Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 Spúrningin Ætlar þú á skíði í vetur? Pálmi Gíslason: Nei, ég kemst ekki. Ég brotnaði á skíðum í gær. Sigurður Þór Sæmundsson: Já, ég reikna með því. Árni Steingrímsson: Nei, ég stíg aldr- ei á skíði. Kristján Valsson: Nei, ég fer aldrei á skíði. Anna Gissurardóttir: Nei, ég ætla ekki að fara. Svanhvit Gissurardóttir: Nei, ég fer ekki. Lesendur Framtíðin bíður með af leiðingar Sigurjón skrifar: Þjóðin býr sig undir erfiða mán- uði. - Kjarasamningar eru stór hluti af lífi fólks en þeir hafa oft í sögu þjóöarinnar leitt okkur á villigötur og m.a. í áraraðir voru þeir aðalorsök verðbólgunnar. Um hana þarf ekki að fjalla í löngu máli. Hugrakkur stjórnmálamaður, að nafni Vilmund- ur Gylfason, barðist fyrir vísitölu- bindingu og hafði sitt í gegn, og þar með hægði á verðbólgunni. í dag er þjóðin laus við þann draug, en annar mun hættulegri draugur kveður sér nú hljóðs. Hann heitir skuldir þjóðarbúsins. - Þessi draug- ur er mun alvarlegri en sá sem fyrr er nefndur til sögunnar þar sem hann varðar sjálft fjöregg þjóðarinn- ar og getur valdið gífurlegu tjóni á afkomu fólksins í náinni framtíð. Það sem gerir hann hættulegri er sú staðreynd að það virðist ekki vera til hugrakkur stjómmálamaður í dag. Alþingismenn rífast um manna- ráðningar hjá Ríkisútvarpinu og álíka dægurmál. Ef vel ætti að vera væru langir og strangir fundir á Al- þingi um þennan vágest. En málið virðist ekki koma þeirri stofnun mik- ið við. Það er enda ekki lfklegt að sá stjórnmálamaöur sem berðist gegn þessum vágesti yrði kosinn aftur. Við erum veiöimenn í eðli okkar, og við viljum lifa frá degi til dags. Það má sjá þessa merki í óvinsældum Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem er hklega eini maðurinn í stjórnmál- um sem þorir að ræða þetta vanda- mál. En honum er hegnt fyrir. - Rík- isstjómin hefur ekki náð tökum á vandamálinu, og líklega versnar það enn kæmist vinstri stjórn eöa svo- kölluð félagshyggjustjórn til valda. Það er orðið erfitt fyrir raunveru- legt láglaunafólk að lifa af launum sínum, og það er ekki hægt að van- Þörf væri á löngum og ströngum fundum á Alþingi um skuldir þjóðarbús- ins, segir bréfritari. meta þá erfiðleika. Auðvitað á að leita varanlegra lausna í tengslum við þá þjóöarskömm. Þar tel ég ekki kennara með því að Dagsbrúnar- maðurinn hefur ekki frí marga daga á ári, en það er m.a. hann sem hefur raunverulega lág laun. Allar kröfur á ríkissjóð ber að líta mjög alvarlegum augum. Skamm- sýnir og óábyrgir framsóknarmenn í öllum flokkum dæla fé úr ríkissjóði inn í landbúnaðinn. Þeirra er valdið, og þeir nota það. Framtíðin bíður með afleiðingarnar eins og hjá öllum fyrirtækjum sem rekin eru án ábyrgðartilfinningar. Allir þeir stóru hópar sem vinna hjá ríkinu gera endalausar kröfur og þeim virðist alveg sama um ríkissjóð, vinnuveit- anda sinn. Og því fá þeir sínu fram- gengt að stjórnmálamönnum er líka sama. - Þeir vilja atkvæði og vilja vera hetjur dagsins. Islenskt, já takk! Þóra skrifar Svo bregðast krosstré sem önnur tré, flaug um hugann þegar greint var í fjölmiðli frá innflutningi kirkj- unnar og kærleikans manna á pípu- orgelum erlendis frá og eftir situr íslenskur orgelsmiöur verkefnalaus. Og ekki er langt síðan að greint var í fjölmiðh frá stórinnflutningi kirkj- unnar manna á erlendum hkkistum! Þaö hefur hingað til verið talið að skilningur starfsmanna kirkjunnar væri mikill á bágindum fólks vegna atvinnumissis, en þar er greinilega vaðið í vihu og svima. Þaö sýnir þessi innflutningur, sem slær atvinnu ís- lendinga út af markaði. Ég er þakklát fjölmiðlum fyrir að upplýsa okkur um vanhæfni stjórn- enda sem slíkt gera, um leið og ég mótmæli þessum vinnubrögðum. Ég tek undir með þekktum menntamanni, sem sagði það vera undarlegan andskota hvað íslend- ingar lægju alltaf hundflatir fyrir öllu sem erlent er, og er þá skemmst að minnast íslenskra alþingismanna sem völdu að sitja í dönskum hús- gögnum í setustofu Alþingis íslend- inga. Nína Sæmundsson Lúðvíg Eggertsson skrifar: Kvikmyndin um líf og starf Nínu Sæmundsson, sem.sýnd var í Ríkis- sjónvarpi á dögunum, var heillandi og fróðleg á marga lund. Söguhetjan, sem var fædd hstakona, fór sigurfor um heiminn, bæði austan hafs og vestan. Þeir sem stóðu að myndinni, ekki síst Kassagerðin, eiga miklar þakkir skhdar. Vafalaust munu margir ljalla um þessa glæstu mynd. Ég mun í stutt- um pistli aðeins minnast á hin nötur- legu sögulok þegar fögur stytta eftir Nínu í eigu höfuðborgarinnar var Hrlngiðísíma 563 2700 millikL 14 og 16 -eóa skriíið „Hvers átti hún að gjalda?