Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 Sviðsljós 9 9*1 7*00 - hagnýtar upplýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan. Möltufálkinn fer á uppboð Allir muna eftir Möltufálkan- um sem Humphrey Bogart, alias Sam Spade einkaspæjari, elti um allar trissur í samnefndri kvik- mynd Johns Hustons. Nú geta unnendur þessa furöudýrs eign- ast styttuna því hún verður seld á uppboði í New York þann 6. desember næstkomandi. Menn þurfa þó að vera sæmilega ftáðir þar sem gert er ráð fyrir að grip- urinn fari á rúmar 3 milljónir króna. Styttan var síðast í eigu Williams „Fat Man“ Conrads leikara. Sean Connery rosasexí Sean Connery er sköllóttur og skeggjaður og orðinn 63 ára. Samt er hann kynþokkafyllsti karl- maðurinn sem enn er meðal vor, ef marka má val lesenda kvenna- blaðsins Elle. Steve McQueen kvikmynda- stjama og popparinn Kurt Co- bain sem báðir eru látnir skutu Coimery þó ref fyrir rass en ftver mundi ekki láta þriðja sætiö duga? Allt í himna- lagi hjá Cindy Cindy Crawford, stórfyrirsæta og eiginkona leikarans Richards Geres, þvertekur fyrir að blaða- fregnir um aö hjónabandið sé á leið í hundana eigi við rök að styðjast. „Þetta er bara ógeðslegt slúður sem á sér enga stoð i veruleikan- um,“ segir Cindy. Fregnir herma að Gere sé tek- inn saman við kornunga stúlku. Al Pacino stendur alltaf fyrir sinu. SidneyPoitierí stjómina hjá Disney Kvikmyndaleikarinn góökunni Sidney Poitier hefur nú tekið sæti í stjórn'Disney-félagsins þar sem hann kemur í stað forstjór- ans sem lést af slysfórum í vor. Sidney er oröinn 67 ára gamall en eins og menn muna fékk hann óskarsveröiaun árið 1963 fyrir leik sinn í Akurliljunum. Fimm árum siðar sló Ehsabet Englands- drottning hann til riddara. Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito leika aðalhlutverkin I glænýrfi bíómynd sem heitir Junior og nýbyrjað er að sýna i Bandarikjunum. Vöðvatröllið og hetjan Schwarzenegger verður óléttur i myndinni eftir ákveðna tilraun sem framkvæmd var. Hér sést DeVito finna barnið sparka. Símamynd Reuter Berst gegn eydni Ástralska söngkonan Kylie Mi- nogue er orðin átrúnaðargoö sam- kynhneigðra í landinu. Nýlega sýndi hún að hún tekur þetta nýja hlutverk sitt alvarlega er hún kynnti átak gegn eyðni í landinu. Það þykir líka mjög fínt meðal stórstjarna um þess- ar mundir að styðja baráttuna gegn eyðni. Kyhe er sérstaklega vinsæl meðal homma en þeir hafa tekið ástfóstri viö danstónlist hennar og htskrúð- uga og undarlega búninga. Fyrsta desember næstkomandi verður al- þjóðlegur eyðnidagur og mun Kylie koma fram ásamt Elizabeth Taylor og Madonnu í sjónvarpsútsendingu. Kylie, sem er 26 ára gömul, hefur notið mikilla vinsælda í poppbrans- anum síðan hún byijaði árið 1987.' Það ár hætti hún að leika í vinsælli ástralskri sápuóperu sem kallaðist Nágrannar en þar lék hún á móti Jason Donovan en hann var einmitt kærastinn hennar á unglingsárun- um. Hún átti fyrir nokkrum árum í ástarsambandi við Michael Hut- chence, aðalsöngvara hljómsveitar- innar INXS, en fjölmiðlar fylgdust að sjálfsögðu grannt með þróun mála í þeirri sambúð. Sinead ólétt og giftir sig Poppsöngkon- an sköllótta og umdeilda Sinead O’Connor hyggst giftast barnsfóö- ur sínum en hún er komin margar vikur á leið. Sá heppni heitir Ric- hard Heslop en hann er úpptökustjóri. Þau hafa nú þekkst í sex mánuði. Þau skötuhjú sáust í verslunarleiö- angri fyrir skemmstu og í ljós kom að þau voru að kaupa trúlofunar- hringa. Ekki fóru þau að dæmi fræga fólksins í Hollywood heldur keyptu hræódýra hringa. Að sögn vina söngkonunnar eru þau ákaflega hamingjusöm. Einn vinur sagði að Sinead hefði átt erfitt undanfarin ár en svo virtist sem hún væri óðum að jafna sig. Sinead var áður gift trommaranum John Reynolds og saman eiga þau soninn Jake en hann er nú sjö ára. John leikur enn í hljómsveit söng- konunnar. AI Pacino borgarstjóri A1 Pacino sem borgarstjóri? Sjálfsagt væri margt vitlausara, jafnvel í hinum blákalda raun- veruleika. En í bíóveruleikanum er liklega fátt betra. A1 Pacino er neftúlega svo góður leikari að ieiðinlegustu skarfar geta orðið skemmtilegir. Já, A1 Pacino leikur um þessar mundir borgarstjóra í myndinni City Hall sem Harold Becker leik- stýrir. Til að búa sig undir hlut- verkið sat Pacino ftöldann allan af blaðamannafundum Rudolphs Giuiianis, borgarstjóra New York, og elti hann á röndum um borgina í nokkra daga. Meðleikendur Pacinos í mynd- inni eru meðal annarra Bridget Fonda, Ðanny Aiello og Martin Landau. Að sögn leikstjórans verður þetta stórmynd, það er að segja dýr mynd. Út úr skápnum Elton John hefur opnaö verslun í Fulham Road í London þar sem hann ætlar að selja gömlu fötin sín sem mörg hver eru æði skrautleg. Allur ágóði mun renna til baráttunnar gegn eyðni. Búðin heitir því skemmtilega tvíræða nafni Út úr skápnum. Þar veröa til sölu i þaö minnsta 2000 hlutir úr skápum Eltons. Elton hefur' í gegnum tíöina verið skrautlegasta stjaman í poppinu. Hann hefur líka verið haldinn algjöru kaupæði og því búinn að safna sér mesta fata- safni sem nokkur rokkstjarna getur státaö af. Sumt af klæðnaðinum er frá frægustu fatahönnuðum heims eins og Gianni Versace, Jean Paui Gaultier og Yohji Yamamoto. Hætt er viö að þær flíkur kosti skildinginn en einníg má ftnna í búöinni ódýrar vörur eins og hatta, bindi og belti. Slíkt má fá fyrir um 500 krónur íslenskar. Hér sést Kylie ásamt eyðnisjúklingnum Brenton Heath-Kerr við kynningu átaks gegn eyðni nýlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.