Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 17 DV íþróttir , bakveröi LA Clippers, í leik liðanna í ði þar með sínum 13. leik i röð. Símamynd Reuter Knattspymudómarasamband íslands: Ein stór klíka og ræður öllu - segja fulltrúar Suðumesja sem gengu af fundi Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: FuUtrúar Knattspymudómarafé- lags Suðurnesja gengu út af árs- þingi Knattspyrnudómarasam- bands íslands síðasta laugardag, og sögðu sig úr sambandinu. „Þolinmæði okkar var á þrotum. Þetta þing var algjörlega dautt. Það á að boða til fundar með mánaðar fyrirvara, en ekki hálfs mánaðar eins og var gert. Við náðum aðeins að koma saman einu sinni, en það er ekki nóg. Við viljum vinna hlut- ina vel. Menn koma bara í kafFi og kjósa menn í stjórn, og búið. Þetta er ein stór klíka á höfuðborgar- svæðinu sem öllu stjómar og ræð- ur saman og þeir passa sig á því að taka alltaf sína menn inn í stjórnina. Við erum búnir að fá nóg af þessum skrípaleik," sagði Jó- hann Gunnarsson, formaður KDS, í samtali við DV. Stéttin að deyja út á mörgum stöðum Friðgeir Hallgrímsson var endur- kjörinn formaður KDSÍ á þinginu og hann sagði við DV að leitað yrði sátta í þessu máli og rætt við full- trúa KDS. „Stéttin er að deyja út hægt og rólega á mörgum stöðum úti á landi og það verður farið í að lífga hana við á ný. Það er engin klíka í þessu, það er af og frá, en það er kannski rétt að sambandiö sé nánast dautt. Knattspyrnusam- bandið tók af okkur allan starfs- vettvanginn fyrir 6-8 árum síðan og setti hann undir dómaranefnd KSÍ, en við höfum fengið styrk það- an og eigum tvo fulltrúa í dómara- nefndinni. Það var talað um að leggja sambandið niður fyrir tveimur árum vegna verkefnaleys- is en horfið var frá þvi,“ sagði Frið- geir. Nýtt gólfefni lagt á Höllina fyrir HM1995? „Þetta gæti verið mjög góður kostur“ Svo getur farið að nýtt gólfefni verði lagt í Laugardalshöllina fyrir heimsmeistaramótið í handknatt- leik sem fram fer hér á landi næsta vor. Fyrirhugað var að notast við gólfefnið sem fyrir er í Höllinni en eftir að sænskur gólfframleiðandi setti sig í samband við fram- kvæmdanefnd HM’95 og bauðst til að leggja nýtt gólf er verið að kanna þann möguleika hjá Reykjavíkur- borg. Sænska fyrirtækið heitir Tar- kett og er Harðviðarval umboðsaðli þess á íslandi. „Það er svona verið aö spá í þessi mál og okkur finnst sjálfsagt að skoða þetta nánar. Það eru alls kyns samningamál og annað sem er óklárt en ef það gengur allt sam- an eftir geri ég fastlega ráð fyrir að við tökum tilböðinu reynist það hagstætt. Eitthvað kemur þetta til með að kosta okkur en örugglega ekki ekki eins mikið og annars þyrfti," sagði Steinunn Óskarsdótt- ir, formaður íþrótta- og tómstund- aráðs Reykjavíkur við DV. „Það sem við þyrftum að gera hvort sem er er að taka gólfið upp i Höllinni, slípa það og setja nýjar línur fyrir handboltavöll. Síðan þyrfti að gera það aftur að alhliða gólfi og það yrði mikill kostnaður fólginn í því. Þannig að þegar við fengum þetta tilboð upp í hendumar fannst okkur vert að skoða það vandlega og þetta gæti verið mjög góður kostur," sagði Steinunn. Ef tilboði sænska fyrirtækisins verður tekiö þá mun nýja gólfefniö verða lagt ofan á það sem fyrir er og eftir keppnina