Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 13 Menning Gamlir vinir: Hrafn Gunniaugsson, Þórarinn Eldjárn og Davíð Oddsson. DV-mynd JAK Óblandaður Hrafn NYTT HEFTI A NÆSTA SÖLUSTAÐ ■ v- \ i'VHi »*is•“Í.V.sS WÆ K VOMT' V°n'° HKVðSSbovvav. , , .17 m \Mv-&S&fogr. .. rA a Rífe %'ir "KfPi. ,v« -- •«-.... ... MöV*1*0 / / Nnr Hver er hann eiginlega, þessi Krummi? Er hann villimaður sem dansar kósakkadans viö Jacqueline Picasso og sofnar svo ofurölvi í kjöltu hennar? Skaphundur sem veltir mat- arborði með leirtaui og súpuskál yfir vin sinn Davíð Oddsson á fínum veit- ingastað? Sjóðakóngur sem hefur mokað til sín opinberu fé og nýtt Bókmenntir Elías Snæland Jónsson forna vináttu við Davíð til að láta troða sér í embætti hjá ríkinu? Eða kannski bara tilfinninganæmur, ör- geðja listamaður og hamhleypa sem hefur lent í því að verða fórnarlamb rætinna ofsókna af hálfu andstæð- inga sinna og hins sama Davíðs? Sú mynd sem viðtalsbók Árna Þór- arinssonar blaðamanns bregður upp af Hrafni Gunnlaugssyni er líklega einhvers konar sambland af öllu þessu og mörgu öðru. Þetta sameig- inlega brugg þeirra félaga er nefni- lega ekkert sykurvatn heldur „óblandaður" Hrafn, bragðmikill, rammur og sterkur. Fyrsti hlutinn fjallar um æskuna, unglingsárin, sveitadvölina í Breiða- fjarðareyjum og námsárin í mennta- skóla, en þar liggja rætur marg- frægrar vináttu við Davíð og reyndar fleiri jafnaldra sem stefndu ungir til landvinninga í listum eða stjórnmál- um. í leiðinni lýsir hann viöhorfum sínum til mannlegs eðlis og trúar, en þau eru harla dimm: „Maðurinn er illur í eðli sínu og grimmur." Annað megininntak bókarinnar er kvikmyndagerð Hrafns. Hann segir frá gerð allra mynda sinna og eru sumar þær lýsingar harla skrautleg- ar. Það á ekki síst við um Hrafninn flýgur og svo þaö sem hann kallar sjálfur „martröð Hvíta víkingsins". Hann útskýrir hið sjálfsævisögulega í eigin myndum og gagnrýnir verk kollega sinna tæpitungulaust. Þriðja meginþemað eru fræg og umdeild störf Hrafns fyrir opinbera aðila, einkum þó Listahátíð í Reykja- vík um árabil og ríkissjónvarpið. ít- arlega er fjallað um hans hlið á Hrafnsmálinu svokallaða. Þar fá margir sinn skammt, til dæmis Heimir Steinsson útvarpsstjóri („eins og peysufatakona sem villst hefur inn á pönkaraball og er til- rieydd að dansa"), Halldóra Rafnar, formaður útvarpsráðs („slag í slag fékk ég á tilfinninguna að hún stjóm- aðist öðru fremur af póhtískri og persónulegri heift"), Páll Pétursson, alþingismaður („hina fullkomnu ímynd Börs Börssonar okkar tíma og fígúru sem ég á eftir að nota í mínu höfundarverki", Svavar Gests- son alþingismaður („inni í mér voru séra Jón Þumall og Svavar Gestsson orðnir að einum og sama mannin- um“) og margir minni spámenn. Þótt Krummi láti sig að vísu hafa það stöku sinnum að játa á sig mistök í listrænum efnum er hann oftast í hörkusókn og sendir þá mörgum manninum nöpur, jafnvel baneitruð skeyti. Vafalaust munu sumir þeirra lýsa atburöum á annan veg, þótt Hrafn nálgist oft lífshlaup sitt af virð- ingarverðri hreinskilni. „Krummi" er velheppnuð viötals- bók sem gaman er að lesa. Hana prýða margar ljósmyndir. Nafnaskrá fylgir. KRUMMI. HRAFNS SAGA GUNNLAUGS- SONAR. (335 bls.) Höfundur: Árnl Þórarinsson. Fróði, 1994. EÐAIASKRIFT í SÍMA 63 27 00 Island Þuattenn möguleika Ferðaáskriftargetraun DV hefur þegar veitt mörgum áskrifendum nýja og skemmtilega reynslu af þeim ferðamöguleikum sem landið hefur upp á að bjóða. Áfram munum við draga út ferðavinning í viku hverri, íslandsferð fyrir 2 að verðmæti 60.000 kr, 30. nóvember kemur síðan rúsínan í pylsuendanum: Óskablanda af ævintýraferð um ísland fyrir 2, að verðmæti 150.000 kr.! Vinningshafinn (e.t.v. einmitt þú) raðar einfaldlega saman því sem honum líst best á af þeim ferða- vinningum sem í boði hafa verið frá því í vor! Þannig má sameina jökla- ferðir, sighngar, afslöppun, golf, veiði og gönguferðir - eða eitthvað allt annað eftir því sem hugurinn girnist. Askriftarsíminn er 63 27 00 • Grænt númer er 99-6270 lerðaviiuungi! Ferðaáskriftargetraun DV lýkur 30. nóvember. »&*»<

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.