Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 Fréttir varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur úrskurðað 16 ára pilt í gæslu- varðhald til 8. desember vegna aðildar hans aö íjölda innbrota. Lögreglan í Reykjavík stóð pilt- inn að verki á laugardagsmorgun þar sem hann var að brjótast inn i verslanakjama við Gnoðarvog. Við yíirheyrslur játaöi hann á sig innbrotið og var sleppt að þvi loknu. Nú hefur hann hins vegar verið handtekinn á ný og situr í gæslu. Umræddur síbrotaunglingur er jafnframt grunaöur um aö hafa brotist inn á tveimur stöðum við Smiðjuveg í Kópavogi aöfaranótt laugardagsins. Síbrotaunglingurinn á að baki langan sakaferil. Olíufélögin: Lóðastríð Forráðaraenn Olíufélagsins Esso hafa sótt um ótakmarkaðar lóðir undir bensinstöðvar í Reykjavík eða jafnmargar og for- svarsmaður bandaríska ohufyr- irtækisins Irving Oil, Skeljungs og OIís hafa sótt um. Erindið var tekið fyrir í borgarráöi í gær og var því vísað til Ágústs Jónsson- ar, skrifstofustjóra borgarverk- fræðings, og Borgarskipulags. „Ohufélagið hefur fengið funm lóðum úthlutað undir bensín- stöðvar á 80 starfsárum. Ohs er með 28 prósenta markaðshlut- deild og fimm eða sex bensín- stöövar. Skeljungur er meö svip- aöa markaðshlutdeild og ellefú stöðvar. Við erum með 44 pró- senta markaðshlutdeild og aðeins flmm stöðvar," segir Geir Magn- ússon, forstjóri Olíufélagsins. Viðskii )tal Jaðið Vikublað um íslenskt og erlent viðskiptalíf Jólagjöf bridgespilarans ★ Spil ★ Sagnabox ★ Spilabakkar ★ Spilaborð ★ Dúkar ★ Tops ★ Autobridge ★ Fyllingar Frímerkjamiðstöðin Skólavörðustíg 21A Simi 2 11 70 SUZUKI LTF-4WDX TIL AFGREIÐSLU STRAX. Kr. 890.000. Stgr. m vsk. SUZUKI UMBOÐID HF. SKÚTAHRAUN 16 $lMI: 91-651725. Pétur Blöndal stærðfræöingur telur borgarbúa greiða heita vatnið niður: Eðlilegt að hækka arð frá borgarfyrirtækjum - siðlaust, segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs í Kópavogi „Bæjarbúar í Kópavogi græða á þessum viðskiptum í dag því að borg- arbúar greiða í rauninni þessa þjón- ustu niður. Ef bæjarsjóður Kópavogs þyrfti að kaupa hlut í Hitaveitunni með þriggja prósenta arði og þyrfti að taka til þess lán meö sex prósenta vöxtum á markaði myndi hann tapa á viðskiptunum. Arðgreiðslur einok- unarfyrirtækja ættu aö nema fimm til sex prósentum því að menn hætta ekki svo létt að nota heita vatnið," segir Pétur Blöndal stærðfræðingur. Stjórn veitustofnana Reykjavíkur hefur um þessar mundir til athugun- ar möguleikann á því að hækka arð- greiðslur veitustofnana í borgarsjóö á næsta ári en þær hafa numið þrem- ur prósentum miðað viö tvö prósent af hreinum eignarhlut Rafmagns- veitunnar í Landsvirkjun og þrjú prósent af annarri eign Rafmagns- veitunnar. Auk þessa eru arðgreiðsl- umar miðaðar við þrjú prósent af hreinni endurmetinni eign hinna veitufyrirtækjanna um síðustu ára- mót. Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, telur siðlaust af borg- arbúum að hækka arögreiðslumar og láta Kópavogsbúa þannig greiða arð í borgarsjóð. Eðlilegra sé að hækka útsvar. „Okkar tillögur eru tvíþættar. Við höfum unnið aö hagræðingu í borg- arrekstri og teljum að hægt sé að ná enn frekari árangri í hagræðingu borgarfyrirtækja. Eðlilegt væri að skoða hvort hægt væri að lengja lán. Jafnframt þessu er sjálfsagt að skoða hvað fyrirtæki borgarinnar geta gert í auknum arðgreiðslum en þaö þarf að stíga þau skref varlega því að við þurfum að tryggja að fyrirtækin fái svigrúm til að eflast. Eg er á móti hækkun útsvars," segir Ámi Sigfús- son, oddviti sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum DV er verið að kanna hvort hægt sé að hækka arðgreiðslur veitustofnana um hátt í 450 milljónir króna eða úr þremur í flmm til sex prósent á næsta ári. Peningarnir kæmu einkum úr sjóð- um Hitaveitunnar þannig að arð- greiðslur hennar myndu fara úr 450 í 900 milljónir króna. Heildararð- greiðslur veitustofnana nema einum milljarði króna á þessu ári. Til viðmiðunar má geta þess að Póstur og sími greiðir sjö prósenta arð í ríkissjóö. Sama stefna? Stefna Alþýöu- fíokkslns j > rdæmi, hugað aö lanna. röijafn. ping til aö fjalla um aöildarumsókn aö ESB T Ijósi niöurstaöna þjóöaratkvæöis á Noröurlöndunum. I Veiöileyfagjald T áföngum og gerbylting kvótakerfisins. Veiöiheimildir myndi aldrei eignarrétt. i Mörkuö veröi nútTmaleg fjölskyldustefna og velferöarkerfiö endurskoöaö. Greiösluaölögun vegna skulda heimilanna. i Stefnt veröi aö sameiningu lífeyrissjóöa T fáa og öfluga sjóöi og samræmingu réttinda fólks. Endurskoöaö veröi fyrirkomulag um tvísköttun ITfeyris. Varöveitt veröi efnahagslegt og fjárhagslegt sjálfstæöi þjóöarinnar. Náö veröi tökum á ríkisfjármálum. Lækkuö skuldastaöa. Stofnunum veröi fækkaö. Sjálfvirkni útgjaldaliöa stöövuö. Hert|/iöurlög við skajtsvikum. Skattlagning fjármagnstekna strax.% J* g " Þingmenn sitji ekki í stjörnum og fyrirtækja. :inn tæfur%mþykkt gmyndir Jórte^aldvins uœ siövæöi|gu í ennt. ‘ Stefnuyfírlýslng Jóhönnu á ^ ) stofnfundl ,4gg Þjóðvakans | Landiö eitt kjördæmi. Persónubundnar kosningar. Þingmönnum fækkaö T 50. Atkvæöisréttur verði j; Stjórnlagaþing taki á málum. I ESB-aöild á dagskrá en ekki aöildarumsókn. Fullt forræöi yfir auölindum skilyröi fyrir aöild. i Hóflegt veiöileyfagjald sem taki miö af afkomu útgeröar. Veiöiheimildir safnist ekki á fárra hendur. i Mörkuö veröi opinber stefna í málefnum fjölskyldunnar. Barist veröi fyrirtraustu velferöarkerfi. Ráöist veröi í víötækar aögeröir vegna heimila sem lent hafa í miklum greiösluerfiöleikum. i Komiö veröi á nýju lífeyriskerfi þar sem öllum veröi tryggöur verötryggöur lífeyrir á sömu forsendum. Tvísköttun á lífeyri veröi afnumin. Ábyrg efnahagsstefna meö ríkis- fjármál í jafnvægi. Dregiö veröi úr skuldasöfnun. Stööugleiki varö- veittur. Skilgreind forgangsrööun útgjalda. Stjórnsýslan einfölduö og öll launakjör og hlunnindagreiöslur hjá ríkinu endurskoöuö. Ábyrgö sjjgrnenda skilgreind. 3ting sk tí | > SkattlagninÍ^érmagnstekpa. \ [ óg siövæöing veröi ha|n i stjórnmála og Vjþ ; veröi siöareglu |lamanna rfsemi i DV Virku tundurduf li eytt Jóhaim']óhannssan, DV, Seyðisfiröi; Togarinn Eyvindur Vopni NS fékk tundurdufl í vörpuna þegar hann var að veiðum á Glettinganesgrunni 26. nóvember. Fariö var með duílið til Seyðisfjarðar þar sem sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar gerðu kveikjubúnaðurinn óvirkan. Duflingu var síðan eytt. Lák stefnumál Þjóðvakans og Alþýðuflokksins: