Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 13 „Það er ekkert gagn í þér,“ sagði konan. „Það er eins og venjulega fyrir jólin. Þú ert annaðhvort í vinnunni eða fyrir heima hjá þér.“ Ég lét lítið fyrir mér fara enda hef- ur mér lærst það af langri reynslu að konur eru viðkvæmar rétt fyrir stórhátíðir. Mikið stendur til og allt lendir á þeim. Lítið gagn er í krökkunum og alls ekkert í kallin- um. Jólaundirbúningur á mínu heim- ili byrjaði fyrir nokkru. Ég fann það þegar ég kom heim úr vinn- unni dag nokkurn. Málningarlykt lagði að vitum og frúin í léttri vímu af málningargufunni. Hún hafði lokað að sér inni á svokölluðu gestaklósetti og taldi nauðsynlegt að breyta Ut þar úr bleiku yfir í myntugrænt. Ég viðurkenni að ég sá ekki beina þörf á þessu en hafði þó vit á því að hæla henni fyrir dugnað og frábæran Utasmekk. Konan vissi auðvitað að þetta var tómt froðusnakk hjá mér en lét sér þó hrósið vel líka. Hún var enda léttkennd af gufunum. Konan, sem er bjartsýn að eðlis- fari, spurði hvort ég gæti ekki not- að tækifærið og málað eina hurð í grennd við gestasalernið. Ég leiddi það hjá mér í þeirri von að hún gleymdi að ítreka þetta þegar af henni rynni. Það stóð heima. Þegar ég kom heim næsta dag var búið að lita hurðina. Úr alvöru í gervi En ekki má gleyma því að ég er húsbóndinn á heimUinu. Ég fann mig því knúinn til þess að leggja mitt af mörkum tU undirbúnings hinnar helgu hátíðar. Ég lagði því tU að keypt yrði gervijólatré. Ég er nefnUega orðinn ótrúlega þreyttur á svoköUuðum alvörujólatrjám. Við höfum keypt eitt slíkt á hverj- um jólum frá því að viö hófum búskap. Við erum alltaf sein að kaupa þessi tré og þau bestu því löngu gengin út. Við sátum því yfir- leitt uppi með hálfgeröa sterti, eig- inlega jólaherðatré. Það er heldur enginn leikur að kaupa svona jurtir. Þær eru rmm. um mínum sérkennilegar aöfarir en þeir buðust þó ekki tU að hjálpa mér. Synir mínir, um tvítugt, horíðu á fóöur sinn bak við stofu- gardínurnar og höfðust ekki að. Það er undantekningarlaust kalt þegar þessi aðgerð fer fram. Ég kemst ekki hjá því að fara í þetta mál núna um helgina og er óneitan- lega kvíðinn. Ég kíkti því á veð- urspá helgarinnar. Það stóð heima. Það van spáð roki og brunakulda. Tilhlökkunarefni Ég læt mig þó hafa þetta enda er ekki ætlast tU þess að ég geri fleira fyrir jóhn, að einu undan- skUdu. Ég á eftir að reyta rjúpurn- ar eða hamfletta eins og það heitir víst. Ég hengdi þær upp fyrr í vik- unni og verð að viðurkenna að rjúpnaatið er ahs ekki eins ógn- vænlegt og birkitréð upplýsta. Ég hlakka tU að fást við fuglana því nokkur hefð er á þann verknað komin. Færri komast raunar í rjúpnaslaginn en vhja enda vUl verða nokkur kaupstaðarlykt af mönnum við starfann. Gerast þá veiðisögur ákafar og ekki síður hjá þeim sem aldrei hafa skotið úr byssu. Rjúpan kemur mér í jólast- ■) Hugmynd um jólagjöf Eins og sést að ofanskráðu legg ég talsvert á mig tU þess að fjöl- skyldan geti haldið jólin hátíðleg. Jólabaksturinn er að vísu ekki mín deild nema hvað ég stelst í smákök- urnar fyrir jól. Þær eru miklu betri þá. Börnin eru hins vegar fóður- betrungar í bakstrinum og baka piparkökiy af ástríðu. Éitt er þó óklárt þegar aðeins er vika tU jóla. Það verður að viður- kennast að þar er um eilífan höfuð- verk að ræða - jólagjöfma handa betri helmingnum. Það vUl að sönnu tU að ég á marga þjáningar- bræður í þessum efnum, menn sem vita ekkert hvað skal kaupa handa frúnni. Ekki þýðir að kaupa heimil- geymdar á köldum stöðum og jafn- vel þar sem frost og næðingur leik- ur um kaupendur. Kaupandinn er því kaldur með bláar hendur og seljendur, yfirleitt ungir ofurhug- ar, eru bleikir af kulda með sultar- dropa á nefmu. Eftir að útUokunar- aðferö hefur verið beitt er stertur- inn fluttur út L.bU. Greninálar stinga síðan upp kollinum í bílnum fram á jafndægur á vori. Samviskulaus suða En eitt er að kaupa grenitré og annað að koma því fyrir í þar til gerðum fæti á Þórláksmessukvöld. Sá gjörningur telst á valdsviði hús- bóndans. Fyrst er að drösla trénu inn af svölunum, venjulega kafspjóuðu og frosnu. Samkvæmt söluupplýsingum þarf síðan