Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1994, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 Vilhjálmur Egilsson. Ég er umdeild- urmaður „Ég er umdeildur maður og það þarf að huga að því hvemig list- inn verður sterkastur... Það þarf að meta það hvort listinn sé ekki sterkari án mín. En ég náði mínu sæti og er ekkert óánægður þótt ég hefði viljað betri út- komu,“ segir Vilhjálmur Egilsson Ummæli í DV. Hvers eiga sjónvarps- gláparar að gjalda „Hvers eigum viö sjónvarpsgláp- arar að gjalda nú þegar búið er að skera niður íslenska dagskrár- gerð um meira en hundrað millj- ónir frá því í febrúar í fyrra - og þar til guð má vita hvenær. För- um við nokkuð að geispa yfir magurri og einlitri dagskrárgerð á næstu misserum?" skrifar Þor- iinnur Guðnason kvikmynda- gerðarmaður í kjallargrein í DV. Stórviðri vegna gróðurhúsaáhrifa „Maður á von á miklum stórviðr- um ef þessi gróðurhúsaáhrif sannast. Það er staðreynd þótt ég hafi ekkert kynnt mér það sér- staklega. Maður hefur bara fylgst með þessu kjaftæði um þetta... “ segir Steinólfur Lárusson bóndi í Morgunpóstinum. Búinn að gefast upp á Alþýðuflokknum „Það veitir ekki af því að hrista upp í lognmollu íslenskra stjórn- mála. Ég er búinn að gefast upp á Alþýðuílokknum," segir Bjami Guðnason, fyrrverandi alþingis- maður, í DV. Nýt þess að vera eina barnið „Mamma hefur shitt mig í gegn- um súrt og sætt. Ég er eina barn- ið í fjöiskyldunni og hef notið þess út í ystu æsar. Ég bý hjá móður minni og má segja að ég sé oröinn óþægOega vanur því... “ segir Vernharð Þor- leifsson júdókappi. Fyrirlestur Dr. David B. Knight, forseti fé- lagsvísindadeildar Háskólans í Guelp í Qntario, heldur fyrirlest- ur í dag kl. 17.15 í stofu 1011 Lög- Fundir bergi. Fyrirlesturinn nefnist A Basis for Conflict: Political Ident- ities, Territoriality and Territor- ial Organization og verður fluttur á ensku. Aögangur er ókeypis og er öllum heimill. Þar voru bæði Ameríkanar og Kanadamenn. Gætumtungimnar Rétt væit Þar voru bæði BwandarQgametw og Kanada- menn. Hvöss suðvestanátt Á norðanverðu landinu er komin allhvöss eða hvöss sunnanátt með rigningu. Norðvestan gola eða kaldi Veðrið 1 dag og él í kvöld og nótt. Um landið sunn- anvert er allhvöss eða hvöss sunnan- og suðvestanátt með rigningu og súld. Snýst í norðvestan kalda með éljum vestanlands en áfram sunnan strekkingur og súld með suðaustur- ströndinni. Hlýnandi veður um aUt land, Víöa 4 til 9 stiga hiti í dag, en kólnar aftur vestast á landinu í kvöld. Á höfuðborgarsvæðinu er all- hvöss eða hvöss suðvestanátt og rigning eða súld. Snýst í vestan kalda með éljum í kvöld. Hiti 6 til 8 stig fram eftir degi en kólnar svo. Sólarlag í Reykjavík: 15.53 Sólarupprás á morgun: 10.42 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.18 Árdegisflóð á morgun: 03.44 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað Akumes rigning Bergstaðir rigning Bolungarvík slydduél Keilavíkurflugvöllur rigningog súld Kirkjubæjarklaustur rigning Raufarhöfn alskýjað Reykjavík rigning Stórhöíði rigning Bergen skýjað Helsinki skýjað Kaupmannahöfn hálfskýjað Stokkhólmur léttskýjað Þórshöfn rigning Amsterdam skýjað Berh'n skýjað Feneyjar þoka Frankfurt skýjað Glasgow skýjað Hamborg þokumóða London mistur Mallorca þokuruðn- ingur Montreal heiöskirt New York heiðskirt 7 6 6 1 8 5 3 8 7 4 2 7 3 8 8 7 5 6 7 8 8 8 4 13 Sveinn Fjcldsted, formaður Hestamannafélagsins Fáks: „Ég er búinn að vera í stjórn Hestamannafélagsins Fáks í tæp þrjú ár. Fyrst var ég varamaður, síðan gjaldkeri og tek nú við sem formaður," segir Sveinn Fjeldsted, nýkjörinn formaður Fáks, en dags daglega starfar hann sjálfstætt viö verktöku og markaðsmál. Sveinn sagðist hafa verið lengi i hesta- mennsku. „Ég er búinn að vera meö hesta í ein tólf ár og er nú með Maðirr dagsins íjóra hesta í eigin húsi. Vil ég nefna það seiruii hlutann af hesta- mennsku minni. Áður fyrr var ég eins og margjr aörir í sveit og þar hændist ég fljótt að hestum.