Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Enginn ræður för íslenska þjóðin hefur fylgst með hildarleiknum í Súða- vík hljóðlát og döpur. íslendingar eru ýmsu vanir í sam- neyti sínu við náttúruöflin en snjóflóðið vestra hefur hrifsað til sín fleiri fórnarlömb og valdið meira eignar- tjóni en dæmi eru um í langan aldur. í raun og veru má það teljast kraftaverk að fólk hafi sloppið lifandi undan flóðinu og mikill er sá lífskraftur sem ræður því að tvö ungmenni finnast lifandi eftir fimmtán og tuttugu og fjögurra tíma leit. Fréttir af þessum atburðum eru válegar. Þjóðin er harmi slegin. Þó er það ekki á færi annarra en þeirra sem eru í beinni snertingu við aðstæður að ímynda sér og upphfa það áfall sem dunið hefur yfir. Lítið þorp er rústað á svipstundu. Ung böm eru í meirihluta þeirra sem farast. Óveður geisar, fimbulkuldi og bhndbylur. Undir þessum kringumstæðum voru björgunaraðgerðir eins eríiðar og hugsast getur. Það segir hins vegar mikið um viðbrögð Vestfirðinga og þjóðarinnar að björgunarmenn streymdu að og víluðu ekki fyrir sér að leggja nótt við dag til að leita þeirra sem saknað var. Sá hetjuskapur gleymist ekki. Súðavík við Álftafjörð ér ekki stórt byggðarlag. Þar hafa búið rúmlega tvö hundmð manns. Þorpið stendur undir þverhníptu fjallinu eins og svo mörg önnur sjávar- þorp aht frá Vestfjörðum th Austurlands. í raun og veru hefur mannskepnan verið að bjóða náttúruöflunum birg- inn með bólfestu sinni og ljóst er að snjóflóðið í Súðavík á eftir að vekja upp margar spumingar um slíka byggð. Að minnsta kosti er víst að íslensk stjórnvöld verða að endurmeta snjóflóðavamir á þessum stöðum og haga byggð í landinu með tilhti til þeirra aðstæðna sem hvar- vetna blasa við. Fullyrða má að öllum kenningum um snjóflóð og snjóflóðahættur er kohvarpað með þessum voveiflegu atburðum. Hvað réð því að ný hús í Súðavík hafa verið reist á þeim stað og með þeim hætti sem raun ber vitni? Hvað réð því að bamaheimili er staðsett efst í hhðinni og ekk- ert nema thvUjun og duttlungar náttúrunnar ráða því að snjóflóðið féh tveimur klukkustundum áður en böm- in eru mætt í leikskólann? Sú hugsun verður ekki hugs- uð tU enda hver eftirleikurinn heföi orðið. Það má jafnvel spyrja hvort Súðavík eigi afturkvæmt tU búsetu? Hver vUl kalla yfir sig, fjölskyldu sína og börn slíka hættu í framtíðinni? Emi á ný velta menn fyrir sér mörkum hins byggUega heims. Þennan sólarhringinn hafa tæplega eitt þúsund Vestfirðingar flúið heimih sín. Það er ekki ný saga að búseta á Vestfjörðum er bar- átta við náttúra, veður og einangrun. Þar hefur fólk samt vUjað búa og Vestfirðimir era engu hkir í veldi sínu og hrikalegri fegurð. Þeim er reyndar ekki fisjað saman, Vestfirðingum, í lífsbaráttunni og ást sinni á átthögun- um. Römm er sú taug. Það er heldur ekki líkt Vestfirðing- um að gefast upp en þá verður líka að gera þá kröfu að aðrir landsmenn skUji þær erfiðu aðstæður sem fylgja búsetu á ystu strönd, umgirtri fjaUaborg og veðurofsa marga mánuði á ári. Það er enginn bamaleikur. AUt þetta kemur upp 1 hugann þegar slíkar hörmung- ar dynja yfir. Mönnum fahast hendur. Hugur þjóðarinn- ar er hjá aðstandendum þeirra sem fórast og eiga um sárt að binda. Við fógnum þeim sem sluppu úr helju en syrgjum þá sem urðu flóðinu að bráð. Eftir stendur hníp- in Súðavíkin og þjóð sem enn einu sinni hefur mátt greiða sinn toh í mannshfum og sorg. Það ræður enginn sinni fór. EUert R Schram Til ef lingar skól- um og vísindum Bókvitið verður ekki í askana látið, segir gamalt íslenskt mál- tæki. Þessi gamla speki á rætur sínar í samfélagi sem byggðist á líkamlegu erfiði fyrst og fremst. í fjölbreyttu upplýsinga- og þjón- ustusamfélagi nútímans verður bókvitið í askana látiö svo um munar. í þessu efni eru viðhorf okkar á stundum á eftir þróuninni. Menntun er ekki aðeins mikilvæg til þess að nýta auðlindir náttúr- unnar heldur auðlind í sjálfri sér. Holland, Danmörk, Japan og Sin- gapore hafa nánast engar aðrar auðlindir en fólkið sem þar býr. Singapore þarf meira að segja að