Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Page 62
66 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Afmæli Axel Sveinbjömsson Axel Sveinbjömsson forstjóri, Merkigeröi 2, Akranesi, er níræður ídag. Starfsferill Axel fæddist við Vesturgötuna í Reykjavík en ólst upp á Traðar- bakka á Akranesi. Hann gekk í Barnaskóla Akraness, stundaði síð- ar nám við Stýrimannaskóla íslands og útskrifaðist þaðan 1930. Axel var þrettán ára er hann hóf störf hjá Böðvari Þorvaldssyni, kaupmanni og útgerðarmanni á Akranesi, og síðan hjá syni hans, Haraldi Böðvarssyni, en þar var hann verkstjóri og verslunarmaður. Axel stundaði síldveiðar í tíu sum- ur frá Siglufirði, fyrst sem háseti og síðar skipstjóri. Hann geröi út tvo báta frá Akranesi, Sjöfn og Sæfara, sem hann keypti, ásamt uppeldis- bróður sínum, Magnúsi Guðmunds- syni, en Axel var skipstjóri á bátun- um til skiptis. Þá stofnaði hann Veiðafæraversl- unina Axel Sveinbjörnsson hf. 1942 þar sem hann verslaði fyrst með veiðarfæri en síðar ýmislegt fleira. Axel var félagi í Stangveiðifélagi Akraness og í Slysavarnafélaginu Hjálpinni á Akranesi og var formað- ur þess í mörg ár. Hann var félagi í skipstjórafélaginu Hafþóri og sat í stjóm þess, var stofnfélagi í Odd- fellowstúkunni nr. 8, Agh IOOF á Akranesi og gegndi þar æðstu virð- ingar- og trúnaðarstörfum. Axel var sæmdur heiðursmerki á sjómannadaginn á Akranesi árið 1979. Fjölskylda Axel kvæntist 25.11.1933 Lovísu Jónsdóttur, f. 28.8.1909, að Efra- Teigi á Akranesi, húsmóður. Hún er dóttir JónsÓlafssonar skipstjóra og Kristínar Ásbjörnsdóttur hús- móður. Börn Axels og Lovísu em Jóna Alla Axelsdóttir, f. 5.1.1937, hús- móðir á Seltjarnarnesi, var gift Gú- staf Þór Einarssyni húsasmíða- meistara og eru börn þeirra Axel, framkvæmdastjóri á Akranesi, íris hárgreiðslumeistari, búsett á Sel- tjamarnesi, Jón, kvikmyndagerðar- maður á Seltjanrarnesi, og Einar Þór nemi; Gunnur Axelsdóttir, f. 17.3.1942, húsmóðir í Reykjavík, gift Steinþóri Þorsteinssyni fram- kvæmdastjóra og em börn þeirra Þorsteinn, framkvæmdastjóri í Reykjavík, Lovísa, með háskólapróf í hótelstjórn, búsett í Reykjavík, og Hólmfríður, nemi í Reykjavík; Lo- vísa Axelsdóttir, f. 30.12.1944, bankamaður á Selfossi, gift Guð- laugi Ægi Magnússyni fram- kvæmdastjóra og eru börn þeirra Axel, nemi á Selfossi, og Axel Óli, nemiáSelfossi. Langafabörnin eru nú fimm tals- ins en fjögur þeirra eru á lífi. Systkini Axels, samfeðra; Sigríður Sveinbjörnsdóttir, f. 12.6.1909, nú látin, húsmóðir í Reykjavík, var gift Ágústi Böðvarssyni; Guðrún Borg- en, f. 17.1.1912, húsmóðir í Kaup- mannhöfn, ekkja eftir Ágúst Borg- en; Björg Sveinbjörnsdóttir, f. 13.8. 1913, látin, lengst af starfsmaður við Slökkviliöið í Reykjavík; Bjarni Val- ur Sveinbjörnsson, f. 24.12.1915, nú látinn, slökkviliðsmaður í Reykja- vík, var kvæntur Bergljótu Sigurð- ardóttur; Erna Thompson, f. 8.9. 1917, húsmóðir í New Jersey í Bandaríkjunum, ekkja eftir Edvin StuartThompson. Systkini Axels, sammæðra: Guð- rún Magnúsdóttir, f. 16.9.1909, hús- móðir í Reykjavík og ekkja eftir Albert Ólafsson; Haraldur Magnús- son, f. 9.12.1912, nú látinn, kennari og orðabókahöfundur í Reykjavík, var kvæntur Ástu Wulff Stoklund; Ásbjörn Magnússon, f. 10.1.1921, nú látinn, fulltrúihjá Flugleiðum, var kvæntur Margrétu Matthíasdóttur; MargrétTheódórsdóttir, f. 24.6.1914, látin, húsmóðir í Reykjavík; Guð- mundur Baldvinsson, f. 30.7.1923, veitingamaður í Reykjavík, kvænt- ur Guðnýju Guðjónsdóttur. Uppeldissystkini Axels: Steinbjörg Guðmundsdóttir, f. 29.12.1884, nú látin, húsmóðir á Akranesi; Sigurð- ur Guðmundsson, f. 8.5.1888, nú lát- inn, b. á Akranesi; Magnús Guð- mundsson, f. 17.5.1891, látinn, skip- stjóri á Akranesi, var kvæntur Kristínu Ólafsdóttur sem einnig er látin. Uppeldismóðir Axels var Guðrún Sveinsdóttir, f. 2.6.1861, d. 12.8.1952, Axel Sveinbjörnsson. húsmóðir á Akranesi, en maður hennar var Guðmundur Einarsson, sem lést 1902, bóndi. Foreldrar Axels voru Sveinbjörn Sæmundsson, f. 22.6.1884, d. 5.2. 