Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Blaðsíða 36
44 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 199r Ólafur H. Þórðarson. Vestflrðingar eru miklir bardagamenn „Það var eitt af gamanmálum Sturlunga þegar Snorri Sturlu- son ætlaði að sætta Húnvetninga að það gengi illa. Vestfirðingar i reru líka miklir bardagamenn ef þeir vilja það við hafa. En komi ég nálægt þeim málum verður það fyrst og fremst til að reyna að stilla til friðar," segir Ólafur Þórðarson alþingismaður í DV. Ununæli Meira af Snorra Sturlusyni „Ég hef notað þá líkingu að þetta sé mesta áfall sem við höfum orð- ið fyrir síðan Snorri Sturluson var veginn 1241,“ segir Guð- mundur Guðmarsson, forseti bæjarstjómar í Borgarnesi, 1DV. Straxfarinn að kvarta „Það er með ólíkindum að lands- bókavörður skuli hafa byrjað að kvarta einungis viku eftir að Þjóðabókhlaðan var tekin í notk- un. Ég lýsi sérstökum vonbrigð- um með þetta,“ segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra í DV. Frævun meó hun- angsflugum... Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykj- um, Ölfusí, heldur kynnmgar- fund í dag kl. 13.30. Efni fundarins er Frævun með hunangsflugum í gróðurhúsum á íslandi og verð- ur íjallað um samstarfsverkefni sem í gangi er. Á íslandi flnnast þrjár tegundir hunangsflugna og er ein tegundin einmitt sú tegund sem mest er notuö til frævunar á tómataplöntum í Evrópu. Fundir Félag fráskilinna, ekkna og ekkla -Félag fráskilinna, ekkna og ekkla heldur jólafund sinn í Risinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 20.30. Stundum ersagt: Þetta skeði fyrir löngu síðan. Betra væri: Þetta gerðist fyiir löngu. Einnig er gott mál: Það er langt síðan þetta gerðist. (Síðan á eftir fyrir þykir óþarflega dönskuiegt.) HAPPDRÆTTI BÓKATÍÐINDA yinningimihiiiir tlngginn w- 62927 Ef þú finnur þetta happdrættisnúmer á baisíöu Bókatíöinda skaltu fara meö hana. í næstu bókabúö og sækja vinninginn: Bókaúttekt aö andvirði 10.000 kr. Eldri vinningsnúmer: 38æ7 - 59141 - 28742 - 33241 Bókaútgefendur Storniur í kvöld og í nótt I dag verður suðvestan- og síðar sunnanátt á landinu, víðast kaldi eða stinningskaldi. Dáhtil él verða um Veðrið í dag landið vestanvert en léttskýjað eystra. Ört vaxandi suðaustan- og austanátt í kvöld. Seint í kvöld eða nótt verður stormur eða rok, eða 9-10 vindstig um mikinn hluta landsins. Rigning á Suður- og Suðvesturlandi, en slydda á Vestfjörðum og sums staðar norðan- og norðaustanlands. Á Vestfjörðum má hins vegar reikna með snjókomu eða skafrenningi. Vægt frost verður í dag, en síðan fer að hlýna. Á höfuðborgarsvæðinu verður éljagangur til kvölds, en þá má reikna með vaxandi suðaustan- og austanátt. Hvassviðri og slydda eða rigning í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 15.30 Sólarupprás á morgun: 11.18 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.39 Árdegisflóð á morgun: 05.57 Heimild: Almanak Háskólans V Veörið kl. 6 í morgun Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 1 Akurnes léttskýjaö -4 Bergstaðir léttskýjað -2 Bolungarvík snjóél -2 Keíla víkurflugvöllur haglélásíð. 0 Kirkjubæjarklaustur klst. léttskýjaö -4 Raufarhöfn léttskýjaö -4 Reykjavík snjóél -2 Stórhöfði snjóélásíð. 1 Bergen klst. alskýjað 5 Helsinki srvjókoma -6 Kaupmannahöfn alskýjað 2 Stokkhólmur skýjað -6 Þórshöfn slydda 3 Amsterdam þokumóða 4 Berlín þokumóða -3 Feneyjar heiðskírt 1 Frankfurt þokumóða -3 Glasgow léttskýjað 3 Hamborg þokumóða 0 London skýjað 8 LosAngeles heiðskírt 12 Lúxemborg hrímþoka -3 Maiiorca skýjað 10 Montreal alskýjað -8 New York heiöskírt 2 Nice skýjaö 10 Orlando léttskýjað 15 París hálfskýjað 1 Róm léttskýjað 1 Vín léttskýjað -7 Washington alskýjaö 4 Jónas Þórisson, „Söfnunin gengur mjög vel. Við höfum íengið góða kyimingu þar sem við höfum reynt að leggja áherslu á jákvæða umfjöllun um hjálparstarf okkar erlendis, þróun- arverkefni sem hefur skilað ár- angri, og reynt að sýna þá hlið málsins, ekki bara hörmungar og volæði, eins og oft vill verða þegar fjallað er um þriðja heiminn," segir Jónas Þórisson, framkvæmdastjórí Maður dagsins Hiálparstofnunai- kirkjunnar, en árleg jólasöfnun stofnunarinnar er hafin undir yfirskriftinni Hlúum að bömum heims - framtíöin