Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 15 Nýjar áherslur í ferðamálum í fylgiriti með vísindatímaritinu Science var í vor fjallað um fræð- andi ferðalög. Ferðum sagnfræð- inga til Grikklands og listfræðingR til Ítalíu var lýst en lengsta greinin var þó um náttúrufræðilegar ferðir til íslands. Þar væri auðvelt að finna dæmi um fyrirbæri sem lýst er í fræðibókum um jarðfræði og land- mótun, uppblástur og landgræðslu. Lýsingamar höfðuðu meira til þeirra sem mest leggja upp úr hótel- gistingu með baði. í greininni var ekki minnst á íslendinga. Græni andinn Frá því að ísland komst inn á kort alheimsferðalagsins hefur hér sést mikið af svokölluðum „bak- pokalýð" sem við segjum að ekkert kaupi og ekkert gefi af sér. Hann hefur neikvæða ímynd í hugum KjaUaiirai María Hildur Maack kennari „Hvert getur ferðamaður sem er kom- inn á eigin vegum snúið sér til að fá leiðbeiningar við að nema náttúru- fræði af hinni risavöxnu sýnisbók sem Island er?“ landans og fær fremur kuldalegar mótttökur. Samt streymir hann áfram til landsins og upplifir tví- mælalaust það sem sóst er eftir án þess að geta veitt sér þá dýru þæg- indaþjónustu sem við viljum að selja. Oft er þetta ungt erlent námsfólk, mótað af umhverfisvakningunni sem áberandi er á Vesturlöndum, í leit að óspilltri náttúru. Efling umhverfismenntunar hér gæti opnað augu þjóðarinnar fyrir því hve miklu máli það skiptir að ferðaþjónustan sé rekin í „græn- um“ anda ef samræmis á að gæta í landkynningu okkar sem hampar óspilltri náttúru og þeirri þjónustu sem við síðan veitum. Græni and- inn hentar pyngju aUra. Á ferðaráðstefnu nýlega heyrðist ítrekuð sú stefna að leggja bæri mest upp úr markaðssetningu landsins fyrir þá sem mest geta borgaö. Þeir hinir sömu gera mikl- ar kröfur til aðstööu. Þeim nægja ekki heimavistir og ómalbikaðir vegir. „Fræðsluþorstinn er þó liklega ein róið á“, segir m.a. i greininni. gjöfulustu mið sem við nú getum Fræðsluþorstinn íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir ætla enn að ofuríjár- festa í nýrri atvinnugrein og treysta á að eingöngu stórir fiskar bíti á eða hvort við getum gert okk- ur mat úr litlu fiskunum líka með þvi að halda verðinu í skefium og sinna t.d. bakpokalýðnum. Ef tekin eru lán til að byggja dýr hótel munu þau standa auð mestan hluta árs. Allar þjóðir taka löng frí í júní- ágúst, alveg sama hvaða markaðs- setningu við beitum, en bygging- amar þarf samt að borga! Hvert getur ferðamaður sem er kominn á eigin vegum snúið sér til að fá leiðbeiningar við að nema náttúrufræði af hinni risavöxnu sýnisbók sem ísland er? Oftast hef- ur hann eingöngu ferðahandbók á eigin tungumáh ritaöa af samlanda sínum. íslendingar hafa sjálfir ver- ið fremur lélegir við að koma eigin náttúrufræðiathugunum á önnur tungumál. Prentaður er árlega aragrúi af. bæklingum sem síðan eru gefnir ferðalöngum. Fræðsluþorstinn er þó líklega ein gjöfulustu mið sem við nú getum róið á. En til þess aö geta selt fræðslu sem hluta af ferða- þjónustu þurfa starfsmenn að taka mið af þeim viðhorfum sem lokka ferðamenn hingað, einnig sveitar- sfiómir sem skipuleggja ferðaþjón- ustu í sinni byggð. Þá