Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 Utiönd BLAÐBERAR ÓSKAST 7////////////////////////// Arnarnes - Garðabæ Blikanes - Mávanes Haukanes - Þrastanes HLJÓMFÖNG /////////////////////////////// AUKABLAÐ UM HLJÓMFÖNG Þriðjudaginn 13. desember nk. kemur út handbók um hljómföng með upplýsingum um nýútkomnar hljómplöt- ur, geisladiska og kassettur sem gefin eru út um jólin. Þeir auglýsendur sem hafa hug á að auglýsa í þessari handbók DV vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsingadéild DV, hið fyrsta í síma 63 • 27 • 23. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 8. desember. Símbréf auglýsingadeildar er 63 • 27 • 27. i DV-HLJÓMFÖNG verða birtar allar tilkynningar um nýútkomnar hljómplötur, geisladiska og kassettur ásamt mynd af umslagi. Birting þessi er útgefendum að kostnaðarlausu. Æskilegt er að þeir sem enn hafa ekki sent á ritstjórn nýútkomin hljómföng og tilkynningu geri það fyrir 7. desember. Verð þarf að fylgja með. Umsjónarmaður efnis í DV-HLJÓMFÖNG er Haukur Lárus Hauksson blaðamaður. VINNINGASKRÁ BINGÓLOTTÓ Útdrátlur J>ann: 2ó. nóvcmbcr. IWI Bingóútdráttur. Ásinn 65 50 11 8 25 24 39 14 49 67 16 61 13 36 23 72 9 66 28 ____________KFTIRTAUN MlfíANÚMKK VINNA 1000 KR. VÚKIJÚ'ITKKT. 10100 10484 11012 11504 11775 12169 12364 12467 12648 12889 13187 14141 14543 10105 10605 11213 11517 11885 12249 12366 12518 12666 12960 13494 14264 14720 10214 10860 11345 11661 11971 12307 12420 12562 12837 12987 14098 14311 10329 10951 11351 11763 12030 12330 12424 12612 12858 13076 14130 14523 Bingóútdráttun Tvisturinn 27 25 2 1 24 26 58 37 11 51 59 44 35 66 67 7 74 ____________EFTIKTALIN MIDANÚMKR VINNA 1000 KR. VÓRUÚTTKKT. 10144 10514 10827 11010 11826 12093 12225 12559 12741 13096 13634 13804 14875 10207 10596 10911 11079 12016 12110 12369 12616 12743 13215 13635 14050 14999 10216 10720 10918 11781 12045 12158 12385 12644 12917 13392 13648 14056 10273 10745 10981 11789 12072 12161 12529 12725 13035 13545 13715 14765 Bingóútdráttun Þristurinn 27 53 13 26 28 12 42 45 7 40 44 47 31 60 69 36 71 75 ____________EFHRTALIN MIÐANÚMKR VINNA 1000 KR. VÓRUÚTTKKT. 10086 10400 10634 11332 11832 12251 12539 12966 13609 13879 14058 14534 14681 10124 10407 10804 11612 12027 12328 12572 13304 13690 13934 14267 14575 14814 10350 10445 10821 11686 12130 12331 12616 13476 13761 13966 14325 14578 10383 10496 11236 11728 12168 12469 12648 13553 13869 13969 14412 14642 lAikkunúmer: Ásinn VINNNINGAUPPIIÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTKKT FRÁ IIKIMILISTÆKJUM. 11286 10593 10496 iAikkunúmer. Tvisturinn VlNNNINGAUPPIIÆft 10000 KR. VÓRUÚTTEKT FRÁ FRKKMANS. 12479 11200 11227 Lukkunúmer: Þrísturinn- VINNNINGAUPIMI/KD 1000« KR. VÓKUÚTTKKT KRÁ NÓA’l'ÚN.___________ 14097 11207 12181 | Aukuvinningur VINNNINGAUPPHÆI) 60000 KR. FKRPAVINNINGUR FRÁ FLUGLKIftUM. 136.12 IjikkuhiAlið Röð:0153 Nr: 12833 Bílasliglnn Roð:()154 Nr:14139 Vinningar grtiddir út frá og mcð [iriðjudcgi. Hátíðarstemning á götunum í öllum bæjum Noregs í nótt: Við vöknuðum í f rjálsu landi Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Við vöknuðum í frjálsu landi í morgun,“ kallaði gleiðbrosandi nei- maður að tíðindamanni DV þegar hann var að hraða sér til vinnu í morgun. Og fleiri nei-mönnum var líkt innanbrjósts eftir spennandi kosninganótt. Mikill mannfjöldi söng og fagnaði á Karl Johann, aðalgöt- unni hér í Ósló, og það var ekki fyrr en um það bil sem fyrstu geislar sól- ar sáust á lofti að þeir seinustu ráf- uöu heim í bólið til að geta vaknaö í frjálsu landi. Sömu sögu er að segja úr öllum bæjum hér í Noregi. Já-menn höfðu hægt um sig en nei-menn réðu sér ekki fyrir kæti, óskuðu hverjir öðr- um til hamingju með sigurinn. í Tromsö, sem margir telja fjörugasta bæ landsins, var dansaö fram á morgun og höfðu sumir á orði að ekki væri mál að hætta fyrr en sól risi. Það verður í lok janúar því heimskautanóttin er lögst yfír bæ- inn. í Tromsö hafa