að baöa tréð í heimihsbaðkerinu svo það þiðni í rólegheitum. Að því loknu á að saga neðan af stofninum og neðstu greinar burt til þess að koma trénu fyrir í jólatrésfætinum. En ekki nóg með það. Það verður að sjóða vatn og stinga stúfnum ofan í sjóðandi pottinn og halda trénu þannig í kortér. Undanfarin þrjú ár var ég orðinn svo sam- viskulaus við þetta starf að ég hélt trénu aðeins í suðunni í tíu mínút- ur. Þetta þori ég að viðurkenna núna vegna þess að ég hef gefist upp á þessari tegund trjáa og vU aðeins gervitré. Ég lét konuna þó aldrei vita af þessari sviksemi minni og kom því af fjöllum þegar barrið fór að hrynja af trénu strax á jóladag. Samningavióræður út um þúfur Gervitré var þvi dagskipunin og við hjónin fórum í búðir um síð- ustu helgi að velja tré. Við skoðuð: um tré á tveimur stöðum í stórri verslunarmiðstöö í borginni. Mér leist bærilega á beinvaxið tré og var kominn í samningaviðræður við búðarkonu þegar táningsdóttir okkar hjóna rak nefið inn í búðina. „Ég meina það,“ sagði hún. „Er ekki í lagi með þig. Ég flyt tíl ömmu ef þú ferð með þetta gerpi heim.“ Ég benti henni góðfúslega á að báð- ar ömmur hennar væru með gervi- tré og jólin hjá þeim væru mjög hátíðleg þrátt fyrir það. „Þú og þín heimspeki," sagöi stelpan og leitaði ásjár hjá móður sinni. „Við skulum athuga þetta," sagði móðirin og ég fann að táningurinn hafði rekið flein á milh mín og búðarkonunn- ar. Ég neitaði að skoða fleiri gervi- tré þann daginn. Leyndur draumur Konan leysti málið eins og yfir- Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri leitt áður. Hún fór ein eför helgina og keypti gervitré og leitaði hvorki áhts hjá mér né dótturinni. Ég varð aö viðurkenna góðan smekk kon- unnar enda var tréð glæsUegt og á hæð við mig. Ég hlakka tU að eiga við þessa nýjung á Þorláksmessu. Það þarf ekkert aö sjóöa og ekkert að vökva. Nýir sælutímar eru í vændum. Það þarf ekki einu sinni að henda trénu eftir þrettándann. Nú fer það bara í geymslu fram að næstu jólum. Ég sé það, á teikningu sem fylgir nýja trénu, að það er sett saman á nokkrum stöðum. Ég þykist vita að konan ætUst til þess að ég hluti það í sundur eftir jólin. Ég á mér þó leyndan draum um það að setja draslið eins og það kemur fyrir, með jólaskrauti og seríum, út í bfl- skúr og láta það standa tilbúið til næstu jóla. Ég vU þó ekki segja frá þessum áformum mínum enda er ég ekki viss um að samþykki fáist fyrir þessari ráðagerð. Upplýstbirkitré En þótt baráttan um jólatréð hafi fengið farsælan endi er slag mínum við trjágróður ekki lokið. Kona mín á sér mikið uppáhaldstré í garðinum. Mér er gert að lýsa þetta tré upp um hver jól. Þegar starf þetta hófst var tréð lítiö og bar aðeins eina seríu. Síöan eru Uö- in mörg ár, eins og segir í dægur- ljóðinu. Tréð stækkar og stækkar og ber fleiri og fleiri seríur. Það er oröin veruleg kúnst að lýsa það upp. Þetta er birkitré og því ekki auð- velt að reisa við það stiga. í fyrra brá ég á það ráð að bakka bílnum að trénu, klifraði upp á hann og smokraði seríunum á tréð með eld- húskústinum. Það þóttu nágrönn- istæki. Ég yrði gerður afturreka ef ég vogaði mér að pakka inn hræri- vél eða straujárni. Þennan mögu- leika hafa ólmar réttindakonur al- veg eyðilagt. Þá þýðir ekkert að kaupa flíkur. Athugasemdir verða gerðar við Uti og snið. Þrautalendingin viU verða skart einhvers konar. Þá er einn vandi óleystur. Þegar kemur að jólum er reiðufé uppurið og brúka verður plast. Það er því óhjá- kvæmflegt að frúin sjái það fyrst kvenna hvaö gjöfin kostaði þegar vísareikningurinn dettur inn um lúguna. Þar er vandratað meðal- hófið. Ekki má það vera of ódýrt því þá sést að gjöfin er ekki nógu merkUeg. Þá má hún heldur ekki vera of dýr því þá er hætt við ásök- un um bruðl. Mér hefur því dottið í hug, af því að konan mín hefur eiginlega yfir- tekið bílinn minn, að gefa henni jólagjöf bílaáhugamannsins. Þetta er þó áhættusamt því nokkur óvissa ríkir um viðbrögð hennar ef upp úr pakka frá heittelskuðum eiginmanni kæmi topplyklasett, glussatjakkur eða viðgerðabók um bílinn. Það eru víst takmörk fyrir öUu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.