Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 Meiming___________________________________________________ Virðisaukaskatturinn hvilir enn af fullum þunga á útgefendum: Fjórðungs samdráttur á síðustu tveimur árum - flórtán prósent færri kynningar í bókatíðindum en í fyrra „Samdrátturinn í bókaútgáfunni er minni en menn héldu þegar tölur um fjölda titla fóru aö kvisast út. í fyrra varö 15 prósent samdráttur í útgáfunni og í ár nemur hann ríflega 10 prósentum. Samtals erum við því aö tala um 25 prósent samdrátt á tveimur árum. Sé mismunur innan einstakra bókaflokka skoðaður sér- staklega kemur í ljós aö fækkunin verður nær eingöngu í bókum al- menns eðlis. Fjöldi skáldsagna, barnabóka og ævisagna er mjög svip- aður,“ sagði Jóhann Páll Valdimars- son, formaður Félags íslenskra bó- kaútgefenda, við DV. Samkvæmt talningu á kynningum í bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda hefur þeim fækkað um 52 milli ára, voru 382 í fyrra en eru einungis 330 í ár. Fækkunin nem- ur um 14 prósentum. Þótt Bókatíð- Bók um sögu 17. júní hátíðahaldanna í 50 ár að koma út: Reynt að gefa sannferðuga mynd af hátíðahöldunum - segir Klemenz Jónsson, ritstjóri bókarinnar Hans starf hafi aðaUega verið fólgiö í heimilda- og gagnasöfnun. „Það var gífurleg vinna tengd því að fá ljósmyndir í bókina en hana prýða um 500 myndir eftir 33 ljós- myndara. Óskar Guömundsson ann- aðist val mynda ásamt Eyjólfi Hall- dórssyni og var lögð áherla á að tíð- arandinn á hverjum tíma kæmi vel fram. Þannig sést vel hvernig tískan var, bílamir og fleira á þessu fimm- tíu ára tímabili." - En hvað um dökku hliðarnar? „Það hafa alltaf verið dökkar hliðar á 17. júní en í mismiklum mæli. Það er engu hlíft í bókinni. Þannig eru blaðaummæli og gagnrýni tíunduð og þannig reynt að gefa sannferðuga mynd af þessum hátíöahöldum. Þá má geta þess að veðurskýrsla fyrir 17. júní þessi fimmtíu ár fylgir," seg- ir Klemenz Jónsson. • ,Ég hef verið viðriðinn 17. júní há- tíðahöldin í 34 ár og kom fyrst fram 1956. Ég hef verið dagskrárstjóri, æft leikþætti og því öllum hnútum kunn- ugur. Ég hef komið nálægt Skriftum áður og var beðinn um að taka þetta verk að mér,“ segir Klemenz Jóns- son, leikari og ritstjóri Hátíðar í hálfa öld, stórrar bókar um 17. júní hátíðir í Reykjavík síðastliðin 50 ár. Bókin kemur út á vegum íþrótta- og tóm- stundaráös Reykjavíkur á næstunni. Hugmyndina að henni átti Júlíus Hafstein, formaður lýðveldishátíðar- nefndar Reykjavíkurborgar. í árs- byrjun 1993 fór hann þess á leit við Klemenz áð hann hæfist handa um öflun gagna og heimilda fyrir ritun þessarar sögu og að hann yrði jafn- framt ritstjóri bókarinnar. Skömmu síðar tilnefndi Reykjavíkurborg rit- nefnd til að hafa umsjón með verkinu en í henni voru Lýður Björnsson Klemenz Jónsson, ritstjóri Hátíðar i hálfa öld. sagnfræðingur, formaður, Böðvar Pétursson, verslunarmaður og sam- starfsmaöur Klemenzar 17. júní í 31 ár, Óskar Guðmundsson, fyrrver- andi ritstjóri, Gísli Árni Eggertsson frá íþrótta- og tómstundaráði og Ey- jólfur Halldórsson, forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur. í bókinn er í meginatriðum rakin saga þjóðhátíðarhalda í Reykjavík í hálfa öld. í upphafi er að vísu sagt allrækilega frá þeim atburðum sem leiddu til stofnunar íslenska