nei-menn líka ástæðu til að fagna. Þar var andstað- an við Evrópusambandið nær órofin og þrír af hverjum fjórum sögðu nei. Nú mælir Aftenposten, eitt helsta málgagn fylgismanna-ESB, með að Evrópuhreyfingin fái aðstoð sálfræð- inga til að jafna sig á úrslitunum. Evrópuhreyfingin var stofnuð til að vinna á móti nei-mönnunum en náði aldrei til fólksins. Hún var nýfædd úthrópuð sem verkfæri stórfyrir- tækja og ungra framagosa, sem lang- aði að verma þægileg sæti í Brussel. Nú fá þessir ungu og framgjömu Norðmenn að sitja heima. Einn úr þeirra hópi, Jens Stolten- berg, sonur Thorvalds sáttasemjara, var meira að segja mættur út á flug- völl í gærkvöldi, reiðubúinn að fljúga í nótt til Brussel. Hann afpantaði far sitt klukkan 1.24. Þá gat ekki lengur farið á milli mála að Norðmenn vom ekki á leið inn í ESB og Jens auming- inn átti ekkert erindi til Brussel. Sennilega verður hann einn þeirra sem biður um áfallahjálp hjá sál- fræðingi á morgun. Þjóðaratkvæöiö í Noregi: Jan Henry fyrst fórnað Gísli Kristjánsson, DV, Noregi „Það stendur ekki til að breyta rík- isstjórninni. Auðvitað verður samt aö ræða á næstu vikum hvaða hreyt- ingar fylgja óhjákvæmilega í kjölfar þessarar niðurstööu," sagði Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra í samræðum leiðtoga stjóm- málaflokkanna í sjónvarpinu í nótt. Menn eru þegar farnir að velta fyr- ir sér hvaða breytingar þetta verða og spjótin standa á Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráöherra öðrum fremur. Það var hans hlutverk að vinna sjómenn til fylgis við sjávarút- vegssamninginn við ESB. Það tókst ekki. Hamm átti líka að veija stöðu Verkamannaflokksins í norðurhluta landsins, þar sem hann hefur lengi átt miklu fylgi að fagna. Það tókst ekki og fjölmargir flokksmenn svik- ust undan merkjum. Það væra kaldhæðnisleg örlög fyr- ir Jan Henry því hann var í hjarta sínu andstæöingur en barðist fyrir málstaö fylgjenda af flokkshollustu. Nú kann svo a fara að honum verði fórnað fyrstum manna eftir aö af- staða hans sjálfs varð ofan á. Nei-inu fagnað með dansi Mikið var um dýrðir hjá andstæðingum aðildar Noregs að Evrópusamband- inu þegar úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir i gærkvöldi og flykkt- ust þeir út á götur til að dansa. í Tromsö, þar sem andstaðan við ESB var einna mest, höfðu menn á orði að þeir yrðu að dansa þar til sólin risi, einhvern tímann í janúar. Simamynd Reuter Þjóðaratkvæðið íNoregi: TveirmiISj- arðaríáróður Gísli Kristjánsson, DV, Ósló Auglýsingastofur og kynning- arþjónustur eru sigurvegarar kosningamia í Noregi við hliðina á hreyfingu andstæðinga ESB. Fylgismenn og andstæðingar hafa vari tveimur milljörðum ís- lenskra króna í áróður. Þeir pen- ingar hafa farið um hendur áróð- ursmeistaranna sem aldrei hafa átt betri daga en einmitt nú. Baráttan hófst ofseint „Barátta fylgismanna aðildar hófst allt of seint. Ríkisstjórnin var of lengi að ákveða hvernig hún ætlaði að hafa baráttunni. Andstæðingarnir voru húnir að þrautskipuleggja sína hreyfmgu áður en fylgismenn aðilar tóku við sér,“ sagði Káre Willock, fyrr- um forsætisráðherra Noregs og eindreginn fylgismaður aðildar að ESB. Káre sagði að ríkisstjórnin hafi ekki beitt sér af fuilum þunga fyrr en eftir að búið var að kjósa í Svíþjóð. Baráttan síðustu tvær vikurnar hefði vissulega skilað árangri en ekki nægum og þeim sem lengri barátta heföí skilaö. Lahnstein líðurvel „Mér liður vel,ótrúlegavel cn ég veit að svo er ekki um alla. ff? ’ Stór liluti þjóð- I. .. x ,- v arinnar hefur “ “ orðið fyrir von- brigöum. Það er skoðun mín að naumt já hefði verið verst,“ sagði Anne Enger Lahnstein, leiðtogi andstæðinga aðildar að ESB i nótt. „Við höfum séð fólk rísa upp til varnar þeim verðmætum sem við Norðmenn metum mest; að við fáurn að ráða okkur sjálf. Viö eru Evrópubúar og tökum þátt í sam- starfi Evrópuþjóða en við gerum það sem fullvalda þjóð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.