Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Men at Arms. 2. Peter Heeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 3. Elizabeth Jane Howard: Confusion. 4. Sebastian Faulks: Birdsong. 5. Margaret Atwood: The Robber Bride. 6. Catherine Cookson: The Golden Straw. 7. Stephen King: Nightmares and Dream- scapes. 8- lain Banks: Complicity. 9. James Redfield: The Celestine Prophecy, 10. Ruth Rendell: The Crocodile Bird. Rit almenns eðlis: 1. Angus Deayton: Have I Got News for You. 2. Andy McNab: Bravo Two Zero. 3. Jung Chang: Wild Swans. 4. Biil Watterson: Homlcidal PsyCho-Jungle Cat. 5. Gary Larson: The Curse of Madam. 6. W.H. Auden: Tell MetheTruthabout Love. 7. J. Cleese 8i R. Skynner: Life and how to Survive It. 8. Carl Giles: Giles Cartoons 1995. 9. Dirk Bogarde: A Short Walk from Harrods. 10. Viz Top Tips. {Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Jorn Riel: Haldurs ballader - og andre skroner. 2. Margaret Atwood: Katteoje. 3. Jung Chang: Vilde svaner. 4. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 5. Arturo Perez-Reverte: Det flamske maleri. C Flemming Jarlskov: Skjult kamera. 7. Herbjorg Wassmo: Lykkens son. (Byggt á Politiken Sendag) Julian Symons er fallinn frá Einn af þekktustu glæpasagnahöf- undum Breta, Julian Symons, er lát- inn, 82 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Foreldrar Julians voru rússneskir flóttamenn af gyðingaættum. Hann hlaut htla skólamenntun. Fjórtán ára fór hann að vinna fyrir sér á skrifstofu en notaði frítímann vel til að lesa bækur. Á unga aldri fór Julian að yrkja ljóð og skipta sér af pólitík; á þeim árum var hann Trotskýisti. Hann gaf út um hríð eigið Ijóðatímarit og fékk útgefnar tvær ljóðabækur, árin 1939 og 1943. Fyrstu sakamálasöguna skrffaði Julian fyrir stríð en þá sem eins kon- ar grín. Kona hans fann handritið í skúffu að stríðinu loknu og fékk hann til að senda það til útgefanda. Þetta var sagan The Immaterial Murder Case sem kom út árið 1945. Að stríðinu loknu hóf Julian störf á auglýsingastofu en fór jafnframt að skrifa bókagagnrýni fyrir bresk dagblöð, lengst af Sunday Times. Samtímis hélt hann áfram að semja sakamálasögur sem hlutu svo góðar viðtökur almennings að hann gat brátt lifað á ritstörfunum einum saman. Höfundur um 30 bóka Julian Symons lýsti sakamála- Julian Symons: hann lést á dögun- um, 82 ára að aldri. Umsjón Elías Snæland Jónsson skrifum sínum eitt sinn á þann veg aö hann vildi draga fram þá ofbeldis- hneigð sem fæli sig á bak við hvers- dagsleg andlit virðulegs fólks í sam- félaginu; andlit opinbera starfs- mannsins sem skipuleggur hag- kvæmustu leiðina til að drepa gyð- inga, dómarans sem heimtar dauða- refsingu, hægláta unglingsins sem drepur sér til skemmtunar. Þetta nefndi hann „hið virðulega andlit ofbeldisins". Meðal helstu skáldsagna hans eru: A Man Called Jones (1947), The End of Solomon Grundy (1964), The Man Who Lost His Wife (1970), The Plot against Roger Rider (1973), The Play- ers and The Game (1982) og The Blackheath Poisonings (1978). Hann lét aldurinn svo sannarlega ekki aftra sér frá ritstörfunum: í fyrra kom út sagan Playing Happy Families og rétt fyrir andlátið lauk hann við handrit að enn einni sög- unni. Hún er væntanleg á markað fljótlega. Julian skrifaði alls um 30 bækur, þar á meðal ævisögur manna á borð við spennusagnahöfundana Edgar Allan Poe, Conan Doyle og Dashiell Hammet, stórskáldsins Charles Dickens og sagnfræðingsins Thomas Carlyle. Julian Symons var lengi forystu- maður í samtökum höfunda saka- málasagna í heimalandi sínu og hlaut margvísleg verðlaun og viður- kenningu fyrir ritstörf sín. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. AnneRice: Interview with the Vampire. 2. Johanna Lindsey: You Belong to Me. 3. Michael Crichton: Disclosme. 4. Jonathan Kellerman: Bad Love. 5. Dean Koontz: Mr. Murder. 6. Anne Ríce: The Vampire Lestat. 7. Robert James Walker: Slow Waltz in Cedar Bend. 8. Ken Follett: A Dangerous Fortune. 9 E. Annie Proulx: The Shipping News. 10. Danielle Steel: Vanished. 11. Elizabeth Lowell: Forget Me Not. 12. Peter Hoeg: Smilla's Sense of Snow. 13. Dean Koontz: The Door to December. 14. Judith McNaught: A Holíday of Love. 15 Tom Clancy Without Remorse. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Ðelany, Delany 8i Hearth: Having Our Say. 3. Maya Angelou: Wouldn’t Take Nothing for My Journey now. 4. Thomas Moore; Care of the Soul. 5. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 6. Rush Limbaugh: See, I Told You so. 7. Karen Armstrong: A History of God. 8. Joan Wester Anderson: Where Angel's Walk. 9. Erma Bombeck: A Marriage Made in Heaven... 