Alþýðublaðið - 26.08.1921, Page 1

Alþýðublaðið - 26.08.1921, Page 1
ig2i Föstudagian 26. ágúst. 195. töiubl. Verkamen nl Takíð þátt í skemtiferð Dagsbrúnarl Sjá hin ungborna tíð, Fjölmennur Dagsbrúnarfundur i gærkvöidi samþykti einróma, að verkamenn skyldu fara göngufcrð inn að EUiðaám á sunnudaginn kemur, ef veður leyfði. Erlendis er það altítt, að verka- menn fari stuttar skemtiferðir á sunnudögum, til þess að hrista af sér borgarrikið. Fara þeir í hópum og skemta sér með ræð um og söng, spjalla saraan og njóta góða veðursins, þv£ auð- vitað er ekki farið í vondu veðri. Hér er alt of iítið gert að því, að fara svona ferðir, og nú um langt skeið, er þetta í fyrsta sinn, að verkamenn hafa í hyggju að Iylta sér ögn upp. Nú er bara að sjá, hve margir vilja vera með. Enginn, sem kost á á því að vera með, má sitja heima. Verkamenn! Þið hafið oft sýnt það áður, að þið getið verið sam- taka. Verið það nú líka í þetta sinn. Safnist saman og takið með ykkur konur ykkar og börn Og kunningja. AUir meðl Enginn að skerast úr leikl Myndið fjölmenn- asta hópinn, sem sést hefir hér i bæl Það getið þið, ef þið viljið. Á morgun verður nánar auglýst um það hvernig hagað verður ferðinni. Bflar verða til notkunar handa þeim, sem komast vilja heim þannig. Kastið irá ykkur áhyggjunum og komið öll með inn að ám. Gerið ykkur glaðan dagi €rtenð símskeyti. Khöfn, 25. ágúst. Friðnr milli Ameríbn og Ánstnrríkis. Sítnað er frá Vin, nð búið sé nú að undirskrifa friðarsamninginn milli Ameríku og Ausiurríkis, sem -jsé aðaliega um verzlun. Karl Mnn afdankaðl. Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Spánn og Frakkland hafa neitað • Karii fyrv. Austurrikiskeisara land vist og hefir Sviss því frarrlengt dvalarleyfið þar. Xoftfar ferst; 41 maðnr bfðnr bana. Símað er frá London, að tröli- aukið loftfar, sem bráðlega átti að fara yfir Atlantshafið, hafi sprungið og steypst til jarðar í Huil. Af 47 mönnum, sem voru innanborðs, fórust 41. Bússnm lánað. Símað er frá Berlín, að ensk- amerískt hlutafélag láni Rússum 3 miljarða (dollara) gegn einka- réttindum allmiklum. £eikmötið á morgsn. í fyrrasumar fiutti Alþýðublað- ið mynd af dugiegasta og kunn asta hlauparanum, sem við ís lendingar höfum enn þá eignast. Hann var þá nýbúinn að vinna í. verðlaun í 5 km. hlaupi í Dan mörku og áður hafði hann sigrað Svía i hlaupum á sömu vega- lengd. Nú nýlega höfum vér átt kost á að sjá heila syrpu af blaðaúr- klippum, þar sem farið er lofsam- legum oröum um Jón Kaldal, svo heitir hlauparinn, sem annars hefir verið í Danmörku og fuilnumið og unnið við Ijósmyndasmíði. Jón er nýkominn heim. En skömmu áður en hann fór frá Danmörku tók hann þátt i tveim- ur ieikmótum og vann 5 km. hlaup á báðum, og það leikandi; segja kunnugir, að hann mundi hafa náð meiri hraða, hefði hann kept við fijótari hlaupara. Skerasti tfminn sem Jón hefir hlaupið 5 km. á, á kapþmóti, er 15 mín. 35,3 sek. í Kaupmannahöfn 19. júnf í sumar, en íslenzkt met er 17 minútur. Erlend blöð hæla mjög hlaupalagi Jóns og mesta aðdáun hefir hann hlotið fyrir sprettinn, sem hann tekur í lok hlaupsins. Á morgun hefst hér leikmót, þátttakendur verða um 25. Mótið hefst kl. 61/* á íþróttavellinum, en hálfri stundu fyr verður leikið á lúðra á Austurvelii. íþrótta- menn búast við góðum árangri af mótinu, því þeir sem keppa hafa æft sig vel. Kept verður annað kvöid í 100 m. hlaupi, iangstökki, 1500 m. hlaupi, kringlukasti og 5000 m. hlaupi. Allir beztu menn frá mótinu i sumar eru keppendur ogjón Kal- dai keppir i 5000 m. hlaupinu. Verður gaman að sjá hvað Guð- jón Júliusson, sem fiest metin setti í sumar, stendur í Jóni, sem hlaupið hefir þessa vegalengd á þvf nær 1 Tf» mín. skemri tíma én Guðjón. Aðgöngumiðar verða seldir á götunum og kosta 50 aura, krónu og i,5ö kr. Yerðlaunagripir Jóns J. Kaldal eru til sýnis f Skemmuglugga Haraldar við Austurstræti. Þar gefur að ifta um 80 gripi, bikara, peninga, médalfur og skeiðar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.