“ Sveinn sagði að stærsta máiið fram undan hjá Fáki væri að eign- ast Reiöhöllina. „í dag á Reykjavík- urborg Reiðhöllina og það er bar- áttumál að iþróttahús hestamanna komást i okkar hlendur. Það hlýtur Sveinn Fjeldsted. DV-mynd S að vera eðlilegra að við markaðs- setjum Reiðhöllina. í'dag erum við eins og aörir viðskiptavinir, verð- um að panta okkar tíma og borga fyrir, samt er húsiö á okkar landi og með hesthús allt í kring. Þessa stundina eru viðræður í gangi á jákvæðum nótum um málið." Sveixm sagði að nýta mætti Reið- höllina á fjölbreyttan hátt. „Það eru ekki aöeins hestamenn sem geta nýtt sér húsið. Knattspyrnumenn eru famir að sækjast eftir húsinu og yfir veturinn er hægt að æfa kastgreinar, svo eitthvað sé nefnt. En það eru fleiri mál uppi á boröi hjá okkur, meðal annars skipulags- mál og áframhaldandi fegrun svæðis okkar í Víðidal, enda er Fákur 1100 manna félag og að mörgu þarf aö huga í svo stóru fé- lagi.“ Eiginkona Sveins heitir Ingibjörg Kristjánsdóttir og tekur hún þátt i hestamennskunni með Sveini. Þau eiga þijú börn. Sveinn sagðist varla hafa tíma til að sinna öðrum áhuga- málum en nefndi að félagsmál hefðu alla tíð verið honum ofarlega I hUga. Myndgátan Munnvatn Þrír leikir í kvenna- körfunni Það sem helst ber til tíðinda í íþróttum S dag er að leiknir verða þrír leikir í 1. deild kvenna í körfubolta. Undanfarin ár hefur íþróttir lið Keflvíkinga verið sterkast og er það núverandi íslandsmeistar- ar. í ár virðist keppnin ætla að verða jafhari og eru þrjú lið sem eiga raunverulega möguleika á íslandsmeistaratitlinum, Kefla- vík, KR og Breiðablik, og leika tvö þessara líða í kvöld. í Grindavik leika heimastúlkur við ÍS. Njarðvíkurstúlkur fá hið sterka lið KR í heimsókn og í Seljaskólanum í Reykjavík kepp- ir ÍR við Breiðablik. Allir leikim- ir hefjast kl. 20.00. Skák Indverski skáksnillingúrinn Viswanat- han Anand er þekktur fyrir að sólunda ekki tíma sínum við taflborðið en á stund- um teflir hann einum of hratt. Hann tap- aði fyrir Ivan Sokolov í úrslitum Evrópu- keppni taflfélaga í Lyon á dögunum, þeg- ar hann var of bráður á sér í þessari stöðu. Anand hafði hvítt og átti ieik: 8 X I 7 Á # A 6Í % Á 5 A 1 S 1 . A A 3 A ö H 2 A A 1 fi ABCDEFGH Staðan er jafnteflisleg, e.t.v. ögn betri á hvitt en lítið á hvað gerðist: 27. f5?! gxf5 28. gxf5 KfB! 29. Hd5 Hd8! „Þennan hróksleik til d8 sást mér yfir,“ sagði An- and eftir skákina. Eftir 30. Hxd8 er trú- legt að skákin verði jafntefli en áfram tefldist: 30. Hadl? Hxd5 31. Hxd5 Hd8!- Aftur sást Anand yfir sama hróksleik! Eftir 32. Hxd8 Rxd8 33. Bxc5 Kxf5 hefur svartur vænlega stöðu, með frelsingja á f-línunni. og svo fór að Anand gafst upp eftir 53 leiki. Jón L. Árnason Bridge Þú situr með þessi spil á hendi í vestur, norður er gjafari og allir á hættu. Norður passar, félagi þinn í austur opnar á tveim- ur hjörtum sem er undirmálsopnun með a.m.k. 5-5 í hjarta og láglit. Suður segir pass en hvað gerir þú? ♦ G98754 V 4 ♦ G53 + D72 Flestir nota tveggja spaða sögn í þessari stöðu sem kröfu svo það er sennilega af- farasælast að segja pass í upphafi. Ef andstæðingamir dobla er hægt að segja tvo spaða og vonast til þess að andstæð- ingamir treysti sér ekki til að dobla þá sögn - eða sleppa sæmilega lir refsing- unni. Spilið kom fyrir á Reykjavíkurmót- inu í tvímenning og vestur ákvað að segja tvö grönd sem spyrja um láglit áusturs. Hann varð ekki feitur af því: ♦ ÁK103 V 53 ♦ 104 + K10986 ♦ G98754 »4 ♦ G53 + D72 * D6 ¥ ÁG1087 ♦ D9872 + 5 ♦ 2 V KD962 ♦ ÁK6 + ÁG43 Norður Austur Suður Vestur Pass 2? Pass 2 G Pass 34 Dobl p/h Dobl suðurs á þremur tíglum lýstu hendi sem hefði viljað refsidobla tvö hjörtu. Norður átti ekki erfitt með að passa 3 tígla doblaða (með ágætis vamarspil) og suður hóf vömina á því að taka ÁK í tígli og spila meiri tígli. Sagnhafi fékk ekki nema 4 slagi (3 á tígul og hjartaás) eflir þá byij- un, fór 1400 niður og fékk hreinan botn. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.