Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 13 Merming Tvíf ari Dostojevskís Ingibjörg Haraldsdóttir hefur unn- ið mikið verk við að koma verkum Dostojevskís til íslendinga. Þessi saga er lítil hjá doðröntunum sem gerðu hann heimsfrægan og flestir hafa birst á íslensku. Þetta er sam- tímasaga, og gerist fyrir öld á fáein- um dögum í þáverandi höfuðborg Rússlands. Hún fylgir allan tímann aðalpersónunni sem gegnir miðl- ungshárri stöðu í stjómsýslunni. Þetta er fremur ungur maður sem býr einn með þjóni sínum. Við fylgjumst náið með hugsunum hans frá degi til dags, raunar frá einu augnabliki til annars. Maður- inn er stöðugt í uppnámi og hugs- anir hans mótast af því að vera þegn einræðiskerfis. Þar á ég ekki fyrst og fremst við stjórnskipulag Rússlands, heldur stjórnkerfið á vinnustað og í félagslífmu. Allt snýst þar um að koma sér í mjúk- inn hjá yfirmönnunum og áhrifa- fólki. Því á sagan fullt erindi til nútímafólks, einnig íslensks, því miður. Andrúmsloftið er þykkt af öryggisleysi og ofsóknarkennd, hvarvetna sér söguhetjan undir- róður gegn sér, ráðabrugg og sam- særi. Og í slíku kerfi getur meir en verið að þetta sé rétt séð af honum! Bókmenntir Örn Ólafsson Ekki er nóg með að aðstæðurnar séu svona á vinnustað, maðurinn er þar að auki ástfanginn af sann- kallaðri söguprinsessu, hún er ung og fógur, dóttir voldugs og ríks manns, og vill þar að auki okkar mann. En hann þykir nú ekki álit- legur tengdasonur, svo sem auð- skihð er. Enda veit hann varla hvað hann vill, rýkur stjórnlaust úr einni nýhafinni framkvæmd í aðra. Ofan á allar þessar hremmingar bætist svo persóna, sem lítur alveg eins út og söguhetjan, ber sama nafn, og fer að vinna á sama stað. En mikill munur er á framkomu þeirra. Söguhetja okkar er svo þrúguð af ofsóknarkennd og geðs- hræringu, að hann kemur alrei heilli setningu út úr sér. Hann er undirgefinn og vamarlaus. En tví- farinn er einlægt á hlaupum að smjaðra fyrir áhrifafólki og öðlast vinsældir og áhrif enda svífst hann einskis, eignar sér verk söguhetj- unnar, og þegar hann getur ekki lengur haft gagn af honum hefur hann forgöngu um að leggja hann í einelti. Bæði í þessu og í æ guðdómlegri mynd geðlæknis sem söguhetjan leitar til fer sagan að verða sífellt ótrúverðugri og auðvitað er það með ráðum gert, sögumaður er stöðugt að klifa hæðnislega á því hve sérstaklega „trúverðug" þessi saga sé. Og hún er það líka, ef ekki í atburðarás þá sem sálarlífsmynd. Sagan er bundin við hugarheim söguhetjunnar sem síst af öllu get- ur horft hlutlægt á umhverfi sitt. Þessu til samræmis er sögumaður sífellt að blanda sér inn í frásögn- ina og fella dóma um aðrar persón- ur. Þeir dómar em í anda söguhetj- unnar og því mótsagnakenndir og ruglingslegir. Sem sagt, öll fram- setning er mótuð af túlkun truflaðs manns. Af öllu þessu má sjá að sagan er vel samstillt þótt hitt hljóti að vera smekksatriði hversu ángæjuleg lesning hún er. Þýðingin er á lýta- lausri íslensku en ekki get ég dæmt um hana að öðru leyti þar sem ég kann ekki rússnesku. Dostojevskí: Tvífarinn Pétursborgarbálkur Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi