Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 9 Utlönd Norðmenn höfnuðu aðild að ESB í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu: Ætla að sitja áfram og virði þjoðarvilja - sagði Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra eftlr versta ósigurinn á ferlinum Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Ég ætla aö sitja áfram eins og ég hef alltaf sagt. Ríkisstjórnin verður óbreytt og við munum virða vilja fólksins," sagði Gro Harlem Brundt- land, forsætisráðherra Noregs, í sjónvarpsumræðum í nótt eftir að fyrir lá að hún hefði beðið mesta ósig- urinn á ferli sínum. Norðmenn höfn- uðu aðild að Evrópusambandinu (ESB) og nú bíður Gro það erfiða verkefni að sætta klofna þjóð og halda sjálfri sér í embætti. Gro neitaði því að hún væri vonsvik- in, sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að svona færi. ',,Á morgun kemur nýr dagur og þá taka næstu verkefni við,“ sagði hún um miðja nótt við frétta- menn sem biðu hennar fyrir utan heimilið á Bygdö í útjaðri Óslóar. Þegar í gærkvöldi komu fram kröf- ur um afsögn Gro og ríkisstjórnar- vera vonsvikin með úrslitin. Simamynd Reuter innar. Þar fóru fremstir menn á vinstri væng stjórnmálanna. Aðrir stjórnmálaleiðtogar vísuðu þessu frá og sigurvegari kvöldsins, Anne En- ger Lahnstein, sagði að Vcddahlutfóll- in á þingi væru óbreytt og ekkert kallaði á stjórnarskipti. Það er og vandi að sjá hver gæti myndað nýja ríkisstjórn ef Gro kysi að víkja. Ekki er hægt að rjúfa þing í Noregi og boða til nýrra kosninga. Því verður þingstyrkur flokkanna sá sami og nú er næstu tvö árin. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar urðu þau að 52,5 prósent sögðu nei við aðild að ESB en 47,5 já. Þetta er um það bil sá munur sem skoðana- kannanir sýndu dagana fyrir kosn- ingar. Já-menn voru í stöðugri sókn og nú er því haldið fram að ein vika til hefði nægt Gro og fylgismönnum aðildar til sigurs. Kjörsón var 85,5 prósent sem þykir óvenjumikið. Kt uimm Úrslit þjóðar- atkvæðis í Noregi Þjóðaratkvæðagreiðslan 1 Noregi: Kosningarnar sem kluf u þjóðina - á kjördaginn vonuðu allir að úrslitin yrðu afgerandi Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Þetta eru kosningarnar sem klufu Noreg,“ segir í aðalfrétt morgun- blaðsins Aftenposten í morgun. Blað- ið fór í prentun áður en úrslit lágu fyrir en samt var ljóst að norska þjóðin yrði ekki söm á eftir. Á kjör- dag lýstu frammámenn úr báðum fylkingum þeirri skoðun að best væri að úrslitin yrðu skýr og afgerandi. Þá gætu allir sætt sig við orðinn hlut, hver sem hann væri. Nú bentu skoðanakannanir ein- dregið til að mjótt yrði á munumum og sú varð raunin þegar farið var að telja upp úr kjörkössum. Andstæð- ingar höfðu þó alltaf yfirhöndina en lengi vel leit út fyrir að kosningarnar gætu farið á hvorn veg sem var. Undir morgun var þó ljóst aö and- stæðingar höfðu sigrað. Eftir stendur að Noregur er klofinn. Munurinn á þéttbýli og dreifbýli hefur aldrei verið meiri. Dreifbýlis- fólk hallast nú enn meir á sveif með einangrunarsinnum en í þjóðarat- kvæðinu áriö 1972. Borgarbúarnir eru enn hallari undir samruna við nágrannana í suðri. Klofningurinn er skýr og afgerandi. Þaö þykir Norð- mönnum verst. Gamhr skörungar á borð viö Káre Willock og Per Borten spá því að næstu árin muni norsk stjórnmál snúast um þetta tvennt; dreifbýli gegn þéttbýli. Borgarbúar munu segja: „Sveitavargurinn hafði af okk- ur möguleikana á að keppa á jafn- réttisgreundvelli við atvinnulífið í Evrópu." Landsbyggðarfólkið mun segja: „Við komum í veg fyrir að eignamennirnir í bæjunum seldu landið okkar í heldur evrópskum auðhringjum." Gro Harlem Brundtland stendur nú frammi fyrir ósigri og hún verður nú að gera uþp hug sinn um hvað hún gerir næst. Hún hefur áður beð- ið ósigur en risið upp á ný sterkari en áður. En þá hefur hún líka getað lagt mál sín í dóm kjósenda. Nýkomið frá Ítalíu Verð kr. 6.980 ecco Laugavegi 41 Simi 13570 fycediy cfy pjÓYUA^ta/ KIRKJUSTRÆTI8 Sí M I 14 18 1 Teg. 52346 Með hlýju fóðri og stömum slitsterkum sóla. Litur tabacco-brúnt leður. St. 36-41. Verð kr. 6.980 PÓ'RVA'R PÓSTSENDUM Með hlýju fóðri og stömum slitsterkum sóla. Lit. svart leður. St. 36-41. Teg. 51815 Með hlýju fóðri og slitsterkum sóla. Lit. mokka-brúnt leður. St. 36-41. Verð kr. 4.750 TTrval tímarit fyrir alla A NÆSTA SÖLUSTAÐ M AH AA EÐA i ASKRIFT I SlMA M'C/'Uu VINNIN LAUGA GSTÖLUR RDAGINN 26.11.1994 t)(37) Xy VINNINGAR FJÓLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1 . 5 af 5 0 8.235.825 2. pi°s5I| tf? • 109.820 3. 4af 5 153 7.420 4. 3 af 5 4.822 550 Heildarvinningsupphæö: 12.682.105 Mr mmwl BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Nr. Lelkur:_____________________Röðln Nr. Lelkun _____________Róttln 1. Arsenal - Man. Utd. -X - 2. Liverpool - Tottenham -X - 3. Leeds - Notth For.____1 - - 4. Blackburn - QPR 1 - - 5. Newcastle - Ipswich -X - 6. Chelsea - Everton____- -2 7. Norwich - Leicester 1 - - 8. Man. City - Wimbledon 1 - - 9. West Ham - Coventry --2 10. C. Palace - Southamptn -X - 11. Reading - Tranmere --2 12. Charlton - Middlesbro --2 13. Watford - Stoke -X - Heildarvinningsupphæð: 120 mllljónlr 13 réttir 3.970.180 kr. 12 réttir 79.990 kr. 11 réttír 5.980 kr. 10 réttir 1.350 kr. Nr. Lelkur; Röðln Nr. Lelkur:_______________Röttln 1. Lazio- Roma - -2 2. Fiorentina - Sampdoria -X - 3. Foggia - Napoli_______-X - 4. Genoa - Cremonese --2 5. Padova- Juventus --2 6. Reggiana - Cagliari -X - 7. Brescia-Bari --2 8. Ancona - Lucchese -X - 9. Atalanta - Verona______- -2 10. Venezia- Udinese --2 11. Cesena - Perugia -X - 12. Palermo - Vicenza -X - 13. Pescara-Salernitan --2 Heildarvinningsupphæð: 15 mllljónlr 13 réttir 12 réttir 421.990 J kr. kr. 11 réttir 41.880 n? 10 réttir 9.990 122

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.