Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 45 Tvö af verkum Guðmundar Ægis á Mokka. Hátíð ljóss og skugga Fyrsta einkasýning Guðmund- ar Ægis stendur nú yfir á Mokka við Skólavörðustíg. Þema sýning- arinnar er jólahald íslendinga fyrr og nú og ber sýningin yfir- skriftina Hátíð ljóss og skugga og verður sýningin uppi út desemb- er. Sýningar Guðmundur Ægir hefur áður tekið þátt í samsýningum í Gerðubergi og einnig með P- hópnum í Borgarkringlunni. Hann stundaði fyrst myndlist- amám við Myndlistarskólann í Reykjavík. Guðmundur útskrif- aðist síðan úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands síðastliðið vor. Sýning hans á Mokka er opin alla daga á sama tíma og veitingahúsið. Það er eins gott að vera vel bún- ir ef dvelja skal á pólunum. íbúar á hjara veraldar Nyrstu híbýli manna eru í rannsóknarstöö sem Danir reistu árið 1952 í Pearylandi um 1500 kílómetra norðan við heim- skautsbaug. Árið 1969 fundust í Pearylandi eldstæði eskimóa frá því fyrir 1000 f.Kr. Rannsóknar- stöðvar eru enn norðar og sú nyrsta, sem er kanadíska her- stöðin Alert á Ellesmereeyju, var reist 1950. Syðsta varanlega mannbyggöin er bandaríska Scott-Amundsen rannsóknar- stöðin á suðurskauti jarðar, full- gerð 1957 og endurreist 1975. Blessuð veröldin Hæsta mannabyggð Þau hús, sem hæst standa og búið er í, eru í Basisi í Indlandi, nærri landamærum Tíbets. Húsin eru 5988 metra yfir sjávarmáli. í apríl 1961 fundust rústir 3ja herbergja mannabústaðar í 6600 metra hæð á fjallinu Cerro LluUaillaco, sem er 6723 metra hátt og er á landa- mærum Argentínu og Chile. Að áiiti fornleifafræðinga er byggð þessi frá um 1480. Stærsta skrifstofu- húsnæðið Stærsta skrifstofuhúsnæði í heimi er í World Trade Center byggingimum tveimur í New York. Þar er jafnframt mesta flat- armál leiguhúsnæðis fyrir fyrir- tæki en í nokkru öðru húsi eða 406 þúsund fermetrar. Hæsta skrifstofubygging í heimi er aftur á móti Sears-tuminn í Chicago sem tekinn var í notkun 1973. Húsiö er 443 metra hátt. í kvöld verða hljómleikar í Tjamarbíói þar sem tvær hljómsveitir koma fram. Hþómsveitir þessar eru Urmull og Dos Pílas, báöar tiltölulega nýstofnaðar hþóm- sveitir sem hafa vakið athygli að undan- fórnu ogeru báöar með nýútgefnar geisla- plötur. Á hljómleikunum verða kynnt lög af þessum geislaplötum. Urmul skipa: Guðmundur „Kusi“, gítar, Jón Geir, trommur, Símon Jakobsson, bassi, Hjalti, söngur, og Valli, gítar. Dos Pilas hefur á þessu ári gefið út tvær geislaplötur og er hljómsveit sem vakið hefur mikla athygli, en sveitina skipa: Jón ,junior“ Símonarson, söngur, Davið Þór Hlinason, gítar, Sigurður Gíslason, gítar, Ingimundur Elli Þorgilsson, bassi, og Heiðar Kristinsson, trommur, Tónleik- amir heíjast kl. 21.00, Urmutl er önnur tveggja hljómsveita sem koma fram á tónleikun- um í Tjarnarbiól. Skafrenningur á Hellisheiði Nokkur skafrenningur er á Hellis- heiði. Brattabrekka er aöeins fær jeppum og þar er skafrenningur. Hafinn er mokstur á veginum norður Strandir og yfir Steingrímsfiarðar- heiði. Einnig er verið að moka veginn Færð á vegum um Botnsheiði, Breiðadalsheiði og Gemlufallsheiði á milli Flateyrar og Þingeyrar. Allgóð færð er á Norður- og Austurlandi. Nokkur hálka er víða og snjór S vegum. Á