Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 13 Fréttir Guðný Helgadóttir með fyrsta barn ársins á Akranesi. Með þeim á mynd- inni er stóri bróðir, Helgi Baldur. DV-mynd Garðar Akranes: Fæðingum fækk- aði verulega Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Aðeins 177 börn fæddust á Sjúkra- húsi Akraness í fyrra, aö sögn Jón- ínu Ingólfsdóttur ljósmóður. 1993 fæddust 208 börn og leita þarf mörg ár aftur í tímann til að finna jafn fáar fæðingar og í fyrra. Fyrsta barn nýja ársins lét bíða eftir sér til klukkan 20 4. janúar. Það var stúlkubarn. „Þetta gekk allt vel og hún kom alveg á réttum tíma þótt ég væri orð- in hrædd um það á tímabili að hún kæmi rétt fyrir áramótin," sagði Guðný Helgadóttir, móöir nýárs- barnsins, en faðir þess er Hafsteinn Hrafn Daníelsson. MYNDBANDAGETRAUN E o (j> 9 9 • 1 7 • 5 OÍ Myndbandagetraun Bónusvídeós er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess kost aö vinna gjafakort meö úttekt á þrem myndbandsspólum frá nýrri og stórglæsilegri myndbandaleigu Bónusvídeós aö Nýbýlavegi 16. Þaö eina sem þarf aö gera er aö hringja í síma 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um myndbönd. Svörin viö spurningunum er aö finna í biaöauka DV um dagskrá, myndbönd og kvikmyndir sem fylgir DV á fimmtudögum. Dregið daglega úr pottinum! Daglega frá fimmtudegi til miövikudags verða nöfn þriggja heppinna þátttakenda dregin úr pottinum og hreppa þeir hinir sömu gjafakort frá Bónusvídeói. Allir sem svara öllum fimm spurningunum rétt komast í pottinn. Munið aö svörin við spurningunum er aö finna í myndbandaumfjöllun DV á fimmtudögum. Nöfn vinningshafa veröa birt í blaðauka DV um dagskrá, myndbönd og kvikmyndir í vikunni á eftir. BONUSVIDEO BONUSVIDEO Nýbýlavegi 16. Sími 5644733 Opið virka daga frá 10 - 23.30. Laugard. og sunnud. frá 12 - 23.30 Órói hjá hafnarverkamönnum í Sundahöfn: Vilja stof na sér- staka deild inn- an Dagsbrúnar - ekki rétti tíminn til þess í miðjum kjarasamningum, segir Guðmundur J. Órói hefur verið að undanfömu meðal hafnarverkamanna sem starfa hjá Eimskipafélaginu í Sundahöfn. Af 115 Dagsbrúnar- mönnum sem starfa þar hafa 105 skrifað undir áskorun um að stofn- uð verði sérstök deild hafnarverka- manna innan Dagsbrúnar. Sam- kvæmt lögum félagsins er það hægt. „Það er ótvírætt samkvæmt lög- um að hægt er að stofna slíka deild. Éghefhins vegar átt fund með tals- mönnum hópsins og bent þeim á að það væri ef til vill ekki rétti tíminn til að standa í slíkri deildar- stofnun, nú í miðri kjarasamninga- lotu. Og ég held að allir hafi tekið undir það sjónarmið," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur Dagsbrúnar, í samtali við DV. Upphaf þessa óróa meðal hafnar- verkamanna í Sundahöfn má rekja til þess að skipt var um aðaltrúnað- armann þeirra fyrir nokkru. Sig- urður Rúnar Magnússon féll í kosningum til aðaltrúnaðarmanns, en hann hafði gegnt því starfi áð- ur. Hann hafði Ííka veriö í stjórn Dagsbrúnar en var síðan ekki meö á lista uppstillingarnefndar að þessu sinni. „Ég notfæröi mér síðan ákvæði í lögum félagsins á trúnaðarráðs- fundi og bauð mig fram á móti lista uppstillingarnefndar en féll naum- lega í því kjöri, með fimm atkvæða mun á sextíu manna fundi. Þetta féll ekki í kramið hjá mörgum hér við Sundahöfn og menn hófu und- irskriftasöfnun," sagði Sigurður Rúnar. Hann sagðist ekki hafa átt frum- kvæðið að því að undirskriftalist- arnir fóru af stað en sagðist hafa hjálpað strákunum að semja text- ann sem skrifað var undir. Enda þótt þetta mál verði senni- lega látið kyrrt liggja meðan á kjarasamningalotunni stendur gæti svo farið að síðar verði stofnuð deild hafnarverkamanna innan Dagsbrúnar. Slík deild verður að hlíta stjórn félagsins í einu og öllu en á auðveldara með aö koma sér- málum sínum fram. fESKUAK INVIANA JONES Afbragðs bækur fyrir börn Verð aðeins kr. 595 FRJÁLS n FJÖLMIÐLUN HF. H FRÆÐANDI, SPENNANDI06 SKFMMTILEGAR BÆKUR LISANDINN VCRDUR PÁTTTARANDI í flRDUM INDIANA J0NIS UM HRÍfANDI ÆVINJVRAHÍIM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.