1964, fylgdarmaður landmælingar- manna, búsettur í Sæmundarhlíð í Reykjavík, og Sesselja Magnúsdótt- ir, f. 8.4.1879, d. 20.11.1947, húsmóð- ir í Reykjavík. Axel og Lovísa dvelja nú bæði á Sjúkrahúsi Akraness. Á afmælis- daginn verður Axel staddur á heim- ili dóttur sinnar og tengdasonar að Þórsgötu 26, Reykjavík. Rangfærsla u m Svefneyjaætt Til hamingju með afmælið 11. desember í grein sem birtist 10.11. sl. um Drífu Hjartardóttur, bónda, vara- þingmann og frambjóöanda á Keld- um, komu fram rangfærslur um Svefneyjaætt. Þessar rangfærslur, sem eru hafðar úr Vestfirskum ætt- um, hafa birst áður hér á síðunni en eru nú hér með leiðréttar. í greininni um Drífu segir: „Móðir Guðmundar búfræðings var Sigríð- ur Einarsdóttir, rennismiðs í Hvammi í Dýrafirði, Magnússonar, b. í Skáleyjum, bróður Jóhanns í Svefneyjum, langafa Kristínar, móður Átla Heimis Sveinssonar tónskálds. Magnús var sonur Eyj- ólfs eyjajarls Einarssonar, bróður Magnúsar, langafa Maríu, móður Einars Odds Kristjánssonar á Flat- eyri.“ Rangt er að Magnús í Skáleyjum hafi verið bróðir Jóhanns í Svefn- eyjum. Magnús var bróðir Eyjólfs eyjajarls, föður Jóhanns. Þar með var Magnús ekki Eyjólfsson heldur Einarsson, ættföður Svefneyjaætt- arinnar Sveinbjömssonar. Þá er réttara að kenna Jóhann við Flatey en Svefneyjar. Hins vegar er rétt að Jóhann var langafi Kristínar, móður Atla Heim- is, og að Magnús var langafi Maríu, móður Einars Odds. Lesendur er beðnir velviröingar á þessum rangfærslum og þeim Hall- dóri Ármanni Sigurðssyni prófessor og Ólafi Óskarssyni skólastjóra þakkaðar ábendingar um rang- færsluna og viðeigandi leiðréttingu. Síðus tu forvöð að tryggja jó sér hreinlætistækin á Itilboðsverði Eldhús- blöndunar- tæki frá kr. 2.400 stgr. Handlaugar- blöndunar- tæki frá kr. 3.200 stgr. Eldhúsvaskur kr. 11.970 stgr. Skolvaskar frá kr. 7.800 stgr. Tvöfaldir vaskar frá kr. 3.990 stgr. Hornbaðkör með og án nuddkera frá kr. 65.700 stgr. Salerni með setu frá kr. 15.100 stgr. NORMANN, Opið 10-16 laugardag. Ármúla 22, sími 813833 Steingrímur Bjamason, Eyrarstig 2, Reyðarfirði. Guðrún Ólafsdóttir, Skálagerði 7, Reykjavík. Sigurbjörn Þórðarson, Ölduslóð 28, Hafnarfirði. Guðrún Öíjörð, Nesvegi 62, Reykjavík. 70ára Eyjólfur Ámason, Rjúpufelli22, Reykjavík. 60ára Haukur Sigurðsson, Sjávargötu 17, Bessastaöahreppi. Rebekka Bergsveinsdóttir, Austurbergi 28, Reykjavík. Húneraðheiman. Þorvaldur Elbergsson, Grundargötu 23, Grundarfirði. 50 ára Anna Margrét Ellertsdóttir, ÁIfaskeiðill9, Hafnarfiröi. Erla Friðriksdóttir, Nesvegi 70, Reykjavík. Jóbannes Arason, NarfakotiII, Njarðvík. Stefán Jónsson, Stakkhömruml8, Reykjavik. Einar Gústafsson, Hjallaseli 9, Reykjavík. 40 ára Ingibjörg Jóhanna Marinósdótt- ir, Neöstaleiti 1, Reykjavík. Haraldur Örn Jónsson, Túngötu 16, Reykjavík. Mildríður Huida Kay, Efstalandi 2, Reykjavík. Pétur Jóhannsson hafnarstjóri, Langholti 9, Kefiavík. Eiginkona hans er Sólveig Einars- dóttiren húnvarðfertug9.11. sl. Þau taka á móti gestum í KK-saln- um, Vesturgötu 17, Keflavík, laug- ardaginn 10.12. milli kl. 18.00 og 21.00. Heiðbrá Guðmundsdóttir, Gilsbakka 6, Neskaupstað. Þorsteinn La Vogue, Starrahólum 7, Reykjavík. Magnús Guðmundsson, Rauölæk 61, Reykjavík. Gunnar Steinn Pálsson, Reynigrund 75, Kópvogi. Ragnheiður Valdimarsdóttir, Bröttuhlíð 12, Mosfellsbæ. Laufey Sigurðardóttir, Æsufelli 2, Reykjavík. Grímur Kjartansson, Grenimel 48, Reykjavík. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! ZT7 AUGLÝSINGAR Þverholti 11 - 105 Roykjavík • Simi 632700 - Bréfasími 632727 Grzni siminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.