Það er fram- kvæmdin sem skiptir máli - segir Jóhanna Sigurðardóttir „Það er ekkert óeðlilegt við það hjá okkur sem byggjum á hugsjónum jafnaðarstefnunnar að það séu ein- hverjir þættir sem erii svipaðir. Stefnugrundvöllur flokkanna í vel- ferðarmálum hefur líkst meira og meira með árunum. Það er fram- kvæmd stefnunnar sem skiptir máh og það að flokkamir hafa ekki staðið við það sem þeir hafa verið að lofa. Það er einmitt það sem hefur valdið árekstrum mínum innan síðustu rík- isstjóma þegar menn hafa verið komnir langt út frá framkvæmda- stefnu flokksins. Ég hef verið að reyna að forða því að Alþýðuflokkur- inn færi út af sporinu í stefnu flokks- ins,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Margir hafa orðið til þess að halda því fram að stefna Þjóövakans sé sú sama í öllum meginatriðum og stefna Alþýðuflokksins. Enginn munur sé á aðalstefnumálum þessara flokka heldur sé þetta spuming um áherslu- mun. DV gerði á þessu nokkra athugun og birtist niöurstaðan hér á síðunni. Sé htið til stærsu máianna kemur í Ijós að varðandi sjávarútvegsmál em báðir með veiðileyfagjald á dagskrá. Alþýðuflokkurinn vill stefna að slíku, sem og Þjóðvakinn. Hvorugur flokkurinn er meö afdráttarlausa af- stöðu til þess að leggja kvótakerfið af. ESB-málið er á dagskrá hjá báðum en í stefnuræðu Jóhönnu segir skýrt aö slíkt sé ekki til umræöu nema til komi fullt og óskorað vald yfir auö- hndunum. Aftur á móti tekur Al- þýöuílokkurinn málið upp í heild sinni á aukaflokksþingi sínu í jan- úar. Þama má segja að sé einna skýr- astur munur á flokkunum tveimur . Hugmyndir Jóhönnu um stjórn- iagaþing sem taki á kjördæmamálinu með það að leiðarljósi að gera landiö allt að einu kjördæmi em nýmæh. Þá eru hugmyndir um þjóðarat- kvæðagreiðslur og ráðherraábyrgð nýjar. Alþýðuflokkurinn er að vísu með sömu stefnu í kjördæmamálinu, að undanskildum persónubundnum kosningum, en þær eru án útfærslu um það með hvaða hætti slíkt skuh gera. „Ég hafði það á tilfinningunni að verið væri að lesa upp úr stefnuskrá Alþýðuflokksins þegar ég heyrði þessi brot úr ræðu Jóhönnu á stofn- fundi Þjóðvaka og þaö sem ég hef heyrt eftir henni. Þetta var nánast orðrétt eins og hún heíði tekið með sér stefnuskrána og lagt hana undir nýjan flokk. Ég hef ekki séð að þaö sé neitt nýtt í þessu,“ segir Gunn- laugur Stefánsson, þingmaður Al- þýðuflokksins. Kópavík hf. kaupir Stapa BA af Byggöastofnun Hugmyndir um að úrelda bátinn ásamt Lómi BA . - og kaupa Sigurvon af Súgfiröingum „Við munum gera bátinn út frá Tálknafirði en hann mun leggja upp bæði þar og á Bíldudal," segir Guð- mundur Magnússon, skipstjóri og stjómarmaður í Kópavík hf. sem fest hefur kaup á vélbátnum. Byggðastofnun átti Stapa en hún tók hann þegar rekstur Sæfrosts á Bíldudal stöðvaðist. Stofnunin aug- lýsti hann til sölu og bárust 6 tilboð í hann, meðal annars frá Kópavík sem er í eigu Þórsbergs á Tálknafirði og fyrirtækisins í nausti á Bíldudal. Kaupverð Stapa er að sögn Guð- mundar 110 milljónir. Samkvæmt heimildum DV era áform um að úrelda Stapa og Lóm BA, sem er í eigu Þórsbergs, og kaupa vélbátinn Sigurvon frá Suðureyri sem myndi þá veiða kvóta beggja skipanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.