Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Page 22
22 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Sérstæð sakamál Fjóröa hnífstungan Jólin voru á næsta leiti og þaö var friðsamt á Norður-írlandi þótt hinir stríðandi aðilar þar hefðu ekki lýst opinberlega yíir vopna- hléi. Jólaundirbúningurinn stóð sem hæst og í Belfast gekk fólk um götur, skoðaði í glugga, keypti jóla- gjafir handa ættingjum og vinum og hélt heim með þær. Gestur í borginni hefði getað haldið að kaþólikkar og mótmælendur hefðu endanlega lagt á hiiluna deilumar sem lengi hafa einkennt samskipti þessara hópa og valdið því að þeir hafa ekki átt samleið á mörgum sviðum þjóðlífsins. Jafnvel lög- regluþjónar sáust brosa. Andrúmsloft jólanna ríkti einnig heima hjá Charles Curran dómara. Hann var einn af yngstu og kunn- ustu hæstaréttardómuram á Norð- ur-írlandi og bjó með fjölskyldu sinni í White Abfcey, útborg Bel- fast. Föstudaginn sem sá atburður gerðist sem sagan segir frá biðu Curran-hjónin eftir því að dóttir þeirra, hin nítján ára gamla Patri- cia Curran, kæmi heim úr háskól- anum í Belfast til þess að halda jólin hátíðleg. Leitaðtil lögreglunnar En Patricia kom ekki heim þetta fostudagskvöld. Hún hafði hringt og sagst koma um sexleytiö og þeg- ar leið fram yfir þann tíma var hringt í háskólann til að spyrjast fyrir um hana. Skólasystkin sem viö var rætt sögðu aö þau hefðu síðast séð til hennar síðdegis og hefði hún þá verið aö búa sig undir að fara heim. Enn leið nokkur tími. Þá ákváðu Charles dómari og sonur hans, Desmond, aö fara inn í borg til að leita að Patriciu. Þá var tekið að snjóa og þegar þeir óku út úr heim- reiðinni varð þeim litið á runnana fremst við hana. Þá varð þeim ljóst að lengra þurftu þeir ekki að fara. Við runnana lá Patricia. Bækurn- ar hennar og tennisspaðinn lágu við hliðina á henni og kápunni hafði verið flett frá henni. Feðgarn- ir stigu út úr bílnum og sáu þá hvað gerst hafði. Patricia hafði ver- ið stungin með hnífi mörgum sinn- um og var látin. Hamslaus morðingi Curran eldri hringdi á lögregluna og hún kom innan tíðar. A staðinn komu rannsókarlögreglumenn en sakir snjókomunnar varð litið úr vettvangsrannsókn. Morðvopnið fannst ekki og gat það þýtt að það lægi einhvers staðar í snjó, hefði morðingiiin á annað borð kastað því en ekki tekið það með sér. Réttarlæknir fékk likið til rann- sóknar og skömmu síðar gat hann skýrt frá því að Patricia hefði verið stungin þrjátíu og sjö sinnum. Ein af fyrstu hnífstungunum hafði lent í hjartanu og bundið enda á líf hennar. Engu aö síður hafði morð- inginn haldið áfram að stinga hana, nærri þrjátíu sinnum. Lögreglan hóf þegar rannsókn málsins og skömmu síðar var her- inn beðinn að koma henni til að- stoðar. Þá lá fyrir að morðvopnið hefði verið blaðstuttur hnífur. Hermdarverk eða hefnd? Eitt af því sem mönnum kom í hug var að morðinginn væri úr Lýðveldishemum, IRA, og því hefði hið óopinbera vopnahlé um jólin verið rofið. Önnur tiigáta var sú að einhver þeirra sem Curran dóm- ari hafði dæmt til fangelsisvistar Patricia Curran. Nokkrir af félögum lans i flughern- um. hefði framið morðið i hefndar- skyni. Talsmenn IRA lýstu yflr því að samtökin bæru ekki ábyrgð á morðinu. Var þeirri yfirlýsingu trúað. Næst var því kannaö hvort einhveijir af þeim sem Curran dómari hafði sent í fangelsi hefði fengið frelsið síðasta hálfa áriö. Svo reyndist ekki vera. Mátti því með nokkurri vissu segja að hvorug hinna upphaflegu kenninga gæti átt við rök að styðjast. Þá létti það ekki rannsókn máls- ins að Patricia hafði ekki átt unn- usta og óvini hafði hún enga átt að því er best var vitað. Hún haföi þvert á móti veriö vinsæl stúlka og vel liðin af skólasystkinum sín- um. Óvænturfundur Nokkur tími leið nú án þess að rannsóknarlögreglán í Belfast yrði nokkurs vísari. Voru vonir manna Morövopnsins leitað. um aö takast myndi að upplýsa morðið teknar að dofna og sumir töldu jafnvel að morðinginn myndi aldrei fmnast. Dag nokkum fór Desmond, bróð- ir Patriciu, á kaffihús. Þar hitti hann fyrir úlviljun ungan flug- mann, Ian Gordon, en hann hafði oft komið í heimsókn til Curran- fjölskyldunnar. Ian hafði áldrei sýnt neinn áhuga á Patriciu en Desmond spurði hann, eins og hann hafði spurt svo marga fleiri, hvort hann heföi nokkra hugmynd um hver gæti hafa orðið henni að bana. „Þaö held ég ekki,“ svaraði Ian. „Ég get hins vegar ekki skihð hvers vegna morðinginn hélt áfram að stinga hana. Fjórða stungan varð henni að bana og því engin þörf á að hafa þær fleiri.