verður það tekið upp og hugsanlega notað á álmu Hallarinnar sem nú er í byggingu. Þar gæti það nýst fyrir karate, júdó og badminton svo eitthvað sé nefnt. Besta byrjun Kings í 12 ár Sacramento Kings fagnar nú bestu byrjun sinni í NBA-deildinni í 12 ár og er meö hagstætt vinningshlutfall í fyrsta skipti á þeim tíma eftir sigur í Miami í nótt, 89-94. Þetta var jafn- framt fyrsti sigur Sacramento í Miami í sex ár og það er enn athygl- isverðara við árangur liðsins að alhr sex sigrar þess í vetur hafa verið gegn hðum sem komust í úrslita- keppnina í fyrra. Urslitin í NBA í nótt: New Jersey - LA Lakers....120-129 Coleman 24/20, Anderson 24 - Ceballos 34. Washington - New York...... 91-99 Webber 21/11 - Ewing 20/15. Miami - Sacramento......... 89-94 Coles 19, Willis 17 - Williams 20, Grant 16. Atlanta - Charlotte..... 85-90 -Hawkins 22, Mourning 18, Curry 17. Milwaukee - Phoenix.......106-123 Baker 23, Day 20 - Majerle 23, Ruffm 20, Person 19. Dallas - Minnesota......... 84-83 Jackson 26 Houston - Denver........... 96-81 Olajuwon 27/12/5 - Golden State - LA Clippers ...,.127-124 Sprewell 31 - Portland - Utah........... 94-105 - K.Malone 30/10. LA Clippers stefnir óðfluga á met eftir sitt 13. tap í jafnmörgum leikjum en metið á Miami sem tapaði fyrstu 17 leikjum sínum árið 1988. Golden State þurfti þó framlengingu til að vinna botnliðið eftir að hafa misst niöur 21 stigs forskot en þriggja stiga ísland með Moldavíu og Portúgal ísland leikur í riðli með Moldav- íu og Portúgal í undankeppni heimsmeistaramóts 21-árs lands- liða í handknattleik, en dregið var í riðla hjá Alþjóða handknattleiks- sambandinu í gær. Leikirnir fara fram dagana 9.-11. ; júní 1995, væntanlega í einhverju | af þessum þremur löndum, og sig- i urliðið í riðlinum kemst í úrslita- keppni HM sem fram fer í Argent- ínu um mánaðamótin ágúst/sept- ember 1995. Sigurlíkur ísland i þessum riðli ættu aö vera talsverð- ar. Portúgal hefur reyndar verið á mikilli uppleið síðustu árin en ef tekiö er mið af A-landsliði Moldav- íu, sem fékk stóra skelli í síðustu Evrópukeppni, ætti þetta fyrrum Sovétlýðveldi ekki að vera mikil fyrirstaða. karfa frá Ricky Pierce tryggði Golden State sigurinn. Dallas marði sigur á Minnesota með einu stigi og var heppið þegar skot nýliðans Donyell Marshall hjá Minnesota geigaði um leið og flautað var af. LA Lakers þurfti tvær framleng- ingar til að sigra í New Jersey en þar gerðu sjö stig frá Sedale Threatt á stuttum kafla í síðari framlenging- unni útslagið fyrir gamla stórveldið. Nýliðarnir Trevor Ruffm og Wes- ley Person voru í lykilhlutverkum hjá Phoenix sem vann góðan útisigur í Milwaukee. Ruffin skoraði þijár 3ja stiga körfur í röð á mikUvægum tíma. Charles Barkley lék með Pho- enix á ný en sat lengst af á bekknum og gerði aðeins 5 stig. Charlotte hafði lengi örugga for- ystu í Atlanta en mátti þakka fyrir sigurinn eftir að heimaliðið minnk- aði muninn í eitt stig þegar 15 sek- úndur voru eftir. Patrick Ewing var New York dýr- mætur á lokasprettinum gegn Was- hington og náði sínum besta árangri í fráköstum í vetur, 15. Meistarar Houston komust aftur á sigurbraut eftir þrjú töp í röð og Hakeem Olajuwon var allt í öllu í sigrinum á Denver. Karl Malone var maðurinn á