“ spyr bréfritari. - Nína Sæmundsson lista- kona i Hollywood við upprunalegu gerð Hafmeyjunnar. sprengd í loft upp við Tjömina. At- burðurinn sló óhug á borgarbúa og mun hafa sært listakonuna bitur- lega. Björn Th. Björnsson kom fram í kvikmyndinni og gaf þá skýringu, sem ég hefi ekki áður heyrt, að dvöl Nínu í Bandaríkjunum hefði fjarlægt hana evrópskri hstmenningu, en þaö hefði skapað henni óvhd. Slík óvild gæti þá aðeins hafa stafað af hálfu kommúnista sem hötuðust við ameríska varnarhðið. Björn virð- ist vita meira um þetta en aðrir og ætti því að yfirheyra hann ef þannig mætti komast á slóð afbrotamann- anna. Það getur á engan hátt tahst sak- næmt hjá hstamanni þótt hann verði fyrir áhrifum í því landi sem hann dvelur. Þannig hefur t.d. Louisa Matthíasdóttir, sem lærði í París, verið langdvölum í New York. Hún hefur komið hingað með hstsýningar og jafnan hlotið bestu viötökur. - Hvers átti Nína að gjalda? Boðskapurfrá Skandia Þórdís skrifar: Það þarf ekki að fjölyröa vun mátt auglýsinga um að koma vöru sinni eða þjónustu á fram- færi. En hún gengur þó út yfir allt velsæmi, auglýsing Skandia sem birtíst á skjá landsmann þessa dagana. Þar er sýndur kærulaus ökumaður, er ekur bif- reið sinni i tvigang á, en að hans sögn er „aht í lagi“ því bónus- missirinn er sama og enginn! Þama er það sem sé látið líta svo út að bónusmissirinn sé aðal- vandamál ökumanna en ekki slys á fólki eða skemmdir á bílnum (eða munum). Boðskapur auglýs- ingarinnar er því: það er aht í lagi að keyra á. Mér þykir þetta víta- verð auglýsing sem ætti að banna. Engin mótmæli gegnTsjetsjeníu- stríði? Kjai-tan skrifar: Mér finnst furðulegt að engin samtök hér á landi skuli hafa haft uppi mótmæli gegn striðinu í Tsjetsjeníu. Svo mikil og tíð mótmæli voru gegn Víetnam- stríðinu aö ekki hefði verið frá- leitt að sömu aðilar héldu úti andófi gegn Rússum fyrir þá. ógn sem nú er búin að standa í einu ríkja þeirra um alhangt skeið. - En það eru kannski þreyttir mót- mælendur sem nú sjá ekki neina ástæðu til andófs? Þeir hefðu ris- ið upp við dogg hefðu þetta verið Bandaríkjamenn, samanber Persaflóastriðið. Þeirbreyti blessunarorðunum Gyða hringdi: Prestar hafa venjulega yfir blessunarorð th stjórnvalda, for- seta og svo heimila landsmanna. Nú er orðið fámennt á heimilun- um, ef þá nokkur er heima að deginum. Húsráðendur i vinnu allan daginn og bömin á bama- eða dagheimhum og svo gamal- mennin á ehi- og dvalarheimil- um. Prestar ættu þvi að snúa bænum sinum 1 æ ríkari mæli th þessara stofnana i stað heimh- anna, þar sem fólk kemur aðeins til að sofa blánóttina. SættiríHafnarfirði Þorgeir skrifar: Ég hvet aha Hafnfirðinga sem vijja bæjarfélagi sínu vel að stuðla að heilum sáttum milh manna í bæjarstjórninni. Það gæti orðið bæjarbúum th mikils tjóns ef núverandi bæjarstjórn héldi ekki áfram lofsverðu fram- takí sínu í því að koma bænum og fjármálum hans á réttan kjöl. Nóg er að gert í því að breiða út gróusögur um menn og málefni í þessurn fallega bæ. Nú verða að takast sættir og það strax. Verk- efni eru fram undan. Lítil þekking, mikil ósanngirni Bjöm Indriðason skrifar: Vihijálmur Eghsson, alþm. og framkvæmdastj. Verslunarráðs íslands, skrifaði grein i DV ný- lega af lítihi þekkingu en mikilh ósanngirni. - Nú er það þannig aö ÁTVR hefur mjög hagkvæman rekstur. Það er og fjarstæða, sem Vilhjálmur segir, að þar sé lirúg- að inn starfsfólki. Þvert á móti er fólk of fátt á ýmsum álagstím- um. Þá eru flestir sammála um að þjónusta ÁTVR sé með ágæt- um, eins og t.d. veitingamenn geta boriö um. Hagræði er einnig að því að hafa sölu og dreifingu í einu lagi. Grein Vhþjálms er dæmigerð fyrir einkavinavæð- ingarfélagiö sem kappkostar að selja eigur ríkisins hvað sem það annars kostar skattgreiðendur og halda því fram að slíkt jafngildi því að auka tekjur ríkissjóðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.