Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Martröð í átján ár: „Sonur minn breyttist í óargadýr" — segir Kristín Gunnarsdóttir sem fékk aldrei að vita sannleikann um sjúkdómsgreiningu sonar hennar eftir alvarlegt slys „Þegar sonur minn var á ööru ári féll hann út um glugga á annarri hæö og slasaðist alvarlega á höfði. Frá þeim tíma má segja að líf mitt hafi verið martröð. Það er fyrst núna, átján árum síðar, að sonur minn kemst í meðhöndlun hjá lækni sem segir okkur umyrðalaust hvernig allt er í pottinn búið. Ég hef brostið í grát í tíma og ótíma við tilhugsunina um hvernig líf okkar hefði getað orð- ið ef við hefðum vitað þetta strax og drengurinn hefði fengið rétta með- höndlun frá upphafi,“ segir Kristín Gunnarsdóttir., móóir tvítugs pilts sem fékk alvarlegan heilaskaða við sjö metra fall úr glugga í febrúar 1976. Drengurínn hefur verið talinn eitt versta dæmi af vandræðaungl- ingi hér á landi. Sá dagur, sem drengurinn féll úr glugganum, mun sjálfsagt aldrei líða móðurinni úr minni enda sakfelldi hún sjálfa sig lengi vel vegna þess hörmulega atburðar. Dóttir hennar, þá nokkurra mánaða, svaf í herberg- inu þar sem drengurinn klifraði Upp í gluggann en móðirin var að stússa í næsta herbergi. Slasaðist lífshættulega „Viö vorum nýkomin heim úr göngutúr. Fyrr um daginn hafði ég veriö að hreinsa snjó úr þakrennu út um gluggann en við bjuggum í risíbúð. í rennunni fann ég snuð og hringlu sem ég hafði verið að veiða upp en sonur minn sat mjög oft í glugganum og horfði út. Ég hafði allt- af litla rifu á glugganum en batt hann síðan fastan þannig að enginn mögu- leiki var að opna hann frekar. Þegar við komum heim úr göngutúrnum hefur hann sjálfsagt ætlað að ná í snuð eins og ég gerði fyrr um dag- inn. Glugginn var kræktur aftur en mér hafði láðst að binda hann. Ég vissi ekki fyrr til en ég heyrði sker- andi bamsópiö. Ég leitaði að barninu um allt áður en ég áttaði mig hvað gerst haföi,“ segir Kristín. „Hann slasaðist lífshættulega, höfuðkúpu- brotnaði og blæddi inn á heilann. Hann lamaðist vinstra megin og læknar sögðu mér frá aö það væru sprungur aftan á höfuðkúpunni en ennið var mölbrotið. Hann var til- tölulega fljótur að jafna sig, var um það bil mánuð á spítalanum. Reynd- ar missti hann niður málið og lömun- in háði honum fyrst. Þó var kraftur- inn svo mikill að hann dró sig ein- hvern veginn áfram á honum einum. Hann átti erfitt með að vera kyrr. Fékkenga endurhæfingu Þetta gekk ágætlega eftir að hann kom heim. Mér var sagt á spítalanum hvernig ég ætti að æfa hann en var ekki boðin nein sjúkraþjálfun eða endurhæfing. Kona, sem ég þekki og vinnur með þroskaheftum, rak mig talsvert áfram í þjálfuninni og kenndi mér margt. Eg og maöurinn minn reyndum að þjálfa hann eins vel og við gátum og ári eftir slysið var hann byrjaður að ganga aftur. Fljótlega fór þó að bera á skapofsa hjá barninu. Hann átti góða vinkonu sem hann lék mikið við en vegna þess hvernig hann réðst stöðugt á hana, beit og lamdi, var ekki hægt að hafa þau saman. Ég fékk síöan leikskólapláss fyrir hann til að æfa málið því hann talaði sitt eigið mál sem enginn skildi. Það gekk því miður ekki því hann réðst á önnur börn og var algjörlega hömlulaus í umgengni við þau. Eg fór með barnið milli