væri auðvelt að sinna fólki sem kemur til íslands í leit að and- legum áhrifum í heimkynnum þursanna. Það er visthæf söluvara á óspilltu landi. María Hildur Maack mGO OCj Húsbréfakerfið Enginn vill biðraðakerfi „Égtekeftir því að gömlu flokkamir ætla sér að koma höggi á mig með því að kenna hús- bréfakerfinu um skulda- stöðu heimil- anna þó aö «i|>in9i*ma«ur. húsnæðis- skuldir sem hlutfall af heildar- skuldum heimilanna hafi minnk- ' að úr 90% í 70% á sl. árum. Hús- bréfakerfið hefur mistekist - segja þeir og benda á að vanskil hafi aukisL Þetta er svona álika og segja aö af því að vanskil og skuldir fólks við Hitaveitu Reykjavíkur hafa aukist stórlega þásé hitaveitukerfið ónýtt. Ástæður vanskila eru fyrst og fremst það umhverfi sem fólki er búið: lág laun, atvinnuleysi og verulegur samdráttur í tekjum. Fólk dregur frekar greiðslur til Húsnæðisstofnunar en til ann- arra lánastofhana sem beita hörðum innheimtuaðgerðum eft- ir 1 mánuð. Húsnæðisstofnun bíður hins vegar í 2 til 3 mánuði sem er aö hluta til skýring á van- skilum við stofnunina. Varla vill nokkur taka upp bið- raðakerfi Framsóknarflokksins sem kostaði skattgreiðendur 3 milljarða á ári. Fólk beið eftir lán- um í 3 ár og meðalvextimir voru þá 6 til 7%, enda dæmdi Ríkisend- urskoðun kerfið gjaldþrota. Veruleg afFóll í húsbréfakerfinu i upphafi skýrast ekki síst af því að grípa þurfö til greiðsluerfiö- leikalána vegna skuldastööu fólks eftir ’86-kerfið.“ Keyrt fram af of miklu of- Hafnf irskt eða reykvískt? Að undanfómu hafa birst í hafn- firskum fréttablöðum fréttir þess efnis að möguleiki sé á yfirtöku slökkviliðs Reykjavíkur á slökkvi- hði Hafnarfjarðar, einnig hafa menn er í þessu fagi starfa heyrt orðróm þess efnis. Kjörnum fulltrúum bæjarfélags- ins ber að sjálfsögðu að huga aö í hvað aurunum er varið og hvar megi spara en töluverður misbrest- ur hefur verið á því á síðasta kjör- tímabili eins og núverandi meiri- hluti hefur bent á og má þar m.a. nefna óreiðu vegna síðustu listahá- tíðar. Sambærilegur rekstrarkostnaður En hvað er það sem fær bæjar- fulltrúa Hafnarfjarðar út í viðræð- ur um yfirtöku slökkviliðs Rvk. á slökkviliði Hf., ekki er það sparn- aður því að þeir sem sitja í núver- andi meirihluta þurfa ekki mikla yfirsýn til að sjá að rekstrarkostn- aður slökkviliðanna er mjög áþekkur, ef eitthvað er þá er kostn- aður vegna slökkviliðs Hf. minni en slökkviliðs Rvk. og er þá miðað við allt þjónustusvæði slökkvilið- anna. Væri ekki nær að bæjarstjórn Hafnarfjarðar beitti sér fyrir frek- ari uppbyggingu slökkviliðs Hafn- arfjarðar? Þess má geta að starfsað- staða og tækjakostur slökkviliðsins er ekki til fyrirmyndar og hefur þessi málaflokkur verið vanræktur um árabil, einnig hefur staða vara- KjaUaiinn Ingi Tómasson slökkviliðsmaður Keflavíkur- flugvelli slökkviliðsstjóra verið laus í 6-8 mánuði. Auðvitað kostar peninga að halda úti góöu og öflugu slökkviliði, einn- ig kostar það okkur öll peninga þegar stórtjón verður vegna elds- voða í sveitarfélaginu og menn jafnvel missa atvinnu sína og eign- ir, en líf manna er ekki metið til flár en um það snýst líf og.starf slökkviliðsmanna að bjarga