Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 TVfeniurig Akademía eftir Daða Guðbjörnsson. Fold og Norræna húsiö: Franskbrauð og fer- köntuð f yrirbæri á sýningum Daða Guðbjörnssonar Daði Guðbjörnsson tekur nýhafið ár með áhlaupi og opnaði hann tvær sýningar um síðustu helgi, í Norræna húsinu og í Galleríi Fold. Á fyrr- nefnda staðnum sýnir Daði 42 teikningar, 27 ohumálverk, 9 tréristur og 7 skúlptúra en á hinum sí$arnefnda 29 vatnslitamyndir og 5 olíumálverk. Augljóslega er því um meiriháttar úttekt að ræða hjá listamanninum, afrakstur mikils gróskutímabils. Að halda í ferskleikann Daði heldur uppteknum hætti í málverki sínu. Hans aðalsmerki hafa hingað til verið frjálslega dregnar myndhverfingar þar sem t.d. konan hverfist í hjarta, karhnn í tröppugang, pensill fær sjón og þríhyrningar og ferningar leysast upp í spírala, svo nokkuð sé nefnt. Viss hráleiki hefur ávallt einkennt list Daða og það einkenni ásamt kæruleysi gagn- vart viðurkenndri akademískri myndbyggingu er í fullu samræmi við þau meintu markmið nýja málverksins í upphafi síðasta áratugar að halda í senn í hina hefðbundnu aðferð listamannsins að mála með olíu á striga og gefa skít í forsendur og sögu þeirrar iðkunar. Þótt yfirbragð verka Daða sé nú orðið mun sléttara og felldara og vinnulag hans sé orðið áþekkara því sem tíðkaðist fyrir daga nýja málverksins, hefur hon- um tekist að halda í ferskleikann með því að lauma sífellt inn á myndflöt- inn nýjum táknum og ímyndum. I ferköntunarafruglara Að þessu sinni er franskbrauð í aðalhlutverki í sjónarspili Daða. Önnur . nýleg tákn eru ljósapera og vínþrúgur og vínglös ásamt margs kyns fer- köntuðum fyrirbærum. Kostuleg eru t.a.m. málverk nr. 1 og 3 í Norræna húsinu þar sem vel þekktur hundur úr merki hljómplötufyrirtækis og Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Mikki mús hafa verið settir í ferköntunarafruglara listamannsins. Fransk- brauðið fellur vel inn í myndheim Daða í verki eins og „Akademíu" (nr. 26), en yfirleitt fær maður á tilfinninguna að Daði sé frekar að æfa sig að mála brauð heldur en að hann setji það inn á flötinn í ákveðnum til- gangi. SUk hugmyndavinna gengur hins vegar mjög vel upp í verkinu „Ljósaskipti" (nr. 25) þar sem kerti og ljósapera kallast á: Teikningar Usta- mannsins eru í samfeUdri röð á einum vegg í innri salnum í Norræna húsinu. Þar er fremur um forvitnilega innsýn í verklag Daða að ræða en endanleg verk. Hér kemur glögglega í Ijós að teikningin er frumlagið í verkum Daða en liturinn andlagið. Skúlptúrar Daða eru enn frekari staðfesting þessa þar sem þeir eru allmisjafnar þrívíddarmyndir sterkra tákna úr teikningaflóru Ustamannsins. Tréristurnar í anddyri Norræna hússins hafa fæstar til að bera ámóta stemningu og dýpt og málverkin. Helst er að finna einhverja sterka drætti í einfaldari myndunum s.s. nr. 39, 40 og 43. Ljóðrænar perlur Vatnshtamyndirnar í Galleríi Fold þóttu mér flestar hverjar hafa þann ágalla að vera ofunnar. Hugmyndir Daða ganga nefnilega út á einfóld tákn þar sem frumdrættirnir segja allt sem segja þarf í einni eða tveimur pensUstrokum. Daði á það hins vegar tíl að margítreka sömu drættína. Hér eru þó að sjálfsögðu perlur inn á mUU eins og „Sjávarljóð" (nr. 19) og „Köflóttur fiskur" (nr. 26). Slíkar myndUr sýna að Daði er e.t.v hóðræn- asti málarinn hér á landi í dag. Hann leikur sér í raun með myndhverfing- ar á ekki ósvipaðan máta og skáld utan hvað hann notast við myndtákn en ekki letur. Sýningar Daöa Guðbjörnssonar í Norræna húsinu og GaU- eríi Fold standa til 29. janúar. Á hvaða semer! 