lækna sem reyndu að hughreysta mig með þeim orðum að hann 'væri bara að jafna sig eftir slysið og þetta myndi lagast. Annaö fall á höfuðið Við fluttum norður í land nokkru seinna. Þá datt hann á skautum beint á hnakkann og var lagður inn á Kristin bendir hér á gluggann sem sonur hennar féll út um með skelfi- legum afleióingum þegar hann var á öðru ári. barnadeildina á Akureyri með heila- hristing og mjög líklega blæðingu en það voru ekki til nógu góð tæki á Akureyri til að athuga það. Á sjúkra- húsinu varð hann alveg óður og setti allt á annan endann. Þá vildu læknar gefa honum róandi lyf, sögðu hann ofvirkan. Ég vildi frekar að hann yrði sendur í almennilega rannsókn. Um vorið kom ég með hann til Reykjavíkur í rannsókn og var með skýrslur frá sjúkrahúsinu á Akur- eyri. Læknar á Landakoti skömm- uðu mig þá fyrir að biðja um róandi lyf handa barninu en það hafði aldr- ei verið minn vilji að gefa honum þessar pillur. Út úr þeirri rannsókn kom ekkert annað en barnið væri ofvirkt og hann þyrfti góðan aga. Erfiðleikarnir byrjuðu þó ekki að neinu ráði fyrr en hann byrjar í skóla. Þá hefst hin eiginlega martröð. Drengurinn var náttúrlega búinn að vera óeðlilega fyrirferðarmikill en - ■ H" Drengur a öðru ári féll út um glugga á 2. hæð ÞAD SLYS v.rð * K‘"*“ Revklavfk skömmu fyrir kv SSínitw SSÍíJ’Hwi LxÆÆr 1 itií drentturtnn var að sér elnn I hiúnahevbcrgit'u ... ... Tðkst honum i Blöðin sögðu frá falli litla barnsins út um gluggann. Enginn vissi hins vegar þá hvað beið foreldranna. við töldum alltaf að þetta væru bara eftirköst eftir slysið og hann myndi jafna sig. Fyrsti bekkurinn í grunn- skóla gekk best, þótt hann mætti ekki dögum saman í skóla og oft fann ég hann í Hagkaupi eða annars stað- ar í bænum. Eitt skiptið hafði hann ekki mætt í viku í skólann en þá hringdi kennarinn heim og spurði um hann. Ég kom af fjöllum, taldi hann vera í skólanum. Of erfitt dæmi fyrir kennarann í sjö ára bekk kom hann einu sinni heim úr skólanum og tilkynnti mér að hann væri vangefinn og ætti ekki að vera í þessum skóla - kennarinn hafði sagt það. Ég reiddist þessari framkomu við barnið og fór næsta dag og ræddi við þennan kennara sem sagði mér að það væri ekki hægt Hvaðsegja læknabækur um sjúklinga með fram- Skemmdir framan á höíði geta leysi á tilfinningum annarra, jafn- valdið sérkennandi breytingum á framt því að sjúklingurinn gerir eðlisfari og skapgerð sem flokkaö sér ekki grein fyrir eigin líðan og er undir heitið „persónuleikabreyt- hefur engar áhyggjur af henni. Þeg- ing“. Það sem einkennir breyting- ar sjúklingurinn kætist lítur það una mest er hömluleysi með ein- oft út fyrir að vera innantóm og lægumenyfirgengilegumkumpán- ástæöulaus gleðivíma fremur en legheitum, ónærgætni, hömlulaust einlæg gleði sem smitast til þess málæði, barnslegur spenningur sem með honum fylgist. í öðrum (,,moria“) eða ærslafufi glettni og tilvikum eru aðalbreytingarnar útúrsnúningar (,,Witzelsucht“). skortur á frumkvæði ásamt því að (Orðabókarþýtt merkir það nánast geðslagið hægist verulega, aðallega fyndnissýki.) Félagslegar og sið- þegar um er að ræða æxli við fVam- fræðilegar hömlur kunna að heila. Þetta kann að leiða til stigs miruika ásamt því að viðkomandi sem best er lýst sem sljóleika á