Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Síða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Síða 63
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 67 Afmæli Gudmundur Sæmundsson Guömundur Sæmundsson, verslun- armaður og húsgagnabólstrari, Fomhaga 15, Reykjavík, verður sex- tugurámorgun. Starfsferill Guðmundur er fæddur í Haganes- vík í Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Hann lauk iðnskólaprófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1960 og sveinsprófi í bólstrun frá Trésmiðj- unni Víði í Reykjavík sama ár. Guð- mundur fékk meistararéttindi í bólstrun 1967. Hann hefur sótt leið- sögumannanámskeiö hjá Ferða- skrifstofu ríkisins og námskeið í auglýsingagerö, ljósmyndun, blaða- mennsku, þáttagerð o.fl. Guðmundur starfaði við innrétt- ingar á flugvélum hjá Flugfélagi ís- lands á Reykjavíkurflugvelli 1962, var sjómaður á ms. Kötlu 1963-64 og ms. Heröubreið 1964-65 og hefur verið húsgagnabólstrari, verslunar- maöur o.fl. hjá Bólstrun Guðmund- ar Sæmundssonar frá 1967. Guðmundur var leiðsögumaður í hálendisferðum 1958-66, sinnti ýms- um félagsmálastörfum í Ólafsfirði (einkum varðandi íþróttamál) 1951-54 og var félagi í Lionsklúbbi Þorlákshafnar 1981. Hann er stofn- félagi í Félagi leiðsögumanna í Reykjavík (1972) og Islenska flug- sögufélaginu í Reykjavík (1977), fé- lagi í Félagi frímerkjasafnara í Reykjavík frá 1984 og í Félagi póst- kortasafnara frá 1970. Guðmundur var félagi í skíöaráði Fljótamanna 1949-50 og íþróttafélaginu Leiftri á Ólafsfirði 1951-54. Hann hefur veitt Pósti og síma ráðgjöf varðandi val samgöngutækja á íslensk frímerki frá 1991. Guðmundur hefur safnað minjum og gögnum í fjóra áratugi varðandi sögu atvinnu-, samgöngu- og ferðamála á íslandi. Ritstörf: Bókakaflar í íslensku flugsögunni 1-5: Ágrip af sögu síld- arleitarinnar úr lofti við ísland 1928-65, Þættir úr flugsögu Bjöms Pálssonar (sjúkraflugið), Færeyja- flugið og aðdragandi þess og Þættir úr sögu Loftleiða. Kafli í Skagfirð- ingabók 1986: Samgöngur á sjó við Haganesvík á 20. öld. Skrifaði um 100 þætti af íslenskum skipum í Æskuna 1970-83. Greinar í blöðum og tímaritum, erindi og þættir í út- varpi um ferðamál o.fl. Guðmundur var geröur að heið- ursfélaga íslenska flugsögufélagsins 1987 og fékk verðlaun fyrir þátttöku í frímerkjasýningu Nordia 91 varð- andi póstílutninga á sjó við ísland 1876-1990,1991. Fjölskylda Kona Guðmundar er Sigrún Finnsdóttir, f. 26.12.1941, matráðs- kona. Foreldrar hennar: Finnur Klemenzson, f. 1.12.1907, d. 2.9.1989, bóndi og Herdís Guðmundsdóttir, f. 11.10.1910, húsmóðir. Fyrri kona Guðmundar var Björg Ölína Hin- riksdóttir, f. 17.2.1942, verslunar- maður. Dætur Guðmundar og Sigrúnar: Linda Salbjörg, f. 23.6.1968, leið- sögumaður og sagnfræðingur; Edda Herdís, f. 19.10.1972, við nám í Frakklandi; Alda Björk, f. 5.11.1978, nemi í Verslunarskóla íslands. Son- ur Guðmundar og Sólrúnar Páls- dóttur: Guðjón, f. 13.11.1963, raf- virki. Systkini Guðmundar: Björg, f. 24.7.1920, iðnverkakona; Rósleifur, Elísabet Lárusdóttir Guðmundur Sæmundsson. f. 29.6.1922, d. 10.1.1928; Bára, f. 18.6.1924, verkakona. Foreldrar Guðmundar: Sæmund- ur Jónsson, f. 5.10.1895 á Austari- Hólum í Fljótum, bóndi og smiður, og Salbjörg Helga Þorleifsdóttir, f. 15.9.1897 á Búðarhóh í Kleifum, Ólafsfirði, d. 20.9.1976, húsmóðir. Guðmundur er að heiman á af- mælisdaginn. • • Elísabet