Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Side 36
40 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Baráttan gegn fíkniefnabölinu: Upptækt magn fíkniefna hefur stóraukist ár frá ári Breskt par, sem var að koma frá Lúxemborg, var fært til skoðunar í leitarklefa tollgæslunnar á Keflavík- urflugvelli í byrjun nóvember sl. Við leit kom í ljós að innanklæða báru farþegamir belti um miðju sér sem innihéldu 6 kg af hassi. Að leit lokinni var parinu tilkynnt að þau væru handtekin og þeim gerð grein fyrir réttarstöðu sinni. Við framhaldsrannsókn málsins kom m.a. í ljós að karlmaðurinn hafði komið til landsins fyrr á árinu. Viðurkenndi hann að hafa þá smygl- að 3 kg af hassi. Maðurinn fékk 18 mánaða fangelsisdóm við lok mánað- arins en konan 6 mánaða. Fyrsta íslenska fíkniefnalöggjöfin var sett árið 1923 en það voru lög um tilbúning og verslun nleð ópíum. Þarna var um að ræða tilburði ís- lenskra stjórnvalda til þátttöku í al- þjóðasamstarfi á þessum vettvangi en ekki að ópíum væri vandamál hérlendis. Þessi lög haldast óbreytt til ársins 1970 en þá voru sett ný lög og reglugerð þeim samhliða. Með orðinu „fikniefni" er átt við þau efni sem skilgreind eru sem slík í lögum okkar. Ýmsir aiþjóðasáttmálar hafa verið undirritaðir á undangengnum árum um varnir gegn fíkniefnum. íslend- ingar eru nú aðilar að tveimur slík- Hlúum að börnum heims - framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI Landbúnaður skapar allt að 15.000 manns á íslandi atvinnu. Í5U3«kWt k /kMMMnbUÁMb lArli/n - en betur má ef duga skal Misjafnt er hvernig reynt er að fela fíkniefnin við kom- Þessi var með 313 grömm af amfetamini innanklæða. una til landsins. Þessi var tekinn i nóvember 1991. Rúmlega sextugur karl (burðardýr) kom frá Lúxemborg árið 1992 með um 3 kg af hassi innanklæða og 390 grömm af amfetamíni. um sáttmálum sem voru gerðir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árin 1961 og 1971. íslendingar eru einnig þátttakendur í norrænu samstarfi varðandi eftirlit með misnotkun lyfja í íþróttum. Lög um peningaþvott Árið 1992 voru samþykkt lög hér- lendis frá Alþingi til að koma í veg fyrir „peningaþvott" (Money Laund- ering). Vísa lögin í ákveðnar tilskip- anir Evrópubandalagsins um sam- ræmdar aðgerðir til að reyna að hindra að fjármálastofnanir verði notaðar til að „þvo“ ábata af brota- starfsemi. Af þeim 50 þúsund milljörðum króna sem talið er að hafi verið „þvættaðir" í heiminum á sl. ári er helmingurinn tahnn tengjast fíkni- efnaviðskiptum en afgangurinn ann- arri skipulagðri glæpa- og hryðju- verkastarfsemi. Fyrsta opinbera lögreglumáhð hér- lendis í tengslum við fíknie'fni kom upp árið 1970. í framhaldi af því voru árið 1971 settir tveir lögreglumenn við lögregluembættið í Reykjavík sem höfðu rannsóknir fíkniefnamála sem aðcdstarf. Árið 1973 var síðan komið á sér- stakri rannsóknardeild ásamt fíkni- efnadómstóli. En dómstóllinn var síðan felldur niður árið 1992 og settur undir hina almennu dómstóla í land- inu. Árið 1977 varð fíkniefnadeild lögreglunnar síðar að því sem hún er í dag með fimmtán stöðugUdum. Hún hefur landsumboð. Markvissar varnir Allt til byrjunar níunda áratugar- ins var stærstur hluti greindra rann- sókna hér á landi í höndum lögreglu. Fíkniefnamál, stór sem smá, höfðu áður komið upp hjá Tohgæslu ís- lands og Keflavíkurflugvallar en þeim hafði ekki verið sinnt sem for- gangsverkefnum. Eins og lög og reglugerðir gera ráð fyrir hérlendis fer tollgæslan fyrst og fremst meö landamæraeftirht, þ.e. eftirht með farþegum og vöruflutningum