lýðvéld- isins fyrir 50 árum og sagt frá þekkt- um mönnum sem stóðu þar að verki. Klemenz segir 17. júní hátíðahöldin hafa breyst mikið á fimmtíu árum. „Það gefur auga leiö. Hátíðahöldin voru í lægð um tíma en 1983 hófst mikil uppsveifla. Þá var öllu fyrir- komulagi gjörbreytt með götuleik- húsi og fleiri sviöspöllum." Klemenz segir marga hafa lagt hönd á plóg við gerð bókarinnar og í henni sé fjöldi aðsendra greina. Átak Bókasam- bandsins Bókasamband íslands gengst fyrir sérstöku átaki fyrir islensk- um bókum í desember. Tilgangur átaksins er að vekja og viðhalda almennum áhuga á bókum og draga athygli fólks að allri þeirri blómlegu starfsemi sem býr að baki bókagerð í landinu. í Geysishúsinu verður sýning á nýjum íslenskum bókum frá 3. til 11. desember. Rithöfundar munu lesa þar úr verkum sinum fyrir gesti og gangandi. Verður lögð sérstök áhersla á upplestur fyrir börn. Sýndir verða ýmsir gripir sem tengjast bókum og bókaút- gáfu, þar á meðal fágætar prent- vélar. Gefið hefur verið út vegg- spjald sem verður sent skólum, bókasöfnum og bókaverslunum af þessu tilefni. indi séu ekki fullnægjandi heimild um útgáfuna sýna þau hver tilhneig- ingin er í þessum efnum. Séu tölur frá Landsbókasafni ís- lands yfir heildarútgáfu áranna 1992 og 1993 skoðaðar má sjá að um veru- lega fækkun útgefmna titla var að ræða milli þessara ára. Árið 1992 voru alls gefnir út 1.682 titlar, þar af 1.076 bækur. Árið eftir var heildar- fjöldinn kominn í 1.382 titla, þar af 943 bækur (annað flokkast sem bækl- ingar). Blómlegri markaður Greinilegt er að mesta dýfan í út- gáfunni vegna álagningar virðis- aukaskattsins varð strax í fyrra og þótt sýnileg fækkun sé nú í útgefnum titlum eru útgefendur nokkuð ánægðir með útgáfuna í ár. „Mér sýnist útgáfan í ár vera blóm- legri en í fyrra. Það eru margir af okkar bestu höfundum með bækur og einnig sýnist mér mjög bitastæðir hlutir á ferðinni í viðtals- og ævisög- um.“ - Þið tókuð á ykkur virðisauka- skattinn í fyrra en hækkið verð nú um 10 prósaent? Er verið að velta vaskinum út í verðlagið? „Sumar bækur hafa ekkert hækk- að meðan aðrar bækur hafa hækkað eitthvað. Meðaltalshækkun er ekki yfir 10 prósentum. Á sama tíma hefur pappír verið að ijúka upp í verði á heimsmarkaði. Það er því alls ekki svo að við séum að velta virðisaukan- um út í verðlagið. Við þurfum að selja mjög vel til að komast bærilega frá þessu. Við erum að mestu leyti meö virðisaukann á bakinu ennþá. Svo má ekki gleyma því að raunverð bóka hefur lækkað um 30-40 prósent á undanfórnum sex árum. Það eru því allir að fá miklu minna í sinn hlut. Þetta hefur í för með sér að reksturinn er allur miklu þyngri, sum fyrirtæki farin á hausinn og önnur í verulegum erfiðleikum." Það vakti athygli í fyrra að útgef- endur mættu álagningu virðisauka- skattsins með því að auglýsa ekki í sjónvarpi. Nú er engin slík áætlun í gangi. „Sú aðgerð að hætta að auglýsa í sjónvarpi var einungis hugsuð sem tímabundin aðgerð fyrir jólin í fyrra. Það var ekki framtíðarmál. Almennt eu menn þeirra skoðunar að aðgerð- in hafi heppnast vel. í ár þótti okkur ekki eðlilegt að taka slíkar ákvaröan- ir en aðgerðin í fyrra hefur kannski þau áhrif að menn stilla auglýsinga- kostnaði meira í hóf en áður. Bóksalan er þegar hafin þótt enn eigi hún sér ekki stað í stórum