10. Maya Angelou: 1 Know why the Caged Bird Sings. 11. Tom Clancy: Armored CAV. 12. Kathleen Norrís: Dakota. 13. M. Scott Peck: Further along the Road Less Traveled. 14. Howard Stern: Private Parts. 15. Bailey White: IVIama IVIakes up Her Mind. (Byggt á New York Times fiook Revíew) Gerviliðir festir með prótíni og keramiki Gerviliður í mjöðm Liðhaus (kóbalt-króm) Vísindi Kæti í vinnunni Þrír sálíræðingar viö háskól- ann í Flórída hafa gert um- fangsmikla rannsókn á því hvað veldur vinnugleði. Þar spilar margt inn í, svo sem félagslegir þættir, persónulegir og þættir tengdir vinnunni sjálfri, Vísindamennirnir komust t.d. að því aö atvinnuleysi orsakar vinnugleðí hjá þeim sem hafa vinnu. Af öörum vinnugleðivöld- um má nefna sjálfstæöi manna í starfinu, skýr markmið og stuðn- ing og handleiðslu yfirmanna. Tóbak og getuleysi Tóbaksreykíngar gera karla ekki einasta andfula og lita tenn- urnar í þeim guiar heldur eru þær taldar eiga stóran þátt í getu- leysi þeirra. Rannsókn sem gerð var á 4400 bandarískum her- mönnum sýndi að getuleysi var tvisvar sinnum algengara hjá reykingamönnum en hinum sem ekki reyktu. Að sögn vLsindamannanna sanna gögnin ekki að reykingarn- ar sem slíkar valdi getuleysinu heldur tengjast þær ýmsum sjúk- dómum, svo sem æðasjúkdómum sem geta valdiö getuleysi. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Tilraunir danskra vísindamanna á dýrum hafa sýnt fram á að innan fárra ára verði hægt að auka til muna styrkinn í festingu gervimjað- maliða og annarra gerviliöa við bein þess sem liðina fær. Festing gervihða hefur verið vandamál þar sem þeir hafa haft til- hneigingu til að losna frá beinunum sem þeir eru festir við eftir nokkur ár. En nýjar aðferðir og ný efni, sem brátt verður hægt að taka í notkun, lofa góðu um að verði hægt að gera þar bragarbót. Árangur gerviliðaaðgerða á eldra fólki er alla jafna nokkuð góður. Um tíu prósent af gerviliðunum losna á tíu ára tímabili og er þá framkvæmd önnur aðgerð. En hjá yngri sjúkling- um, yfirleitt hjá fólki á aldrinum 40 til 60 ára, losnar allt að fjórðungur gerviliðanna innan tíu ára og setja verður nýja í staðinn. Það er því bæði sjúklingunum og heilbrigðis- kerfmu til góöa ef hægt verður að bæta festingu slíkra gerviliða. Gerviiiðirnir eru venjulega festir á beinið með sérstakri beinasteypu en í nokkrum tilvikum eru þeir settir í án steypu. Reynslan af því hefur ver- ið mjög misjöfn, stundum alveg hrikaleg. En svo virðist sem festing- arvandinn verði senn leystur meö nýrri kynslóð gerviliða sem festir eru við beinin án steypu. Ofan á gerviliö- unum er sérstök húðun sem fær beinin til að gróa saman utan um gervihðinn og festa hann. Ein þeirra nýju aðferða sem lofa góðu felst í því aö þekja gerviliðinn með sérstökum prótínefnum, svo- kölluðum vaxtarþáttum, sem fmnast í náttúrulegu formi í beinvefnum. Martin Lind, vísindamaður í Árós- um, hefur sýnt fram á að þessi prót- ínefni geti fengið beinin til aö vaxa fljótt saman utan um nýísettan gervilið og halda honum pikkföstum. Annar vísindamaður í Árósum, Sören Overgaard, er að þreifa fyrir sér með notkun keramikhúðar á gerviliðunum. í ljós hefur komið að beinið er fyrr að jafna sig eftir slíka meðferð þegar gerviliðurinn er þak- inn keramikhúð og þá er einnig óþarft að húða gerviliðinn með prót- ínefnum. Með því að sameina þessar aðferðir getur styrkurinn í festingu gerviliðarins orðið allt að tuttugu sinnum meiri en gerist þegar hefð- bundin títanhúðun er á gerviliðnum. Segul- ómuní hvelli Vísindamönnum hefur tekist að stytta til mikOla muna þann tíma sem fólk þarf að liggja í segul- ómunartæki til að eitthvert gagn sé af. Fram til þessa hafa sjúkl- ingar orðið að liggja grafkyrrir inni í hólkinum í allt að 45 minút- ur, nokkuð sem börn og fólk með innilokunarkennd átti erfitt með að þola. Með því að nota tölvur og ötlugri segulómunarvél er hægt að fá fram segulómunarmynd af öllum likamanum á ekki nema 18 sekúndum. Þessi nýja tækni sparar einnig umtalsvert fé. Myndirnar eru ekki jafn góðar og áður en nægilega góðar samt. Segulómunartæki tekur mynd- ir af mjúkum veijum sem rönt- gengeislar fara í gegnum. ís á norð- urpól Þykkt íssins sem þekur norður- pólinn er mjög mismunandi þar sem ísirrn er á stöðugri hreyfingu. Hann getur verið allt upp í sex metra þykkur en venjulega er þykktín á bilinu þrír til fjórir metrar. Stundum er norðurpóll- inn þó meö öllu íslaus. Vegna hreyíingarinnar á ísnum getur fáni sem stungið var niður í ísinn á norðurpólnum að morgni verið kominn 1,8 kíló- metra í burtu að kvöldi..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.