Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 45 Siv í 1. sæti lnnut sem kveúur ttt) Styðjum Siv FriðleifscLóttur í 1. sæti í prófkjöri Framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi 10. des n.k. Stuðningsmenn Tryggjum öflugri konu 1. sæti listans. Kosningaskrífstofa að Nýbýlavegi 14 Kópavogi. Sími 644690 & 644691 • Fax 644692. Opið frá kl. 9.00-22.00 alla daga. Björgvin Vilmundarson bankastjóri. stjórarnir. Taliö berst að útibússtjóra í stóru íbúðarhverfi í Reykjavík. Hann var tengdasonur manns, sem eitt sinn gegndi lykilhlutverki í ís- lenskum stjórnmálum, og þótti hafa stíl svartra sauða af háum stigum, nokkuð svallsamur, söguglaður og talsverður sláttur á honum. „Frændi minn, sem framieiddi vél- búnaö til útflutnings, nokkuð skap- stór, einkum þegar hann er fullur eða timbraður, sem er því miður alltof oft, kærði þennan útibússtjóra fyrir aðaibankastjórunum," segir Nóri. „Þá hafði næstráðandi í útibúinu fyrst narrað starfsmann hans, að honum fjarstöddum, til aö senda úti- bússtjóranum viskíkassa í jólagjöf með því að draga kaup á viðskipta- víxlum úr hófi fram. Þegar átti að nota sömu bolabrögö til að kría út ferðastyrk í sumarfríið með fjöl- skylduna varð frændi minn alveg óður, enda hittist svo á að hann hafði verið að ríða út meö hrikalegum gleðimönnum, einhveijum mestu hagyrðingimum úr stjómarráðinu, allan daginn á undan og fram á nótt.“ „Og í hvem klagaði frændi?" spyr ég „Hann gekk á fund tveggja banka- stjóra, þess sem sér um kratana og þess sem þá sá um Kolkrabbann en er nú hættur,“ segir Nóri. „Það þótti víst ekki taka því að hafa banka- stjóra SÍS viðstaddan.“ „Hvernig tóku þessir dánumenn klögumálinu?" spyr ég. „Með sömu stillingu og öðru,“ segir Nóri. „Þeir tóku enga efnislega af- stöðu til málsins en létu undirsáta sinn, einhvern lúðulaka á tvöfoldum ráðherralaunum, hringja j frænda daginn eftir og gefa honum fyrir- mæh um að flytja öli sín viðskipti úr útibúinu og niður í aðalbanka." Veigar í stað lána „Þekkirðu fleiri dæmi um umsvif þessa útibússtjóra?" spyr ég. „Kunningjakona dóttur afgreiðslu- stúlku sem lengi vann hjá mömmu Óútfylltirvíxlar Þá mun enn vera tiltölulega algengt samkvæmt upplýsingum frá Neyt- endasamtökunum að bankar hafi í fórum sínum óútfyllta tryggingar- víxla fyrir greiðslukortaviðskiptum með uppáskrift frá ábyrgöarmanni, kunningja eða ættingja korthafans, og bankinn skrifi inn á þá, ef svo ber undir og allt fer í óefni, margfalt hærri upphæð en heimild korthafa nemur þó að nú á síðustu tímum sé miklu auðveldara að fylgjast með úttekt hvers og eins en áður var. „Svo mikið veit ég þó að ég hafi ekki klárað lögfræðina að óútfylltur víxiU er enginn rááll,“ segi ég. „Háttsettur maður í íslenska stjórnkerfmu varð öskureiður við íslandsbanka þegar hann var kraf- inn um þóknun fyrir að taka út pen- inga af eigin gjaldeyrisreikningi," segir Nóri. „Svo komst hann að því að allir bankarnir taka sömu þóknun fyrir slíkar úttekti, 1,5%. Maðurinn kallaði þetta þjófnað og kvartaöi meöal annars viö Neytendasamtökin sem höfðu reyndar hálfu ári fyrr hreyft mótmælum við sams konar gjaldtökum við bankaeftirht Seðla- bankans. En bankamir skjóta sér þá á bak við