Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 11 Fréttir Kj arasamningarnir: Breyting lánskjaravísi- tölunnar mun vega þungt - verður ein aðalkrafan á hendur ríkinu Af þeim kröfum sem verkalýðs- hreyfingin gerir á hendur ríkinu er ljóst að afnám tengingar launavísi- tölu við lánskjaravísitöluna verður eitt aðalatriðið ásamt kröfunni um hækkun skattleysismarka eða skattalækkun með öðrum hætti. Það var Verkamannafélagiö Dags- brún sem fyrst kom með þá kröfu aö aftengja launavísitöluna láns- kjaravísitölunni. Félagið lét Bene- dikt Jóhannsson stærðfræðing reikna allt dæmið út fyrir sig. Þegar niðurstaða lá fyrir kom í ljós að félag- ið myndi krefjast breytinga á sam- setningu lánskjaravísitölunnar. Síð- an þá hafa önnur verkalýösfélög tek- ið kröfuna upp, þar á meðal Verslun- armannafélag Reykjavíkur. Guömundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, segir að eftir þá breytingu sem Jón Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, lét gera á lánskjaravísitölunni 1989 sé staðan sú að launavisitalan vegi þar 60 prósent en var 40 prósent áður. Þetta þýöi að hver minnsta launa- hækkun eða aukinn kaupmáttur hækki öll lán í landinu. „Þetta er auðvitað fáránleikinn uppmálaður. Það er alveg ljóst að breyting á samsetningu lánskjara- visitölunnar veröur ein af aðalkröf- unum á hendur ríkisvaldinu að þessu sinni,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Alþýöubandalagiö í Reykjavík: Listinn verður borinn upp á f undi 24. janúar Að sögn Hauks Más Haraldssonar, formanns kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, verður listi flokksins í komandi þingkosn- ingum borinn upp á fundi þriðjudag- inn 24. janúar næstkomandi. Það hefur þegar komið fram að Svavar Gestsson mun skipa 1. sætið og leiða listarin. í 2. sæti verður Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðing- ur ASÍ, í 3. sæti Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, og í 4. sæti Guðrún Helgadóttir alþingismaður. Samkvæmt heimildum DV hefur enn ekki verið raðaö endanlega í næstu sæti á listanum. Þau nöfn sem nefnd eru í því sambandi eru meðal annarra Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, Svanhildur Kaaber, fyrrverandi formaður HÍK, og Björn Guðbrandur Jónsson umhverflsverkfræðingur. Bílaborg: Skiptum lokið Skiptum i þrotabúi Bilaborgar hf. er lokiö. Á skiptafundi sem haldinn var 20. desember kom fram að ríflega 264 milljónir króna voru greiddar upp í rúmlega 298 milljöna króna veðkröfur eða 88,7 prósent og forgangskröfur að fjárhæð 23,5 milljónir greiddust að fullu. Almennar kröfúr námu rösklega 463 milljónum króna og fengust 20,7 milljónir upp i þær eða tæplega 4,5 prósent. Ekkert fékkst upp í eft- irstæðar kröfur. Bílaborg var tekin til gjaldþrota- skipta 6. mars 1990. Skiptastjóri var skipaður Hafsteinn Hafsteinsson hrl. Grettistaki lyft við Höf ða Garöar Guðjónsson, DV, Akranesi: Listaverkinu Grettistaki hefur ver- ið komið upp á hlaði Dvalarheimilis- ins Höfða til heiðurs og minningar um þá kynslóð sem þar dvelur og fyrri kynslóðir sem lyftu grettistaki í þágu þjóðfélagsins. Magnús Tómas- son er höfundur verksins og nam kostnaður við það 5,9 milljónum króna. Að sögn Daníels Ágústínussonar, sem sæti á í byggingarnefnd Höfða, greiðir Listskreytingasjóður ríkisins um þrjár milljónir