bak við sigur Utah í Portland en þar réð- ust úrslitin með góðri rispu Utah í upphafi síöasta leikhluta. Yf irlýsing frá Haukum Af fréttum í blöðum síðastliðna daga varðandi fyrrum þjálfara körfu- knattleiksdeildar Hauka, Petar Jelic, mætti ætla að ástæða starfsloka hans hjá deildinni væri áánægja með störf hans. Þetta er ekki rétt. Stjóm deildarinnar telur að Petar hafi á stuttum starfstíma hjá deildinni sannað að aðferðir hans eru réttar til að byggja upp sterkt meistaraflokkslið fram- tíðarinnar. Deildin sér því á eftir ákaflega hæfum þjálfara sem sjónar- sviptir er aö. F.h. körfuknattleiksdeildar Hauka, Sverrir Hjörleifsson. Víetnamarafstað Víetnamar hyggjast koma sér á blað í knattspyrnunni á næstu árum og hafa ráðið brasilískan landsliösþjálfara, Edson Tavares, til að hefja uppbygginguna. HeimsbikaríTókíó Evrópumeistarar AC Milan og Suður-Amerikumeistarar Velez Sarsfield frá Argentínu leika tii úrslita um heimsbikar félagsliða 11. desember, og leikurinn fer að vanda fram í Tókíó, höfuðborg Japans. Marksækinn markmaður Velez Sarsfield hefur aldrei fyrr náð svona langt en liðið skartar áhugaverðum markverði, Jose Luis Chilavert, landsliðsmar- kverði Paraguay. Hann hefur skoraö 28 mörk síðustu þrjú árin, fyrir Velez og Paraguay, meðal annars sigurmark í HM-leik gegn Perú, ogá dögunum skoraði hann sigurmark Velez í deildaleik, beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi á síðustu minútunni! Vill verda forseti Chilavert lýsti þvi yfir nýlega að hann myndi aldrei framar leika með landsliðí Paraguay, vegna mikillar öfundar í sinn garð sem hann telur sig finna heima fyrir. Samt segist hann afar stoltur af þjóðerni sínu og stefnir að þvi að verða forseti Paraguay með tið og tíma. Wisefyrirdómi Dennis Wise, leikmaður með Chelsea og enska landsliðinu í knattspyrnu, var leiddur fyrir rétt í gær, ákærður fyrir að beija leigubílstjóra og skemma bífreið hans í síðasta mánuði. Wise held- ur fram sakleysi sinu. Hughes til West Ham West Ham hefur fengið norður- írska iandsliðsmanninn Michaei Hughes að láni frá franska liðinu Racing Club Strasborg. Hann leikur sinn fyrsta leik með „Hammers" gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Herrakvöld HK Hið árlega herrakvöld HK verö- ur haldið laugardagskvöldið 3. desember í Hákoni digra, félags- miðstöð HK í Digranesi, og hefst klukkan 19. Upplýsingar eru gefnar í símum 881626 og 651882. Dregiðíbikamum Dregið verður til 8-liða úrslita í bikarkeppni Umferðarráös í meistarafloklíi karla og í bikar- keppni HSÍ í kvennaflokki í hálf- leik á leik Stjörnunnar og Hauka i 1. deildinni í kvöld. Liðin í karlaflokki sem verða í hattinum eru: ÍBV, Haukar, Stjaman, Valur, KR, Grótta, Sel- foss og KA. { kvennaflokki eru liðin: Fram, Ánnann, Stjarnan, ÍBV, Valur, KR, ÍBA og Haukar. í kvöld Handbolti - Nissandeildin: Stjarnan - Haukar.....20.00 ÍH-KR 20.00 Afturelding-ÍR Víkingur-KA HK-Vaiur 20.00 20.00 20.00 Handbolti - 1. de: EH - Stiaman......... ld kvenna: 1815 Haukar - Fram 18 15 KR-ÍBV 18,30 Armann - Fyikir...... Valur Víkmaur.... 20.00 20.00 Handbolti - 2. deild karla: Grótta -Ketlavík 20.00 ÍBV -Fjölnir Körfubolti -1. d 20.00 eild karlu: ÞórÞ. -LeiknirR 20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.