Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Page 31
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 31 Svidsljós Sagan á bak við kvikmyndina Disclosure: Varð fyrir kynferðislegri áreitni kvenkyns yfirmanns Hún hengdi skilti með oröunum Ón- áöiö ekki á skrifstofudyr hans, lokaöi á eftir sér og sneri lyklinum í skránni. Hún settist í kjöltu hans og hneppti frá skyrtunni hans, kyssti hann á bringuna og losaði um beltiö hans. Hún var yfirmaður hans. Kvikmyndahúsagestir í Bandaríkj- unum sáu Demi Moore og Michael Douglas í þessari senu í kvikmynd- inni Disclosure sem veriö var að frumsýna núna í vikunni. Víst þykir að kvikmyndin muni vekja umtal þar sem það er karlmaðurinn sem verður fyrir kynferðislegri áreitni á vinnu- stað. Kvikmyndin er gerð eftir bók hins vinsæla höfundar Michaels Crichtons. Þykir mörgum sem sumt í bókinni minni á það sem kom fyrir Mexíkanann Sabino Gutierrez í raunveruleikanum. Milljón dollarar í skaðabætur „Þetta var martröð," segir Sabino, 34 ára gamall deildarstjóri í Los Angeles sem kærði kvenkyns yfir- mann sinn fyrir kynferðislega áreitni og hlaut yflr 1 milljón dollara í skaðabætur. Það sem kviðdómur, eiginkona Sabinos, fjölskylda og vinir þurftu að taka afstöðu til var hvort hægt væri að fallast á að það sé staðreynd að karlmaður láti konu neyða sig til ástaratlota gegn vilja sínum. „Það virðist erfitt að trúa þessu en þetta er ekki bara mögulegt heldur er þetta skelfileg reynsla," segir Sab- ino í blaðaviðtali. „Ég hef grátið mik- ið vegna þessa og verið niðurbrot- inn.“ Ekki nógu mikið karlmenni Vandræðin byrjuðu skömmu eftir aö Sabino hóf störf hjá fyrirtækinu Cal Spa í Los Angeles. Hann fékk deildarstjórastöðu í fyrirtækinu þar sem Maria Martinez, sem nú er fer- tug, var fjármálastjóri. Hún er dökkhærð, með brún augu og aðlaðandi en hafði ekki áhuga á nema einu. Sabino segist aldrei hafa tekið jafn erfiða ákvörðun og þegar hann ákvað að kæra Mariu. „Ég var gagnrýndur. Fólki þótti ég ekki nógu mikið karlmenni. Hvers vegna lét ég konu stjóma mér? Hvers vegna lagð- ist ég ekki og naut þess? Það virðist sem það sé ómögulegt að þetta geti komið fyrir karlmenn en það er það ekki.“ Sabino telur að vandamálið sé al- gengara en talið er. „Ég er viss um að það eru þúsundir karla sem verða fyrir kynferðislegri áreitni á hveij- um degi. Þeir eru of feimnir við að kvarta af ótta við að þeim verði ekki Sabino Gutierrez kærði kvenkyns yfirmann sinn vegna kynferðislegrar áreitni. trúað eða við að verða að athlægi. Þetta hljómar kannski eins og brand- ari að karlmaður skuli kvarta yfir því að kona vilji hafa kynmök við hann. En þetta er enginn brandari. Það er ekkert fyndið við það að láta stjórna sér. Þetta var alls ekkert róm- antiskt. Þetta var bara niðurlægj- andi. Það má vera að Maria þyki aðlaðandi en mér fannst það ekki og mig langaði ekki í hana.“ Oft andvaka Það hefur vakið furðu að þrátt fyr- ir þetta starfaði Sabino í sjö ár hjá fyrirtækinu áður en hann sagði upp. Hann segir að þær stundir sem Mar- ia hafi ekki verið að ónáða hann hafi hann í raun haft ánægju af starfi sínu. „Ég var með góð laun, 25 þús- und dollara á ári, og ég gat ekki feng- ið sambærilega stöðu annars staðar. Ég lét mig því hafa þetta til aö halda vinnunni. En ég var oft andvaka á þessum ámm. Eitt sinn vaknaði ég í svo slæmu ástandi að konan mín ók mér á neyðarmóttöku sjúkrahúss um miðja nótt. Ég var í þunglyndiskasti, með verk fyrir brjóstinu og gat varla andað. En þetta var allt sálrænt. Ég þjáist enn vegna þessa.“ Sabino þykir alls ekki líta út fyrir að vera viðrini eða mömmudrengur heldur stór og stæöilegur. Hótanir Hann segir óþægindin hafa byrjað tveimur vikum eftir að hann hóf störf hjá fyrirtækinu. „Hún lét falla róm- antísk orð í minn garð. Síðan átti hún það til að koma inn til mín, faðma mig og kyssa mig allt að þrisvar til fjórum sinnum á dag. Hún lokaði þá dyrunum og setti upp skilti sem á stóð Ónáðið ekki. Hún settist í kjöltu mína og ræddi um vandamál sín heima fyrir, skilnað sinn og tilfinn- ingar sínar í minn garð. Eg hvatti Michael Douglas og Demi Moore i kvikmyndinni Disclosure þar sem það er konan sem áreitir karlinn kynferðislega. Maria Martinez neitar öllum sakar- giftum. hana aldrei né svaraði henni. Eg vonaöi að þetta liði hjá en hún var búin aö ákveða að hún væri ástfang- in af mér. Hún vildi meira að segja giftast mér.