hættir að láta sig framtíðina varða, hæsta stigi. svo og afleiðingar gerða sinna. Einbeitíng, athygii og.getan til að Kynferðislegt fyrirhyggjuleysi gera eitthvað sem búið er að áætla kann að gera vart við sig og einnig veikist viö þessar breytingar en lítils háttar afbrotahneigð ásamt frammistaðan í hefðbundnum alvarlegum dómgreindarbresti greindarprófum er oft furðulega vegna fjárhagslegra og gagn- góð, það er að segja þegar búið er kvæmra persónulegra málefni. að tryggja að viðkomandi sé sam- Stundum kemur í ljós áberandi starfsfús.. . tómlæti, jafnvel kuldalegt áhuga- ^’scinctive c, term ‘change of P ra™ent subsumed ui disinhibition, with exp" M°St charactl .... wun expanstve over-famiiia„; TS' ChÍ,diSh ““ »ucht'). Sodal and (<V ished, with.Jaclc.of concem may be c i&LConsequence of.actions P .[*"y ^isdemeanours may'occur n /udscment with regard to Lanciai Zf03" ** mt,crs- Sometimes there is ™ 300 mterP* tvcn callous unconcem f marked In^ffcr «yiackofS~^^ofot u «fen seen, Z tT' E‘'Vati°a of " phoria rather than as a true 800 fatuous ncaces itseif ,0 „e obsetver roriCh prmcipal changes are lack nF ■ - ^ cases profound slowing of n mtlaUve> asPontan< licuíarly 1 to a state of lumours. This may px ímount virtually to stupor. aSP°ntaneíty w^ch að hafa hann í bekknum. Drengurinn gæti ekki setið kyrr, fylgdist ekki með náminu og hefði truflandi áhrif. Hún lét hann sitja úti í horni við borð sem á stóð kvikmyndatökuvél, hann fór svo í taugarnar á henni. Ég spurði kennarann hvort ekki væri hægt að fá sérkennslu fyrir hann því hann þyrfti á henni að halda. Kenn- arinn æsti sig upp við mig og sagði að þessi drengur ætti bara heima í skóla fyrir vangefna. Ég var alls ekki tilbúin að samþykkja að hann væri þroskaheftur og varð bæði sár og reið. Síðan fór ég til skólastjórans sem vísaði mér út eftir að hafa hreytt í mig ónotum. Ég var sérstaklega lát- in finna það að ég byggi í bæjarblokk og stöðugt sökuð um að ala hann ekki upp. Drengurinn kláraði sjö ára bekkinn en hvergi var gert ráð fyrir honum í átta ára bekk. Ef eitthvað gerðist í skólanum á þessum tíma var honum kennt um, hvort sem hann hafði verið á staðnum eða ekki. Ég reyni ekki að draga úr því að dreng- urinn var óheyrilega erfiður á þess- um tíma en engum datt í hug að reyna að hjálpa mér með hann í sam- bandi við sérkennslu eða að hann fengi þá meðhöndlun sem hann þurfti á að halda. Ég talaði viö alls kyns ráðgjafa og lækna en enginn vildi taka ábyrgð á þessum einstakl- ingi og allir vísuðu á einhvern ann- an. Engum datt í hug að segja mér að drengurinn væri alvarlega heila- skaðaður sem orsakaði algjört dóm- greindar- og hömluleysi. Hann hafði enga stjórn á sjálfum sér og hefur ekki ennþá. Það er mesta mildi að hann skuh ekki hafa framið eitthvert voðaverk. Byrjaði að drekka 9 ára Vegna þess að drengurinn var allt öðruvísi í allri hegðun en aðrir var honum strítt af öðrum börnum. Níu ára gamall var hann farinn að drekka áfengi. Þá ræddi ég við þann eina skólasálfræðing sem boðið var upp á í Breiðholti á þessum tíma. Hann kom drengnum í skóla í Laug- arneshverfi þar sem var sérdeild. Þar gafst kennarinn líka upp á honum. Ennþá var ég að hlaupa með dreng- inn milh lækna og senda hann í alls kyns skoðanir og