99.56*70 I Aðeins 25 kr. mín. Sama verð fvrir alla landsmenn. Menning Ein at myndum Kjarvals á sýningunni. DV-mynd Brynjar Gauti. Forgengileikinn og skortur á rannsóknum - sýning á verkum Kjarvals á Kjarvalsstöðum Sú sýning sem nú hefur verið sett upp á verkum Kjarvals í austursal Kjarvalsstaða gefur tilefni til hug- leiðinga um varanleika Ustarinnar og gildi fallvaltleik- ans. Astæðan er uppsetning á þeim verkum Kjarvals sem hafa verið máluð á forgengUeg efni s.s. plast, umbúðapappír og tUfallandi efni sem allajafna þykja ekki fýsileg til að mála á varanleg verk. Augljóslega háði bágur efnahagur Kjarval á stundum og af þessum verkum að dæma lét hann það ekki hafa nein áhrif á listsköpunina. Ef andagiftin var til staöar þá varð hún að fá farveg, sama hvernig hann yrði. Að vonum eru verkm misjöfn, en það eru hin hefðbundnari olíuverk sömuleiðis. Það er e.t.v. tvennt sem taka skyldi vara á af þessu tilefni; aö -ofmeta ekki Ustrænt gildi riss- mynda, jafnvel þó þær séu eftír þekkta myndUstar- menn á borð við Kjarval og að vanmeta ekki myndir minna þekktra myndlistarmanna, jafnvel þó þær séu unnar í forgengileg efni. Forvarsla í framhaldi af sýningu sem þessari mætti gera gang- skör að skipulögðum rannsóknum á verkum Kjarvals út frá forvörslusjónarmiði og jafnvel mætti hugsa sér að rannsóknir á þeim vettvangi gætu gefiö tilefni til sérstakrar sýningar á forgengfiegum verkum meistar- ans. Þær teikningar sem fundust á liðnu ári í gamla stýrimannaskólahúsinu við Öldugötu gefa aukið tilefni til slíkrar sýningar því forvitnilegt hlýtur að teljast í hvaða ásigkomulagi þau verk voru og eins hvernig þau tengjast öðrum verkum Kjarvals. Ekki skýr markmið Á sýningu þessari á verkum Kjarvals eru jafnframt ýmis þau verk sem talin hafa verið á meðal hans vönd- uðustu og bestu verka, unnin með hefðbundinni olíu á striga. Þar kemur að veigamiklu atriði er snertir Myndlist Ólafur J. Engilbertsson uppsetningu á verkum Kjarvals almennt á Kjarvals- stöðum. Það er engu Ukara en engin skýr markmið eða rannsóknir liggi að baki þessum sýningum sem allajafna hafa verið settar upp tíl að hanga yfir sumar- tímann. Augljóslega er lágmarksvmna að baki sýnmgu sem þessari því enga sýningarskrá er þar að finna. Er ekki kominn tími til að meistara Kjarval sé sómi sýndur og að til grundvallar sýningum á verkum hans séu látnar tiggja einhverjar rannsóknir eöa athugaitir á ferli hans? Til þess eru jú söfnin að rannsaka þau verk sem þar eru geymd ekki síður en að sinna því augb'ósa hlutverki að varðveita þau. Skcmmtilegir Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands hélt árlega Vínartónleika sína í Háskólabíói s.l. fóstudagskvöld. Einsöngvari méð hljómsveitinni var Þóra Einarsdóttir og hljómsveitar- stjóri PáU P. Pálsson. Tónleikarnir hófust á Leichte Cavalerie, forieik eftír Franz von Suppé, og var það glæsileg og skemmtileg byrjun þessarar efnisskrár. Þóra Einarsdóttir söng síðan með hljómsveitinni Draussen in Sievering eftir Jóhann Strauss yngri. Það var strax auðheyrt að hér er komin óvenju hæfileika- rík söngkona. Hún söng síðar m.a. Fruhlingsstimmen eftir sama höfund og þrjár aríur úr óperum eftir Franz Lehár, m.a. VUja Lied úr „Kátu ekkjunni". Varð þá ljóst að þessi konunglega söngkona hefur nú þegar náð ótrúlega mikUU tækni. Rödd hennar er sérlega hljómfögur, fislétt, tær og hrein og fókus hennar er hreint frábær. Þegar við bætist að söngkonan hefur mikla útgeislun og heUlandi eðUlega sviðsframkomu hugsar maður með sér að fátt geti staðið í vegi fyrir því að hún nái fljótlega aö slá í gegn úti í hinum stóra heimi. Vonandi nær hún því sem hún ætlar sér og er henni Þóru Einarsdóttur óskað tíl hamingju með glæsUegan árangur. Hljómsveitin lék m.a. polkann Mit Dampf eftír Edu- ard Strauss. Þetta er bráðskemmtilegur polki með „eff Tónlist Áskell Másson ektum", t.d. lögregluflautu og eimreið. í forleiknum Orpheus in der Unterwelt eftir Of- fenbach áttu konsertmeistarinn Guðný Guðmunds- dóttir svo og bæði Einar Jóhannesson á klarinettið sitt og Daöi Kolbeinsson á óbóið faUegar einleiksstróf- ur. Einnig átti Jón Sigurbjörnsson flautuleikari og Guðríður Sigurðardóttir á píanóið ásamt henni Guðnýju á fiðluna einkar fallega mótaðar einleiks- hendingar í Wiener Frauén-forleiknum eftir Franz Lehár en hann var einnig sérlega vel leikinn hjá hljóm- sveitinni. Tónleikarnir enduðu á þróttmiklum marsi eftir WUhelm August Jurek: Deutchmeister Regi- ments-Marsch, en... þeim lauk samt ekki við svo búið.- Stemningin var mikU í salnum og fólk vUdi meUa - og það fékk Uka meira. Að lýsa því öUu í smáatriðum væri eins og að lesa endinn fyrst í spennandi sakamála- sögu. Því verður þaö ekki gert hér. Fólk er einfaldlega hvatt til að upplifa sjátft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.