mannslífum. Nú er ég ekki að segja að með yfirtöku slökkviliðs Rvk. verði ör- yggi manna stofnað í hættu enda er það skipað þjálfuðum og hæfum mönnum. Hins vegar hefur reynsl- an sýnt okkur að hafnfirskir slökkviliðsmenn hafa staðið undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar, bæði er varðar skjót við- brögð þegar kalhð hefur komið og það sem meira er þeir þekkja bæ- inn okkar út í gegn, þeir hafa ahst hér upp og þekkja innviði allra stærri bygginga en shk vitneskja skiptir sköpum er til eldsvoða kem- ur. leika að ganga til samninga við bæjarstjórn Kópavogs um þjónustu slökkviliðs Hafnarfiarðar við Kópavogsbúa en það er raunhæfur möguleiki þar sem samgöngur til Kópavogs hafa stórbatnað og að auki er byggð í Kópavogi austan- verðum farin að tengjast Garðabæ. Veljum hafnfirskt Við skulum minnast þess að í slökkviliði Hafnarfiarðar eru „Við Hafnfirðingar verðum að gera það upp við okkur hvort við ætlum að halda uppi nauðsynlegri þjónustu hér innan- bæj ar eða hvort við sættum okkur við v að verða úthverfi 1 Reykjavík. Brunatjón í lágmarki Ef htið er á brunatjón í Hafnar- firði samanber önnur stærri sveit- arfélög þá kemur í ljós að í Hafnar- firði er brunatjón í lágmarki, shkt getur veriö tilviljun en tölurnar tala sínu máh. Þegar slökkvihð er kahað á eldstað þá skipta rétt við- brögð og reynsla og síðast en ekki síst þekking manna á staðháttum öhu máh þannig að ef ofangreind atriði eru ekki til staðar þá er hug- anlegt að smáeldur verði að óviðr- áðanlegu stórbáli. Þá langar mig tU að benda bæjar- stjórn Hafnarfiarðar á þann mögu- menn er búa á þjónustusvæði slökkvUiðs Hafnarfiarðar ásamt fiölskyldum sínum, þannig aö um einhverja röskun yrði að ræða á þeirra högum ef ofangreindar hug- myndir veröa að veruleika. Við Hafnfirðingar verðum að gera það upp við okkur hvort við ætlum að halda uppi nauðsynlegri þjónustu hér innanbæjar eða hvort við sætt- um okkur við aö verða úthverfi í Rvík. Ingi Tómasson „Ég er þeirrar skoö- unar að menn hafi keyrt fram af of miklu offorsi þegar hús- bréfakerfið vai- innleitt. Um tíma var það starfrækt samhhða gamla kerfinu sem aftur orsakaði óeðlilega fiármagnsþörf í hús- næðiskerfinu. Með þessu var í raun og veru unnið skemmdar- verk á húsbréfakerfinu sem út af fyrir sig getur verið ágætt. Til aö afstýra þessu heföi til aö byrja meö einungis átt að taka upp húsbréfakerfiö í tengslum við útlán vegna eldra húsnæðis. Fyrir þ'á sem voru aö byggja í fyrsta skipti hefði átt styðjast viö stofnlán áfram. Að minu mati verðum við smátt og smátt að draga úr ríkisábyrgð- inni í húsbréfakerfinu. Það getur ekki tahst eðlilegt aö öll hús- næðisviöskipti í landinu séu á ábyrgð ríkisins. Skref í þessa átt verður hins vegarað taka af var- úö og í því sambandi verður ríkið að fá til samstarfs aðra aöila á fiármagnsmarkaðinum. Vegna þess hvernig staðiö var að húsbréfakerfmu í upphafi urðu óeðlileg og óviðunandi afíoll á lánunum. Fyrir vikið eru þús- undir fiölskyldna með mikla skuldabyrði á bakinu. Á þvi verð- ur að taka alveg á næstunni ef ekki á iha aö fara fyrir heimilun- um í landinu.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.