þá hahærislegu og hlálegu skýringu aö 1,5% þóknunin sé ekki fyrir úttekt af gjaldeyrisreikningi heldur fyrir afgreiöslu á erlendum seðlum." Bankarnir kærðir Bankaeftirlitið segir_í bréfi sem við höfum ljósrit af að bankarnir hafi almenna heimhd th að ákvarða gjaldskrár, enda sé ekki um samráð að ræða, sbr. 52. gr. laga nr. 43/1993 um viðskiptabanka. Bankaeftirlitið tekur þó fram að það hafi ritað bönk- um og sparisjóðum bréf 14. septemb- er 1993 og bent á að þessar stofnanir kynnu að verða fyrir endur- greiðslukröfum af þeim sökum að hafa látið undir höfuð leggjast að kynna viðskiptavinum sínum, eink- um þó þeim sem hefðu stofnaö inn- lenda gjaldeyrisreikninga áður en ákvörðun var tekin um gjaldtökuna. „Neytendasamtökin em sífellt að kæra bankana fyrir samráð á ýmsum sviðum,“ segir Nóri. „En bankarnir harðneita til dæmis að hafa borið sig saman um taxtann á þessu úttektar- gjald sem er ekki úttektargjald held- ur seðlaafgreiðslugjald. Þeir bera það á borð fyrir fólk án þess að blikna að það sé tilviljun að gjaldið er 1,5% í öllum viðskiptabönkum og spari- sjóðum á íslandi." Svallsamur útibússtjóri Við ræðum um breytinguna sem orðið hafi á afgreiöslu bankanna á síðari árum eftir að fyrirtæki leggja lánsumsóknir sínar gjaman fyrir hagdeUdir og aðeins fáir útvaldir sjá nokkurn tíma framan í aðalbanka- stjórana. Einstakhngar eiga gjaman við útibússtjórana sem eru misjafnir eins og aðrir menn, til dæmis banka- Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri. en er nú alveg komin út úr heiminum blessunin, móðirin auðvitað, ekki dóttirin, þekkir konu sem er gift manni sem rekur veitingahús langt austur í óæðri enda bæjarins, þar sem stútungskarlar og kerlingar ku rotta sig saman á síðkvöldum, eins og það er nú huggulegt eöa hitt þó heldur," segir Nóri. „Hún var gest- komandi hjá veitingamanninum þeg- ar hann var að bera sig upp við frúna út af þeim ótíðindum að þessi útibús- stjóri þarna austur frá ætlaði að fara að ferma eina ferðina enn. Hann tönnlaðist á því og lamdi með hnef- anum á lær sér: Ætlar helvítiö að fara að ferma aftur! Hvert þó í heit- asta! Henni skyldist að veitinga- manninum væri ætlað að standa straum af veisluhöldum í hvert sinn sem afkomendur þessara stórmenna væru tekin inn í samfélag kristinna manna.“ „Urðu ekki margir til að kæra þennan mann?“ spyr ég. „Jú, ég býst við því,“ segir Nóri. „En þetta er frekar sjarmerandi ná- ungi og gat vist verið býsna snar að kaupa viðskiptavíxlana þegar sá gálhnn var á honum. Ég frétti að þegar kaupmenn eða aðrir spurðu hann, svona viö fyrstu viðkynningu, hvort það væri ekki hægt að endur- gjalda honum greiðviknina þá hefðu þeir alltaf fengið sama svarið: Skottið er opið. Þá stóð bíllinn alltaf fyrir utan bankann með skottið ólæst. Mér skUst að hann hafi verið orðinn hálf- siginn að aftan undan gjöfunum." Kominn í sérdeildina „Og starfar útibússtjórinn þarna enn með opið skottið?" spyr ég. „Nei, hann var tekinn og færöur niður í aðalbanka þegar hann varð uppvís að því að lána nákomnum fjölskyldumeðlimum veölaust vegna brasks í kjölfar gjaldþrots byggingar- félagsins Óss,“ segir Nóri. „Þar var hann kominn út á hálan ís því að margir höfðu athugasemdir við það mál aUt, ekki síst þegar Iðnlánasjóö- ur var farinn að reka fyrirtæki í sam- keppni við einhverja voldugustu að- Ua landsins." „Og hvaða starf hefur þessi maður með höndum núna?