Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Síða 32
I I I r t r Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 63 27 00 BLAÐAAFGREiÐSLA 0G ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. &S LAUGARDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA Frjalst,óhaö dagblaÖ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994. Kennarafélögin: Vilja viðræður fyrir áramót Fulltrúar Hins íslenska kennarafé- lags og Kennarasambands íslands afhenda fulltrúum samninganefndar ríkisins kröfugerð sína fyrir næsta ár á fundi í menntamálaráðuneytinu í dag. Fulltrúar félaganna hittust í morgun til að ganga formlega frá kröfugerð sinni. „Menn eru oft seinir að koma sér af stað í samningaviðræður. Okkar reynsla af undangengnum samning- um hefur verið sú að samningar séu lausir í marga mánuði áður en nýr samningur tekur gildi. Þetta er okkar innlegg í það og við vonumst til þess að viðræður hefjist strax,“ segir Ei- ríkur Jónsson, formaður Kennara- sambands íslands. Ráðhúsið: Breytingar eftir áramót Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur ráðið Hagvang til að skipuleggja breytingar á stjórnsýsl- unni á skrifstofu borgarstjóra í Ráð- húsinu í Reykjavík. Miðað er við að starfi Hagvangs ljúki um áramót og eiga breytingarnar að taka gildi fljót- lega eftir það. Engum starfsmanni verður þó sagt upp störfum. - sjá bls. 4 Auglýsingar í R-lista blaði: Hafa birst í öðrum blööum Vegna fréttar í DV í gær um auglýs- ingar Reykjavíkurborgar í blaði Reykjavíkurlistans, Regnboganum, skal það leiörétt að þær hafa birst í öðrum blöðum. Annars vegar er um að ræða auglýsingu um fundi borgar- stjórnar og hins vegar um upplýs- ingaþjónustuna í Ráðhúsinu. ðlafur Jónsson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, sagði í samtali við DV að auglýsing um fundi borgarstjórn- ar hefði birst í flestum fjölmiölum í byrjun nóvember og búið væri að gera auglýsingaplan vegna þeirra til áramóta í nokkrum fjölmiðlum. Um auglýsingu á upplýsingaþjón- ustunni sagði Ólafur að hún hefði nokkur undanfarin ár birst í hverfa- blöðum og sumum tímaritum og til stæði að birta hana í fleiri slíkum blöðum á næstunni. Ólafur sagðist hafa litið svo á að blaö Reykjavíkur- hstans, sem borið var í öll hús í borg- inni, hefði verið góður vettvangur til að auglýsa í sökum mikillar út- breiðslu. LOKI Gýmismálið ætlar sýnilega að fara fetið gegnum kerfið! Vill reka banda- rískan varafor stjóra úr landi Ægir Már Kárason, DV, Suðomesjum; „Hann hótaði að segja henni upp og gerði lítið úr henni sem starfs- krafti. Hreinlega hellti sér yfir hana með skömmum en konan hef- ur gegnt þarna stöðu yfirmanns til margra ára. Maðurinn beitir hót- unum gagnvart íslenska starfsfólk- inu og er dónalegur. Ég vil að þessí maður fari úr landi sem fyrst," seg- ir Jóhann Geirdal, formaður Versl- unarmannafélags Suöurnesja, í samtali viö DV. Starfsfólk verslunar varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli hefur skrifað undir áskorun um að um- ræddur maður verði látinn víkja úr starfi og áskorunin verður síðan send til varnarmálaskrifstofu. Maðurinn er Bandaríkjamaður, aðstoðarforstjóri fyrirtækisins og á mest samskipti við starfsmenn. Hann er borgaralegur starfsmaður og tilheyrir ekki varnarliðinu. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir rúmu ári. Eftir þennan síðasta atburð hefur starfsfólkið endan- lega gefist upp á honum en það hefur orðið að þola margt undan- farna mánuði. Áður en hann hóf störf hafði fyrirtækið unniö til margra verölauna fyrir frábær störf og verið kosið besta verslun varnarliðsins í heiminum. „Þegar hann byrjaöi hjá fyrirtæk- inu sauð upp úr svo um munaði. Hann var með hótanir við starfs- menn um uppsagnir og var rudda- legur. Þá var þess krafist að varnar- málaskrifstofan tæki í taumana. Maðurinn fékk tiltal, sem virðist þó ekki hafa dugað, og ástandið mun ekki lagast meðan hann vinnur þarna. Hann hefrn- engan áhuga á íslenska starfsfólkinu og við höfum ekki áhuga á svona manni hér á landi." sagöi Jóhann. Það var mjög bandarísk stemning á Hótel Loftleiðum I gær þar sem fjöldi Bandarikjamanna var að halda þakkar- gjörðarhátíð. Samkvæmt gamalli hefð er kaikúnn snæddur við þetta tækifæri en gestirnir fengu einnig sýnishorn af íslenskum krásum og virtist vel líka. DV-mynd Brynjar Gauti Veðrið á morgun: Rigning um mestallt land A morgun verður mjög hvöss suðaustan- og sunnanátt, einkum um landið vestanvert. Rigning um mestallt land, þó úrkomulítið norðaustan- og austanlands þeg- ar líða tekur á daginn. Hiti 3-7 stig. Veðrið 1 dag er á bls. 36 Gýmismálið afturtil RLR „Málinu hefur verið vísað til Rann- sóknarlögreglu ríkisins á ný til ítar- legri rannsóknar. Ég vona að það líði ekki langur tími þar til henni lýkur en það verður að koma í ljós,“ sagði Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari um meðferð Gýmismálsins svokallaða sem hefur nú verið hjá lögregluyfirvöldum frá því í byrjun .; júlí eftir að grunur kom upp um að gæðingnum, sem þurfti að fella, hefðu verið gefin lyf með ólöglegum hætti á landsmóti hestamanna á Hellu í sumar. Hallvarður vildi ekki upplýsa hvers vegna embættið hefði óskað eftir ítarlegri rannsókn - hvort farið væri fram á frekari yfirheyrslur eða nákvæmari rannsóknir á sýnum úr hrossinu. „Ríkissaksóknari er í raun að biðja um ítarlegri rannsókn á ákveðnum atriðum í málinu. Þetta eru ekki ný atriði sem beðið er um rannsókn á en málið er komið aftur í okkar hend- ur,“ sagði Hörður Jóhannesson, yfir- lögregluþjónn hjá RLR við DV. i i i i i i i i i Neskaupstaður: Sjúkraliðarskipta umstéttarfélag Allir sjúkraliðarnir á sjúkrahúsinu í Neskaupstað, utan einn, hafa sagt sig úr stéttarfélagi bæjarins og sótt um aðild að stéttarfélagi Sjúkraliða- félags íslands. Sjúkraliðarnir verða fullgildir félagar í Sjúkraliðafélaginu um áramót og fara í verkfall verði verkfalli sjúkraliða ekki lokið þá. „Við teljum að sjúkraliðar eigi að standa saman og séu sterkari í einu félagi. Við erum tæplega 30 sem höf- um sótt um inngöngu í Sjúkraliðafé- lagiö, þar af 21 starfandi á sjúkrahús- inu, og ákváðum allar að skipta um félag,“ segir Þorbjörg Sigurðardóttir. i i i i f i Félagsmálaráð Reykjavíkur hefur samþykkt samhljóða að segja upp frá áramótum samningum við hár- greiðslumeistara, fótaaðgerðafræð- inga og fótsnyrtisérfræðinga sem starfað hafa í þjónustumiðstöðvum aldraðra í borginni. Þjónusta þessara aðila hefur eingöngu verið veitt öldr- uðum en eftir breytinguna verður hún veitt öllum. Borgarráð á eftir að leggja blessun sína yfir samþykkt félagsmálaráðs. Þessir aðilar, um 30 manns, munu fá forleigurétt á þeirri aðstöðu sem þeir hafa haft í þjónustumiðstöðvun- um. Samþykkt félagsmálaráðs er einkum til komin vegna athuga- semda Samkeppnisstofnunar um að þjónustan samrýmist ekki sam- keppnislögum. íbaksturinn Á morgunmatinn í heita og kalda drykki Brjóstsykur Skemmir ekki tennur bragötegundir og náttúruleg efni ÞREFALDUR1. VINNINGUR /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.