próf. Ég var stöð- ugt að segja læknum að það væri ekki eðhlegt hvernig drengurinn léti. Þeir vissu það öll þessi ár en sögðu mér það aldrei hreint út. Þótt dreng- urinn væri erfiður sem barn þá versnaði það til muna eftir því sem hann varð eldri. Eftir að hann byrjaði að drekka kom ofbeldið fram í honum. Hann barði mig og systur sína og rústaði allar okkar eigur. Þetta hafði gífurleg áhrif á heimhislífið enda endaði hjónabandið með skilnaöi. Drengur- inn er búinn að vera á öllum ungl- ingaheimilum sem til eru hér. Hann byrjaði 9 ára gamall á Kleifarheimil- inu, fyrst á daginn, hann kom heim á kvöldin og um helgar. Eftir að hafa lamiö kennara í Laugarnesskóla og rústað skólastofuna var hann vist- aður þar alveg. Þetta var úrskurðað heimilisvandamál - óregla á heimili hans. Við foreldrarnir fórum í fjöl- skyldumeðferð en drengurinn fékk ekki þá hjálp sem hann þurfti. Ég var í stöðugu sambandi við lækna á Borgarspítalanum sem skáru hann á sínum tíma. Einnig ræddi ég við sál- fræðinga og ráðgjafa. Ég var undir miklu álagi vegna þessa endalausa stríðs meö drenginn og var stöðugt í LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 39 Kristin Gunnarsdóttir og dóttir hennar, Una Guðný. Þær hafa mátt búa við ótta i fjölda ára vegna sonar Kristínar sem hlaut alvarlegan heilaskaða i æsku, breyttist nánast í óargadýr og hefur verið vandræðabarn og -unglingur, bæði ofbeldishneigður og hömlulaus. Fyrst núna eftir átján ára martröð fengu þær að heyra sannleikann um hvað væri að honum. DV-myndir Gunnar V. Andrésson vernd gagnvart honum. Þegar ég leit- aði svara hjá öllu þessu fólki, sem ég talaði við, var mér sagt að ástæður þessa væru að drengurinn væri óþekkur, illa upp alinn, ég léti hann komast upp með agaleysi. Þetta væri kröftugur strákur sem þyrfti mikið aðhald. Ég var líka sökuð um skap- ofsa og samskiptaörðugleika við kennara. Ég var alltaf sökudólgur- inn. Ég reyndi að hafa fastar reglur en matartímar hér enduðu alltaf með slagsmálum. Fastur gestur á öllum vandræða- barnaheimilum Drengurinn var tvö ár á Kleifar- heimilinu en kom þá aftur heim. Hann var hér um tíma og það verður að segjast eins og er að heimilið var eins og helvíti. Þá fékk ég geðlækni til að líta á hann. Hans úrskurður var sá að það væri ekkert aö strákn- um, óregia á heimilinu væri ástæða þess hvernig hann iét. Maðurinn minn smakkaði ekki vín en vegna álags drakk ég töluvert á timabili en það bitnaði ekki á börnunum. Við bjuggum í bæjarblokk í Breiðholti og ég er sannfærð um að það var lit- ið niður' á okkur vegna þess. Ef ég hefði verið betur stæð hefði ég fengið aðrar móttökur. Þegar hann var tíu ára fórum við til enn eins læknisins. Hann sagði mér aö hann væri með heilaskemmd sem næði frá botni augans og aftur að eyra. Læknirinn útskýrði þetta og teiknaði upp fyrir mig en mér láð- ist því miður aö taka teikningu með mér. Ég bjóst við að læknirinn ætlaði að gera eitthvað fyrir hann og þegar ég fór að ganga á hann með það vildi hann ekki viðurkenna aö hafa sagt að drengurinn væri með heila- skemmd. Móöurinni kennt um Þegar hann var orðinn unglingur fór ég með hann í rannsókn á mis- þroska börnum sem gerð var á Reykjalundi. Þar fékk ég einnig að vita að hann væri misþroska og of- virkur og