“ spyr ég. „Hann er á göngudeildinni,“ segir hann. „Hvað er nú það?“ spyr ég. „Sérstök deUd í aðalbankanum fyr- ir þá sem hafa verið teknir úr um- ferð,“ segir Nóri. „Þessir menn halda fuUum launum og eru fengin sérstök verkefni að dunda við. Mér er sagt að göngudeUdarsjúklingarnir hafi flestir eða allir skrifstofur á sömu hæð og bankastjórarnir og séu það fólk sem þeir háu herrar hafi helst samgang við síðan þeir hættu að hleypa almenningi inn tU sín.“ „ÆtU þetta sé þá ekki dýrasta göngudeildin í landinu?" segi ég. Viö skeggræðum um hvort það hafi orðið tU góðs eða Uls að banka- stjórarnir hættu að taka sjálfir á móti hveijum manni, háum og lág- um, sem falaðist eftir láni. Misjafnir bankastjórar „Jónas Haralz sagði að það væri Stefán Pálsson bankastjóri. fáránlegt að bankastjórar Lands- bankans væru að eyða tíma sínum í að semja um tíu þúsund króna víxUl- án handa einstaklingum," segir Nóri. „En fyrirrennari hans, Pétur Bene- diktsson, sagði aftur á móti við mig að þetta væri einhver mikilvægasti þátturinn í starfi bankastjórans," segi ég. „Ég hugsa að honum hafi fundist að það mundi gera hverjum bankastjóra gott að sjá stöku sinnum framan í venjulegt fólk og heyra það greina með eigin orðum frá högum sínum og þörfum." „Já, Pétur Ben hafði bæði höfuðið í lagi og hjartað á réttum stað,“ segir Nóri. „Það er nú meiri blessunin þegar hægt er að leggja mál sín und- ir slíka menn. En því miður eru þeir ekki á hveiju strái, allra síst nú upp á síðkastið." „Æth eina mannúðarvonin sé ekki hjá sparisjóðunum," segi ég. „Já, guði sé lof fyrir sparisjóðina," segir Nóri. (Ath: Millifyrirsagnir eru blaðsins) SEFUR ÞÚ ILLA? VAKNARÐU ÞREYTT(UR) Á MORGNANA? ERTU MEÐ LÉLEGA RÚMDÝNU? VAKNARÐU MEÐ BAKVERK? ER DÝNAN OF HÖRÐ? LÆKNAR HAFA RAÐLAGT BAKSJUKLINGUM AÐ NOTA EGGJABAKKADÝNU SEM YFIRDÝNU. SJÚKRAHÚS OG HEILSUGÆSLUR NOTA ÞÆR VEGNA ÞESS AÐ ÞÆR LOFTA VEL UNDIR LÍKAMANN. DÝNAN AÐLAGAST BF.TUR LÍKAMANUM OG ÞÚ NÆRÐ MEIRI HVÍLD. VIÐ BJÓÐUM UPP Á ÓDÝRAR HEILSUDÝNUR SEM HACKVÆMA LAUSN Á ÞÍNUM VANDA. iNNBÚ SNIÐUM EFTIR MALI. P Vatnsnesvegi 15 - Keflavík - sími 92-14490 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Laust lyfsöluleyfi sem forseti íslands veitir. Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Patreksfirði (Pat- reks Apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi við 11. gr. laga um lyfjadreifmgu nr. 76/1982 og bráða- birgðalög nr. 112/1994 um breytingu á lyQalögum nr. 93/1994, að viðtakandi lyfsöluleyfishafi kaupi vöru- birgðir, búnað og innréttingar lyíjabúðarinnar. Enn- fremur kaupi viðtakandi leyfishafi húseign þá er lyíja- búðin ásamt íbúð fráfarandi lyfsala er í. Væntanlegur lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. mars 1995. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfja- fræðimenntun og lyfjafræðistörf, skal senda ráðuneyt- inu fyrir 1. janúar 1994. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 6. desember 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.