stíl. I bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu var DV tjáð áð fólk kæmi mikið til að skoöa og hreyfing væri komin á skáldsögurnar. í einni gamalgróinni bókaverslun var okkur tjáð að jólabækurnar hreyfðust ekki að ráði fyrr en upp úr 10. desember, það sýndi í þaö minnsta reynsla síðastliðinna áratuga. GuðmundurÁrni meðbók Kristján Þorvaldsson og Guð- mundur Árni Stefánsson, alþing- ismaður ogfyrrverandi ráðherra, vinna þessa dagana að nýrri bók um ævi og störf Guðmund Árna. Mun bókin nefnast Hreinar linur. í þessari bók, sem væntanleg er í næstu viku, segir Guðmundur Ámi frá „hinni hlið“ stjórnmál- anna og atburða síöustu mánaða. Þeir atburðir eru að vonumfyrir- ferðarmikir í bókinni en einnig veröur fiallað ítarlega um Hafn- arfiarðarárin og stiklað á stóru um ævi Guömundar. Thorfærgóða dómaí Danmörku Náttvíg, bók Thors Vilhjálms- sonar sem kom út hér á landi 1989, fékk góða dóma í danska dagblaðinu Morgenavisen Jyl- lands Posten í síðustu viku. Á dönsku heitir bókin Isblomstrene brænder en þýðandi hennar er Erik Skyum-Nielsen, fyrrum sendikennari við Iláskóla ís- lands. Eftir að hafa fjallaö um efni sögunnar segir gagnrýnand- inn, Preben Meulengracht, aö liið ríka innihald þessarar litlu sögu grundvallist á stílnum. Thor sé mikill stílisti sem leiki sér snilld- arlega með mál og stílbrigði. Greinarhöfundur segir íslensk- una fyrst og fremst bókmennta- mál og að í frásögn Thors megi lesa nútimaíslensku eins og hún gerist best. Fimmrithöfund- arviðSvartahaf Fimm íslenskir rithöfundar eru nýkomnir heim úr tíu daga ferð tfi Grikklands pg nokkurra Svartahafsborga. í ferðinni var stofnuð endurreisnarmiðstöð orðsins eða Word Renaíssance Center í Þessalóniku á Grikk- landi. Standa einir 400 rithöfund- ar að þessari miðstöð. Fyrir ferð- inni stóðu sænskir riíhöfundar sem vinna að því að koma á tengslum milli rithöfunda í Aust- ur- og Vestur- Evrópu, meöal annars með stofnun miðstöðva sem þeásarar. Stofnun miðstöðv- arinnar í þessari ferð var fram- hald af stofnun ritsmíða- og þýð- ingamiðstöðvar á Gotlandi fyrir tveimur árum. Á þennan hátt er ætlunin aö tengja traustari bönd- um Vestur- og Austur-Evrópu og suður- og norðursvæði jarðar og koma á meirir tengslum núlli rit- höfunda, þýðenda og útgefenda. íslensku rithöfundamir í ferð- inni voru þau Þórunn Valdimars- dóttir, Sigurður A. Magnússon, Sigurður Pálsson, Steinunn Sig- urðardóttir og Jóhannes Helgi. Tímaritþýðenda Jón á Bægisá - timarit þýðenda, heitir nýtt tímarit sem komið er út. Hefur tímaritið að geyma þýð- ingar á Ijóðum og sögum ýmissa erlendra höfunda auk greina um þýðingar, umgsagnir og ritdóma um þýddar bækur. í aðgangsorð- um ritnefndar segir: „13 desemb- er 1994 verða liðin 250 ár frá fæð- ingu Jóns Þorlákssonar. í þessu fyrsta hefti tímaritsins eru tvær greinar um Jón og þýðingar hans, önnur eftir sr. Gunnar Kristjáns- son dr. theol. og hin eftir Ástráð Eysteinsson bókmenntafræðing. Með nafngiftinni og þessum greinum virtra fræðimanna vilj- um við heiðra minningu prests- ins sem sat vetrarkvöldin löng í lágreistum bæ á hjara veraldar og þýddi Paradísarmissi Miltons á íslensku, sjálfum sér og þjóö- inni til yndisauka og sálubótar." Útgefandi Jóns á Bægisá er Ormstunga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.