Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Side 10
10 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Sigrún Hallgrímsdóttir flutti heim eftir 30 ára dvöl í Bandaríkjunum: Flýr ísland eftir nokkurra mánaða dvöl „Ég held, eftir að hafa verið úti í svo langan tíma, að þá haldi maður að landið og ailt sé enn þá eins og þegar maður fór,“ segir Sigrún Hallgrímsdóttir sem hefur ákveðið að flytjast aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa orðið fyrir töluverðum vonbrigðum hér heima. Hér má sjá hluta starfsfólksins sem Sigrún var með í vinnu í hreingerningafyrirtækinu sem hún stofnaði og rak með miklum hagnaði í 15 ár. Dóttir Sigrúnar, Halla Björk, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækisins, er neðst t.v. á myndinni. „Ég er ekki viss um að ég hefði orðið kyrr hérna á íslandi þó ég heföi fengið vinnu. Það er auðvitað mikil breyting að flytja aftur heim eftir svona langan tíma. Ég kom oft í heimsókn til íslands þegar ég bjó úti en þá sá maður kannski bara allt það jákvæða. Ég held, eftir að hafa verið úti í svo langan tíma, að þá haldi maður, að landið og aUt sé enn þá, eins og það var þegar maður fór. Mér hálfleiðist hérna núna en það getur verið að það hefði orðið öðruvísi ef ég hefði fengið vinnu,“ segir Sigrún Hallgrímsdóttir sem flutti hingað til lands sl. sumar eftir að hafa búið í Bandaríkjunum í tæp 30 ár. Sigrúnu hafði lengi dreymt um að setjast að á íslandi en það sem beið hennar hins vegar hér heima voru ekkert nema vonbrigði. Hún fór að leita sér að vinnu en hætti því eftir þriggja mánaöa árangurslausa leit eða þegar hún geröi sér grein fyrir því að atvinnurekendur höfðu engan áhuga á henni vegna aldurs hennar en hún er 56 ára gömul og á besta aldri eins og hún segir sjálf. Hér seg- ir hún frá því hvað henni finnst hafa breyst í fari landans þau ár sem hún hefur dvalið erlendis og hvers vegna hún hefur ákveðið að flytjast aftur til Bandaríkjanna. FluttisttilKali- forníu 27 ára gömul „Ég fluttist til Bandaríkjanna haustið 1965, ásamt fyrrverandi eig- inmanni mínum, Hólmari Finnboga- syni, og fjórum dætrum okkar, sem þá voru á aldrinum 9 mánaða til 9 ára. Á þeim tíma var hvorugt okkar í vinnu en þetta var rétt eftir að við höfðum verið með vikublaðið Fálk- ann. Hólmar var framkvæmdastjóri blaðsins en ég hafði aðeins starfað þar í stuttan tíma í auglýsingum. Eftir að blaðið fór á hausinn ákváð- um við að breyta til og það var ákveð- ið að flytjast til Los Angeles. Ætli það hafi ekld verið mest ævintýraþrá sem réð-því að við tókum þessa ákvörðun. Þetta var nú töluverð áhætta að flytjast út með fjórar dæt- ur en mér fannst þetta ekkert mál á sínum tíma. Maður var heldur ekki, nema 27 ára gamall." Sigrún sagði þetta hafa verið svolít- ið erfitt þegar þau komu fyrst út en þau hafi verið heppin vegna þess aö Hólmar hefði strax fengið vinnu en það var hjá skipasmíðafyrirtæki. Sigrún og Hólmar skildu u.þ.b. tveimur árum eftir að þau komu út. Hann bjó áfram i nokkur ár úti en fluttist svo til Svíþjóðar. Sigrún neit- ar því ekki að það hefði verið erfltt á tímabili að vera ein úti með fjórar stelpur en þær hafl þá verið orðnar eldri og því getað hjálpað mikið til. „Fyrsta vinnan, sem ég fékk þarna úti, var að mála á postulín og síðan starfaði ég svona við hitt og þetta. Ég fékk m.a. vinnu við afgreiðslu hjá verslunarkeðjunni JC Penneys og svo vann ég sem þjónustustúlka í þónokkurn tíma, bæði á veitingahús- um og á kaffihúsum." Sigrún kynntist Ameríkana sem hún giftist áriö 1969. Þau eignuðust son, sem nú býr á Hawaii, en skildu eftir fjögurra ára hjónaband. Stofnaði eigið fyrirtæki Það var síðan fyrir algera tilviljun að Sigrún fór út í fyrirtækjarekstur, rekstur sem hún rak með góðum hagnaði í 15 ár. „Það var ein ná- grannakona mín, sem tók að sér að hreinsa hús fyrir fólk, sem bað mig um að fara og taka fyrir sig eitt hús einn daginn því hún hafði meitt sig í bakinu og gat því ekki farið. Ég hélt nú ekki. Ég færi nú ekkiað vinna svoleiðis skítavinnu, datt það ekki í hug. Ég var atvinnulaus og svaka- lega merkileg með mig. Mér fannst þetta hreinlega vera fyrir neðan mína virðingu að gera svona lagað. En henni tókst að tala mig til og ég fór og gerði þetta. Ég man nú ekki hvað ég fékk í kaup en konan, sem átti húsið, var svo ánægð að það end- aði með því að það hringdu sex kon- ur í mig þá vikuna. Ég fór nú að leggja saman peninga- málin og sá að það var nú ekkert svo vitlaust að vinna við þetta. Ég gæti gert þetta á meðan krakkarnir væru í skólanum, keypt mér bfl og fengið mér svo alvöruvinnu. Þetta gekk og ég keypti mér bíl eftir mánuð, gaml- an bíl en það var samt bíll. Síðan fór að hlaðast á mig vinna og meiri vinna, þannig að ég ákvað að ráða stúlku til að hjálpa mér. Það endaði síðan með því að ég stofnaði eigið hreingemingarfyrirtæki sem ég nefndi Skandia Cleaning Service. Svona byijaði ég, alveg óvart. Ég sem ætlaði frekar að svelta í hel með börnin en að hreinsa hjá einhverri kellingu. Svo var ég nú svo snobbuð að ég sagði engum hér heima hvað ég gerði, lengi vel.