flytja inn vatn! Samt hafa þessar þjóðir staðið sig vel efnahagslega. Menntað vinnuaíl og hugvit er þeirra styrkur í alþjóðlegri sam- keppni. Hugvit Það vakti nokkra athygli á dög- unum aö útflutningur á hugbúnaði fyrir tölvur heíði aukist úr 7 millj- ónum 1990 í hátt á þriðja hundrað milljónir á síðasta ári. Þetta er kannski ekki hátt hlutfall af út- flutningstekjum en segir sína sögu á tíma þegar auðlindir sjávar eru þegar ofnýttar. Framleiðsla hugbúnaðar þarfn- ast vel menntaðs starfsfólks, mik- illar og örrar endurnýjunar á þekk- ingu og rannsókna- og þróunar- starfs. Án alls þessa verður ekki nýr hugbúnaður til. Það sama gild- ir um flestar atvinnugreinar í dag: án menntunar, stöðugrar þekking- aröflunar og rannsókna verður engin nýsköpun. Vel menntaö vinnuafl er grund- völlurinn að nýsköpun í atvinnu- máfum á næstu árum. KjaUariim Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra Átak í skólamálum Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi góðrar af- mennrar menntunar og öflugs skólastarfs í landinu. Efnahags- þrengingar síðustu ára hafa leitt til niðurskurðar á útgjöldum til menntamála eins og annarra mála- flokka. Lengra veröur hins vegar ekki gengið í þeim efnum og nauö- synlegt að skapa samstöðu um aö nýta efnahagsbatann til átaks um eflingu menntunar í landinu. Skólastarf þarf forgang á næstu árum. Gera þarf langtímaáætlun um uppbyggingu skóla og vísinda- starfs í landinu. Slíkt þykir sjálf- sagt þegar vegagerð á í hlut og hvers vegna skyldi sérstök skólaá- ætlun ekki fá viðlíka umfjöllun á Alþingi? Nú á tímum atvinnuleysis er eðli- lega gripið til átaksverkefna til að draga úr atvinnuleysi. Gjarnan er hér um stórframkvæmdir eins og vegagerð að ræða. í framtíðinni er nauðsynlegt að líta á rannsóknar- verkefni sömu augum. Arðurinn af slíkum verkefnum getur verið umtalsverður og skapað flölda fólks vinnu. Kjarni málsins er sá að stórauka þarf framlög til skólamála á næstu árum. Bein framlög ríkis og sveit- arfélaga til rannsókna og þróunar- starfs þarf að hækka og beita þarf skattakerfinu til að hvetja fyrir- tæki til að fiárfesta í rannsóknum. - Forgangsröðun Alþýðuflokks- ins er skýr í þessum efnum. Össur Skarphéðinsson „Gera þarf langtímaáætlun um upp- byggingu skóla og vísindastarfa 1 land- inu. Slíkt þykir sjálfsagt þegar vega- gerð á í hlut og hvers vegna skyldi sér- stök skólaáætlun ekki fá viðlíka um- fjöllun á Alþingi?“ Skoðanir annarra 20% kjarabót? „Núna eru miklir kjarasamningar í deiglunni. Ver- iö er að bjóöa vinnudýrunum 1-3% kauphækkun, en baráttujaxlar verkalýðs vilja 10% eða eitthvað þar um bil. Ef samfélagið hefði vit á að búa svo um hnútana að almenn bílaeign væri hvorki nauðsyn né talin til sjálfsagðra lífsþæginda, gæti láglaunalýð- urinn tryggt sér sem svarar 20% kjarabót með ofur- lítið breyttum lífsstíl." OÓ í Timanum 17. jan. Með velþóknun og samþykki Alþingis „Þingmenn eru allra ólíklegastir til að berjast gegn spillingu annarra þingmanna. Slíkt myndi aðeins minnka möguleika þeirra sjálfra á að maka krókinn. ... Yfirmenn hjá ríkinu fá greidd laun fyrir vinnu sem þeir inna aldrei af hendi, þeir fá full laun þótt þeir séu ekki í vinnu sinni heldur að sinna allt öðrum málum, og þeir fá greitt aukalega fyrir viðvik sem þeir vinna innan launaðs vinnutíma. ... dæmið af þingmönnunum sem svindla á kerflnu sýnir að opin- berir starfsmenn gera þetta með velþóknun og sam- þykki Alþingis." Úr forystugrein Morgunpóstsins 16. jan. Eitraðar súpur fjölmiðla „Mál Guðmundar Árna Stefánssonar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, var langvinnt og þrassamt og veröur ekki séð hver gróði fékkst.af því. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem gustar kalt um krata í landsmálapólitíkinni.... Hinar grimmu tungur, sem hafa leikið Alþýðuflokkinn grátt að undanfórnu, hafa átt vinum að mæta á fiölmiðlum, sem hafa úr- kynjast í hlutfalli við vöxt og viðgang fiölmiðlanna í landinu." Indriði G. Þorsteinsson rithöf. í Tímanum 14. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.