“ Þegar Sabino mótmælti fékk hann stundum frið í nokkrar vikur. „En þá hótaði hún mér í staðinn, sagði að ég leysti störf mín ekki nógu vel af hendi eða að aðrir gerðu hlutina betur. Síðan kom hún og vildi atlot. Ég var hræddur af því að hún var yfirmaður minn. Ég gat ekki farið til æðstu stjórnenda þar sem ég taldi að þeir myndu ekki trúa mér.“ Aðkasteftir brúðkaupið Sabino kveöst aðeins einu sinni hafa haft kynmök viö Mariu en áreitni hennar hafi haldið áfram eftir það. „Ég varö að fara dult með einka- líf mitt. Ég gat ekki sagt neinum að ég ætti kærustu því að ef Maria hefði komist að því hefði ég lent í vandræð- um. Ef hún sá mig meö annarri stúlku varð hún brjáluð. Ég skildi ekki hegðun hennar. Ef ég reyndi árangurslaust við stúlku í vikutíma gafst ég upp en því var ekki þannig varið með Mariu.“ Þegar Sabino kvæntist loks kær- ustunni sinni varð hann fyrir miklu aðkasti af hendi Mariu. „Fyrstu þrjár vikurnar snerti hún mig ekki heldur svívirti mig og hótaði að reka mig. Síðan byrjaði kynferðisleg áreitni á ný. Ég sagði konunni minni að ég ætti við vanda að glíma á vinnu- staðnum en ég fékk mig ekki til að segja henni hvers konar. Sumt sagði ég henni ekki fyrr en eftir réttarhöld- in. Stundum baðst Maria afsökunar á hegðun sinni en sagðist í leiðinni elska mig. Við önnur tilfelli kvaðst hún ekki vita hvað ég væri að tala um og hótaði mér.“ Kveðst saklaus Maria kveðst saklaus og segir sögu Sabinos uppspuna frá rótum. Hún segir að hann hafi fundið upp á þessu þar sem það hafi verið farið aö halla undan fæti hjá honum í starfinu. Auk þess hafi það verið hann sem hafi viljað hafa kynmök við hana en ekki öfugt. Kviðdómur trúði hins vegar frásögn Sabinos og hann hlaut í fyrra yfir 1 milljón dollara í skaðabætur vegna tekjumissis og óþæginda. Mál- inu hefur verið áfrýjað. Sabino hefur lesið bókina Disclos- ure og kveðst kannast við ýmislegt. Hann segir að þó að það hefði veriö Demi Moore sjálf sem hefði áreitt hann hefði hann kært hana. Og unn- ið máhð. UOM^ Ljomancli jólaleikur VINNINGSHAFAR FÖSTUDAGINN 9. DESEMBER 1994 KITCHHNAID HRÆRIVHl Guðbjörg Vallaðsdóttir, Kambaseli 79, 109 Reykjavík HHDHUSVOGIR Maríanna Sigurðardóttir, Höfðavegi 41, 900 Vestmeyjar Oddný Bjarnadóttir, Breiðvangi 11, 200 Kópavogur SODASTREAM TÆKI Guðmundur Gunnarsson, Hvassaleiti 22, 103 Reykjavik Lára Haildórsdóttir, Ásbúðartröð 3, 220 Hafnarf. Jóhanna Sveinbjörnsdóttir, Heiðarbraut 49, 300 Akranes 24 HITRAR AF SAFA AD EIGIN VAl.l María Svava Andrésdóttir, Hæðarenda, Grímsnesi Kolbrún Guðmundsdóttir, Furugrund 44, 300 Akranes Ragnar Heiðar Hauksson, Ásvegi 25, 760 Breiðdalsvík Ásdís Jóhannsdóttir Koltröð 17, 700 Egilsstaðir Kristín Hafsteinsdóttir, Suðurhólum 30, 111 Reykjavik Ágústa Júníusdóttir, Árskógum 17, 700 Egilsstaðir Sigríður Sigurðardóttir, Lindargötu 57/412, 101 Reykjavik Sigurbjörg Þórmundsdóttir, Logafold 32, 112 Reykjavík Vera Siemsen, Lágholti 9, 270 Mosfellsbær Dagmar S. Guðmundsdóttir, Réttarbakka 7,109 Reykjavík VINNINGA MÁ VITJA í SÓI. HF„ hVF.RHOI.Tl 19-21, SÍMI 626.200 UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði, sem hér segir, á eftirfarandi eign: Hamarsgata 25, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Jón B. Kárason, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Austurlands og íslandsbanki hf„ 14. desember 1994 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI Auglýsing um starfslaun listamanna árið 1995 Starfslaun handa listamönnum Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið 1995, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum, þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda. 2. Launasjóði myndlistarmanna. 3. Tónskáldasjóði. 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listámannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. janúar 1995. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna" og tilgreina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneyt- inu. Ath. Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í sam- ræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991. Reykjavík, 7. nóvember 1994 Stjórn listamannalauna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.