Lárusdóttir félagsráðgjafa- nemi, Vorsabæ 14, Reykjavík, verð- ur sextug á morgun. Starfsferill Elísabet er fædd í Reykjavík en ólst upp á Eyrarbakka til 14 ára ald- urs hjá systkinunum Þorkatli Ólafs- syni kaupmanni og Jóhönnu Ólafs- dóttur. Þau eru bæði látin. Elísabet lauk verslunarskólaprófi frá Versl- unarskólaíslands 1953, stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1986 og BA-prófi í félags- fræði frá Háskóla íslands 1994. Elísabet vann við skrifstofustörf og var eitt ár í bókabúð Máls og menningar í Síðumúla áður en hún hóf nám við Háskóla íslands. Fjölskylda Elísabet giftist 1954 Jóni Friðgeiri Magnússyni, f. 5.2.1933, bifvéla- virkja. Foreldrar hans: Magnús Jónsson, frá Bolungarvík, og Laufey Guðjónsdóttir. Þau eru bæði látin. Börn Elísabetar og Jóns: Þorkell Jóhann, f. 31.10.1953, tæknifræðing- ur, kvæntur Helgu Hauksdóttur, f. 2.12.1953, húsmóður og skrifstofu- manni, þau eiga þrjá syni, Harald Hauk, Hlyn Hrafn og EgO Gauta; Sigríður, f. 27.10.1956, leikskóla- stjóri, gift Sigurbirni Rúnari Guð- mundssyni, f. 1.6.1955, matreiðslu- manni, þau eiga þijú börn, Jón Geir, Evu Maríu og Guðmund Magnús; Magnús, f. 13.12.1961, tæknifræð- ingur, búsettur í Danmörku, kvænt- ur Elísabetu Blach, f. 9.81957, bygg- ingafræðingi, þau eiga tvö börn, Vigdísi Elísabetu og Fredrik Jón; Margrét Lóa, f. 29.3.1967, ljóðskáld og nemi við Menntaskólann viö Hamrahlíð, sambýlismaður hennar er Jóhann Torfason, f. 3.4.1965, myndlistarmaður, þau eiga eina dóttur, Viktoríu. Systir Elísabetar: Nína, f. 6.1.1932, afgreiðslumaöur í Reykjavík, gift Hans Benjamínssyni, f. 23.8.1926, d. 1.1.1982. Hálfbróðir Elísabetar, samfeðra: Valur Fannar, f. 24.6.1927, gullsmiður, kvæntur Hönnu Aðal- steinsdóttur, f. 16.6.1930. Foreldrar Elísabetar: Lárus Böðv- arsson, f. 15.5.1905, d. 11.9.1972, lyfjafræðingur, og Sigríður Haralds- dóttir, f. 16.8.1913, d. 23.7.1987, hús- móðir. Ætt Lárus var sonur Böövars Stefáns- Elísabet Lárusdóttir. sonar söðlasmiðs og Jónínu Stefáns- dóttur húsmóður. Þau bjuggu á Seyðisfirði. Sigríður var dóttir Haralds Guð- mundssonar, frá Háeyri á Eyrar- bakka, bankastarfsmanns í Búnað- arbanka íslands, og Þuríðar Magn- úsdóttur húsmóður frá Árgilsstöð- ' um í Hvolhreppi, þau bjuggu fyrst á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík. Elísabet og Jón verða með opið hús frá kl. 17-20 á afmælisdaginn, 11. desember. ___________Menning Söngvísir blásarar Blásarakvintett Reykjavíkur hélt árlega kvöld- lokku-tónleika sína ásamt öðrum félögum í Krists- kirkju sl. miðvikudagskvöld. Kvintettinn hóf tónleik- ana á því að leika Adagio í B-dúr K-411 eftir Mozart í útsetningu Gúnthers Weigelts. Var þátturinn ágætlega leikinn þótt oft hafi kvintettinn leikið af meiri fágun. Stef og tilbrigði eftir Hándel, „Járnsmiðurinn söngv- ísi“, hljómaði næst, en það er úr svítu nr. 5, í útsetn- ingu Peters Vollmers. Reyndi það nokkuð á hpurð hljóöfæraleikaranna sem skhuðu þv' léttilega og af smekkvísi. Blásarakvitettinn fékk að þessu sinni til hðs við sig þau Peter Tomkins óbóleikara, Sigurð I. Snorrason klarínettleikara, Lilju Valdimarsdóttur homleikara og Rúnar H. Vhbergsson fagottleikara th flutnings á tveim verkum eftir Mozart, divertimentói í B-dúr, K- 270 fyrir tvö óbó, tvö horn og tvö fagott og Serenööu í Es-dúr, K-375 fyrir blásaraoktett. Mozart samdi á fyrri hluta ársins 1777, (þegar hann