leiðinni Reykjavík-Akureyri er skafrenn- ingur á Öxnadalsheiði og þeir sem ætla Þrengslaveginn mega búast við að snjór sé á veginum. m Hálka og snjór án fyrirstööu Lokað 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir [D Þungfært © Fært fjallabílum Litla stúlkan, sem á myndinni hvíl- er kl, 03,07, Hún var 3500 grömm ir í fangi tveggja ára bróður síns, þegar hún var vigtuð og 50,5 sentí- Daníels Helga, fæddist 23. nóvemb- metra löng. Foreldrar hennar em -------------------------------- Gitte Ninna Andersen og Brynjar Bam dacrsins H-Jóhannesson- William McNamara, Tom Beren- ger og Erika Eleniak leika aðal- hlutverkin. Áflótta Á flótta (Chasers), sem Bíóhöll- in sýnir um þessar mundir, fiall- ar á gamansaman hátt um tvo sjóUðsmenn sem lenda í því að þurfa að flytja fanga frá nærUggj- andi herstöð tíl aðalstöðvanna. Þeir komast fljótlega að því að þessi ferð þeirra er allt annað en vanalegur fangaílutningur, því fanginn er ekki aðeins gullfaUeg stúlka heldur einnig lævís og þrjósk. Hún reynir aUt tU að flýja og þeir félagar eiga fuUt í fangi með að halda henni þar sem hún á að vera. Tom Beringar og WUl- Kvikmyndahúsin iam McNamara leika sjóðUðana tvo og Erika Eleniak leikur stúlk- una. Leikstjóri myndarinnar er leik- arinn kunni, Dennis Hopper sem þreytti frumraun sína sem leik- stjóri tímamótamyndarinnar Easy Rider. Hann á aö baki skrautlegan feril í kvikmynda- heiminum þar sem hafa skipst á skin og skúrir. Hopper var í mik- UU lægð þegar David Lynch bauð honum hlutverk í Blue Velvet. Hann sló í gegn í þeirri mynd og hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaskorti síðan. Nýjar myndir Háskólabíó: Daens Laugarásbíó: Góður gæi Saga-bíó: Kraftaverk á jólum Bíóhöllin: Skuggi Stjörnubió: Karatestelpan Bíóborgin: Á flótta Regnboginn: Bakkabræður í Paradís Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 285. 16. desember 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,700 68,900 72.300 Pund 107,300 107,620 107,010 Kan. dollar 49,520 49,720 54,250 Dönsk kr. 11,1550 11,2000 10,6450 Norsk kr. 10,0210 10,0610 9,7090 Sænskkr. 9,1260 9,1630 8,5890 Fi. mark 14,1070 14,1640 12,3620 Fra. franki 12,6820 12,7330 12,2120 Belg.franki 2,1251 2,1337 1,9918 Sviss. franki 51,6500 51,8600 48,1700 Holl. gyllini 39,0300 39,1900 37,5800 Þýskt mark 43,7200 43,8500 42,1500 It. líra 0,04211 0,04233 0,04263 Aust. sch. 6,2060 6,2370 5,9940 Port. escudo 0,4256 0,4278 0,4117 Spá. peseti 0,5204 0,5230 0,5169 Jap. yen 0,68490 0,68700 0,66240 irskt pund 105,490 106,010 101,710 SDR 99,64000 100,14000 99,98000 ECU 83,3400 83,6700 81,0900 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárétt: 1 smeygja, 8 ávöxtur, 9 stjaka, 10 hryggð, 11 tvihljóði, 12 eira, 14 vísa, 16 hreyti, 19 árstíðinni, 21 bjálfi, 22 kraftur. Lóðrétt: skops, 2 lærdómur, 3 grátur, 4 valdir, 5 magurt, 6 saurga, 7 hangs, 13 vesali, 15 staka, 17 farfa, 18 umfram. 20 slá. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 hnesla, 8 reyk, 9 ólm, 10 efjan, 11 sá, 12 skarinn, 14 son, 15 áöan, 17 afli, 19 trú, 20 ei, 21 ónýt. Lóðrétt: 1 hressa, 2 nef, 3 eyjan, 4 skar, 5 lónið, 6 al, 7 smán, 16 snart, 13 kofi, 15 áin, 16 núp, 18 ló, 19 Tý.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.