Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 11 Anna Eyjólfsdóttir sýnir 1 Gerðarsafni: Öðrum þræði Anna Eyjólfsdóttir hefur sett upp sérstaka sýningu í Gerðarsafni í Kópa- vogi. Sýningin er sérstök fyrir það að nær öll verkin eru gerð úr sama efni, en það eru einnota herðatré, svipuð þeim sem efnalaugar nota. Þetta er fjöldaframleidd vara, hönnunin einfóld og ódýr, og aðeins ætluð til einna nota. Herðatrjánum hefur Anna síðan raðað saman á ýmsa vegu svo að úr verða ótrúlega mismunandi verk. Sum eru eins konar formstúd- íur þar sem þríhyrningslag herðatrjánna er grunnformið. í sumum verk- unum eru herðatré nýtt sem einingar í flóknari byggingu: þeim krækt saman á mismunandi vegu svo úr verður samhverfur strúktúr í þremur víddum. Loks verða herðatrén að efniviði í stóru og formlausu verki þar sem þeim er raðað á handahófskenndan hátt um einn lóðréttan ás. Það er að sjálfsögöu ekki óþekkt að listamenn nýti sér ýmislegt drasl sem efnivið í verk sín, og það er heldur eklci óþekkt að þeir tíni til fjölda- framleidda hluti og sýni. Þetta var kallað að „gera ready-made“ á tíma nýlistarinnar og var þá vísað til þess þegar Marcal Duchamp fór að sýna svona drasl - fyrst gjörð af reiðhjóli og flöskuupptakara á árunum 1912 og 1913, en síðar fjölbreyttara drasl.'En ready-made verk Duchamps voru liður í andhst dadaismans og var fyrst og fremst ætlaö að ögra og brjóta Myndlist Jón Proppé upp væntingar áhorfenda og hstamanna og þótt sýning Önnu béri auðvit- aö keim af þessari uppreisn Duchamps, þá er í raun allt annað uppi á teningnum hér. Anna skellir ekki herðatrjánum fram til þess að ögra, heldur til að nýta þau sem efnivið í listsköpun sem hún virðist nálgast á agaðan hátt og út frá hefðbundnum forsendum. Verk hennar eru úr- vinnsla á möguleikunum sem búa í þessum einfalda hlut og í ljós kemur að herðatré leyna á sér. Þau búa auðvitað ekki yfir jafn fjölbreyttum möguleikum og olíulitir eða annað það efni sem listamenn hafa flestir valið sér að vinna úr, en fyrir vikið verður úrvinnslan heilsteyptari. Úrvinnsla á fundnum efniviði hefur færst í vöxt á undanförnum árum og það hefur opnað nýjar leiðir í hstsköpun. Fjöldaframleiddir og hvers- dagslegir hlutir taka merkingu sína af því sem þeir eru ætlaðir til og notkun okkar á þeim er stýrt af þeim sem hannar þá - þeir eru hluti af því sviði tilverunnar sem Sartre kahaði practico-inert. En hlutir af þessu tagi veröa æ meira áberandi í umhverfi okkar um leið og erfiðara verður aö nálgast ómótaðan eftúvið. Nútímafólk þekkir vart leir eöa tré öðru vísi en í neytendaumbúðum og því er ekki nema sjálfsagt að því veröi öll neysluvara að efniviði þegar það leitast við að vinna úr hugmyndum sínum á skapandi hátt - það rýfur umhugsunarlaust samhengið milh hönnunar og notkunargildis hlutanna. Innan þessa ramma hefur Anna Eyjólfsdóttir náð að tjá afar tærar formhugmyndir í einfaldan og óvænt- an efnivið. Hringidan í Varmárskóla í Mosfellsbæ eru ahir nemendur 9 ára bekkjar skyldaðir til að fara í danstíma hjá Heiðari Ástvaldssyni. Krakkarnir hafa mætt einu sinni í viku og æft dans. Endapunkturinn við æfingarnar var svo settur með foreldrasýningu á föstudaginn. Þessi nýjung virtist mælast vel fyrir, bæði hjá börnunum og aðstandendum, og skemmtu sér allir vel. Nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti stóðu fyrir stórtónleikum til styrktar Alnæmissamtökunum um seinustu helgi. Þar spiluðu ehefu hljóm- sveitir og ahur ágóði rann beint til samtakanna. Á myndinni eru þau: Bald- ur Helgason, Þórður Bjarnason, Guðný Hilmarsdóttir, Sigurjón Jónsson, Stella Guðný Kristjánsdóttir Og Sturla Þórisson. _________________ Merming Fræguráeinni nóttu Oli Kr. Sigurðsson varð frægur a einni nóttu þegar hann keypti