var 21 árs gamah) ein fjögur divertimentó. Þaö í B- dúr, K-270 er þeirra þekktast og er ágætt dæmi um hvemig snilligáfa Mozarts glæddi jafnvel tækifæris- tónhst lífi ódauðleikans. Flutningur verksins var bæði góður og einkar þokka- fullur. Serenaðan í Es-dúr, K-375 var síðasta verk tón- leikanna. Verkið samdi Mozart í Vínarborg árið 1781 Tónlist Áskell Másson upphaflega fyrir tvö klarínett, tvö horn og tvö fagott, en bætti síðar við tveim óbóum. Serenaða þessi er meðal þeirra þekktari frá hendi Mozarts og reyndar má segja að öll tónlist þessara tónleika sé meðal þess sem flestir þekkja. Þessi yndislega Serenaða var eink- ar fallega leikin og af fágaðri líðandi. Snihi og kankvisi Mozarts, söngvísi blásaranna og háttvísi túlkunar þeirra gerðu þessa tónleika sérlega ánægjulega. Sigurlaug Andrésdóttir, Dvalarheimihnu Sauðá, Sauðár- króki. 75 ára_______________________ Rögnvaldur Ólafsson, Skagfirðingabraut 11, Sauðárkróki. Unnur Helga Möller, Hverfisgötu27, Siglufirði. Valtýr Jónsson, Norðurvegi 1, Hrísey. Unnur Einarsdóttir, Valþjófsstaö II, Fljótsdalshreppi. Svava Gísladóttir, Víðilundi 4c, Akureyri. Valtýr Jónsson, Bólstaðarhlíð 62, Reykjavík. 60 ára Halidór Jónsson, Steini, Skarðshreppi. Bogi Arnar Finnbogason, Engjaseli 43, Reykjavík. Hanneraðheiman. Dagbjartur Sigursteinsson, Eyjabakka 4, Reykjavík. Sigurður Bergsteinsson, Sigtúni 13, Patreksfirði. Gylfi Friðriksson, Barónsstíg 59, Reykjavík. Hj ördís Edda Karlsdóttir, Berugötu 9, Borgaraesi, Hún tekur á móti gestum í Sam- komuhúsinu 1 Borgarnesi á afmæl- isdaginn milh kl. 17.00 og 20.00. Amar Guðmundsson, Vogalandi 6, Reykjavík. Sunneva Jónsdóttir, Skólagerði 30, Kópavogi. Ásdís Gunnarsdóttir, Lækjarhúsi, Hofi II, Hofshreppi. Guðni Þ. Skúlason, Hofslundi 7, Garðabæ. Einar Pálmi Óttesen sjómaður, Ásbúöartröð 33, Hafharfiröi. Jón Þorvaldur Waltersson, Kirkjugerði 10, Vogum, Vatns- leysuströnd. Óskar Ingólfsson, Reykjavíkurvegi 31, Reykjavík. Sveinfríður G. Þorvarðsdóttir, Skipholti 60, Reykjavík. Sveinn Eggertsson, Skúlagötu 80, Reykjavík. UPPB0Ð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, 3. h., sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Breiðvangur 8, 0402, Hafnarfirði, þingl. eig. Gunnar Finnsson, gerðar- beiðendur Bæjarsjóður Hafharfiarðar, Húsnæðisstofnun ríkisins og Lsj. raf- iðnaðarmanna, 13. desember 1994 kl. 14.00,________________________ Hákotsvör 3, Bessastaðahreppi, þingl. eig. Aldís Elíasdóttir, gerðarbeiðendur Bessastaðahreppur, Húsnæðisstofnun ríkisins, Lsj. sjómanna og Lífeyris- sjóður verslunarmanna, 13. desember 1994 kl. 14.00._______________ Klettahraun 19, Haiharfirði, þingl. eig. Teitur Eyjólfsson og Lovísa G. Viðarsdóttir, gerðarbeiðendur Bæjar- sjóður Hafharfjarðar, og Húsfélagið Suðurgötu 7, Rvk, 13. desember 1994 kl. 14.00. Lyngás 1, 3101,+ vélar og tæki, Garðabæ, þingl. eig. Lyngás 1 hf., gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Garðabæ, Iðnlánasjóður og sýslumað- urinn í Hafnarfirði, 13. desember 1994 kl. 14.00. SÝSLUMADURINN í HAFNARFIRDI UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjjálfri sem hér segir: Lyngmóar 6, 0201, Garðabæ, þingl. eig. Guðmundur Hilmar Zoéga og Ágústa Björk Hestnes, gerðarbeið- endur Anna J. Halldórsdóttir og Hús- næðisstofhun ríkisins, 16. desember 1994 kl. 11.00. SÝSLUMADURINN í HAFNARFIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.