Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 Það eru engar ýkjur að segja, að margt hafi drifið á daga dr. Karls Kortssonar. Hann komst til þroska í Þýskalandi Hitlers, lauk þar námi í dýralœkningum og var liðsforingi í dýralœkningasveitum þýska hersins 1940-45 á vígstöðvum víðsvegar í Evrópu. Þar beið dauðinn við hvert fótmál, en þó gáfust tækifœri til að eiga samskipti við hið veika kyn. Sagan af ástum dr. Karls og hinnar rússnesku Nínu er ógleymanleg. Sjálfur segir dr. Karl: „Ég er vinur kvenna og dýra, því að þessar lífverur þurfa mikla umhyggju og hlýju." Árið 1950 fluttist dr. Karl til íslands ásamt fjölskyldu sinni og var héraðsdýralœknir á Hellu í 35 ár við góðan orðstír. „Æílar þú að drepa mig, lögguhundur“ Nafn Óla Kr. Sigurðssonar komst á hvers manns varir árið 1986 þegar hann keypti öllum að óvörum Olíuverslun íslands. Hann varð strax þekktur sem Óli í Olís og mjög umtalaður í íslensku samfélagi. Þetta er sagan um prentarann og Þróttarann af Hagamelnum sem gerði kaup aldarinnar og háði hatramma baráttu fyrir tilveru fýrirtœkis síns og hafði sigur en féll sjálfur í valinn langt fyrir aldur fram. Litríkur og œvintýralegur œviferill ofurhuga, allt frá bernsku til dauðadags, byggður á viðtölum við fjölda ættingja, vina og samstarfsmanna. Margar sögur spunnust um þennan mikla athafnamann í lifanda lífi. Hvað var satt og hvað var skáldskapur? í nóvember árið 1991 lagði hópur félaga í Heimsklúbbi Ingólfs upp í ferð til Suður-Afríku. Á ferðalaginu hreifst einn ferðafélagana, Margrét Margeirsdóttir, svo af landi og þjóð að hún ákvað að veita fleirum hlutdeild í þessari ævintýraferð. í þessari bók er að finna ferðasögu Margrétar að viðbættum sögulegum fróðleik um þetta stórbrotna land sem við íslendingar höfum hingað til fengið allt of einhliða mynd af í gegnum fjölmiðla. Aðrar myndir hafa fallið í skuggann, svo sem hin mikla náttúrufegurð landsins, gróður og dýralíf sem vart á sér hliðstæðu annars staðar á jörðinni. Þessi bók, með texta sínum og hundruðum litmynda, á eftir að opna nýja sýn til Suður-Afríku. | Skjaldborg^pp) ARMULA 23 SÍMI 91-882400 «FAX 888994 AFGREIÐSLA Á AKUREYRI: FURUVELLIR 13 - SÍMI 96-24024 Kristján Pétursson var einn þekktasti löggæslumaður landsins um árabil. Hér segir hann m.a. frá nokkrum sakamálum, sem ekki hefur verið fjallað um opinberlega áður. Kristján greinir einnig frá ýmsum spaugilegum og eftirminnilegum atvikum, sem gerðust á Keflavíkurflugvelli, þegar hann starfaði þar sem lögreglumaður og deildarstjóri í tollgæslunni. Síðast, en ekki síst, fjallar Kristján um það, sem miður fór í dómskerfinu. Hann og samstarfsmenn hans þóttu of duglegir við að upplýsa sakamál og vegna þess urðu þeir fyrir aðkasti af hálfu dómsyfirvalda og ýmissa fjölmiðla. Efíi yip.v'úlhun Uíííaya til llaihi CJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.