“ Sigrún, sem bjó á þessum tíma í Laguna Nigel í Suður-Orange Co- unty, sem er mitt á milli Los Angeles og San Diego, segist aldrei hafa sett neinn pening í fyrirtækið og hún hefði aldrei fengið lán fyrir því. „Næstyngsta dóttir mín, Halla Björk, var framkvæmdastjóri fyrir- tækisins í mörg ár og ég var með um 30-40 manns í vinnu þegar mest lét. Við tókum mikið að okkur nýbygg- ingar, skrifstofuhúsnæði ogeinbýhs- hús eða frekar villur eins og ég myndi kalla það. Það var alveg fullt að gera og viðskiptin gengu vel. Ákvað að flytja afturheim Sigrún seldi fyrirtækið fyrir tveim- ur árum en ástæðuna segir hún vera þá að hún hafi verið orðin svolítið þreytt á þessu og hafi viljað breyta til. „Ég var ekkert ákveðin í því hvað ég ætlaði að fara að gera. Ég var búin að athuga ýmislegt og var á tímabili að hugsa um að flytja til austurstrandar Bandaríkjanna en dóttir mín, Jóna Brynja, býr í Port- land, Maine. Svo hugsaði ég um að flytjast heim til íslands. Dóttir mín, Halla Björk, fluttist heim í fyrra- haust með lítinn son sinn og ég fór að hugsa með mér hvers vegna ekki að flytjast heim þar sem ég á þrjár dætur. Elsta stelpan, íris, fór til ís- lands þegar hún var 14 ára og sú næstelsta, Rut, er búin að vera hérna í 5-6 ár.“ Sigrún kom hingaö til lands í fyrra- vetur til að vera við útfor móður sinnar og ákvað þá að flytjast hing- að. „Ég var ekkert að hugsa um hvort ég myndi fá vinnu. Mér datt ekki í hug að ég þyrfti þess. Ég kom svo í júní sl., keypti íbúð móður minnar af systkinum mínum, gerði hana upp og byijaði að leita mér að vinnu. Það átti hins vegar eftir að verða erfiðara en mig hafði grunað." Fékkekki vinnu vegna aldurs „Mér varð mikið um þegar ég hringdi fyrstu símtöhn til að spyijast fyrir um atvinnu. Sérstaklega fyrsta símtalið því viðkomandi maður spurði mig: „Og hvað ert þú gömul, góða mín.“ Mér svelgidst svo á við þetta að ég var alveg eins og ég kæmi frá öðrum hnetti. Ég var svo hissa á að hann skyldi spyrja hvað ég væri gömul. Mér fannst það ekkert koma málinu við. Síðan virðist það hafa gengið eins og rauður þráður í gegn í hvert skipti sem ég hef hringt eða sótt um vinnu að annaðhvort fæ ég ekki svar eða þá að þetta er það fyrsta og eina sem þeir spyrja um. Þeir hafa ekki einu sinni áhuga á að tala við mig þegar ég segist vera 56 ára gömul. Þeir missa strax áhugann og spyrja ekkert meir. I Bandaríkjunum er ólöglegt að ráða fólk eftir aldri, kyni eða litar- hætti. Það er hreint og beint mann- réttindabrot. Vitanlega spila þessir þættir þó inn í en samt sem áður verða þeir, sem eru að ráða fólk, að passa sig á að gera það ekki svona augljóst. Þeir geta ekki sagt við mann svona beint að maður fái ekki vinnu vegna þess að maður sé orðinn of gamall. Það ge'ta þeir hins vegar gert hér á íslandi og gera það hiklaust." Sigrún segist örugglega vera búin að sækja um 50 störf síðan hún byrj- aði að leita sér að vinnu en hún hef- ur ekki fengið eitt einasta starf. Hún sótti meira að segja um afgreiðslu í bakaríi en fékk það ekki. Hún segist hafa fengið fiögur svör til baka frá atvinnurekendum allt í allt. „Ég hef ekki einu sinni rétt á at- vinnuleysisbótum vegna þess að ég hef búið svo lengi erlendis. Það er auðvitað skiljanlegt en ég meina á hverju er ætlast til að maður lifi? Þó það sé nú gott loftið hérna þá er ekki hægt að lifa á því.“ Kvennabaráttan stutt á veg komin „Ég hef farið nokkrum sinnum nið- ur á Vinnumiðlun Reykjavíkurborg- ar bara til að kíkja á töfluna, sem þar er, en þar hanga stundum uppi at- vinnuauglýsingar. Mér finnst áber- andi hvað það er alltaf mikið af kon- um að láta skrá sig. Það er mun sjaldnar sem maður sér karlmenn. Hvernig stendur á því að ríkisstjóm- in gerir ekki eitthvað til að bæta úr þessu? Til dæmis eins og að hjálpa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.