þyrfti mikinn aga og reglu. Samt fékk ég engar upplýsingar um hvernig ég gæti aflað mér hjálpar með hann. Ég reyndi þó að afla mér bóka um þetta efni og las mér til. Á meðan allt þetta gekk yfir var dreng- urinn ætíð á alls kyns unglingaheim- ilum. Hann var t.d. vistaður á Sól- heimum 7 þar sem hann varð alveg brjálaöur og enginn réð við hann. Það var sama hvernig ég reyndi að lýsa hegðun hans fyrir starfsfólki allra þessara heimila. Það var eins og aldrei væri tekið mark á mér. Oft fór ég grátandi út því allir álitu mig sökudólginn. Við mæðgurnar þurftum að þola mikið ofbeldi frá honum. Við Ufðum í stöðugum ótta. Hann var dýrvitlaus þegar hann kom hingað, eins og óargadýr. Ég vildi ekki fá hann hing- að heim - við réðum ekkert við hann. Hann er vel þekktur hjá lögreglunni og hefur mörg afbrot á samviskunni. Hann hefur margsinnis gengið í skrokk á okkur og beinbrotið mig. Þegar hann róast veit hann hins veg- ar ekkert hvað hann hefur gert. Eitt sinn fékk ég lánaðan sumarbú- stað hjá vini mínum. Strákurinn rústaði hann gjörsamlega svo eig- andinn varð að selja hann upp í við- gerðarkostnað. Hann rukkaði mig aldrei um bætur. Ekki nóg með að hann hefði eyðilagt bústaðinn og allt sem í honum var heldur var ég stórslösuð og hann líka. Hin síðustu ár er það ekki bara áfengi sem hann hefur prófað heldur einnig fíkniefni. Hann hefur marg- sinnis farið í meðferö á Vog og Tinda. Honum finnst hann þó ekkert erindi eiga á þessa staði og getur alls ekki farið eftir neinum reglum sem settar eru. Hömlu- og dóm- greindarlaus Hann hefur dvalið langdvölum á unglingaheimilum og oft hefur hann ráðist á mig þegar ég hef heimsótt hann. Eitt skiptið réðst hann fanta- lega á mig á einu unglingaheimilinu og þá horfði starfsfólkið á hvemig ég átti fótum flör að launa að komast út úr húsinu áður en hann gengi endanlega frá mér. Þá held ég að starfsfólkið hafi loksins séð að það var ekki bara eitthvað að mér. Á allra síðustu árum hefur hann lent á geðdeildinni. Þar höfum við fengið þau svör að hann væri erfiður alkóhólisti. Fyrir þremur mánuðum fór hann sjálfviljugur á geðdeildina og lenti þá í höndunum á nýjum lækni, Láru Höliu Maack. Hún hringdi til mín og bað mig að koma í viðtal. Lára Halla las allar hans skýrslur og aflaði sér upplýsinga hjá læknum. Eg sagði henni frá öllum læknisheimsóknum á þessum átján árum og hún sagði mér hreint út hvað væri að honum og að það hefði verið vitað strax þegar hann var tveggja ára gamall. Hann er varan- lega framheilaskaðaður sem þýðir að hann er gjörsamlega hömlu- og dómgreindarlaus. Hann hefur aldrei haft neina stjórn á hegðun sinni. Hanr. véit ekki hvaö er rétt eða rangt og reglur skipta því engu máli. Hömluleysið kemur fram á öllum sviðum, m.a. í áti. Ef ég keypti vel inn fyrir helgi var allt klárað á nokkrum tímum. Það mátti aldrei vera neitt til. 75% öryrki Mig langar til aö segja þessa sögu núna vegna þess. að mér finnst rétt að fólk viti hvernig læknar geta leynt fólki staðreyndum. Það er eins og enginn hafi þorað að segja mér sann- leikann. Lára Halia hefur t.d. bent okkur á að hann sé 75% öryrki og hafi átt rétt á örorkubótum alla tíð. Það hefur aldrei verið sagt við okkur fyrr og ef við hefðum vitað það heföi það hjálpað mikið því oft átti