Mál og menning 1994 171 bls. brother Merkivélarnar Verð frá kr. 13.995 11 Nýbýlavegi 28 - sími 44443. Hlúum að börnum heims - framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI Hafsjór af f róðleik Bókaklúbbur Amar og Örlygs gefur út merka bók fyrir þessi jól. Þetta er Alfræði unga fólksins, uppflettirit sem aðallega er ætlað börnum og unghngum en nýtist auðvitað fólki á öllum aldri. í bókinni em 450 efnis- flokkar í stafrófsröö og hún er ríkulega myndskreytt með yfir 3500 Ut- myndum og teikningum. Alfræði unga fólksins er byggð á „The Dorling Kindersley Chil- dren’s Rlustrated Encyclopedia", sem kom út í London fyrir þremur árum. í útgáfu Bókaklúbbs Arnar og Örlygs er íslenskt sérefni til við- bótar, bæði í bókinni sjálfri og svo- kaUaðri fróðleiksnámu sem er að finna aftan við hið eiginlega upp- flettirit. Auðvelt er að leita í þessari myndskreyttu alfræðibók. Efni bókarinnar er raðað í flettur sem eru í stafrófsröð. í lok hverrar flettu er reitur þar sem vísað er á aðrar flettur þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar um efnið. Óhætt er að mæla með þessari bók og ljóst að hún nýtist vel sem hjálp- argagn fyrir skólanema og því mikið þing á heimilum þeirra. Fróðleiks- náman í bókarlok er góð viðbót. Þar er í upphafi farið yfir allar heimsálf- urnar og stiklað á stóru í sögu þeirra. Heimskort fylgir og auk þess marg- háttaðar upplýsingar, t.d. um helstu tónskáld, myndUstarmenn og rithöf- unda auk þess sem getið er alþjóðlegra stofnana. Þá fylgja myndskreyttar upplýsingar um lífverur, náttúruvemd, stjörnukort og sólkerfi og höfin svo nokkuð sé nefnt. Bókmenntir Jónas Haraldsson Þeir sem sáu bókina meðan rýnir var að skoða hana voru spenntir fyr- ir henni og luku lofsorði á hana er þeir flettu í gegn. Átti það jafnt við um unga sem aldna. Bókin er það aðgengileg að hún ætti að henta öUum. Texti er tiltölulega stuttur en kjarnyrtur og myndir, teikningar og kort styðja vel við. Óhætt er að taka undir það sem Áslaug Bryjólfsdóttir fræðslustjóri segir á bókarkápu, að bókin sé hafsjór af fróðleik og ómetan- legt uppflettirit, og það sem Ömólfur Thorlacius, rektor MH, segir, að ekkert sambærilegt rit sé fáanlegt á íslensku. Alfræði unga fólksins 636 bls. Örn og Örlygur - Bókaklúbbur hf. 1994 sem er! 99^70 I Aðeins 25 kr. mín. Sama verð fvrir alla landsmenn. ***($£$& markt TOPP 40 I HVERRI VIKU íslenski listinn er birtur í DV á hverjum fimmtudegi og á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel Ólafsson stöðu laganna á Bylgjunni oggreinirfrá sög- um á bakviö athyglisveröa flytjendur og B.4kÍU lög þeirra. A Bylgjunni, laugardaga milli :.m 5 kl. 16 og 19 er staöa laganna 40 svo - ^Æf/ * kynnt á ný og þau endurflutt. ,989 liSiMsKKVI GOTT ÚTVARPI fSLENSKI LISTINN er unnlnn I samvinnu DV. Bytgjunnar og Coca-Cola ð fslandi. Mikill fjóldi fólks tekur þátt I aö velja fSLENSKA LISTANN 1 hverri vlku. Yfirumsjön og handrit eru I höndum Ágústs Héöinssonar, framkvæmd I höndum starfsfólks DV en tæknivinnsla fyrir útvarp er unnln áf Þofsteinl Ásgeirssyni. á^Þo^stf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.