til landsins. . Árið 1982 var sett upp sérstök rann- sóknardeUd innan Tollgæslu íslands. (svarta gengið). Er hún rekin með átta stöðughdum. M.a. forgangsverk- efna vinnur dehdin að vörnum gegn innflutningi fíkniefna. Hún hefur landsumboð. Fram tU ársins 1987 hafði verið unnið nokkuð ■ markvisst að fíkni- efnamálum hjá tollgæslunni á Kefla- víkurflugvelh. Um mitt sumar sama árs var þar sett upp sérstök fíkni- efnadeild og tveimur toUvörðum fal- ið að hafa forræði með rannsókn slíkra mála. Þessir rannsóknaraðhar hafa innan sinna vébanda sérþjálf- aða leitarhunda ásamt ýmsum öðr- um hjálpartækjum. RannsóknaraðUarnir vinna ásamt hinum ýmsu stofnunum og einstakl- ingum markvisst og óeigingjarnt starf við að koma höndum yfir efnin áður en þau komast í umferð. Upp- tækt magn fíkniefna hefur stóraukist ár frá ári. Tölfræðilega er ljóst að markaður hér á landi er ekki fjarri því sem gerist í nálægum löndum þar sem þumalputtareglan hefur sýnt að hald sé lagt á 3-7% efnanna af yfir- völdum á ári hveiju. Aukning afbrota Eins og sjá má af súluritinu hafa hin svokölluöu harðari efni, þ.e. amfetamín og kókaín, unnið mikiö á undangengin . ár. Samfara þeirri óheiUavænlegu þróun hefur orðið gríðarleg aukning hérlendis á tíðni afbrota og grófari ofbeldisverka. HlutfaUsleg eftirspum kannabis- efna (hass/marijúana/hassolía) hefur farið stigminnkandi. Á sama tíma hefur amfetamínneysla stóraukist. Á eftir harðri neyslu amfetamíns fylgir kókaín oftlega í kjölfarið. - Útbreiðsla ofskynjunarlyfja, þ.e. framleiddra á rannsóknarstofum, svo og náttúralegra, hefur verið að aukast síðustu árin. Lítið hafði orðið vart við heróín þar til á síðustu árum að það hefur verið að stinga upp koll- inum í minni neysluhópum. Alsæluneysla hefur ekki verið skráð hérlendis svo nokkru nemi. Misnotkun anabolískra stera virðist vera töluverð hér á landi. Nágrannar okkar annars staðar á Norðurlönd- unum flokka steramisnotkun á sama hátt og ef um fíkniefni væri að ræða. Sprautufíklar og smit Hérlendis var nýverið gerð könnun af sérfræðingum í veirufræðum hjá 133 þekktum sprautufíklum. Niður- stöður voru dökkar. Dæmi: A. Ai- gengt var að fíklar hópuðu sig saman um sömu sprautun. B. Sýking af völdum lifrarbólguveiru C greindist hjá 57% fíkla. C. Yfirvofandi er mikil hætta á aukningu á smiti alnæmis. Á sl. ári var haldin í Svíþjóð fyrsta Evrópuráðstefnan um varnir gegn vímuefnaneyslu í álfunni. Á ráð- stefnunni voru uppi raddir um að yfirvöld einstakra þjóða innan Evr- ópu væru að gefast upp fyrir fíkni- efnavandanum. Allt landamæraeft- irlit hefði farið minnkandi á undan- förnum árum, m.a. vegna hruns á fyrrum múrum austurblokkarinnar árið 1989 og samruna þjóðanna í evr- ópsk bandalög. Hugmyndir um að gefa fíkniefni frjáls fengu töluverða gagnrýni á ráðstefnunni. Svíar greindu frá því að þeir heföu mótað ákveðna stefnu í fíkniefnámálum þar sem gert væri ráð fyrir þyngri refs- ingum við brotum en á móti kæmu auknar forvarnir og aðstoð við þá sem á henni þyrftu að halda. Hjá lyfjafræðingum vestanhafs er nú til rannsóknar hvort búa megi til lyf sem veita neytandanum vímu án þess aö skaða hann. ' Vegna legu lands okkar og smæðar þjóðarinnar ættum við að hafa góð tök á að halda uppi markvissum vömum. Þess vegna verða stjórnvöld að halda vöku sinni. Því verður að auka fjárveitingar til löggæslu, fræðslu, áróðurs, forvarnar og með- ferðar. Tökum öll höndum saman í barátt- unni við þann vágest og það böl sem fylgir slóö fíkniefnanna. Elías Kristjánsson, fíkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.