er þeirra. „Við höfum farið af staö í ár með fyrirfram stuðningi ýmissa, til; dæmis íslenska útvarpsfélagsms, með það fyrir augum að sýna starf- ið meira lifandi en gert hefúr verið. Að öðru leyti hefur þetta verið heíðbundin söfnun, senda bauka, gíróseðla og upplýsingabækling Jónas Þórisson. um það þríþætta starf sem málið snýst um, þróunaraðstoð, neyðar- hjálp og innanlandsaðstoð. Jónas sagði að viðbrögö íslend- inga á undanförnum árum hefðu verið ágæt: „Róðurinn hefur verið aðeins þyngri vegna ytri aöstæðna og við höfum þurft að hafa meira fyrir þessu en þegar á heildina er litíð eru viðbrögðin góð og heildar- gjafir aimennings hafa aukist.“ Jónas sagöi að stærsta verkefniö erlendis væri þróunarverkefiúð í Indlandi: „Þar höfum við byggt sjúkrahús þar sem koma þúsundir sjúklinga á ári og við erum með á fimmta hundraö börn í fóstri og sjáum um að koma til menntunar. í Eþíópíu erum við að endurnýja heimavistir og byggja vatnstanka fyrir sjúkraliús og skóla og i Mós- ambík þar sem við erum að byggja brunna í samstarfi við Lútherska heimssambandið. Innlenda verk- efnið er einkum stuðningur við ein- staklinga og leituðu yfir 600 menns til stofnunarinnar á siöasta ári. Þaö starf er einkum í formi matar- gjafa.“ Jónas sagöi að aðrar tekjuöflun- arleiöir Hjálparstofnunarinnar væri sala á friðarkertum. „Þetta er mikilvægur tekjuliöur fyrir stofn- unina en eins og oft vill verða þeg- ar einum gengm’ vel þá koma allir á eftir og samkeppnin er orðin mik- il í kertasölunni.“ Myndgátan Kvennafar Nágrannaslag- ur í bikar- keppni lcvenna Frekar rólegt veröur í innlend- um iþróttum í kvöld en þó örugg- lega góð stemiúng í Njarðvíli en þar tekur kvennalið Njarðvíkur Iþróttir í körfubolta á móti nágrönnum sínum úr Kefiavík. Er þessi leik- ur í bikarkeppni kvenna í körfu- bolta. Keflvikingar hafa verið með mjög sterkt lið undanfarin ár og verða því aö teljast sigur- stranglegri. Leikurinn hefst kl. 20,00. Á Akureyri fara frara í kvöld tveir Ieikir í blaki. KA leikur á rnóti Þrótti, Neskaupstað, í 1. deild karla í KA-heimilinu kl. 19.30. Sömu liö eigast við i kvennaflokki kl. 21. í kvöld fara einnig fram tveir leikir i 2. deild karla í handboltanum, Fylkir og Þór, Akureyri, keppa í Austur- bergi og Fjölnir og BÍ eigast við í Fjölnishúsi. Skák Sumir skákmenn eru haldnir upp- skiptabrjálæði og reyna að fjarlægja allt sem hreyfist á borðinu. En stundum er betra að hugsa sig um áður en stofnaö er til uppskipta. Meðfylgjandi staða er úr skák búlg- örsku stórmeistaranna Donchev og Ninov sem hafði hvítt og átti leik. Er ekki kjörið að leika 1. Hcl og bjóöa hróka- kaup? Eftir 1. Hcl? Hxcl+ 2. Bxcl Hd8! neyddist hvítur til þess að gefast upp. Ef 3. Be3 Hdl + 4. Bfl Bh3 og mátið blasir við. Bridge Spil í butlertvímenningskeppni Bridgefé- lags Reykjavíkur (sem lauk síðastliðinn miðvikudag) voru forgefin og spOarar fengu afrit af spilunum í lok hvers spUa- kvölds. Mörg spilanna buðu upp á skemmtileg tUþrÓ og hér er eitt sem er áhugavert, bæöi frá sjónarhóli varnar og sóknar. Sagnir gengu þannig á einu borð- anna, suður gjafari og enginn á hættu: * D7 V 765 ♦ ÁG9865 + ÁD * KG6 V ÁKD ♦ D104 + K1082 * Á85 V G1094 ♦ K2 + 9754 ♦ 109432 V 832 ♦ 73 + G63 Suður Vestur Norður Austur Pass 1+ 1 G 2+ Pass 2 G Pass 3 G p/h Kerfi AV var eðfilegt (standard) og tveggja granda sögn vesturs lýsti 18-19 punkta hendi. Innákoma norðurs var gervisögn, lýsti tígullit og 8+ punktum. Austur lyfti eðlUega í 3 grönd og útspil norðurs var tíguláttan. Sagnhafi átti slag- inn heima á tíu, tók þijá hæstu í hjarta, spUaði spaöa á ás og tók fjórða hjartað. Norður henti tigli í fjórða hjartað, sagn- hafi lauftíu og suður laufhundi. Ýmsar leiðir komu tíl greina í úrspilinu en sagn- hafi ákvað að staðsetja öll lykUspilin hjá norðri og spUaði næst tígulkóngi með það fyrir augum að endaspUa norður. Norður gaf þann slag og það vakti grunsemdir um að norður vUdi fá sagnhafa tU að svina spaðalitnum. Þess vegna spUaði sagnhafi næst spaða á kóng, feUdi drottn- inguna og stóð sitt spU. Flestir sagnhafa í þremur gröndum virðast hafa farið nið- ur í þeim samningi því reiknað meðal- talsskor í spilinu var 90 í AV, ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.