gærkvöldi. Jóhannes sigraði Quenten Hann frá Ástralíu í gær í 8-manna úrslit- um á HM áhugamanna í snóker en Hann þessi er nýbakaður heims- meistari unghnga. Kristján Helga- son tapaði viðureign sinni í gær en hann mætti keppanda frá Pakistan og lauk viðureign þeirra 3-5. Jóhannes er þar með kominn í undanúrsht á heimsmeistaramót- inu en hann sigraði Quenten Hann, 5-3. „Ég komst í 2-0 og var síðan 4-2 yfir. Næsta ramma tapaði ég naumlega á svörtu kúlunni og stað- an því 4-3 en lokarammann vann ég örugglega," sagði Jóhannes sem er eini Evrópubúinn sem keppir í undanúrshtunum. Kristján byrjaði vel í sínum leik, komst í 2-1 og 3-2 en tapaði síðan þremur síðustu römmunum og er úr leik. Geri mitt besta Jóhannes mætir mjög sterkum andstæðingi í dag en það er Tæ- lendingur sem heitir Kuntawung en honum er spáð sigri á mótinu og hefur unnið alla andstæðinga sína frekar auðveldlega. Róðurinn verður því þungur hjá Jóhannesi í dag en sá kemst í úrslitaleikinn sem fyrr vinnur 8 ramma í stað 5 fram að þessu. „Þetta verður mjög erfitt en ég mun gera mitt besta," sagði Jóhannes í gærkvöldi. Borga allt sjálfir Árangur þeirra Jóhannesar og Kristjáns er frábær og besti árang- ur íslenskra snókermanna erlendis hingað til. Þeir hafa æft mjög vel undanfarið og árangurinn hefur þegar skilað sér. En ferðalagið til Suður-Afríku er dýrt og þeir félag- ar hafa þurft að greiða allan kostn- að vegna fararinnar á HM úr eigin vasa. Kostnaður hvors um sig nem- ur á bilinu 150-200 þúsund krónum. „Auðvitað er það erfitt að þurfa að greiða þetta allt sjálfur en ég hef notið mikillar velvildar vinnuveit- anda míns, Eiríks Sigurðssonar í verslununum 10-11, og þaö hefur hjálpað mér mikið." Atvinnumennskan freistandi Nú er ljóst að Jóhannes mun í það minnsta hafna í 4. sæti á mótinu í S-Afríku og að hans sögn á það sæti að gefa honum tækifæri í at- vinnumennsku: „Ég kem heim til íslands eftir mótið og mun hugsa þetta mál vandlega. Atvinnumennskari freistar vissulega mikið. Það er þó mjög dýrt að byrja í atvinnu- mennskunni. Ég reikna með áð það muni kosta mig um 3-500 þúsund krónur," sagði Jóhannes. • Jóhannes R. Jóhannesson, til vinstri, og Kristján Helgason. Árang- - ur þeirra á heimsmeistaramótinu í snóker hefur vakið mikla og verð- skuldaða athygli. DV-mynd Hson + Kvennakarfa: Breiðablik enn taplaust Ingibjörg Hmríksdóttir skrifer Breiðablik er enn taplaust í 1. deild kvenna en Bhkastúlkur sigruðu Grindavík í Smáranum í gær, 80-71, staðan í hálfleik var 42-34. Leikurinn var harður, hraður og spennandi á að horfa. BMkarn- ír byriuðu betur en um miðjan fyrri hálfieik jöfnuðu Grindvík- ingar, 13-13, og komust síðan yf- ir, 17-25. Þá bættu Blikarnir í og voru 9 stigum yfir í hálfleik. Grindvíkingar komu ákveðnir til síðari hálfleiks og jófnuðu, 49-49, en lenta í villuvandræðum og Blkarnir unnu afturupp það 9 stiga forskot sem þeir höfðu í hálflelk. „Þær komu brjálaðar til leiks enda unnum við þær í Grindavik og þær hafa sennilega ekki viljað tapa fyrir okkur tvisvar," sagði Ería Hendriksdóttir, leikniaður Breiðabliks, eftir Ieikinn/ Pénni Peppas var stigahæst í liði Breiðabliks meö 37 stig, Hanna Kjartansdóttir skoraði 16 og Eria Hendriksdóttir 9. Anna Dís Syeinbjörnsdóttir var allt i öllu i liði Grindavíkur og skoraði 30 stig, en hún þurfti að fara út af með 5 villur þegar tæpar 8 mínút1 : ur voru til leiksloka. íslendingarnir gera það gott í Portúgal - sveit GR í 5. sæti á Evrópumóti félagsliða í golfi Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur er í 5. sæti eftir tvo daga á Evrópumóti félagsliða fgolfi en mótið fer fram á Vilamoura golfvelhnum í Portúgal. Sveit GR sigraði í sveitakeppninni hér heima í sumar og ver því heiður íslenskra kylfinga á mótinu. íslenska sveitin er á 298 höggum og aðeins fimm höggum á eftir Skot- um sem eru í 1. sæti á 293 höggum. Danir eru á 295 og Frakkar og Spán- veijar á 296. Næstir á eftir íslending- unum eru írar og Norðmenn á 301 höggi, Portúgahr á 303 höggum, Svíar á 304 og Englendingar á 308 höggum. Sigurjón Arnarsson hefur leikið á 73 og 74 höggum, Þorkell Snorri Sig- urðsson á 76 og 75 og Sigurður Haf- steinsson á 82 og 79 höggum. Alls taka 22 þjóðir þátt í mótinu. Siguijón Arnarsson hefur leikið mjög gott golf það sem af er og er hann í 7. sæti í einstaklingskeppni mótsins. Lárus Orri til Stoke - Þór pg enska félagið hafa komist að samkomulagi „Við höfumkomist að samkomu- lagi við Stoke um að lárus Orri gangj til Uðs yið félagið," segir Kristján Kristjánsson, formaöur knattspyrnudeiidar Þórs á Akur- eyri. Þar með virðist lpkið þeirri óvissu sem ríkt hefur um málefni Lárusar Orra Sigurðssonar aöund- anförnu. Hann hélt utan i morgun til að gangafrá samningi sinum við Stoke og mun því væntanlega leika við nlið Þorvaldar Örlygssonar áð- ur en langt ,um líður. Lárus Orri æfði meö hðinu í 3 vitair og yar þá boöinn samningur en samningar tókust ekM í þeirri lotu og á tímabili virtist málið verá ur sögunni.. I vikunni settu Stoke-menn sig í samband við Þór, félag LárusaTi og náðu samkomulagi við Mðið og 1 kjölfari lá beinast fyrir Lárus Örra að halda utan og ganga frá sámn- ingi sem að honum lýtur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.