flesfum að óvörum meirihluta í olíufélag- inu Olís í lok nóvember árið 1986. Mörgum þóttu þessi tíðindi ansi skemmtileg því þarna hafði prentari og sölumaður gert sér lítið fyrir og stungið rækilega und- an gamla íjármálaaölinum sem almenningur kennir gjarnan við kolkrabba. Við þessi „kaup aldarinnar" varð Óli á svipstundu hetja í almenningsáhtinu: hann var maðurinn af göt- Bókmenntir Elías Snæland Jónsson unni sem gat strítt stóru strákunum. Það kom því sem áfall fyrir marga þegar hann félí skyndilega frá árið 1992, langt fyrir aldur fram. Því er hins vegar ekki að neita að þar fer lítið fyrir dýrðarljóma í þessari ævisögu sem þó mun væntan- lega vera samin th að heiðra minningu Óla. Það gengu miklar sögur af því að Óli hefði notað peninga Olís th að borga fyrir hlutabréfin sem hann keypti í fyrirtækinu. Sjálfur neitaði hann þessu, m.a. í tímaritsviðtah sem vitnað er til í ævisögunni. En á öðrum stað í bókinni er sagan engu að síöur staðfest: „Með því að veita fé úr sjóðum Olís yfir til Sunds h.f. fékk Óli Kr. fé th að greiða kaupverð hlutabréfanna," ségir hér (bls. 159). Reyndar er þetta ósamræmi einkennandi fyrir þá mynd sem ævisagan gefur af Óla. Hún sýnir okkur grimman sölumann sem var fljótur að hugsa og fram- kvæma, manískur í því sem hann tók sér fyrir hend- ur, en svo ákafur í að ná markmiði sínu hverju sinni að tilgangurinn virðist alltaf hafa helgað meðahð. Það sem segir hér um Óla sem eiginmann (hann var tvígiftur) og fjölskylduföður er allt frekar dapurlegt. Lýsingar á framkomu hans við marga undirmenn sína eru ekki heldur fallnar til að bæta ímynd hans sem manns, en þau samskipti virðast gjaman hafa ein- kennst af hömlulausum skapofsa og óprenthæfu orö- bragði. Og sumt sem hér er rakið um viðskiptaumsvif Óla sýnir að stundum gátu honum líka verið mislagð- ar hendur á því sviði. Óli Kr. Sigurðsson með Olís i höndunum. Eftir stendur Olísævintýrið. Þar sýndi hann óum- deilanlega áræði, dugnað og dirfsku - ekki aðeins þeg- ar hann keypti -Olís heldur hka þegar honum tókst að fá Texaco-menn til að gerast hluthafar í fyrirtækinu og tryggði þar með framtíð þess. Þetta var mikið af- rek, ekki síst þar sem hann átti í reynd í höggi viö fjármálaaðalinn og vini valdsins í bankakerfinu. Kannski er til of mikils ætlast að maður sem gengur fyrir þeim draumi að ná árangri í slagnum um pening- ana, að verða ríkur hvaö sem það kostar, sé líka til fyrirmyndar í mannlegum samskiptum. Annars læðist stundum að lesandanum sá grunur að Óh Kr. Sigurðsson hafi átt skihð mun vandaöri ævisögu en hann fær í þessari frekar tætingslegu frá- sögn. Nokkrar myndir eru í bókinni en nafnaskrá vantar. OFURHUGINN ÓLI I OLÍS. (242 bls.) Höfundur: Bjarki Bjarnason. Skjaldborg, 1994. S Hótel Island kynnir skemmtidagskrána ÞÓ LÍÐl ÁR OG ÖLD BJÖRGVTN HALLDÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆUSTÓNLEIKAR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON lítur yílr dagsverkid sem dægurlagasöngvari á hljómplötum í aldaríjórðung, og við heyrum nær 60 lög í‘rá glæstum ferli - frá 1969 til okkar daga á„ Næstu sýningar: " " " 3. des. 10. des. 17. des. ^ALLÖ' Gestasöngvari: ^ SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓfm Leikmynd og leikstjórn: BJÖRN G. BJÖRNSSON Hljómsveitarstjórn: GUNNAR ÞÓRÐARSON ásamt 10 manna hljómsveit Kynnir: , JÓN AXEL ÓLAFSSON Danshöfundur: HELENA JÓNSDÓTTIR Dansarar úr BATTU flokknum Matseðill Forréttur: Sjávarrétta fantasía Aðalréttur: Rósmarínkryddaður lambavöðvi Eftirréttur: Franskur kirsuberja ístoppur Verð kr. 4-600 ■ Sýningarverd kr. 2.000 Dansleikur kr.800 Hljómar og Lónlí Blú Bojs leika fyrir dansi eftir sýningu. KÓTEL IALXND Borðapantanir í síma 687111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.