“ Desmond brá mikið. „Hvemig veist þú,“ spurði hann Ian, „aö það var fjórða stungan sem varð systur minni að bana?“ Ian var undarlegur á svip, fólnaði svolítið og leit flóttalega í kringum sig en svaraði því svo til að hann hlyti að hafa lesið það einhvers staöar að fjóröa hnífstungan hefði verið sú hanvæna. Málið kemst á nýtt stig Desmond Curran var ljóst, um leið og hann heyrði svar Ians, að hann hlyti að vita meira um morðið en hann vildi vera láta. Aldrei hafði verið skýrt frá því opinberlega að fjórða hnífstungan hefði bundið enda á líf Patriciu. Einungis réttar- læknirinn, yfirmenn rannsóknar- lögreglunnar og Curran-fjölskyldan höfðu fengið að vita það. Hafði þess- verið sérstaklega gætt að frétta- menn fengju ekkert um það aö heyra enda getur þögn um einstök atriði sakamála oft komið að góðum notum við að upplýsa þau. Desmond sagði föður sínum þeg- ar í stað frá því sem hann hafði orðið vísari. Faðirinn hafði síðan samband við rannsóknarlögregl- una. Hún fór á heimili Ians Gordon þá um kvöldið og bað hann að gera grein fyrir ferðum sínum fóstu- dagskvöldið örlagaríka. Hann • svaraði því til að þá hefði hann verið í flugstöðinni og unnið að jólaundirbúningi þar. Morðvopnið finnst Félagar Ians í herflugstöðinni voru nú teknir til yfirheyrslu. Þeir könnuðust við aö hann .heföi að- stoðað þá við jólaundirbúninginn þennan föstudag en sögðu að hann hefði farið burt um fimmleytið og ekki komið aftur fyrr en um sjö. Það var einmitt á þeim tíma sem morðið hafði verið framið. Mikil leit hófst nú að morðvopn- inu og að lokum fannst það í litlu stöðuvatni nærri heimili Patriciu. Það var pappírshnífur með þunnu blaði. Yfirmaður á herflugvellinum þekkti hann strax og sagði að um sinn pappírshníf væri að ræða. Hann hefði horfið af skrifborðinu daginn áður en Patricia var myrt. Sagði yfirmaðurinn að fyrir utan sig hefði aðeins einn maður haft aðgang að skrifstofunni, Ian Gor- don. Atburðurinn á flugvellinum Er hér var komið voru líkurnar til þess að Ian væri sá seki orðnar yfirgnæfandi. Þegar fréttin um það spurðist út gaf sig fram starfsmað- ur á flugvellinum í Belfast og sagði aö kvöldið sem morðið var framið hefði maður sem svaraöi til lýsing- arinnar á Ian Gordon komið á flug- völlinn. Hefði hann beðið um far með flugvél til Englands þá um kvöldið því hann þyrfti að ná skipi frá Southampton í tæka tíð til að get haldið jólin í Bandaríkjunum. En maðurinn hafði ekki fengið flugfar því öll sæti voru bókuð þetta kvöld. „Hann hljóp út úr flugstöðvar- byggingunni, rétt eins og hann væri með ljóta karlinn á hælun- um,“ sagöi flugvallarstarfsmaður- inn. Nú var ljóst að rétt væri að taka Ian Gordon til alvarlegrar yfir- heyrslu og var það gert. Hann ját- aði þá fljótlega. Frásögn Ians Ian Gordon var ákæröur fyrir morðið á Patriciu Curran og kom fyrir rétt. Þar skýrði hann frá því að umræddan föstudag hefði hann farið úr flugstöðinni og beðið eftir Patriciu fyrir utan heimili hennar. Þar hefði hann þrifið í hana og beöið hana að gefa sér jólakoss. Hún hefði brugðist reið við, rekið honum löðrung og hrint honum frá sér. í reiðikasti hefði hann þá tekið fram pappírshnífinn og myrt hana. Hann hefði síðan ýtt líkinu að runnanum við heimreiðina, gengið út að litla stöðuvatninu og kastað hnífnum í það. Síðan hefði hann flýtt sér til herflugstöðvarinnar og haldið áfram að hjálpa félögum sín- um við jólaundirhúninginn. Síðar um kvöldið hefði hann svo íhugað að flýja land en ekkert orð- ið úr því. Hann hefði svo horfið frá hugmyndinni um að fara úr landi. Ian Gordon var fundinn sekur um morð án þess að'því tengdust nokkrar mildandi aðstæður. Hann fékk lífstíðardóm og því getur lang- ur tími liðiö áður en hann getur sótt um reynslulausn. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.