ég ekki fyrir mat ofan í okkur. Það getur enginn ímyndað sér hvað þessi drengur þurfti margar buxur á mán- uði eða mörg pör af skóm. Hann var slíkur göslari að ef hann fór út á nýjum skóm kom hann kannski inn á yfirborðinu einu. Úttauguð afbaráttunni Ef tekið hefði verið rétt á málum hans frá fyrstu tíð, hann hefði fengið þá þjálfun og sérkennslu sem hann þurfti á að halda, býst ég við að líf okkar allra hefði orðið öðruvísi. Ég verð svo reið þegar ég hugsa um hvað við erum búin að ganga í gegn- um öll þessi ár. Kannski var hægt að koma í veg fyrir allt þetta. Nú vil ég að hann fái öruggt húsnæði, að hann fái örorkubætur, því hann má ekki vinna, og að við mæðgurnar getum lifað óhræddar. Ég veit að það er ekki hægt að lækna hann. En hann á að geta fengið þá meðferð sem hann þarf. Sjálf er ég orðin gjörsamlega úttauguð á þessari baráttu. Ég hef aldrei fengið neinn stuðning frá ein- um eða neinum. Við höfum bara staðið þrjú í þessu stríði. Fólk er hrætt við hann og þorir varla að koma nálægt okkur. Oft hef ég þurft að loka hann úti því ef hann heíði komist inn hefði hann gengið frá mér. Hann var tíu ára gamall þegar ég þurfti að láta lögregluna járna hann á fótum og höndum í fyrsta sinn. Ég get ekki talið þau skipti sem ég hef sótt hann á lögreglustöðina. Það skilur sjálfsagt enginn hvernig líf þetta hefur verið. í fyrsta skipti núna, eftir að Lára Halla Maack tekur við honum, gerist eitthvað í málum hans. Ég fékk upp- lýsingar um hvernig einstaklingar sem hafa oröið fyrir skaða á fram- heila eru. Núna get ég lært um svona sjúklinga, hvernig þeir haga sér og hvernig á að umgangast þá. Ég á ör- ugglega margt ólært og ég reikna með að þettg verði barátta mín í framtíðinni. Lára Halla er eini lækn- irinn sem hefur komið heiðarlega fram við mig - komið fram við mig eins og manneskju. Hún hefur hjálp- að syni mínum ótrúlega á þremur mánuðum og ég finn mikinn mun á honum. Hann verður að fá tryggt húsnæði til framtíðar og allan þann stuðning sem hann þarf á að halda svo hann verði ekki sér og öðrum hættulegur," segir Kristín. Hafði slæm áhrif á systurina Una Guðný, dóttir Kristínar, fór einnig illa út úr þessu. í viðtali við Morgunblaðið í febrúar 1991 lýsti hún því hvernig hún hafði þolað of- beldi af hálfu bróður síns og flosnaö úr námi. Hún var þá nemandi í nýrri starfsdeild í Breiðholtsskóla sem sett var á laggirnar fyrir unglinga sem hafa átt við vandamál að etja. Móðir hennar vissi ekki í langan tima að bróðirinn beitti hana þvílíku ofbeldi. „Ég fékk áfall þegar ég las greinina í Morgunblaðinu - hafði ekki gert mér grein fyrir hversu mikið hún hafði liðið fyrir þetta allt saman. Una hefur ekki enn þá náð sér, orðin nitj- án ára, en er þó á góðri leið,“ segir Kristín. „Ég vona að þessi saga mín geti haft einhver áhrif, ég get ekki hugsað mér að nokkur manneskja lendi í því sama og ég hef þurft að þola. Þótt ég hafi sagt frá einu og öðru hér er það bara pínulítið brot af öllu því sem við höfum búið við. Líf okkar hefur verið lagt í rúst.“ Þess skal getið að þegar viðtalið var tekið var sonur Kristínar viðstaddur og samþykkur því að saga móðurinnar birtist. Sjálfur sagðist hann hafa fullan hug á að by rj a nýtt líf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.