Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 Spumingin Langar þig í einhverja jólaplötu/disk í ár? Tryggvi Gunnarsson: Nei, enga sér- staka. Dagbjört Stefánsdóttir: Langar ekki í neinn disk. Guðríður Steingrímsdóttir: Reif í sundur. Kristín Steingrímsdóttir: Jolaplötu Mariah Carey. Arna Ýr Arnadóttir: Reif í sundur. Lesendur_________ Á skal að ósi stemma Auknu frelsi í heiminum hefur fylgt aukið ofbeldi, segir bréfritari. Ómar Smári Ármannsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn skrifar: Þegar það hlutverk lögreglu, að stemma stigu við afbrotum og glæp- um, er skoðað kemur í ljós að staða hennar í samfélaginu er svolítið sér- stök. - Annars vegar er aðili sem bundinn er af mjög ákveðnum leik- reglum og skyldum til að virða ský- lausan rétt allra þeirra sem hann þarf að hafa afskipti af vegna afbrota og glæpa - hins vegar er aðili sem hefur ákveðið að virða ekki settar léikreglur. Hann spilar frítt með það eitt að leiðarljósi að hagnast sem mest á kostnaö annarra og virðist komast upp með það. Auknu frelsi í heiminum hefur óhjákvæmilega fylgt aukið ofbeldi og afbrotamöguleikar einstaklinga og hópa hafa aukist. Það er fórnarkostn- aðurinn sem almenningur verður að taka á sig þegar ekki er búið nægi- lega vel að þeim aðilum sem ætlað er að stemma stigu við hinni nei- kvæðu þróun. Almennmgur hlýtur hins vegar fyrr en seinna að gera þá kröfu til stjórnvalda að þessari þróun verði snúið við, honum í hag. Spum- ingin er bara, hvenær. Almennur áhugi á afleiðingum af- brota og ofbeldis virðist vera lítill. Kannski vegna þess að skilningur fólks á hugtakinu er ekki einhlítur. Almennt viðhorf á því er hverfult frá einum tíma til annars og gildismat ólíkra aðila sem fara með málefni því tengd er mjög mismunandi. Það ætti þó að gera auknar kröfur til hlutað- eigandi. Ef þeir standa sig ekki við slíkar aðstæöur er líklegt að illa fari fyrir þeim sem þeir eiga að þjóna, almenningi. Fjölmiðlar leika stórt hlutverk í mótun samfélagsmyndarinnar. Þeir hafa sterk áhrif á almenningsálitið og geta stjómaö atburðarás mála á líðandi stund. Eftir því sem hugsun- arháttur stjórnenda þeirra er ófyrir- leitnari og sinnulausari um stöðu sina og hin góðu gildi er líklegra að störf þeirra bitni á öðrum. Ábyrg umfjöllun, stuðningur við ábyrga aðila og réttur skilningur á nauðsyn uppbyggingar, í stað niðurbrots sam- félagsmyndarinnar, er líklegri til að hafa jákvæð áhrif en neikvæð. Vinnumarkaðshluti EES-samningsins: Tafir og undanskot íslendinga Kristinn Sigurðsson skrifar: Nú er upplýst að íslenskir launþeg- ar eru þeir einu á öllu svæðinu sem EES-samningurinn nær yfir, sem fá ekki aögang að Evrópsku atvinnu- miðluninni. - Og það sem meira er; þetta skrifast á reikning aðila vinnu- markaðarins, ASÍ og VSÍ. Og nú deila VSÍ og ASÍ-menn um útfærsluna á þessum samningi. ASÍ segir t.d. að VSÍ vilji ekki samþykkja breyttar reglur um vinnutíma. Um hártogun er þó að ræða hjá báðum þessum aðilum. - Sannleikurinn er eindaldlega sá að hvorki ASÍ ná VSÍ vilja neinar breytingar sem lúta að samningsskuldbindingum þeim sem EES-samningurinn tekur yfir. Þeir vilja bara halda öllu óbreyttu hér. - Eða eins og framkvæmdastjóri VSÍ sagði t.d. um breytingar á vinnu- fímareglum EES: „Ef það eru sérstök vandamái sem lúta að reglum um vinnutíma á íslenskum vinnumark- aöi þá eigum við að semja um þær reglur sjálf.“ ■ 1 En það eru miklu fleiri- reglur en þær um breyttan vinnutíma sem EES-samningurinn gerir kröfúr um. Þar má nefna reglur um ráðningar- fyrirkomulag, upplýsingaskyldu, upplýsingamiðlun, hvíldartíma, há- marksvinnutíma, tryggingar, örygg- is- og heilsuvernd, atvinnuréttindi í löndunum, fiutning milli landa, um þá sem starfa utan heimalands, og margt, margt fleira. - Þetta eru atriði sem íslenskum almenningi er alls ókunnugt um og hinir stóru, íslensku aðilar vinnumarkaöarins eru að reyna að draga úr sviðsljósinu með innbyrðis þykjustu-deilum. Allt til að biekkja íslenskan almenning. Meira um markaðs- skaðvaldinn Premiere „Áskorun mín til kartöfluframleið- enda stendur óhögguð, að leggja af þessa framleiðslu." Hringið í síma Nafn og símanr. verdur að fylgja bréfum Brynjólfur Brynjólfsson matreiðsl- um. skrifar: Sigurgeir Olafsson, deildarstjóri plöntusjúkdómadeildar RALA, skrif- ar í DV þann 18. þ.m. athugasemd við það