vegna verksins en byggingarsjóður Höfða stendur að öðru leyti straum af kostnaðinum. Magnús Tómasson er þekktur fyrir útilistaverk sín, meðal annars Þotu- hreiðrið við Leifsstöð. Um 40 lista- mönnum var boðið að taka þátt í samkeppni um verkið. Fjórir voru valdir úr þeirra hópi og í fyrra var gengið til samninga við Magnús. Upphaflega var gert ráð fyrir að verkinu lyki snemma í haust en það tafðist meöal annars vegna þess hve erfiðlega gekk að ná steininum. Hann er 28 tonn að þyngd, var sóttur á Arnarstapa á Mýrum og þurfti að leggja sérstakan veg til þess að nálg- ast hann. Daniel Agústinusson og listamaður- inn Magnús Tomasson ræðast við fyrir framan Grettistak. Myndina tók Þorgils Stefánsson. Sigurður Gizurarson: Embættið i fjársvelti. DV-mynd Garðar Embættið í fjársvelti - segir sýslumaðurinn á Akranesi Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: „Ég vil ekki fullyrða um hvað ger- ist. Mér finnst alls ekki eðlilegt að vaktin milli 5 og 8 á morgnana verði lögð niður en talað hefur verið um að gera það vegna fjársveltis. Stað- reyndin er sú að þetta embætti er í fjársvelti miðað við önnur embætti," segir Sigurður Gizurarson, sýslu- maður á Akranesi. „Við hikum við að leggja þessa vakt niður þó við höfum raunveru- lega ekki peninga til að halda henni uppi. Þetta kostar 2-3 milljónir á ári. Það stefnir í óefni ef þessi vakt verð- ur lögð niöur,“ segir Sigurður. Hann fullyrðir að embætti hans fái minni íjárveitingu en önnur embætti þar eð hann sé í ónáð í dómsmála- ráðuneyti. Hann bendir á að meðan sýslumaðurinn á Akranesi fær 64 milljónir á fjárlögum fær sýslumað- urinn á ísafirði 80 milljónir. Skólastjóriim í Hveragerði: Borgar 9.000 í húsaleigu Bæjarstjómin í Hveragerði hef- ur samþykkt aö lækka leigu á 150 fermetra einbýlishúsi með bíl- skúr við Heiðmörk 76 í Hvera- gerði úr 32 þúsundum króna í 8.775 krónur á mánuði. Húsaleig- an er þannig ríflega fjórðungur af því sem hún var þegar Hall- grímur Guðmundsson, bæjar- stjóri í Hveragerði á síöasta kjör- tímabili, bjó i húsinu. Leigan tek- ur gildi i byrjun þessa árs eða um sama leyti og Guðjón Sigurðsson, skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði, tekur við því. „Ég bjó áður í húsinu og greiddi þá þessa krónutölu í húsaleigu. Fyrir þremur árum var ráðning- arsamningnum mínum breytt. Ég flutti út úr húsinu og bíla- styrkurinn hækkaöi úr 500 kíló- metrum í 1.000 kílómetra. Ég fékk húsið afhent aftur 1. janúar, bíla- styrkurinn lækkaði og gamli samningurinn var endurnýjaður. Það fannst öllum það eðliíegt. Ég hefði ekki tekið við húsinu ef ég hefði ekki haldið þessum kjör- um,“ segir Guðjón Sígurðsson skólastjóri. Húsaleiga skólastjóra Grunn- skólans í Hveragerði var rædd á síðasta bæjarstjómarfundi í Hveragerði og lét minnihlutinn bóka mótmæli við lækkun húsa- leigunnar. Flugleiðir í samvinnu við Breska ferðamálaráðið kynna: Pitken: Bmééf Les Mi$e fheafi Copatshan Leikhús Óperur Söngleikir Tónleikar Myndlist Söfn rttxy (or You Intes Httmief Sftettre Day Boulevard famed Moe Gfiouls ionic Orcestra Nánari upplýsingar og bæklingur fæst hjá söluskrifstofum Flugleiða, ferðaskrifstofunum, umboðsmönnum um land allt eða í söludeild í síma 690 300. U I J Á I I FLUGLEIDIR 'l raustur íslenskur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.