Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 5 Fréttir Ofsaveður á Skarðsströnd: Jeppi fauk 20-30 metra Verkfallið: Sjúkraliðum boðin 4% hækkun Samninganefnd ríkisins bauö sjúkraliöum fjögurra prósenta launahækkun á samningafundi lýá ríkissáttasemjara í gærmorg- un. Birna Ólafsdóttir, starfsmað- ur á skrifstofu Sjúkraliöafélags- ins, sagði í samtali viö DV síðdeg- is igær aö ljóst væri að sjúkralið- ar myndu hafna þessu tilboði. óljóst væri hvort gagntilboð yröi lagt fram á samningafundi í dag þar sem sjúkraliðar ættu eftir að fara yfir tilboðiö. Taisverö vandræöi hafa verið á hjúkrunarheimilum og sjúkra- húsum vegna starfsmannafæðar í framhaldi af verkfalli sjúkra- liða. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkrahðaféiagsins, fór í gær á fund hjúkrunarforstjór- ans á Hrafnistu til að ræöa und- anþáguveitingar á stofnuninni í Hafharfirði og samskipti félags- ins og stofnunarinnar frá þvi verkfaliið hófst. Sjúkraliöar hafa greitt um 600 þúsund krónur úr verkfallssjóði frá þvi verkfallið hófst eða há- mark 10 þúsund á einstætt for- eldri eða sjúkraliða með atvinnu- Iausan maka. Norðurlandeystra: Hörðbarátta hjá Framsókn Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: f'jórir „kandídatar" eru um 2. sætið á lista Framsóknarflokks- ins á Norðurlandi eystra vegna alþingiskosninganna í vor, en kosið veröur um 6 efstu sætin á listanum á aukakjördæmisþingi sem - haldið verður innan skamms. Valgerður Sverrisdóttir, sem skipaði 2. sæti á hsta flokksins í síðustu kosningum, sækist eftir því sæti áfram. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sem skipaöi 3. sæt- iö síðast, sækist nú eftir „ör- uggu“ sæti og horfir þá til 1. eða 2. sætis. Þingmönnum kjördæm- isins veröur fækkaö úr 7 í 6 og þar sem Jóhannes Geir var 7. þingmaður kjördæmisins við síö- ustu kosningar horfir hann nú til sætis Valgerðar þar sem öruggt má telja að Guðmundur Bjarna- son haldi áfram 1. sæti hstans. Nú hefur Ingunn St. Svavars- dóttir, sveitarstjóri í Öxarfirði, lýst yfir aö hún sækist eftir 2. sætinu og Guðmundur Stefáns- son, bæjarfulltrúi á Akureyri, sækist einníg eftir „einu af efstu sætunum". Þaö er því ljóst aö fram undan er hörð barátta um efstu sætin á hsta Framsóknar í kjördæminu. Sjávarútvegsráðuneyti: Reglumum rækjulínu breytt „Þaö hefur veriö horfið frá þessari búsetuviðmiðun og eftir 1. desember gilda almennar regl- ur um rækjuveiöar á þessum slóöum," segir Jón B. Jónasson, skrífstofustjóri i sjávarútvegs- ráðuneytinu, vegna nýrrar reglu- gerðar um veiðar á úthafsrækj u. Mikill ágreiningur hefur veriö um gömlu línuna sem bannar veiðar rækjuskipa af norðan- veröu landinu fyrir Vestur- og Suðurlandi. Vestfirðingar brugöu nýlega á það ráð að færa heima- hafnir skipa sinna til Búðardals og annara byggðarlaga til að koma skipum sínum á þessar for- boönu slóðir. í framhaldi þess hefur reglugeröinni verið breytt og nú gilda sömu takmarkanir fyrir alla, grundvallaðar á skipa- stærð og hestaflafiölda þeirra. „Það kom sterk hviða. Þrýstingur- inn var svo mikill að við fengum hellu fyrir eyrum. Við héldum um höfuðið því vindurinn stóð upp á sto- fugluggann og við héldum að rúðan kæmi inn. Móðir mín kom síðan inn í stofu til okkar. Hún var á leiðinni á milli hæða og hafði reynt að opna hurð. Hún bað okkur um að hjálpa sér, eitthvað væri að gerast. Síðan kom í ljós að sex rúður á efri hæð og í kjallara höfðu brotnað," sagði Halla Steinólfsdóttir, bóndi að Ytri-Fagra- dal á Skarðsströnd, við DV. Mikið eignatjón varð á bænum á laugardagskvöldið i gifurlegu hvass- viðri sem stóð á bæinn. Járnplötur rifnuðú upp af sem svarar helmingi þaksins á íbúðarhúsinu, bílar fuku til hver á annan og sex rúður brotn- uðu. Halla sagði að sunnudagurinn hefði farið í að „moka út mold, gijóti og glerbrotum". Halla sagði að ung böm á bænum heföu orðið mjög hrædd en fólkið hennar hefðj hjálpast að við að setja hlera fyrir gluggana þegar hama- gangurinn var sem mestur. Land- rover-jeppi fauk til um 20-30 metra. „Hann skautaði á auðri jörð,“ sagði Halla og endaði á gömlum stórum jeppa. Lada-bifreið endaði einnig á stóra jeppanum sem lyftist upp og affelgaðist. Aðspurð um þakplöturnar sagði hún: „Ég hef hvorki séð tangur né tetur af þeim eftir að þær fuku.“ Halla hefur foktryggingu en bílarnir heyra ekki undir slíkt, að hennar sögn. Jólatilboð NIS5AIM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.