sem ég sendi frá mér um Premiere-afbrigðið 7. nóv. Hann telur að ég gangi of langt, segir skrif mín „öfgar“. Hann talar síðan um ræktun á kartöflum og fer mörgum orðum um það sem kemur því ekki við sem ég var að tala um í skrifum mínum. - Ég var að tala um notagildi þessa afbrigðis og hversu því væri ábótavant sem iönaðarkart- öflu. Hann segir að kartaflan sé góð til bökunar, en Bintje gerir sama gagn til þeirrar framleiðslu. Sem matarkartafla er hún ónothæf vegna þess að hún þolir enga suðu •og því síður að geymast heit eins og þarf að gera á veitingastöðum og mötuneytum þegar verið er að af- greiða mat í langan tíma. Við þær aðstæður fer hún í mauk. Kartaflan er auðveld í ræktun og ágætt að skræla hana í vél og hún lítur vel út, en reynist óhæf til matseldar. Það ergir mig að þurfa aö kaupa þennan óþverra með stjórnvaldsað- gerðum þegar aðrar kartöflur eru uppseldar. Eg efast ekki um kunnáttu og sér- svið Sigurgeirs en ég er líka með fag- kunnáttu og reynslu sem hefur safn- ast á meira en fjörutíu árum og er því ekki sáttur við að umsögn min sé kölluð „öfgar“. Ég skora á Sigur- geir að hrekja orö mín með öðru en tah um „ræktun", málið snýst um hvort vara er nothæf eða ekki. Áskorun mín til kartöfluframleið- enda stendur óhögguð, að leggja af þessa framleiðslu, það eitt getur bjargað fjárhag þeirra. - Að tala um matarkartöflur og Premiere í sömu andrá er út í hött. DV Rauðvín á Aruba- flugleiðinni Dóra hringdi: Ævarandi sé skömm þeirra hjá American Airlines að krefjast greiðslu fyrir rauðvín með matn- um á leiðini New York - Aruba. Þetta var upplýst í ferðablaöí 'Mbl. sl. fostudag. Það er nú ann- ars orðið hvimleitt þetta dekur blaðamanna Mbl. á skýrslugerð- um um ferðir þeirra til og frá landinu. En það er óþarfi aö' skrökva í svona ferðapistlum. Sagt var að þetta væri óiíkt því hjá Flugleiðum þar sem borðvin væri frítt með mat! Þetta hef ég aldrei upplifað og hef þó flogið nokkrum sinnum til Evrópu. Aft- ur á móti býður SAS öllum far- þegum sinum sem fá mat frítt borðvín. Viðskiptafulltrúi til Moskvuf Helgi Gunnarsson skrifai-: Nú á að ráða einn viðskiptafull- trúann enn við sendiráð erléndis. í þetta sinn i sendiráðið í Moskvu af öllum stöðum! Það var þá vitið, eða hitt þó heldur. í Rússlandi hefur sendinefndum okkar og sölufulltrúum verið sparkað frá einni borginni til annarrar og Rússar neita yflrleitt öllum við- ræðum við okkur á viðskipta- grundvelli. - Það er því áriðandi aö láta gera kynningarbækling á rússnesku (og ensku!) - og allt í lit! Opinber nefndarstörf Árni hringdi: Ég efa ekki að margir lands- menn furða sig á því hve margar nefndir eru í gangi á vegum hins opinbera allt árið. Þetta á bæði við um ríkið sjálft, Reykjavíkur- borg og sveitarfélög vítt og breitt um landsbyggðina. Ég tel þaö afar siðlaust að skipa þessar nefndir sem oftast nær eru mannaðar fólki sem þegar er i starfi hjá þessum opinberu aðilum og sýn- ist sem það sé sett í nefndirnar til aö gefa því kost á að drýgja tekjur sínar. Nefndafarganið er orðiö hlægilegt en þó miklu frem- ur skaölegt fyrir þjóðarbúið. Reyklaus kvikmyndahús Laufey hringdi: - Nú birtir loks til hjápeim sem ekki reykja og vona ég að nú verði ekki gefið eftir i baráttunni fyrir reyklausum húsakynnum þar sem almenningi gefst kdstur á að koma saman. Það er ekki vansa- laust að reyklaust fólk þurfi að sæta afarkostum vegna þess að ekki er afdrep fyrir þá á ýmsum stöðum, jafnvel í opinberum og þekktum þjónustustofnunum. Ég fagna þvi ákaflega að geta loks fariö að sækja kvikmyndahús, án þess að þurfa að koma heim til mín í fótum angandi af tóbaks- reyk, jafn daunillur og hann er. Deila sjúkraliða ogríkisins Þorgeir Guðjón Jónsson skrifar: Væri um að ræða annaðhvort sjómenn eða fiskvinnslufólk í verkfalli nú væri Alþingi íslend- inga fyrir löngu búiö að grípa inn í. En nú er þessi stétt, sjúkra- liðar, ríkisstarfsmenn, og þá er þeim sama, þessum háu herrum, sem ráöa ferðinni. Hvernig væri nú aö fjármálaráðherra fengi samráðherra og þingmenn til að drífa i lagasetningu á verkfallið,- nú eða bara semja við sjúkralið- ana fyrir mánaðamótin? Ráð- herrar og einnig þingmenn ættu aö geta lækkað við sig launin, til samræmis við sjúkraliöa og verkafólk, svo að þeir fyrrnefndu sjáí á hverju þeir þurfi að lifa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.